Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 4
Fimtudagur 9« sept, 1943. 4 Vegamál - SUMARIÐ, sem nú er senn á þrotum, hefir verið kald- ara og rysjóttara við ísa- fjaðardjúp en flestir rnenn muna, sagði Sigurður Bjarnason alþingsmaður, sem nýkorninn er til bæjar- ins, er Morgunblaðið leit- aði tíðinda hjá honum í gær. Veðráttan hefir verið með afbrigðum óstöðug, t. d. hefir alla sumarmánuðina fent í fjöll, stundum niður í miðjar hlíðar eða jafnvel í bygð. Eru dæmi þess í nvrstu hreppum sýslunnar að heyföng á túnum hafa nær fent í kaf. Árferðið. Hvernig hefir heyöflun bænda gengið? Spretta á túnum við Djúp, hefir alment varla verið í meðallagi. Hey hafa hinsvegar til þessa nýst vel í Djúpinu. Ætla má að hey- fengur verði þó töluvert minni en venjulega, yeldur því bæði ljeleg spretta á engjum og nokkur skortur á mannafla. Líkur eru því til að bústofn gangi saman í haust, því fyrningar eru engar frá s.l. vetri, sem var með fádæmum erfiður. — Uppskeruhorfur garð- ávaxta eru ákaflega ljeleg- ar. Lítur sumstaðar út fvr- ir fullkominn' uppskeru- brest. Kuldar vorsins og sumarsins hafa leikið garð- ræktina á norðanverðum Vestfjörðum mjög hart. — Nokkur brögð voru orðin að næturfrostum síðari hluta ágústmánaðar. Hvernig hefir árferðið verið til sjávarins? Hinir stöðugu umhlevp- ingar veðurfarsins hafa skapað smáútgerðinni í ver- stöðvunum við Djúp mikið óhagræði, gæftir hafa verið mjög stopular. Afli hefir einnig verið misjafn, mjög sæmilegur með köflum en tregur þess á milli. Sökum ógæftanna verður að telja sumarvertíðina fremur rýra. Allur útgerðarkostn- aður er líka orðinn svo mik- ill að allmikið aflamagn þarf til þess að hlutir sjómanna verði sæmilegir, miðað við dýrtíðina í landinu. Þú hjelst leiðarþing í kjördæmi þínu í sumar, hvað er tíðinda af þeim og frapikvæmdum í sýslunni? Já, í byrjun júlímánaðar, eða nokkru fyrir sláttarbvrj un, hjelt jeg leiðarþing í öllum sveitahreppum sýsl- unnar, en í þorpunum, Bol- ungavík, Hnífsdal og Súða- vík nokkru síðar, eftir hent ugleikum. Þú hefir heyrt hvað Al- þýðublaðið sagði um þau? Já, jeg heyrði, að það hefði verið að skemta sjer M OEGUNBLAÐID Framkvæmdir í Norður-lsafjarðarsýslu: Hafnarbætur ■ Hjeraðsskólinn í SasntaS vi& SiefurÖ Bjarntasosa alhm. Nor&ur-ísSir&inga við að telja sjer trú um, að þessi leiðarþing hefðu ým- ist verið mjög fásótt eða fallið niður. Jeg get vel unt Alþýðuflokknum þeirrar barnalegu fróunar, sem í slíkum frjettaflutningi felst — hann hefir nú orðið ekki svo margt til þess að gleðja sig við á þessum síðustu og verstu tímum. Um leiðar- þingin er annars það að segja, að þau voru öll mjög sæmilega sótt og sum ágæt- lega. Mæltist sú ráðabreytni að halda þessi leiðarþing, alment mjög vel fyrir. Þau mál, sém jeg aðallega ræddi voru hjeraðsmál og afskifti Alþingis af hinum þýðingar meiri þjóðmálum. F ramkvæmdir í sýslunni. Vegamálin. Mikill áhugi ríkir hvar- vetna í hjeraðinu fyrir ýms um umbótamálum hjeraðs- ins. í sumar hefir líka ver- ið töluvert unnið að fram- kvæmdum í sýslunni. — í vegamálunum hefir t.d. ver ið töluvert unnið að vegin- um upp á Þorskafjarðar- heiði, en sá vegur á, eins og kunnugt er, að tengja ísafjarðardjúp og þar með mikinn hluta Vestfjarða við akvegakerfi landsins. Til þessarar vegagerðar veitti Alþingi nú á þessu ári í fyrsta sinni