Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 2
r> MORGUNBLAÐIB Fimtudagur 9. sept. 1943 Þingtíðindi: Ný erfðalög - mannsesfibsftisins Skiffing lög frana TIJER SKAL getið nokk- nrra nvrra stjórnarfrumvarpa, serri fram eru komin á Alþingi: Erfðalög. I íómsmálaráð- herra flytur þetta frv., og er áréiöanlega mál til komið, að löggjöfin um þetta efni sje endtú'skoðuð, svo gömul og úrelt sem hún er orðin. í at- hugf^semdum við frumvarpið segir ráðherra: . „Núgiltfandi íslensk erfða- löggjöf er orðin œrið gömul, því að aðalákvæði hennar eru í tilskipun frá 25. sept. 1850. Nokkur hjer að lútandi á- kvæða eru í enn eldri lögum, en önnur eru hins vegar í lög- um frá síðari árum. Það má því teljast eðlilegt og tíma- hcert, að mál þessi sjeu tekin til athugunar, svo miklar breytingar sem orðið hafa á ættartengslum hjer á landi og skoðunum manna aimént á málum þessum, frá því að að- alákvæði löggjafar þessarar voru sett. Því hefir þótt rjett að endurskoða löggjöf þessa, og felur frumvarp það, er hjer liggur fyrir, í sjer þau megin- ákvæði um erfðir, sem nauð- synlegt þykir að leiða í lög í samræmi við nútímaviðhorf í þessurn málum, en þó eru jafnframt látin háldast, nokk- urn veginn óbreytt, þau eldri ákvæði, sem vel hafa reynst hjet' á landi. Við samningu þessa frumvarps hefir verið höfð hliðsjón af erlendri lög- g.jöf í þessum efnum, og þá helst norrænni erfðalöggjöf. Meginbréytingin, sem frum- varp þetta gerir á núgildandi erfðalögum, er sú, að rjettur manna ti! arfs fyrir skyldleika sakii’ takmarkast við nánari ættingja en nú er (1.—8. gr.). Eins og ættarsamböndum er nú háttað alment, þykir engin íistæða til, að fjarskyldir menn hljóti slík rjettindi, auk þess sem reynslan hefir sýnt, að veruleg verðmæti eftirlát- inna eigna hafi orðið til lítill- ar eða engrar nytsemdar við skiftingu í örsináa hluta“. Til þess að menn sjái, hvar ráðherra hugsar sjer takmörk- in til frændseiniserfða, er rjett að birta hjer tvær greinar Norðmenn vilja snmvinnu við íslendingn um fisksölumálin NORSKA STJÓRNTN í London hefir hug á að ræða við íslensk yfirvöld og íslenska fiskfrarnleiðendur um sam- frúmvarpsins (7. og 8. grein). vimm 1 fisksölumálum eftir 7. gi'.: „Ef ekki eru til niðj- rfyrföidma. Hmgað er kom- ar, maki, foreldrar eða syst- iinn fuHtrúi frá norsku stjom- kin, þá taka afar og ömmur inni' hr' Sunnanaa’ aðalrltarl hins látna arf allan á þann',Nc,rsk Fiskerilag, til'viðræðna hátt. að föðurforeldrar hins 111,1 Þessi máL Hann 1111111 og' látna taka helming arfsins og halda h-)er fyi-mlestur um móðurforeldrar hinn lielming-!flskveiðar °& fwksölumal inn. og er síðan skift á milíi iNorðmanna' þeirra að jöfnu. Ef annaðhvort ' 1Ir' Snnnanaa rœddl Vlð föðurforeldra eða móðurfor-i1,laða,nenn á sknfstofu norska eldra er andað, hverfur ;irfsJ l'laðafulltrúans, hluti þess til hins“. 8. gr.: ,,Ef afar og ömmur eru önduð, hverfur arfurinn íil langafa og' langamnm á sama hátt-Og segir í næstu grein á undan, en frændsemis- erfð nær síðan ekki lengra u]>p en nú er sagt“. Dómsmálastörf, lögreglu- stjórn, gjaldheimta o. fl. í Eeykjavík. Hjer flytur dóms- málaráðherra einnig annaö merkilegt frumvarp, og er að- albreytingih fólgin í því, að lagt er til að lögmannsembætt- inu verði skift í tvö embætti: borgardómaraembætti og' borg arfógetaembætti. 