Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 7
Fimtudagur 9. sept. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 7 ÞÁTTTAKA ÍTALA í STYRJÖLDINNI ítalir voru í .stríðinu alls þrjú ár, tvo mánuði og 28 daga og hefir stríðsferill þeirra verið svo sem mönn- um er kunnugt af frjettum. Fyrst eftir að ófriðurinn hófst, voru ítalir hlutlausir að nafninu til, en þar sem þeir Voru í bandalagi við Þýskaland, gátu andstæð- ingar Hitlers hvenær sem var átt von á þeim í stríð- ið. Þegar Frakkland var að þrolum komið, reiddi svo Mussolini til höggs, og sagði Bretum og Frökkum stríð á hendur þann 10. júní 1940. Um leið fóru ítalskar her- sveitir inn í Suður-Frakk- land. ítalir börðust ekki nema tvær vikurvið Frakka og höfðu ekki sótt fram nema nokkrar mílur inn í Frakkland, er vopnahlje var samið milli Frakka annars- vegar og Þjóðverja og ítala hinsvegar. Á móti Bretum hinsvegar, virtust ítalir njóta sín bet- ur fyrst í stað. Þeir lögðu undir sig breska Somaliland í ágúst, og varð lítið um varnir. Skyndileiðangrar Itala inn í Kenya og önnur Afríkulönd Breta voru nóg- ir til þess að það fór að fara um ýmsa svartsýna Breta. Að lokum rjeðust svo ítalir inn í Egyptaland, og fóru hart yfir gegn h'tilli mót- spyrnu fyrst í stað, komust alt til Sidi Barrani. ★ En þessir sigrar voru ljett vægir. Bretar hófu gagn- sókn í desember 1940 og ráku ítali öfuga út úr Eg- yptalandi og tóku höndum einn þriðja af her ítala á þessum slóðum, eða 40— 50.000 manna. Ekki var þetta þó versta áfall ársins. Lakari voru hrakfarir þær, er lið ítala fór fyrir Grikkjum í Norð- ur-Grikklandi og Albaníu. Herir Mussolini rjeðust inn í Grikkland frá Suður-Al- baníu þann 28. okt. og virt- ist ætlun hans að vera sú, að ná sjálfur góðum hluta Balkanskagans, áður en lagsbróðir hans, Hitler, kæmist þangað. Vissulega hefði þetta og verið girni- legt, ef hermenn ítala hefðu nokkuð getað barist að ráði, og Grikkir reynst linir til varnar. Þá hafði og ítalski flotinn, sem stór var og hættulegur á pappírnum, reynst frægastur fyrir það að flýja í hvert skipti sem hsetta var á að hann lenti 1 bardaga. Einnig gerðu breskar flugvjelar á hann mikla árás í höfn í Taranto, sem hafði það í för með sjer, að bestu skip hans eyðilögð- ust. ítalski flotinn var þann ig aldrei alvarleg ógnun við yfirráð Breta á Miðjarðar- hafinu. Árið 1941, eða tuttugasta ár fascistastjórnarinnar, Stóð 3 ár og tæpa þrjá mánuði Frá því í janúarlok árið 1942 og þar til í októberlok unnu Möndulveldin fjöl- marga sigra, og urðu ítalir við það bjartsýnir. Erwin Rommel, sem stjórnaði þýsku og ítölsku hersveitun- um, rjeðist út úr stöðvum sínum í Agedabiu, tók Beng asi aftur af Bretum 29,. jan- úar og hrakti þá í júní alla leið aftur til landamæra Egyptalands. Síðan tók hann Tobru'k, og um mitt sumar var hann kominn langt inn í Egypta- land og sótti fram til E1 Alamein. Þar sem ítalir böi’ðust undir stjórn hans, gat ver- ið, að menn álitu þá sigur- sæla, en í rauninni voru það Þjóðverjar, en ekki ítal var hryggilegt ár fyrir ítalíu. í janúar voru herir þeirra í Lybiu á hröðum flótta, og virtist sýnt, að þeir myndu missa það land. I árslok var viðnám þeirra í Abyssiníu á þrotum, og ítalskar hersveitir, sem far- ið