Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 6
6 M O R G U N B L A Ð I Ð Fimtudagur 9. sept. 1943 tfttgasstMftfrife Útg.: H.f. Árvakur, Heykjavílc Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði ___ innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Þorgeirsboli og Skotta ÞAÐ ÞÓTTI LÍTT ÞÖRF samspyrða í íslensku þjóð- lífi, þegar Þorgeirsboli og Skotta fóru um hjeruð í fyrnd- inni, — boli húðflettur og Skotta sitjandi á feldinum. Stafaði af þessum draugum ekkert gott, en ilt eitt. Þó að vaknandi raunsæi og heilbrigðara þjóðlíf hafi kveðið þessi skötuhjú í kútinn, eru samt ekki allir sem hafa enn látið sjer skiljast, að eins og þjóðin varð ekki lengur blekt með lygum og falsi draugatrúar, verður hún heldur ekki blekt með lygum og falsi á öðrum sviðum. Tvö stjórnmálablöðin sanna áþreifanlega þetta skiln- ingsleysi sitt á rökrjettri dómgreind fólksins. Tíminn og Alþýðublaðið hafa að undanförnu stöðugt lapið hvort eftir öðru sóðalegasta óhróður um Sjálfstæðisflokkinn og forustumenn hans, og er engu*líkara, en að sorpskrif- finnarnir við Tímann hafi trygt sjer bæjarútgáfu ósóm- ans í Alþýðublaðinu, svo ótrauður taglhnýtingur Tíma- mennskunnar sem það blað hefir reynst. ★ Það er sennilega engin tilviljun, að þessi nýju skötuhjú sýna sama daginn sömu tilburði sína varðandi það mál, sem þjóðinni ríður nú mest á að standa saman um, þ. e. sjálfstæðismálið. Bæði þessi blöð eru að dylgja um það síðastliðinn þriðjudag, að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist ekki annað fyrir í sjálfstæðismálinu en að nota það sem agn til þess að steypa núverandi ríkisstjórn og taka síðan við völdum með tilstyrk kommúnista. „Þá þekkjum vjer Björn Ólafsson illa“, segir Alþýðublaðið, „ef hann kemur ekki með krók á móti bragði áður en Ólafi Thors hefir tekist að sparka bæði honum og þeirri stjórn, sem hann á nú sæti í“. Jú, sei-sei! Og svo er það Tíminn sama dag. Þar segir: „Ástæðan til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir sett á oddinn, að lýðveldisstjórnarskráin sje sam- þykt á þessu þingi, en ekki á þinginu 1944, þótt það sje eðlilegra, þar sem hún á ekki að taka gildi fyrr en 11, júní það ár, er eingöngu sú að flokksforustan heldur að núverandi ríkisstjórn muni eigi una þeim vinnubrögðum og biðjast lausnar.-------Ef það tækist, að koma nú- verandi stjórn frá með þessu móti, er það „áætlun“ Kveldúlfsklíkunnar, að Sjálfstæðisflokkurinn mvndi minnihlutastjórn, er njóti hlutleysis kommúnista.--- í sumar voru iðulega fundir milli forsprakka kommúnista og Sjálfstæðismanna um þessi mál“.(!!) ★ Skötuhjúin ættu að gera sjer ljóst, að draugslegir til- burðir einskærra ósanninda, fals og blekkingar taka sig ekki vel út í fullri birtu, þ. e. þar sem málin liggja skýrt fyrir. Það er nú einhlýtast að minna á orð formanns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, við setningu Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins í sumar. Þar segir hann m. a.: „Margir munu óska eftir að það (sjálfstæðismálið) verði afgreitt á þinginu í haust.-Jeg fyrir mitt leyti gæti vel sætt mig við, úr því sem komið er, að borið væri fram slíkt frumvarp á haustþinginu, en að frestað yrði að afgreiða málið, þar til eftir nýárið“. Ólafur tilskilur að vísu það, að notaður sje tíminn í haust til undirbún- ings afgreiðslu málsins og að þingflokkar komi sjer sam- an um endanlega lausn þess, „en hafi eingöngu frestað því til þess að jafnvel einnig síðasta formlega afgreiðsla Alþingis á því fari ekki fram fyrr en eftir árslok 1943“. ★ Þó að málin liggi þannig fyrir, halda Tíminn og Al- þýðublaðið, að þeim lánist að takast á hendur einskonar Þorgeirsbola- og Skottu-yfirreið og skapa ímyndaða hugarburði í líkingu við hjátrú og hindurvitni fyrri tíma. Okkur íslendingum ríður áreiðanlega á öðru fremur nú, þegar sjálfstæðismálið