Morgunblaðið - 19.09.1943, Side 12

Morgunblaðið - 19.09.1943, Side 12
12 Aðulslátr- un hefst á morgun Kjötverðið ákveðið VERÐ Á KINDAKJÖTI hefir verið ákveðið þannig: 1. Heildsöluverð: I. Verðflokkur, kr. 5,75 kílóið. II. Verðflokkur, kr. 4,75 kílóið. III. Verðflokkur, sem er ærkjöt, kr. 4.20 kílóið. IV. Verðflokkur, lakara ærkjöt, kr. 3.60 kílóið. 2. Smásöluverð: Dilka- og geldfjárkjöt (súpukjöt) kr. 6.50 kílóið, en í heilum kroppum til neytenda kr. 6.00 kílóið. Læri og kotelettur í sam- ræmi við það. Fyrsta flokks ærkjöt kr. 4.90 kílóið. ® Meðan verð þetta gildir, greiðir ríkissjóður uppbæt- ur á það.magn dilkakjöts og geldfjárkjöts, sem selt verð- ur neytendum, með kr. 1.95 á hvert kíló. Haustslátrun hefst á morg un hjer í Reykjavík og ann- arsstaðar á landinu. llrslit í Walferskepn- inni í dag í DAG verður úr því skor- ið, hvort Val tekst að vinna Waltersbikarinn til eignar, eða hvort lengur verður kept um þann góða grip. — K. R.-ingar hafa fullan hug á að halda bikarnum lengur í „umferð“, meira að segja, auðvitað, að vinna hann að lokum. Verður því hörð við- ureign á vellinum í dag, leikur, sem marga mun fýsa að sjá. K. R. vann Walterskepn- ina í fyrsta skipti er hún var háð, en síðan hefir Valur unnið tvisvar í röð. Munu Valsmenn hugsa sjer að láta ekki annan bikar ganga sjer úr greipum, sem þeir hefðu getað hrept til eignar, en Víkingur tók af þeim hand- knattleiksbikar karla í sum- ar, svo sem kunnugt'"er. — Verður gaman að sjá, hvern ig þessi síðasti meistara- flokksleikur sumarsins fer. Tveir úrslitaleikir fara fram í dag fyrir hádegi. Eru þeir í H. flokki, Tv. lí. OR Valur keppa og í IV. flokki, en þar lceppa I\. R. o" Fram. Æfifjelagar í. S. í. Jóri Sig- nuuidsson framkv.stj. á Akra- nesi hefir gerst æfifjelagi I. S. í. Þar rneð eru æfifjelar sam bandsins orðnir 270. Brennandi skip Ífjfp/fftftfi&f:.-?!. ; Þessi gríðarlega reyksúla er úr brennandi seglskipi, sem flugvjelar bandamanna kveiktu í undan ströndum Ítalíu. - ITALIA Framhald af bls. 1. Flugvellir. Bandamenn hafa tilkynt, að þeir muni bráðlega byrja að notfæra sjer allmarga flugvelli á meginlandi ítal- íu, og sje þeim það mikið hagræði, þar sem það stytti flugleið til vígvallanna að mun. Þing B. S. R. B. Eiófsf í gær ÞIXG Bandalags starfs- starfsmanna ríkis og bæja var sett í Austurbæjarbarnaskól- anum í gær kl. 4. Mættir voru 52 íulltrúar frá 19 fjelögum. Forsetar þingsins voru kjörnir Ilelgi Hallgrímsson, Steindór Björnsson og Ágúst Jósefsson, og ritarar. þess þeir Zophonías Pjetursson, Helgi Elíasson, Björn L. Jónsson og Þorsteinn Stefánsson. Þá voru og kosnar fasta- nefndir þingsins. Stjórnin gaf skýrslu um störf sambandsins. Fúndinum í gær var lokið klukkan að ganga 9. Fundur hefst að nýju í dag kl. 2. Skrifsfofu- stúlka Stúlka vel að sjer í bók- haldi getur fengið atvinnu nú þegar hjá stóru hgild- sölufirma. Umsókn merkt: „September 1943“, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Ágóði ai skemtun- um Hringsins varð 10 þús. krónur. KVENF.TELAGIÐ IIRTNG- URINN hjelt tvær skemtanir í þessum mánuði til ágóða fyrir væntanlegan barnaspítala. — Voru þær haldnar í Gamla Bíó þann 3. og 17. þ. mán. Ágóðinn af báðum þessum skemtunum nam um 10.000 kr. Stjórn fjelagsins hefir beðið blaðið að skila besta þakklæti til ailra er sóttu skemtanirnar, en sjei’staklega til eigenda Gamla Bíó, þeirra hr. alþm. Garðars Þorsteinssonar og hr. frkv.stj. Hafl. Ilelgasonar fjrr- ir_að lána húsið ókeypis í bæði skiftin. Einnig þakkar stjórn- in öllum starfsmönnum og að- stoðarmönnum við skemtanir þessar. Iðnþingið kýs nefnd fil að ræða við Alþingi ANNAR 'FUNDUR Iðn- þings íslendingia, sem stend ur yfir þessa dagana í Hafnarfirði, var haldinn í gærdag. — Fyrir þinginu liggja 14 mál. Tekið var fyrir til um- ræðu skýrsla Landsstam- bandsstjórnarinnar,- reikn ingar sambandsins og Tíma ritsins, og f járhagsáætlun fyrir 1943; einnig var kos- in 5 manna