1 athuga- semdum um þetta segir: „Verðu.r að telja, að brýn nauðsyn sje til, að því embætti sje skift nú þegar, þar sem það er orðið mjög viðamikið, og veldur þar um hinn öri vöxtur Reykjavíkur (m. a. vegna stækkunar lögsagnar- umdæmisins) og hin víðtæku viðskifti, sem þar fara fram. Þess er og að gæta, að flest hinna stærri mála utan af landi eru rekin fyrir dómi í Reykjavík, og eru því flest einkamál hjer á landi dæmd þar. Það er því fyllilega tíma- bært og miðar að auknu ör- yggi um meðferð dómsvalds, að dómsmálin í Reykjavík s.jeu aðgreind frá öðrum málum, eftir þrí sem unt er, enda mun bæði Ilæstirjettur og Mál- fl utningsmannafjelag Islands vera meðmælt hreytingum í Jæssa átt“. Verða samkv. frumvarpinu embættin í Rvík þessi: Borgqr dómaraembætti, borgarfógeta- embætti, sakadómaraembætti og tollstjóraembætti. „Ríkis- stjóri veitir þessi embætti, og Framhald á bls. 8 hr. S. A. Friid í gærdag og )>ar margt á góma í þeim viðræðum. j Sunnanaa vinniur nú í því i ráðuneyti norsku stjórnarinn- I ar, sem hefir með höndum i birgða- og viðreisharmál í Noregi eftir styrjöldina. ITann er * fjelagsmálafræðingur að mentun og hefir starfað mikið fyrir norskar fiskiveiðar og fisksölumál og í samtökum norskra fiskimanna, sem hanu er aðalritari fyrir, eru 25—30 þús. meðlimir. Sameiginlegir hags- munir Islands og Noregs. I samtali sínu við blaða- menn ræddi hr. Sunnanaa um sameiginleg hagsmunamál Is- lendinga og Norðmanna í fisk- sölumálunum. Óheppilegt væri að tekin yrði upp gamla nið- urrifs samkepnin í fisksölu- málunum, sem rjeði fyrir styrjöldina. Það væri hægt með samkomulagi að vinna að hagsmunum heggja í þessum málum og svö, að báðir mættu vel við una. Hann áleit, að vinna bæri að því að fá hag- kvæma verslunarsanminga við þau lönd, sem kaupa fisk af okkur og haim benti á, að eft- ir styrjöldina myndi verða al- mennari alþjóðasamvinna á öllum sviðum en áður átti sjer stað. Nýr og frystur fisk- ur er framtíðar- fyrirkomulagið. Ilr. Sunnanaa sagðist telja, að framtíðarmarkaður yrði aðallega fyrir nýjan fisk og frystan. Einkum ættu frystu fiskflökin framtíð fyrir sjer á marköðum Evrópu. Það væri ekki nokkur vafi á, að fisk úr Norðurhöfum væri hægt að flytja þannig í framtíðinni til T T T T T ♦:♦ f T f f f t ♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ P. & H. Raisuðutæki Einkaumboðsmenn fyrir: Harnischfeger Corpuration, Milwaukee 6.Þ0RSTHNSS0N H JOHNSON" Senda hiœgtsð iiili- trúa til viðræðna Samlal við hr. Sunnanaa, aðalrit- ara Norsk Fiskerilag neytenda í Evrópu. Saltfiskur og hertur fiskur myndi smám saman hverfa úr sögunni. Iljer væri um sameiginlegt hags- munamál Norðmanna og Is- lendinga að ræða. Síldin. Noregur, Island og Stóra- Iíretland eru öll síldarútflytj- endur, sagði hr. Sunnana;n og hjer er um mikið hagsmuna- mál fyrir okkur alla að ræða. Síldariðnaðurinn á mikla framtíð fyrir sjer, ekki síst, þar sem nú er farið að nota síldarolíu til smjörlíkisfram- leiðslu og fyrir síldarmjöl er markaður í mörgum löndum, og verður einkum eftir stríð. Þá er saltsíldin allmikill liður í útflutningi Norðmanna og Islendinga. Islendingar hafa besta að- stöðu hvað snertir vinslu olíu og mjöls úr síldinni, vegna þess, að við strendur Islands veiðist besta síldin. En ]>að væri mjög hagkvæmt fyrir alla aðila, ef hægt væri að komast að samkomulagi við neytendalöndin um að kaupa ákveðið magn