nálgast lausn sína, en slíkum til- burðum. Draugseðlið verður að víkja fyrir heilbrigðu og fölskvalausu samstarfi og samhug þjóðarinnar við end- urreisn lýðveldisins á næsta ári. * I Morgunblaðinu fyrir 25 árum 10. sept. „Frjettaritari vor á Isafirði símaði oss í gær á þá leið, að reknetaveiði hefði gengið ágæt- lega undanfarna daga. Vjelbát- urinn íjórður kakali var þá bú- inn að fá 900 tunnur af síld og aðrir bátar nokkuð minna. Samkvæmt allnákvæmri taln- ingu munu vera komnar á land hjer á ísafirði nærri því 20 þús. tunnur óáfylltar“. ★ Endurnar fengu ekki að vera í friði á Tjörninni, held- 'ur voru skotvopn notuð til þess að koma þeim fyrir katt- arnef. Um það segir: 10. sept. „Síðan dimma fór á kvöldin hafa íbúar húsanna við Tjörnina orðið þess varir, að töluverð brögð eru að skothríð við suður- enda hennar. Mun ekki leika neinn vafi á því, að hjer er að ræða um skotvarga, sem ætla sjer að drepa þær villiendir, sem haldið hafa til á Tjörninni í sum- ar, mörgum til mikillar ánægju, og þvi miður eru líkindi til þess að þessum náungum hafi tekist að drepa nokkrar endir. í fyrsta lagi mun það vera svo, að eigi er leyfilegt að skjóta í bæjarlandinu, allra síst Umiðj- um bænum, og ber því lögregl- unni skylda til þess að gæta þess að þeirri reglu sje haldið. Því það er ekki hættulaust fyrir fólk. En í öðru landi er það, að það er mikil prýði og skemtun að því, að hafa andarhopa synd- andi á Tjörninni og ættu menn frekar að hæna fugla að henni en flæma þú burt ....... ★ Þjóðverjar voru ánægðir með árangurinn af kafbáta- hernaðinum. 10. sept. „Opinber þýsk tilkynning frá 23. júlí segir svo: í júnímánuði var sökkt fyrir óvinum vorum, kaupförum, sem báru samtals 521000 smálestir. Skipastóll heims ins, sem óvinir vorir hafa haft vald á, hefir þannig verið rýrður um 18 milj. 251 þús. smálestir síðan stríðið hófst. Af þessu koma um 11 millj. 175 þús. smálestir í hluta Breta. ★ Vilhjálmur Stefánsson var um þessar mundir að kanna norðurhöfin. 10. sept. „Flotastjórninni í Kanada hef- ir nýlega borist skeyti frá Vil- hjálmi Stefánssyni um það, að förunautar hans Mr. Storkerson hafi ásamt nokkrum mönnum lagt af stað norður á ísinn í marsmánuði og komist 75 mílum lengra norður heldur en nokkur annar maðúr hefir fyrr kömist á þessum slóðum“. ★ Kol voru þá unnin hjer. 11. sept. „Petersen verkfræðingur, sem verið hefir við námugröftinn í Stálfjalli, er kominn til bæjar- ins. Segir hann að námugröítur- inn hafi gengið vel vestra, en kostnaðurinn sje afskaplega mik ill. Alls kvað hann um 300 smá- lestir hafa verið teknar út í sum- ar. Kolin kvað hann ágætt elds- neyti“. ,«**«’**t****»*****«**t*f»*^'*4«***H«H******** Leyndardómsfulla húsið á Laugar- landstúni. VEGFARENDUR um Suður- landsbraut hafa veitt því eftir- tekt í sumar að verið er að bygja nýtt hús í túninu við Laugaland. Þessi nýbygging myndi þó ekki vekja neina sjer- staka athygli nema vegna þess, að húsið er byggt í stíl, sem ekki hefir áður sjest hjer á landi. — Ekki veit jeg hvað þessi bygg— ingarstíll er nefndur, en húsið er eins í laganu og hús Araba og annara þjóðflokka, sem búa við austanvert Miðjarðarhaf. Það, sem vekur mesta athygli við þetta nýja hús er hvelfingin upp úr miðju húsinu. Vegfarendur hafa getið sjer til hvaða hús þetta væri og hver væri að byggja það. Nokkrum sinnum er jeg hefi verið á leið þarna fram hjá í almenningsbíl- um hefi jeg heyrt menn fullyrða, að þetta væri ný veðurathugunar stöð, aðrir hafa haldið því fram, að stjörnufræðingar væru að byggja þetta furðuverk og loks heyrði jeg mann segja, að þetta væri Gyðingabænahús og það væru Gyðingar í setuliðnu, sem væru að koma sjer upp þessu furðuverki! En þessar getgátur eru allar rangar. Það er íslenskur lista- maður sem er að byggja sjer hús þarna inn á Laugalandstún- inu og það er ekkert leyndar- dómsfullt