Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 8
8 MÖRGUNBLAÐIÐ Föstudá^ur^ 1.' okt 194Í. ÞÓRARINN OLGEIRSSON skipstjóri og útgerðarmaður sextugur „Þeir, sem fremst á frárri skeið faldana drifnu skáru, eiga mörkin alla leið eftir 4 hverri báru“. ALLIB núlifandi íslending- ar, J^eir, seni sjó stunda og koinnir eru til vits og ára, hyort Jieir eru búsettir hjer eða erl.eudis, og margh’ fleiri, munu kannast við þennan mann vegna afreka hans á sjó sem skipstjóra og vegna fiskisæld- ar hans síðastliðna Jirjá ára- tugi. Þórarinn Olgeirsson er fædd ur á Valdastöðum í Árnessýslu I. október 1883, og er af góðu liergi brotinn í báðar ættir. Aiisti föður sinn Jiegar hann var á barnsaldri. Var æskuár sín austanfjalls. Fór ungur til sjós. Fyrst á skútu, svo á tog- ara þegar þeir koiiiu til sögunn ar. Byrjaði skipstjórn á togur- uip 1911, og var það til ársloka 19)19, eða óslitið í 29 ár. Tog- arar þeir, sem Þórarinn stjórn- aði, taldir í röð : Marz frá Rvík, Great Admiral frá Grimsby, •Tarlinn frá ísafirði, Belgaum frá Reykjavík, Júpíter frá Hafnarfirði, Venus frá Ilafn- arfirði Og King Sol frá Grims- Uy. Það munaði þó minnstu að Þórarinn Olgeirsson yrði alls ekki togaraskipstjóri, en tæki annað fyrir hendur, en þá kom fyrir atvik, sem setti þá stefnu, sem síðar varð og hafði úrslita þýðingu fyrir ævistarf hans. Þórarinn var þá á skútu austur með Söndum. Skipverj- ar náðu engum fiski á færi sín, urðu ekki varir, en útlendir togarar lágu með full dekk af fiski. Þá varð til hugmyndin um að kaupa góðan togara frá Englandi, sem mjög íljótlega var framkværnd. Nokkrir skip- verja urðu hluthafar í togar- anum Marz. Varð Þórarinn há- seti, stýrimaður og að lokum skipstjóri, og þar með voru á- ætlanir um önnur störf úr sög- unni. Þó var það ekki af því, að um neitt makindastarf væri að ræða, þar sem var togaravera á þeim tímum, og verður lík- lega aldrei, enda var það ekki að skapi Þórarins. — Það voru yfirburðir botnvörpunnar fram yfir handfærin og gufu- vjelarinnar fram yfir seglin, það voru afköstin, sem heill- uðu hann. Alt þetta átti sam- leið með framsækni og alveg fádæma ósjerhlífni og dugnaði Þórarins. Um rólegheit og hægð. var minna hugsað. Er hjer lítið en satt dæmi Jiví til sönnunar. Það var árið 1908. Togarinn Marz var Jiá að veiða útaf Látrabjargi. Þórarinn var báts maður. Þar var mikill rauð- sprettuafli, en botninn hroða- legur. 70—80 körfur fengust í einu kasti, það var frábært. Svo hengilrifrildi. En Jiað yar ekki verið að gefa sig. Þegar á leið voru 2 hásetar sendir fram í veiðarfærakjallara, en þeir sofnuðu þar úrvinda af þreytu. Þá voru aðrir 2 send- ir. Það fór á sömu leið. Þá var hætt, en fyrr ekki. Þarna voru úrvalsmenn í hverju rúmi, en þetta var vani að Ijúka túrnum í einni lotu, tekinn upp eftir þeim, sem skit>in voru key))t af og kenndu veiðarnar, þ. e. Eng- lendingum. Og á Jiennan hátt, og af þessum mönnum og þeirra líkum, var togarafloti Islendinga byggður upp. ★ EF MINNST er á Þórarinn sem skipstjóra, er ekki hægt að ganga fram-hjá því, hver for- ystumaður hann var á sjó, þó eitt beri þar svo langt af, að ekki verður til jafnað, en það voru fiskveiðar hans við Hraunið á Selvogsbanka. Það var mjög merkilegt fiskimið, en að sama skapi vandasamt og veiðarfærafrekt ef útaf bar. Það var í apríl árið 1921 að byrjað var að fiska við Hraun- ið, og stóð óslitið hátt á annan áratug, og var undirstaða ver- tíðarafla íslensku togaranna mörgum sinnum. Þar sýndi Þórarinn, hve fljótur hann var að átta sig og miðaglöggur langt umfram aðra menn, og svo nákvæmur, að furðu gegndi, þar sem næstu landmiðin voru í tuga mílna fjarlægð. Margir togara skipstjórar geta borið því vitni, að gott var að koma að baujum Þórarins, þegar treg- fiski var orðið á Selvogs- banka, en að koma baujunum niður kostaði hann oft mikinn tíma og mikla fyrirhöfn, Jió engin væri launin nema þakk- læti stjettarþræðra hans. En Þórarinn er maður yfirlætis- laus og fjekkst ekki um slíkt. Sem útgerðarmaður hefir Þórarinn verið flestum Islend- ingum stórstígari. Hann ljet byggja togarann Lelgaum ár- ið 1914, en náði honum ekki til íslands fyrr en að fyrri heims- styrjöid lokinni. Var skipstjóri á honum til 1925. Ljet þá