myndarlega fjárupphæð, 450 þúsund kr. Hefir 30—40 manna flokk- ur unnið að þessari vega- gerð, ásamt brúarbyggingu yfir Langadalsá, sem veg- urinn liggur yfir, í alt sum- ar. Mikill tími hefir þó far- ið í viðhald þess hluta veg- arins, sem gerður hefir ver- ið á undanförnum árum fyr ir 2000—5000 kn_ árfegar fjárveitingar. Býít jeg ekki við að vegurinn verði kom- inn upp úr Langadal, upp á sjálfa Þorskafjarðarheiði í haust, nema að við fáum vegagerðarvjelar vestur, sem auðvitað er sjálfsagt að við fáum. Þessari vegagerð verður að ljúka næsta sum- ar. Með því að fá til vega- gerðarinnar vjelar þær, sem vegamálastjórnin nú hefir eignast, eina eða tVær þeirra á það líka að vera hægðar1 leikur. Vestfirðingar, sem fullyrða má, að mjög hafa orðið afskiftir um vega- framkvæmdir, munu ekki lengur sætta sig við að vera án sambands við akvega- kerfi landsins og að láta þá vegagerð, sem á að skapa þeim þetta samband, standa yfir í mörg ár, þegar að möguleikar eru fyrir hendi Sigurður Bjarnason frá Vigur. til þess að ljúka henni á skömmum tíma með þeim fullkomnu verkfærum, sem nú eru til. Af öðrum framkvæmdum sem unnið hefir verið að í sumar í hjeraðinu má nefna bryggjugerð í Hnífsdal. — Hefir verið unnið að því að lengja bryggjuna þar um 20 metra. Var orðin brýn nauð syn á þeirri framkvæmd. — En það óhapp vildi til nú fyrir nokkrum dögum, að brim olli töluverðum skemdum á þeirri fram- kvæmd og er óvíst hvort hægt verður að ljúka henni í sumar eins og fyrirhugað var. Hjeraösskólinn í Reykjancsi. Þá hafa og í sumar stað- ið yfir miklar framkvæmd- ir í þágu hjeraðsskólans í Reykjanesi. Hefir skólahús- inu, sem fyrir var, verið breytt allmikið. íbúð skóla- stjórans, sem var í sjálfu skólahúsinu, hefir verið breytt í tvo kenslusali. Hef- ir kenslurými skólans auk- ist verulega við það. Þá hafa og verið bygðar tvær nýbyggingar, sín hvoru megin skólahússins, og áfastar við það, að vest- an skólastjóraíbúð 16 x 10 m. að stærð og að austan myndarlegt íþróttahús 16x 12 m. að stærð. í því er stór og rúmgóður leikfimisalur, steypiböð o. fl. * Mynda þessar þrjár bygg ingar, skólahúsið sjálft, í- þróttahúsið og skólastjóra- íbúðip eina heild, sem er 52X10—12 m. að stærð. ■— Hin nýja skólastjóraíbúð er nú þegar fullgerð, en í- þróttahúsið mun verða full búið á þessu ári eða fyrri- hluta næsta árs. Þá hefir einnig verið unnið í sumar að því, að byggja allmikla byggingu við sundlaug skól ans, sem er opin útisund- laug. Er það vinkilbygging meðfram norðurgafli og aust urhlið laugarinnar. Er stærð hennar 36x13 m. og 16x4 m. í þessari byggingu veröa búingsklefar, steypiböð, gufuböð og sólskýli, en á neðri hæð hennar vinnustof ur pilta og allmikið geymslu rúm. Hjeraðsskólinn í Reykja- nesi er orðinn mjög vinsæll í hjeraðinu og mikið sóttur af ungu fólki á öllum Vest- fjörðum og víðsvegar um land. Framkvæmdir þær, sem unnið hefir verið að í sumar munu að fjölmörgu leyti bæta mjög aðstöðu skólans. Öll aðstaða til fjöl- þættra íþróttaiðkana batn- ar mjög með byggingu í- þróttahússins. Að bygging- unum við sundlaugina er einnig mikil bót, að vöntun búingsklefanna hefir verið mikið óhagræði. Steypiböð og gufuböð eru einnig nauð synleg við hverja sundlaug. Jarðhitinn í Reykjanesi er nær ótæmandi. Jeg hefi ríka trú á því, að Reykja- nes eigi eftir að verða til mik illa