Morgunblaðið - 19.09.1943, Page 11

Morgunblaðið - 19.09.1943, Page 11
Sunnudagur 19. sept. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 11 ífrig fjölskyldu til að greiða skuld- h* sínar. Jasmin hældi ho'num fyrir það, og ef Yen hefði þor- að að horfa beint framan í hana, hefði hann sjeð, að augn hennar voru tárvot af samúð. Síðan var það, að fóstran koni valtrandi á reyrðum, viðkvæm um fótum og helti sjer yf;r hann. „Sonur og sonarsonu.* skjaldböku, hvað ertu að gera hjerna allan þennan tírna? Komdu þjer áfram, skussihn þinn!“ Yen tók upp kerin sín <)!. þrammaði af stað. Kvöld eitt, er hann vai’ bú- inn að koma með seinni vatns- sendinguna til húss útlending- anna, og var nýkominn út fyr- ir hliðið, heyrði hann lágt fóta- tak fyrir aftan sig. Er hann leit við, sá hann, að Jasmin gekk á eftir honum á tungibjörtu strætinu, en hjelt sjer í hæfilegri fjarlægð, næst- um eins og hún væri kona hans. Ilann i.jest ekki sjá hana og gekk áfram. Þegar hann kom til búðar Lipgs, lagði hann frá s.jer vatnskerin og gægðist út um rifu á glugga- hleranum., Jasmin gekk hægt fram og aftur um strætið með körfu í hendinni, eins og' hvm væri að versla. Yen þvoði sjer í skyndi hendur og andlit og skolaði munninn, en hann át ekkert, því að magi hans virt- i,st dragast saman af eftirvænt- ingu. Þegar hann kom út aft- ur og tók stefnu íáttina til borgarmúranna, fylgdi Jasmin honum eftir. Hann fór í gegn- um nýja skemtigarðinn og yf- ir bogadregna brú, sem lá yfir slau'ðinn, og settist niður í grasið hinum megin. Brátt sá hann, hvar Jasmin kom yfir brúna. Hún hægði óðum göng- ima og' að dálítilli stund lið- inni settist hún niður í hæfi- legri fjarlægð frá honum. Þannig sátu þau tvö, og horfðu á mánann, sem skein gegnum gegnum silfurlitaða móðuna yfir hrísekrunum. Þetta var hlý, björt nótt; froskarnir kvökkuðu á skurð- bakkanum, og í fjarska kvað yið söngur næturgalans. Yen var sæll og glaður, og hjart- anlega sáttur við tilveruna. Þegar hann leit á Jasmin, sat hún með hendur í keltunni, brosti lítið eitt og var niður- lút, og þessi óvanalega, þögla auðmýkt hennar fjekk hjarta hans til að slá örar. Eftir dá- litla stund stóð hún upp og hann gekk í humátt á eftir henni meðfram skurðinum. Það var lítið skýli við veg- inn, sem burðarkarlar og ferðamenn gátu hvílst í. Jas- min nam staðar í skugga þess, ög Yen dró hana nær sjer. Blóðið fór að sjóða í æðum hans. Hann tók hana þarna, meðan húm kvöldsins færðist yfir. Fáeinum vikúm síðar sagði Jasmin honum, að hún væri þunguð. Jeg tek hana mjer fyrir konu, hún verður mjer áreiðanlega góð kona, hugsaði hann oft næstu dagana. Og hann fór að spara saman kop- arskildingum til þess dags, sem sonur hans fæddist. Ilann hugsaði án afláts: Ef rnjer er ætlað að eignast sonu og sofa hjá eiginkonu, því skyldi það ekki mega vera stúlka, sem mjer geðjast vel að, er þrifin og kann að lesa 1 En hann þorði ekki að minnast á þetta við fjölskyldu sína, því að hann vissi vel, að Jasmin mvndi ekki passa inn í Liuigs- fjölskylduna, og auk þess var hann lofaður Wong Sing. Ivvmld eitt eftir vinnu varð hann skyndilega óvenju hug- rakkur, svo að hann fór yfir brúna áleiðis til hviss forfeðr- anna. Hundarnir þektu af hon- uiu lyktina og geltu ekki að honum, og hann varð hvorki fyrir ásælni ræningja nje anda á leiðinni heim. Myrkur grúfði yfir húsinu og allir voru í fasta svefni, Hann kallaði lágt á móður sína, og hún heyrði þegar í stað til hans og opnaði fyrir honum. Hungur og áhygg.jur höfðu sett sinn svip á andlit hennar og Inin var gömul og slitin löngu fyrir tímann. Þeg- ar Yen sá hrukkótt og þreytu- legt andlit hennar, fjell hon- um allur ketill í eld og opnaði ekki munninn. Það er enn nóg- ur tími til að segja þeim frjett- irnar, hugsaði hann með sjer. Hann