þysg'.j3 togarann Júpifer. Var skipstjóri á honum í 4 ár. Lj.et bygg.ja togarann Venus 1929, Var skipstjóri á honum í 6 ár. Á þessum skipum var Þórarinn ekki einungis skipstjóri, heldur einnig mestu ráðandi um út- gerð skipanna. Opinberir skatt ar af skipum Þórarins voru lengst af miklu hærri en á nokkrum öðrjim togara, og má af því marka afkomuna. Á sinni löngu skipstjóratíð mun Þórarinn nokkrum sinn- um hafa orðið til hjálpar í sjávarháska. Stórfellda björg- un framkvæmdi hann á Breiða- firði í ársbyrjun 1925 í af- spyrnu sunnanroki, er skips- hafnir Jiriggja áraskipa, 20 til 30 rnenn, biðu náttmyrkurs og dauða á sjó úti. Hefði það orð- ið mikið afhroð' fámennu sjáv- arþorpi, ef Þórarins hefði ekki notið við í það sinn. Árið 1937 hætti Þórarinn skipstjórn á íslenskum skipum. Þá var byggður handa honum togarinn King Sol frá Grims- by. Ef einhver hefði frarn að þeim tíma efast um hver af- reks aflamaður hann var, þá var það nú ekki hægt lengur, }>ví hann var lang aflahæstur allra skipstjóra frá Englandi, þá kominn á sextugsaldur og munu fáir eftir leika, ef nokk- Þórarinn Olgeirsson. ur gerir, eða er fær um. Þau árin stundaði Þórarinn nær eingöngu veiðar í Hvítahafi, við Bjarnarey og Norður-Nor- eg. Kom þar ókunnugur, en var eins og fyrr, fljótur að átta sig, því þaö skákaði hon- um enginn. T hjer að framan hafi aðeins verið minnst á starf Þórarins á sjó, og það sem því viðkemur, þá er eirtnig umvert að minnast á starf hans í landi, semliefir verið mjög umfangs- mikið á margan hátt, Sjerstak- lega síðan hann tók að sjer að vera umboðsmaður margra ís- lenskra útgerðarmanna og sjá um sölu á afla íslenskra togara, svö tugum miljóna króna skipt- ir á ári, og lætur að líkum að miklu máli skiptii’ hvernig slíkt starf er af hendi leyst. Heyrt hefi jeg skipstjóra, sem notið hafa hans afgreiðslu, segja, að enginn sje á við Þórarinn. — Kominn á fætur kl. 5 árdegis, þá daga, sem hans skip eru þ.ar. Sjer urn löndun og sölu aflans, útskipun á kolum, veiðarfær- um og öðrum nauðsynjum. — Háttatími hany kvað vera ein- hy.erntím.a eftir miðnætti, sem fer eftir því hvenær skipið sigl- ir. l’rræði hans í öllu því, sem að Jiessu lítur, þ.ekkja þeiv, sem reynt hafa, og hvað s.kyldu þ.eir yer.a margir, ís- lensku sjómennirnir, sem sótt hafa ráð að Þórarni, fyrr og síðar, og þegið af honum ýmis- konar fyrirgreiðslu, . enda er hann allra manna hjálpsamast- ur og skjótur til úrræða. Þórarinn Olgeirsson hefir verið búsettur í Englandi lengst af sinn búskap. Heimili hans hefir verið og er orðlagt fyrir myndarskap og gestrisni, enda er Þórarinn höfðingi heim að sækja, Jiví geta margir ís- lendingar borið vitni. Enda þótt Þórarinn hafi ekki haft búsetu á Islandi, þá hefir starf hans verið í þágu íslensks at- vinnulífs, og hann verið þjóð sinni hinn ósjerhlífni, afkasta- mikli framfaramaður. Vinir hans og aðrir sam- ferðamenn óska honum allra [heilla. Tryggvi Ófeigsson. fyrir steinolíu, nýkomnir. ■—1 Lækkað verð. — Verzl. O. Ellingsen h.f. X - 9 Óoooooooooooooooooooooooooöo Eftir Robert Storm SCOTLAND YAKV—HEADQUAI2T£IZ$ \ OF BZlTAIN'S FAMED DETECTIVE ■^bupeau— f ^INSPECTOZ- THEZE'E AN AMEZ/CAN G-MAN OUTEIDE > IA/ITH DAISY gOSE AND JAC* KENNETH. HE CALLS / x-9' HlMSELF X-9. rrrW / KNOYV OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ) > HE ALL THZEE Y } VJAITl IV GOT POSSESSION I NAYE JUST, OF THATLISTOF \ LBAZNÉD j THE UNDEPGPOUND j THAT 7HE£E'S\ MOVEMENT /N 7HE J MUCH MOEB PHJUPPlNES. / TO THE CASE. . THAN JHAT. j LET ME TELL' YOU! " ' " Scotland Yard, hin fræga leynilögreglustöð Breta. — Það er amerískur leynilögreglumaður kominn, yfirlögregluþjónn. Hann er með Daisy Rose og Jack Kenneth. Hann segist heita X-9- Yfirlögregluþjónn- inn: Jeg þekki hann. Látið þau koma inn. X-9: Saelir, yfirlögregluþjónn. Þekkið þjer þetta fólk? Yfirlögregluþjónninn: Vitanlega. Þau eru okk- ar bestu starfsmenn, sem vinna erlendis. Þið vinnið þá öll að sama málinu! Daisy: Við höfum í sameiningu náð í lista yfir þá, sem vinna á móti Japönum á Filipseyjum. Yfirlög- regluþjónninn: Augnablik. Jeg hefi komist að því, að það er meira í því máli. Nú skal jeg’segja ykkur, hvað um er að vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.