Morgunblaðið - 07.09.1943, Page 4

Morgunblaðið - 07.09.1943, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 Þriðjudagur' 7. sept. 1943. ! i I ;■ i AF SJÓNARHÚLI SVEITAMANNS Frá Laugarnesskólannm Vegir og samgöngutæki. í SÍÐASTA þætti var nokkuð rætt um samgöngu- mál, og varð niðurstaðan sú að þeim málum væri nú komið allvænlega á veg, enda hefir verið lagt til þeirra mjög mikið fje úr sjóði landsmanna. En veg- irnir eru ekki nema annar þáttur samgöngumálanna. Hinn þátturinn er sam- göngutækin sjálf. Af ný- tísku landsamgöngutækj- um eru bifreiðarnar þau einu, sem hjer eru notuð. Eins og að líkum lætur, eru okkar vegir, sem hvorki eru malbikaðir nje steyptir, af- ar bílfrekir. Hljóta þær bif- reiðar, sem hjer eru notað- ar að endast skemur heldur en í þeim löndum þar sem allir vegir eru eins og fjala- gólf. Samt er jeg viss um, að okkar ágætu bifreiðarstjór- ar munu spara okkur marg ar krónur með gætilegum akstri á vondum vegum og samviskusamlegri meðferð sinna ökutækja. — Nú eru flestar vörubifreiðar í eigu verslunarfyrirtækja útgerð- armanna og einstakra manna, sem gera sjer akst- ur að atvinnu. Ekki man jeg eftir nema örfáum bændum á landinu, sem eiga vörubif- reiðar er þeir nota við bú- rekstur sinn. Það sýnir hve skamt vjelatækninni er komið í okkar landbúnaði. Margir munu segja, að ó- víða geti bændur komið bíl um við í búskap sínum, en það er jeg viss um, að fátt væri meiri og betri' ljettir fvrir bændur heldur en ef sem flestir þeirra væru þess umkomnir að eiga eiginn bíl bæði til flutninga og til að ferðast í sjálfir með fólk sitt. Hafa kaupstaðarbúar meiri þörf fyrir bíla heldur en bændur? FÁTT sýnir betur heldur en það, að næstum engar bifreiðar skuli vera í sveit- um landsins, hversu ver bændur eru settir heldur en aðrar stjettir þjóðfjelagsins. í flestum kaupstöðum og þó einkum í Reykjavík, úir og grúir af bifreiðum á hverri götu. Margar þeirra eru í eigu einstakra manna, sem hafa lítitið eða ekkert ann- að við þær að gera heldur; en að aka sjálfum sjer í: þéim frá heimili sínu til skrifstofu sinnar, sem er þó ekki nema fárra mínútna gangur eftir sljettri götu. — Og þó virðist mörgum þetta vera næsta nauðsynlegt. — Eitt fyrirtæki í Reykjavík, sem nýtur styrkja og hlunn inda hjá því opinbera, gaf forstjóranum rándýra bif- reið í afmælisgjöf. Þó er Eftir Gáin, ekki kunnugt að hann þurfi neitt að ferðast í þágu fyr- irtækisins. Eitt landsmála- blaðið Ijeði skrifstofuþjóni í Reykjavík hvað eftir annað margra dálka rúm síðast- liðinn vetur, til að sýna fram á, hvaða rangindum hann hafði verið beittur í viðskiftum sínum við bif- reiðaeinkasöluna. — Hann hafði nefnilega ekki fengið innfluttann ,,luxusbíl“, til eigin afnota. Þó er ekki vit- anlegt, að maðurinn hefði aðra þörf fyrir bílinn en aka sjálfum sjer og kunningj- um sínum í honum um göt- ur höfuðstaðarins og í skemtiferðir um helgar. Það liggur því í augum uppi, að úr því að bifreiðin virðist vera alt að því nauð- synlegur hlutur fyrir íbúa kaupstaðanna þá ætti hún að vera fullkomin nauðsyn a. m. k. brýn þörf fyrir sveitafólk, alls staðar þar, sem hægt er að koma henni við. Okkar vegir eru hvorki gerðir til að hlaupa nje hleypa á þeim, heldur til að aka eftir þeim í bifreiðum og þeir koma sveitafólkinu ekki að fullum og æskileg- um notum fyr en flestir bændur eiga sína eigin bif- reið, sem getur verið þeim örugt og notadrjúgt farar- tæki meiri partinn af ár- inu. Geta bændur eignast bíla? EN NÚ heyrði jeg, að margur bóndinn segir: — „Þetta eru bara skýjaborg- ir og loftkastalar. Bíllinn verður aldrei bóndans' eign. Hann er handa ráðherran- um, forstjóranum, skrif- stofustjóranum og öðrum stórmennum, en ekki handa mjer, nema þá í hæsta lagi á kosningadaginn". — En þannig mega bændur aldrei hugsa. Þeir eiga að vita, að starf þeirra í þjóðfjelaginu er jafn gagnlegt og nauð- synlegt og hvers annars, er jifir. á ærlegri vinnu, og þess vegna eiga þeir rjett á að lifa við jöfn kjör og lífsþægindi og aðrir borg- arar. Og sjálfir eiga þeir að skapa sjer þá aðstöðu, inn- an samfjelagsins, sem gerir það að verkum að um þann rjett geti enginn efast, eða hann verði nokkru sinni fyrir borð borinn, Til þess, þurfa samtök þeirra, bæði fagleg og pólitísk, að eflast mjög frá því, sem nú er, og