höfðu til Austurvígstöðv- anna, fóru þar miklar hrak farir. Það hafði þurft þýsk- an her til að sigra Grikki, og ítalir urðu ekki til ann- ars nýtir en að vera setulið í löndum, sem aðrir höfðu sigrað. Að vísu hjekk ítalski fáninn yfir Parthenon í Aþenu, Albanía hafði verið stækkuð, og ítalskur fursti var orðinn kóngur í Króatíu, en það voru fyrst^og síðast hin þýsku vopn, sem þessu höfðu til leiðar komið. Sig- ursveigunum h’efði að vísu mátt tylla á Mussolini, en þeir tilheyrðu þó þýska hernum. ★ Ekki fór ítalski flotinn meiri frægðarför þetta ár- ið, en hið fyrra. í mars söktu Bretar einu orustu- skipi og þrem beitiskipum í sjóorustum fyrir sunnan Matapanskaga. Bæði á sjó og landi fóru ítalir hinar verstu ófarir, og eins í lofti, því einnig hinn stóri flug- her þeirra reyndist mjög lítils virði. En þegar vorið kom aft- ur, þustu Þjóðvei’jar ítöl- um til hjálpar. Þeir yfir- buguðu Grikki, eins og fyrr er getið og sendu svo hinn fræga Afríkuher sinn suð- ur til Lýbiu, þar sem hann gerði velhepnaða gagnsókn. Aftur stóðu möndulherir á egyptskri grund, en þar staðnæmdust þeir, að nokkru leyti vegna óhag- stæðs veðurs, en að sumu leyti vegna þess, að þeir þurftu að sigra setuliðið í Tobruk, áður exr lengra væi’i haldið. í Grikklandi fanst ítöl- um það ekki gott, að sigur- inn fjelli Þjóðverjum ein- um í skaut, og segir sagan, að eftir að Grikkir höfðu gefist upp fyrir Þjóðverj- um, rjeðust ílalir á þá, og höfðu mist 6000 manns, áð- ur en Grikkir gáfust upp aftur. Svipuð saga er að segja um eyna Corfu. Fólk- ið þar barðist hraustlega gegn Itölum, vildi heldur gefast upp fyrir Þjóðvex’j- um, en þeir nentu þá ekki að fara þangað, þegar til kom. ★ Þegar tekið er með í reikn inginn, hve aðstoð Itala var lítil í Balkanlöndunum, kann að virðast einkenni- legt, hve þeir fengu mikið af ránsfengnum. Ekki var ástandið betra í Ítalíu á síðari helming árs- ins 1941, og fór þá að þi’engj ast fyrir dyrum heima í Ítálíu, og skortur var að verða þar á ýmsum nauð- synjavörum, og fór að bera á óróa meðal mannfólksins. Fregnirnar frá Afríku voru áfram slæmar, ekkert gekk með sóknina í Egyptalandi. En her sá, sem varðist við Gondar í Abyssiníu, bætti fyrir margt. Þar voru 15.000 ítalskir hermenn og vörðust á hásljettu einni í 7 mánuði umsetnir á alla vegu. Þeg- ar þeir voru orðnir skot- færalausir, gerðu þeir á- hlaup með byssustingjun- um, og fjell þar heil her- sveit. Áður hafði liðið þol- að hinar grimmilegustu Joft árásir. Undir áramótin voru svo Þjóðverjar og ítalir aftur reknir aftur á bak í Lvbíu, og mistu Italir við það fjölda manns. Ekki gátú ítalir rjett hlut sinn eftir ái’amótin 1941—42, enn urðu þeir að hörfa, og var mann- og heTgagnatjón þeiri’a mjög tilfinnanlegt. ir, sem unnu orusturnar. Mussolini kom til Libyu- vígstöðvanna í júní, og ætl- aði sjer, að því er sagt var, að taka þátt í sigui’íörinni inn í Cairo. En bandamenn hjeldu velli og Mussolini varð að snúa aftur til Ítalíu með brostnar vonir. ítölum gekk um stund- arsakir vel í bardögunum í Ukrainu og Kákasus þetta sumar. En þá brast úthald, og 20. október gerði herdeild frá Norðui’-Italíu, sem átti að fara til Rússlandsvíg- stöðvanna, uppreisn. En nauðugar viljugar urðu ítalskar