sagði þeim, að hann hefði einungis komið til að vitja um líðan hinnar hábornu fjölskyldu sinnar, og brátt var slökt aftur á lampanum. Yen lagðist til svefns við hlið yngra bróður síns. Daginn eftir eyddi hann fimrn koparskildingum í kyndla og færði Jasmin þá. „Þú verður að fórna guði þín- um þessu, og það sakaði ekki, þótt þú fórnaðir einnig kyndl- um eða anda-peningum handa Gyðju miskunnseminnar í hofi Konfúsíusar“, sagði hann við hana. Þegar Jasmin fór að þykna undir belti og þær fóstran og hin útlenda húsmóðir hennar uppgötvuðu, að hún var þung- uð, urðu miklir kveinstafir og gauragangur. Jasmin var rek- in á gaddinn, og þegar Yen kom með heita vatnið, fjekk hann þá mestu fúkyrðadembu, sem hann hafði heyrt á ævinni. En verst af öllu var þó, að út- lendu djöflarnir sviftu hann lífsviðurværi sínu. Hr. Ling, kaupmaðurinn, sem Yen vann hjá, var maður kristinn, þess- vegna höfðu útlendingarnir keypt af honum heita vatnið. Dr. Lee, langi og mjói maður- inn með síða háriðyfór til hans og krafðist þess, að Yen yrði rekinn. Ilr. Ling hneigði sig tiT samþykkis. „Útlending- arnir þekkja ekki umburðar- lyndi, sonur sæll“, sagði hann afsakandi við Yen, þegar hann vísaði honum á dyr. Það var lítil huggun í öllum raununum, 'sem nú steðjuðu að Yen. Ilann aflaði sjer nýs hugrekkis með því að fara á einn fund Nýja flokksins, og fór beint heim til fjölskyldu sinnar þaðan, til að ráðfæra sig við hana. Móðir Yens grjet hl.jóðlega. Deila hans við frænda sinn og eldri bróður olli mun meira há- reysti. Ilann yar enn belgfull- ur ■ af frelsis- og uppreisnar- kenningum Ný.ja Flokksins og helti s.jer yfir hina skelfdu fjölskyldu sína. „Hver á að borga fjölskyldu Wong Sing skaðabæturnar fyrir heitrofið og gabbið ?“ æpti föðurbróðir hans hvað eftir annað. „Wong Sing er ekki þriggja aura virði“,- æpfi Yen háðslega á rnóti. „Hún er sýkt og rotin, og hefir haft mök við hermenn- ina; hún hefir skotrað til þeirrav ranveygðum glyrnun um, og jeg skal borga henni það, sem hún er verð“. Þessi ósyífnislegi og ógeðs- legi talsmáti, þegar heitmey hans átti í hlut, gerði aðeins' ilt verra. Fjölskylda Wong Sing heimtaði þrjátíu taels í; skaðabætur. Málið komst meira að seg.ja fyrir þorpsöld- ungana. Fjölskylda Yens beið mikinn álitshnekki, því að hún gat ekki einu sinni borgað átta taels, sem samið var um að lokum. Til þess að bjarga sóma sínum útskúfaði fjöl- skyldan Yen algerlega og op- inberlega. Ilonum fanst eins og himininn væri að hrynja ofati á síp1. Sonur Yens fæddist því ekki í húsi forfeðranna, heldur á spítala útiendinganna. Þar sem Jasmin var nú gift kona, var hún flutt þangað, þegar tími kom til, og dr. Lee ann- aðist hana sjálfur og gerði bað vel. Á þessum tíma vann Yen fyrir s.jer með mestu óþverra- vinnu, sem til var. Hann tók stórar krukkur, sem inni- hjeldu mannasaur og allskyns sorp, og bar þær út fyrir borg- ina; þar voru þær tæmdar í hauga. Lyktin af þessu starfi loddi við föt, hans, þegar hann kom á spítalann til að sjá son sinn. Það va r laglegur og sterkbygður drengur, með þykt, svart hár, og þegar á þriðja degi reyndi hann að brosa. Þau kölluðu hann Seile- ong. Hjartalausi risinn , ÆFINTÝRI EFTIR JÖRGEN MOE. 5. „Auðvitað trúi jeg því, fyrst þú segir það“, sagði kóngs- dóttir. ,,Æ, skelfingar auli ertu“, sagði risinn. „Aldrei finnur þú þann stað, þar sem jeg geymi hjarta mitt“. „Já, en gaman væri nú samt að vita hvar það væri“, sagði kóngsdóttir. Þá gat risinn ekki lengur að sjer gert, en varð að segja hvar það væri: „Langt, langt í burtu í vatni einu er hólmi nokkur“, sagði hann. „í hólma þessum stendur kirkja, í kirkjugólfinu er brunnur, á brunninum syndir önd, í önd- inni er egg og í eggi þessu er hjartað úr mjer, góða mín“. Snemma næsta morgun, þegar enn ekki var orðið bjart, fór risinn aftur til skógar. „Já, nú verð jeg að fara af stað líka‘, sagði Randver konungsson, „bara að jeg rati nú!