af síld, og að framleiðslulöndin hefðu sam- vinnu um dreifinguna. Fiskveiðar í Noregi undanfarin stríðsár. Um fiskveiðar Norðmanna undanfarin stríðsár ræddi hr. Sunnanaa nokkuð. Hann sagði, að ekki hefði dregið eins úr fiskveiðum Norðmanna eins og margur gæti haldið, vegna hernámsins, en sú, væri á- stæða til þess, að Þjóðverjar þyrftu á norska fiskinum að halda og gerðu því það, sem þeir gætu, til að halda fisk- veiðunum í horfinu. . Norðmenn voru mesta fisk- veiðiþjóð í Evrópu fyrir stríð. Þeir öfluðu alls um 1.1 miljón smálesta árlega, eða 25% af samanlögðum fiskafla Evrópu þjóðanna. Norðmenn hafa frá þjóðanna, að Rússlandi undan- skildu. Norðmenn hafa frá hernáminu afiað sem hjer segir: 1940 um 1 miljón smál. 1941 um 80% af venjulegum árs- afla fýrir stríð og 1942 um 70% af venjrlogum ársafla fyrir stríð. Á þessu ári hefir fiskveiðunum hinsvegar hrak- að stórum, og á aðalvertíðinni, janúar—mars, sem meiri hluti aflans veiðist venjulega á, veiddu Norðmenn ekki nema 4—500 ]>ús. smálestir. Mest hefir síldveiðunum hrakað. Flotinn gengur úr sjer. Mesta vandainál norskra fiskimanna taldi hr. SunnanaaT vera, hve norski fiskveiðiflot- inn heföi gengið úr sjer síðan ófriðurinn hófst. Mörg skíp hafa fai’ist, sum hafa slop])ið úr landi og Þjóðverjar hafa tekið í sína þágu öll b.estu og stærstu skipin. Nörðmenn hafa notað síu gömlu veiðarfæri vel og það er nýtingu þeirra mikið að jiakka, að norskir fiskimenn hafa getað haldið uppi fisk- veiðum, en nú fara þau mjög að ganga úr sjer. Þjóðverjar taka fiskinn. Þjóðverjar hafa, sagði hr. Sunnanaa, reynt að koma því svo fyrir, að Norðmenn öfluðu sem allra mest. Þeir hafa jafn- vel veitt norskum fiskiskipum undanþágur til þess að þau gætu sótt fiskimið. Olíuvand- ræði hafa ekki að ráði háð norskum fiskveiðum, en olían er nýtt betur en áður og meira fiskmagn keniur nú á land fyr ir hver 100 kg. af olíu en fyr- ir stríð. Þjóðverjar hafa held- ur ekki leyft no.rskum nasist- um að skifta sjer af fram- kvæmd fiskiveiðarina, eins og þeir hafa gripið inn í sumar aðrar framleiðslugreinar. En Þjóðverjar hafa \vá reglu, að heimta ákveðið magn af fisk- framleiðslu hverrar veiði- stöðvar. Þeir segja t. d.: Or þessari veiðistöð gengur 55 %' aflans til okkar, o. s. frv., og þeim fyrirmælum verða Norð- menn að hlýða, því þó Þjóð- verjar kalli þetta „samninga“, er um hreint valdboð að ræða. ÞjóSverjar vilja helst fá nýjan fisk. Þeim kemur ekki saltfiskur eða hertur fiskur að sama gagni. Þess vegna hafa þeir komið upp hraðfrysti- stöðvum á nokkrum stöðum á norsku ströndinni. Alls hafa þeir 5 slíkar frýstistöðvar. Fiskurinn er ýmist fluttnr sjó- eða landleiðis til Þýskalands. Aðalfæ’ða Norðmanna er fiskur eins og stendur. En það er oft erfitt að fá fisk, og stafar það af flutningaörðug- leikum. Ekki er enn fullákveðið, live nær hr. Sunnanaa heldur fyr- irlestur sinn, en sennilegt að það verði í næstu viku. Hann mun næstu daga ræða við for- ystumenn í fiskframleiðslumál um og kynna sjer fiskveiðamál okkar. ÁRÁSIR A NORÐUR- F'RAKKLAND. BRESKAR og amerískar flugvjelar halda áfram sókn sinni á hendur Þjóðverjum í hernmdu löndunum, og rjeðust á marga flugvelli í Norður- Frakklandi. Voru varnir Þjóð- verja harðar og miklar loft- orustur háðar. 9 þýskar flug- vjelar voru skotnar niður. —•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.