hersveitir, á- samt Ungverjum og Rúm- enurn að taka þátt í ann- ari sókn Hitlers í Rússlandi. Aftur bljes byrlega í svip, en sigurgleðin hvarf aftur eins og dögg fyrir sólu, jafn snögglega og hún hafði kom ið, þegar Rússar veittu þess um óvinum sínum atlögu við Stalingrad í nóvember og desember. Á árinu 1942 varð minna um nauðsynlegar fæðuteg- undir í landinu, og viðnáms þrótturinn þvarr. Þjóðverj- ar hjetu þeim kolum og kornvörum, en efndir urðu engar. En aftur á móti ljetu ítalir Þjóðverjum í tje á- vexti, grænmeti og oliven olíu. Brauðskamturinn var helmingi minni en í Þýska- landi pg jafnvel ennþá minni en í sumum herteknu löndunum, og spaghetti- skamturinn var 12 únsur á mann á viku. ítalía var eina landið í Evrópu,. sem hafði ekki næg verkefni handa iðnfyrirtækjum sínum, því að hráefni til framleiðslunn ar voru ófáanleg. Siðferðilegur þróttur ítala þvarr stöðugt. í október kom Himmler, yfirmaður Gesta- po, til Ítalíu í eftirlitsferð, og sendi síðan þangað nýjan straum áf undirmönnum í sama mánuði gaf Banda ríkjastjórn út tilkynningu þess efnis, að menn, sem fæddir væru í Ítalíu, en flutst hefðu til Bandaríkj- anna, skyldu ekki lengur á- litnir þegnar óvinaþjóðar, heldur skyldi litið á þá sem fullkomlega hlutgenga í baráttu Bandamanna gegn fascismanum. Þrír síðustu mánuðir þessa árs voru heldur dap- urlegir fyrir Itali. Undan- hald Rommels úr Egypta- landi byrjaði 26. október, og frá þeim degi til áramóta hrakti 8. herinn breski hann æ lengra til baka. Rommel hirti lítt um bandamenn sína, en hugsaði aðeins um að bjarga vjela- hersveitum sínum, og ítölsku hermennirnir gáfust upp hópum saman fyrir Bretum. Frá því að stríðið hófst og þar til um áramót- in 1942—1943 höfðu 231.000 ítalskir hermenn verið tekn ir til fanga af bandamönn- um. Itölsku hermennirnir voru svo ákafir að láta taka sig til fanga, að þeir gáfust upp fyrir vopnlausum lækn um og jafnvel stríðsfrjetta- riturum. * Og í október byrjuðu líka geysimiklar árásir á aðal- iðnaðarsvæði Ítalíu, Torino, Milano og Genoa. Tjónið, sem varð í Torino árfð 1942 af völdum breska lofthers- ins, var miklu meira en tjónið, sem vai’ð af árásum þýska flughersins á London árið 1940, bæði vegna þess að sprengjurnar, sem varp- að var, voru miklu þyngri og svo stóðu loftvarnirnar í Torino loftvörnunum í Lond on langt að baki. í Genoa voru hafnarmann virki eyðilögð og um 1000 ekrur borgarhverfisins ger- eyddar. Nótt eftir nótt fóru bresku árásarflugvjelarnar 1400 mílna vegalengd, og fólkið streymdi út úr hinum eyddu borgum. ,,Og þetta er“, sagði Churchill, „aðeins byrjunin á langæjum, vís- indalegum og eyðandi loft- Ixei'naði“. Mussolini, sem þá var sagður mjög veikur, lyxm fram á sjerstökum fundi fascistaráðsins, og svaraði orðum Churchills. Hann lof aði því, að Þjóðverjar skyldu sjá ítölum.fyrir næg um loftvörnum. Viðvíkjandi Churchill sagðist Jxann, for inginn, vera meira prúð- menni en sá maður, sem væri „haldinn áfengis- og tóbakseitrun". Þegar Bandaríkjamenn tóku Norður-Afríku, þá var eins og Italir hefðu fengið rothöggið. Þeim gafst nú tækifæri til að ná yfii'ráðum yfir Corsica og frönsku Ri- viera, og þeir notuðu það, Fi-amh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.