“ Hann kvaddi því kóngsdóttur, sagðist koma aftur, og þeg- ar hann kom út úr herberginu, stóð úlfurinn þar enn og beið konungssonar. Honum sagði Randver hvað skeð hefði í húsakynnum risans, og sagði að nú vildi hann kom- ast til kirkjunnar, sem brunnurinn var í, bara ef hann rataði þangað. Þá bað úlfurinn hann um að setjast á bak sjer, hann sagðist skyldi rata, og sv®. þaut hann af stað yfir fjöll og dali og fór sem vindur væri. Þegar þeir höfðu haldið áfram marga daga, komu þeir loks að vatninu. Þá vissi konungssonur ekki, hvernig hann ætti að komast út í hólmann, en úlfurinn bað hann vera óhræddan, og lagði til sunds með hann á bakinu, synti yfir í hólmann. Svo komu þeir að kirkjunni, en kirkjulykillinn hjekk hátt uppi í turninum, og' konungs- sonur vissi ekki, hvernig hann ætti að ná í hann. — „Nú verðurðu pð kalla á hrafninn“, sagði úlfurinn. og um leið og hann kallaði, kom hrafninn, flaug eftir lyklinum, og svo komst Randver inn í kirkjuna. Þegar hann kom svo að brunninum, synti öndin þar fram og aftur, eins og risinn hafði sagt. Svo fór hann að reyna að lokka öndina til sín, og að lokum synti hún til hans og hann greip hana. En um leið og hann lyfti henni upp af vatninu, verpti hún egginu, og nú vissi Randver alls ekki, hvernig hann ætti að ná í það. „Nú verðurðu að kalla á laxinn“, sagði úlf- urinn, og það gerði Randver. Svo kom laxinn og náði í eggið, og þá sagði úlfurinn, að hann skyldi kreista eggið, og um leið og Randver gerði það, æpti risinn. „Kreistu það aftur“, sagði úlfurinn, og þá vældi risinn enn aumlegar og bað svo aumkvunarlega um líf, hann skyldi gera alt sem konungssonur vildi, ef hann fengi að halda lífi, og kóngssonur kreisti ekki hjartá hans sundur. Prestur nokkur, sem var orð Hagður maurapúki, ætlaði að graí'a niður peninga sína, en hugkvæmdist þá, að þeir myndu best geymdir í stokkn- um hjá kaleiknuni og oblát- unum. En til frekari fullvissu skrifaði hann á lokið á stokkn- um: „Dominus est in ipso loco“ (Drottinn er á þessum Stað). Þjófur kom og stal pen- ingunum, en skrifaði um leið á stokklokið: „Surrexit, non est hic“ (Hann er upprisinn og er ekki hjer). ★ „Heyrðu mig, Samúel. Þeg- ar þú baðst hennar Önnu, f.jelstu þá á knje fyrir 'hénni V ‘ „Nei, kunningi, það var ekki hægt, því að hún sat á þeim“. ★ Um 1890 var sagt um Tyrki: Tyrkir drekka aldrei áfenga drykki, fara ekki illa með skepnur, eru kurteisir við kvenfólkið og ætíð góðir við börn. Af þessu öllu þekkjast Tyrkir frá hinum siðuðu þjóð- um. ★ Stúdent, sem var mjög gef- inn fyrir að veðja, tapaði eitt sinn 50 krónum í veðmáli. Hon um varð þá að orði við kunn- ingja sinn: „Jeg skal aldrei veðja oft- ar‘ ‘. „Heldurðu að þú getir stað- ið við það?“ spurði kunning- inn. „Hverju viltu veðja?“ ★ Nelly litla: 1 hvaða kirkju varstu gift, amma mín?“ Amman: Jeg var ekld gift í neinni kirkju, góða mín; jeg var fjarskalega slæm stelpa. Jeg strauk í burtu með honum afa þínum. Nelly litla: Mikil ósköp eru að heyra þetta. Jeg skal víst aldrei strjúka í burtu með eins gömlum manni og hann afi minn er. Hjer er dánartilkynning, sem birtist í blaði einu nokk- uð fyrir síðustu aldamót: „Hjer með er jeg svo djarf- ur, að drottinn á sínu 54. ári eftir í JJ= ár að hafa þjáðst af mikilli sívaxandi vanheilsu, burtkallaði með blíðri og ró- legri burtför kl. 10^4 f- hád. mína elskuðu eiginkvinnu Bir- gittu Ólafsdóttur til betra lífs, í hverju við höfum getið 4 syni og 1 dóttur, og tekur einn þeirra á móti bénni liinumegin, einn í Ameríku, einn hjá kaup- manni Löjhner og einn á Fröhset. Virðingarfylst Ole Iíaldorsen, hjólasmiður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.