nytsemda fyrir hjerað- ið, ekki hvað síst. æskuna, sem þangað sækir til menta, andlegra og líkamlegra. — Við Norður-ísfirðingar höf- um líka verið svo hepnir að fá sjerstaklega, hæfan og dugandi mann til forustu Reykjanesskólans, þar sem er Aðalsteinn Eiríksson skólastjóri. Kunna hjeraðs- búar vel að meta það giftu- ríka starf, sem hann hefir unnið fyrir skólann á frum býlis og þroskaárum hans. Reykjanesskólinn verð- ur 10 ára á næsta ári. Verð- ur ekki annað sagt, en að fvrsti áratugurinn hafi ver- ið mikið vaxtar- og þróun- artímabil. Og jeg vil, að Reykjanesskólinn haldi áfram að eflast. Þar hlýtur að verða hjeraðsmiðstöð í mörgum skilningi. Þar verð ur hagnýtt menningarsetur fyrir æsku hjeraðanna, er að staðnum liggja, þangað liggja leiðir manna til mann fagnaðar og fundahalda. — Þar munu verða haldin ým- iskonar námskeið fyrir hús mætjur og bændur, sund- námjskejð, fyrir sjómenu, og síðast en ekki síst hljóta þar að verða háð almenn íþrótta námskeið og íþróttamót, þar sem íþróttamenn, víðsveg- ar af Vestfjörðum hittast og þreyta kepni með sjer í drengilegum leik. Er nú þegaf hafinn undirbúning- ur að því að koma upp slík- um leikvangi með knatt- spyrnuvelli og öðrum nauð Reykjanesi svnlegum skilyrðum til iðk ana frjálsra útiíþrótta. Þegar að akvegasamband er skapað við Djúp, er skamt frá Langadalsströnd yfir í Reykjanes með hinum myndarlegu húsakynnum, opnu og myndarlegu sund- laug, gufuböðum og hinum heita sjó Hveravíkurinnar. Þá hlýtur að verða rekið sumargistihús í Reykjanesi. F ramtíðarverkef ni. Hvaða framtíðarverkefni telur þú mest aðkallandi í hjeraðinu? Þau verkefni, sem áreið- anlega þarf mestra fram- kvæmda í, eru annarsvegar vega- og samgöngumál og hinsvegar hafnar- og lend- ingarbætur. Sú trú hefir lengi verið á, að um vestfirskar hlíðar, hálsa og heiðar, væri ókleift að leggja vegi. Þetta er hje- gilja ein. Víða við Djúp og annarstaðar í Norður-ísa- fjarðarsýslu, er vegagerð mjög auðveld, síst torveld- ari en víða þar, sem greið- færir akvegir liggja nú um. Víða er akvegagerð hins- vegar erfið og dýr með þeim aðferðum, sem lengstum hafa verið notaðar hjer á landi. En það er mín skoð- un, að í vegagerð hljóti nú að vera að renna upp nýir tímar, tímar tækni, sem fær er um að vinna það verk, er nær óvinnandi var áður vegna kostnaðar, á skömm- um tíma . og fyrir stórum minna fje. Þegar við íslend- ingar tökum að notfæra okkur tæknina, fullkomnar og hraðvirkar vjelar í vega- gerð og því erum við að byrja á, er röðin vissulega komin að okkur fyrir vest- an, sem höfum beðið meðan hjakkan, rekan, mannafl og hestafl lagði vegina til annara- landshl. og um þá. í Norður-ísafjarðarsýslu er nær alt ógert í vegamálun- um. Þar eru því mikil fram tíðarverkefni. í hafnar- og lendingarmál um er einnig þörf mikilla framkvæmda. Víða þar sem sjór er sóttur, er aðstaðan tilfinnanlega- örðug vegna þess að bryggjur vantar. í hinum stærri verstöðvum, svo sem Bolungavík, Hnífs- dal og Súðavík, þarf einnig mikilla umbóta til þess að útgerðin búi þar við sæmi- leg fskilyrði. Hefir þegar verið hafist handa urrí þær í Ilnífsdal eins og áður er sagt. Ferð um Strandasýslu. Þú ferðaðist eitthvað um Strandasýslu í sumar líka, hvernig leist þjer þar um- horfs? Já, jeg ferðaðist fyrir Framh. á 5. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.