sendinefnd, er ,ræða skyldi við Alþingi um iðnaðlarmál. Nefndina skipa: Ásgeir Stefánsson, Indriði Helgason, Jóhann B. Guðnason. Guðm. Guð- laugsson og Helgi H. Ei- ríksson. Aðirar nefndir: Kjörbrjefanefnd: Guð- mundur H. Guðmundsson, Vigfús Friðriksson, Vigfús Sigurðsson, Einar Vestmann Sveinbjörn Jónsson, Fjármálanefnd: Guðm. Guðlaugsson, Ásg. G. Ste- fánsson, Sig. Símonarson, Þorl. Gunnarsson, Einar B. Kristjánsson, Guðj. Schev- ing. Skipulþgsnefnd: Jóhþnn B. Guðnason, Þóroddur Hreinsson, Gísli Jónsson, Kristólína Kragh, Bjarni Einarsson. Löggjafarnefnd: Sveinb. Jónsson, Magnús Kjartans- son, Einar Reynis, Pjetur G. Guðmundsson. Fræðslunefnd: Jóhann Frímann, Þorgeir Jósefsson Bárður Tómasson, Emil Jónsson, Helgi H. Eiríksson Alsherjiarnefnd: Sveinn Guðmundsson, Júl. Björns- son, Guðj. Mlagnússon, Gast , on Ásmundsson, Þórður |Jónsson. 1 kvöld eru þingfulltrú- ar boðnir í veislu, er Iðn- aðarmannafjelagið í Hafn- arfirði heldur á Hótel Björninn. Kirkjuhöfðingi Rússa bannfærir presta London í gærkveldi. IIINN nýskipaði yfinnaður kirkjunnar í Rússlandi hefir tilkynnt, að allir þeir rússnesk ir prestar og aðrir kirkjunn- ar |)jónar. sein uppvísir verði að því að hafa haft samstarf við Þjóðverja, meðan land- svæði það, sem þeir bjuggu á, var í höndum þýska hersins, jskulu tafarlaust bannfærðir. Reuter. Reuter. Sagarþjalir þrístrendar og SVERÐÞJALIR. JARNVORUVERSL. JES ZIMSEN h.f. Brjefritari Stúlku, vel að sjer í ensku, góð í vjelritun og helst hrað ritun vantar nú þegar eitt af stærri fyrirtækjum bæj- arins. Umsókn merkt: „Hól- ar 1943“, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Sunnudagur 19. sept. 1943 Rjelfir byrja í dag í DAG byrja rjettirnar. í dag er Heiðarbæjarrjett í Þingvallasveit. Á morgun verður Þing- vallarjett og Hraunrjett (fyr ir Hafnarfjörð og nágrenni). Á þriðjudag verða Hafra- vatnsrjett (fyrir Reykjavík og Mosfellssveit) og Eyja- rjett í Kjós. Kollafjarðarrjett (fyrir Kjalarnes) og Ölfusrjett verða á miðvikudag. Á fimtudag verða Skaft- holtsrjett fyrir Eystrihrepp og rjettir fyrir Ytrihrepp í Reyk j adalskoti. Landrjettir verða svo á föstudag. Rjett að leila samþykkb Alþingis EINS og áður hefir verið frá skýrt, skrifaði ríkisstjórn- in þingflokkunum og leitaði sam])ykkis þeirra á þeirri ráð stöfun að halda áfrani að verð- lækka kjöt og mjólk eftir 15. sept., með framlagi úr ríkis- sjóði. Sjálfstæðisflokkurinn gat fyrir sitt leyti fallist á frám- hald milligreiðslnanria- í bili, meðan Alþingi ynnist tími til að taka dýrtíðarmálin til ýtar- legri athugunar, en tilskildi af sinni hálfu, að stjórnin leit- aði tafarlaust úrskurðar Al- þingis um það, hversu lengi slíkar greiðslur sjeu intar af hendi". Til frekari árjettingar þessu atriði, sendi flokkurinn ríkis- stjórninni eftirfarandi brjef þann 16. þ. mán.: „Ut af brjefi hæstvirts fjár- málaráðherra til Sjálfstæðis- flokksins, dags. 15. þ. mán., þar sem tilkynnt er, að ríkisstjórn- in hafi ákveðið að halda fyrst um sinn lægra verði á kjöti og mjólk innanlands en niður- staða vísitöluncfndar landbún- aðarvara gefur til kynna, tek- ur flokkurinn fram, að þó hann, eins og segir í brjefl flokksins til ráðherra dags. 14. þ. mán., geti til bráðabirgða sætt sig við, að fje sje lagt fram úr ríkissjóði í umrædd- um tilgangi, án frekari heim- ildar en í lögum nr. 42 frá 14. apríl 1943 greinir, þá heldui’ flokkurinn fast við það, að leita l)eri samþykkis yfirstand- andi þings til þeirra greiðslna á formlegan hátt, undir eins og því verður við komið, og án þess að binda þær greiðslur við nokkurn ákveðinn tekju- stofn ríkissjóðs“. Grossi með Þjóðverjum. LONDON í gærkveldi: —■ Þjóðverjar hafa tilkynnt, að ítalski sjóliðsforinginn Grossi, sem stjórnar ítölskum kafbát- um, er bækistöð hafa á Atlants hafsströndum, hafi lýst því yf- ir, að kafbátar hans muni fram vegis lierjast með Þjóðverjum, Reutúi’.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.