Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 8
8 M'ORGUNBLAÐIÐ Fitótudagur 9. sépt. 1943. * * - ITALIA Framhald af bls. 7 en hver einasti sæmilega gefinn ítali vissi, að þau yf- irráð myndu ekki standa nema um stundarsakir. Nú fóru flugvjelar Bandaríkja- manna að eyðileggja skip Itala á höfninni í Neapel. Það sem síðan hefir skeð, er flestum kunnugt. Þann 10. júlí s. 1. rjeðust banda- menn inn á Sikiley, og fór ekki meira frægðarorð af vörnum ítala, en gert hafði annarsstaðar; gjóðverjar voru það, sem nokkuð vörð- ust þar, en hinsvegar var mesti fjöldi ítala tekinn höndum. Þann 25. júlí hrökl aðist Mussolini frá völdum, og margir bjuggust við skjótum friði. En Badoglio- stjórnin gat ekki gefist upp um leið og hún tók við völd- um, en fljótt mun hún hpfa farið að leita hófanna um sæmileg skilyrði, eins og fregnirnar af uppgjöfinni bera með sjer. FYRSTA FLOKKS MÓTIÐ. Valur og Hafnfirðingar áttu að keppa í gærkveldi, en Haf'nfirðingar mættu ekki til leiks, og var Val því dæmur sigurinn. Úr- slitaleikur verður því milli Vals og Fram. Uppgjöf Itala Framh. af 1. síðu. gefa skýrslu um þessi mál. í breska útvarpinu var lesin tilkynningin um uppgjöf ítala, en síðan voru leiknir þjóð- söngvar Bretlands og Bandaríkjanna. ÁSKORUN TIL ÍTALSKRA SJÓMANNA Cunningham flotaforingi, yfirmaður Miðjarðarhafsflota bandamanna, hefir látið útvarpa áskorun til ítalskra sjó- manna og sjóliða, þar sem sagt er, að bandamenn þarfnist skipa ítala til þess að flytja matvæli til landsins, og ítalskra herskipa til þess að fylgja flutningaskipunum. Er þess vegna skorað á ítalska sjómenn og sjóliða að halda skipum sínum til hafna bandamanna eða til hafna hlut- lausra landa, og sökkva ekki skipunum, nema í ýtrustu nauðsyn. KING AFHENDIR ORÐU Á myndínni sjest King, flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, vera að afhenda McCandles skipherra á beiti- skipinu San Francisco, heiðursmerki fyrir frækilega frammistöðu í orustu. Þinglíðindi Framh. á 2. síðu. skulu embættismennirnir full- nægja lögmæltum skilyrðum til skipunar í hjeraðsdómara- embætti“, segir í 1. gr. frv. — En þar sem núverandi lög- reglustjóri uppfyllir ekki þessi skilyrði, segir í aths. að þessi breyting haggi ekki hans skipan í embættið. Borgardómari fer með öll einkamál, borgaralega hjóna- vígslu, hjónaskilnaðarmál' o. fl., en borgarfógeti fer með fógetagerðir, uppboð, skifta- mál o. fl. Kjötmat. Lagt er til, að 6. gr. kjötmatslaganna frá 1933 verði þannig: „Alt kindakjöt, sem flutt er á erlendan markað, eða selt á innlendum markaði, skal met- ið, flokkað og mefkt eftir teg- undum og gæðum af kjöt'mats- mönnum, sem starfa undir um- sjón yfirkjötmatsmanna. Flokkun kjötsins skal vera nákvæm og setur ráðuneytið, að fengnum tillÖgum yfirkjöt- matsmanna og nokkurra af helstu útflytjendum, reglur um mat, frystingu, söltun, umbúðir, .merkingu kjötsins og meðferð' ‘. Segir í aths., að yfirkjöt- .matsmenn hafi lagt til, að a-lt kjöt, einnig .það, sem selt er innanlands, sje flokkað og metið, en nú sje aðeins skylt að flokka saltkjöt, sem selt er á innlendum markaði., ÞINGMANNA- FRUMVÖRP. Ileilbrigðis- og fjelagsmála- riefnd Ed. flytur frv. um af- nám ]>ráðabirgðaákvæðis aft- an við 13. gr. 1. nr. 78, 1936, um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. En með bráðabirgðaákvæði þessu var ríkisframfærsla til manna, er þjáðir voru langvarandi sjúk- dómi, takmörkuð við þá, er höfðu berklaveiki, holdsveiki og kynsjúkdóma. Aðrir korau ekki til greina. En með því að sjúkrasamlögin greiði sjúkra-. húsvist til meðlima sinna í að- eins 26 vikur, þyki nauðsyn- legt að nerna burtu takmörk- un þá, sem fyrn. bráðabirgða- ákvæði setur, svo að ríkis- framfærslan riái hjer eftir til allra. Vegavinnuvjelar. Gísli Jóns- son flytur svohljóðandi þings- ályktunartill. í Sþ.: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kaupa tvær vegavinnuvjelar (jarðýt- ur) fyrir Barðastrandarsýslu, svo fljótt sem auðið er, og eigi síðar en svo, að þær verði tilbúnar til notkunar þar á næsta vori. Heimilast ríkis- stjórninni alt að 60 þús. kr. til þessa á næstu fjárlögum gegn jafnmiklu f je annarsstað- ar að“. — Fylgir tillögunni löng greinargerð. í DAG ER SÍÐASTI SÖLUDAGIJR ■ 7. flokki. HAPPDRÆTTIÐ Höfum nú aftur hafið sölu á bensíni og smurningSíolíum. Bensínnotendur! Gætið hagsmuna yðar með við skiftið við óháð, alíslenskt fjelag. Nægar birgðir. Ávalt lægsta verð Skrifstofa Laufásveg 2, sími 4493 Bensínstöðin Geirsgötu, sími 2368. X - 9 > OOCxOOOOOOOOOOOOOOOOCxOOOOOOO Eftir Robert Storm OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO IMHAT YOU JUST SAID; DOC, 1 MBAN9 ONE &ULLET v\'AS PHZED POWN FZOM ABOV&, THE OTHEZ F/ZOM TfiE PLOOIZ.... HOW J. L0N6 HAS HE BEEN^h------ PEApz mrr rtL NEec> yfr__ ___ W TO MAX& MÝ ' il 7/ ■ f i-ABOEATOEy ro < J IL DET&PMifJE, ) tísiLv That/ J 6ELINDA IS ON THE 'PHONE, X-9 / SHE ( SAWS THAT G/LDA HAS JUST SNAPPED OUT OF HEE AMNES/A AND INANTS TO J K see you.' s\- Copr 1943, Kmg l'Mtura Syndicaie, ln< . World X-9: Jæja, læknir. Hvernig gengur það. Hefur þú fundið dauðaorsökina? Læknirinn: Já. Hann var skotinn með tveimur skotum. Fyrsta skotið fór í gegnum hægra gagnaugað. Hitt skotið kom í öklann, fór upp á við í gegnum fótinn og lenti í veggnum. X-9: Þetta er skrítið, það þýðir að öðru skotinu hefir verið skotið að^ofan frá og hinu að neðan frá gólfi. Hvað er langt síðan hann dó? — Læknirinn: Jeg verð að gera rannsóknarstofuathuganir áður en jeg svara því. Bill: Belinda er í símanum, X-9. Hún segir að Gilda hafi fengið minnið aftur og vilji tala við þig. — X-9: Jeg fer þangað strax. Bíddu eftir mjer á skrifstof- unni, Bill. jOOOOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.