við það. Listamaður- inn e_r Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Því miður hefi jeg ekki hitt listamanninn að máli. Hann vinnur sjálfur við byggingu hússins og jeg hefi ekki haft tækifæri til að fara inn eftir til hans. En mjer er sagt, að Ásmundur haldi því fram, að þessi „arabiski" hús- byggingarstíll hæfi okkur best hjer á íslandi. Sólvallakirkju- garður. SNEMMA í vor stakk jeg upp á því, að „Gamli kirkjugarður- inn“, fengi nafnið Sólvallakirkju garður. Nú sje jeg að Ingólfur Davíðsson hefir í grein, sem hann skrifar um g'róðurinn í bænum tekið upp nafnið. Jeg veit, að mörgum líkaði þessi uppástunga um nafnið á kirkjugarðinum vel og hvergi komu fram neinar mót- bárur. Það væri vel ef bæjar- stjórn legði sitt samþykki á þetta nýja nafn á kirkjugarðinn. » Góður árangur af sandgræðslu. GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON, stöðvarstjóri kom inn á skrif- stofu Morgunblaðsins í gær til að biðja um að leiðrjett yrði villa, sem slæddist inn frásögn af heyskaða á Rangárvöllum. Var sagt, að Ijá hafi fokið að Gunnars hólma, en átti að vera Gunnars- holti. En í sambandi við Gunnars holt hafði Guðmundur eftirfar- andi sögu að segja um sand- græðsluna þar. Gunnarsholt er ein sú jörð, sem best hefir tekist að bjarga frá bráðri eyðingu af sandfoki, á fáum árum. Þar var girt (und- ir stjórn Gunnlaugs Kristmunds- sonar) og víða sáð í sandinn. — Enn starfar þar sandgræðslumað ur sumarlangt. Áður mun ríkis- sjóður hafa keypt jörðina, sem eðlilegast virðist er líkt stendur á. Hún er nyrst í Rangárvöllum, við Hekluhraun (hjá Reyðar- vatni). Nú mun fást allt að 3 þús. hestburðir af heyi árlega á jörðinni og er slíkt undraverður árangur eftir aðeins fárra ára friðun. Ætti það að ýta undir frekari framkvæmdir í sand- græðslu og óvíst að nokkrum hluta af þeim milljónum króna, sem nú er keppst við að sópa í ríkissjóðinn, verði betur varið á annan hátt — nema ef vera skyldi með stóraukinni skóg- rækt. Væri ekki nær að nota meira af stríðsgróðanum margumtalaða til þess að græða sár fósturjarðar innar og til að bæta fyrir synd- ir feðranna, heldur en að eyða dýrmætum tíma hins háa Al- þingis í, að metast um hvernig skifta skuli fjenu milli hinna nijög — að því er virðist mis- verðugu — sona landsins. • Gróðurinn við Þverá. EITT af því, sem vakti at- hygli Guðmundar Ágústssonar á ferð hans austur um sveitir var gróðurinn við Þverá í Fljótshlíð. Um hann segir Guðmundur svo: „Það má gera sjer í hugar- lund hvers vænta má af sand- græðslu víðar, ef litið er yfir hinn mikla farveg Þverár hjá Fljóts- hlíðinni, sem nú er að mestu þurr orðinn, þó ekki hafi tekist að ljúka við stýflu þá hina miklu, sem fyrirhuguð er. Farvegurinn er þegar farinn að byrja að gróa upp, án nokkurr- ar hjálpar frá mannshöndinrii, svo þar mætti sennilega gera frjósamar engjar á fáum árum, en áður þyrfti að kosta til að veita hinum dreifðu smákvíslum í einn (beinan) farveg og jafna síðan að mestu farveginn gamla. Myndi slíkt ekkert stórvirki, með tækjum þeim, sem nú er farið að nota á landi hjer“. • Sá var heppinn. BÍLAEIGENDUR kvarta mjög (yfir bílbarðaþjófnaði. Fáir hafa áhyggjur út af bensínskömtun því fá, eða engin dæmi eru til þess, að bílar stöðvist vegna ben- sínskorts, en margir bílar eru ónothæfir vegna hjólbarðavand- ræðannna. Það eru ekki allir eins heppn- ir eins að maðurinn í Ameríku. Bílnum hans var stolið á dögun- um og þegar lögreglan loks farin bílinn, var hann með spánnýjum varahjólbörðum. Bíleigandinn var himinlifandi yfir því að bíln um hans hafði verið stolið. m Ort um „Dag“. BÓNDI einn í Strandarsýslu endursendi vikublaðið „Dag“ á Akureyri og ljet þessa stöku fylgja: „Dags mjer óar dagleg Önn, drabb í rógsins flögum. Mjer finnst nóg að Tímans tönn töngli á gróusögum".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.