hver einstaklingur að taka örum framförum í verk- menningu, eftir því sem nú- tíminn heimtar, eins og okk ar ágæti búnaðarráðunaut- ur, Árni G. Eylands, hefir oft bent á, t. d. í greininni ,,Ræktunarþankar“ (Freyr, okt. 1942). Til ,,privat“-nota henta bændum hvorki „luxusbíl- ar“ nje stórar vörubifreiðar, en eina tegund bíla höfum við nú daglega fyrir augum í landinu, sem jeg er viss um að yrðu mjög notadrjúgir á sveitabýlum og íbúum sveit anna til mikilla þæginda. — Það eru þeir bílar ameríska hersins, sem hlotið hafa á íslensku nafnið krílar. Skal jeg ekki fara neitt út í að lýsa þeim hjer, en gott er það, að fyrir hugkvæmni og framtakssemi landlæknis, verða nú a.m.k. tveir þeirra reyndir í íslenskum sveit- um, sinni á hvoru lands- horninu og verður býsna fróðlegt að fá að vita hvað sú reynsla segir. Ef þeir reynast vel, þurfa fjelags- samtök og verslunarfvrir- tæki bænda að kaupa þá í stórum stíl og selja bænd- um, þá með eins hagkvæm- um kjörum og unt er, og bændur að hafa getu og framsýni til að nota sjer það. Er einkasala æskileg? I sambandi við bílaversl- un kemur mjer í hug grein- arkorn í nýkomnum Tíma, eftir einhvern E. J. Er þar rætt um vjelaverslun smá- bátaaútvegsins og ýms ráð til að koma henni í betra horf en nú er hún. Meðal annars er bent á þá leið til að fækka tegundum í notk- un, að koma á einkasölu á vjelum og vjelahlutum. — Áður en greinarhöfundur þessi heldur lengra áfram á þessari braut, vil jeg ráð- leggja honum að leita sjer upplýsinga um reynsluna af bifreiðaeinkasölunni, ein- mitt í þessu tilliti. Gæti hann eflaust fengið þá fræðslu hjá samherja sín- um, Eysteini Jónssyni, fyr- verandi ráðherra, höfundi og húsbónda einkasölunnar. En af því að fræðsla Ey- steins kann að verða eitt- hvað hlutdræg eða ófull- komin, þar sem honum er málið skylt, skal jeg hjer gefa hinum einkasöluunn- andi greinarhöfundi þessar upplýsingar: Einn af aðalkostum þess- arar bílaeinokunar átti að vera sá, að með henni skyldi ,;skipuleggja“ verslunina,; syo að hjer yrðu í notkunj aðeins fáar, sterkar og hent' ugar bílategundir.En margt fer öðru vísi en ætlað er, og reynslan varð alt önnur en þessar ráðagerðir einkasölu postulanna, því á einokun- arárunum fjölgaði en ekki fækkaði bílategundunum hjer um ca. 30. Svo- fór um sjóferð þá, og er nokkur á- Framhald á bls. 8 Föstudaginn 10- september kl. 1 e. h. mæti í skólanum öll þau börn, sem stunduðu nám í vor- skólanum s-1. vor Laugardaginn 11. september kl. 1 e- h. mæti öll önnur börn fædl 1936, 1935, 1934 og 1933, sem eiga heima í umdæmi skólans, en voru ekki í skólan- um í maí til júni s-1. Geti börnin ekki mætt á tilskildum tíma, verða aðstandendur að mæta í þess stað og gera grein fyrir fjarveru barnsins- JÓN SIGURÐSSON skólastjóri Frá Hiðbæjarskálanum Förftudagur 10. sept. Læknisskoðun. Kl. 8 f. h. 10 ára drengir (f. 1933) kl. 9 f- h- 10 ára stúlkur (f. 1933)kl. 10 f. h. 8 ára stúlkur (f. 1935). kl. 11 f- h. 8 ára drengir (f. 1935) kk 1(4 e- h. 7 ára drengir (f. 1936) kl. 2(4 e. h. 7 ára stúlk- ur (f. 1936) kk 3(4 e. h- 9 ára stúlkur (f- 1934) kl. 4(4 e- h- 9 ára drengir (f. 1934). Munið eftir skoð- unargjaldi. Laugardagur 11. sept. Allar deildir 7—10 ára (þ. e- börn fædd á árunum 1933—36) komi í skól- ann eftir sömu töflu og þau höfðu í vorskólanum s. 1. vor. Börn k sama aldri (þ- e. 7—10 ára), sem ekki sóttu skólann s.l. vetur eða vor, en eiga að sækja hann næsta vetur, komi til prófs sama dag kl 3 e. h. .SKÓLASTJÓRINN* Starfsstúlknafjelagið Sókn heldur aðalfund miðvikudaginn 8- þ. m. kl- 9 síðdeg- is í Fjelagsheimili verslunarmanna Vonarstræti 4. Fundarefni 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Samningar við Elliheimilið- 3. Önnur mál, s'em fram kunna að koma. Mjög áríðandi að fjölmenna- Sameiginleg kaffidrykkja. STJÓRNIN- Austurbæjarskólmn Yngri börn, 7—10 ára> koma til viðtals í skól- anum föstudaginn 10- september, þannig: KI- 9 10 ára böm (fædd 1933). Kl. 10 9 ára börn (fædd 1934). KI. 11 8 ára börn (fædd 1935)- KI. 14 7 ára börn (fædd 1936). Börn, sem ekki hafa verið hjer í skólanum' áð- ur, hafa með sjer prófskírteini, ef til eru. Skólinn fyrir eldri börnin byrjar um 1. október- Reykjavík, 7. sept- 1943. SKÓLASTJÓRINN. AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.