Morgunblaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLABIS Sunnudagur 10. ókt. 1943.; 'í i Cítg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsíson Ritstjórar: Jón Kjai-tansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Einum er alls varnað ÞAÐ ER ENGIN REGLA án undantekningar, segir máltækið. Varðandi þær deilur, sem risið hafa í sam- bandi við sjálfstæðismálið, sannast þetta á þann áþreif- anlega hátt, að skrifað stendur: engum er alls varnað, — en í þessum málum hefir reynslan orðið sú, að einum er alls varnað, — þar sem Alþýðublaðið er. Síðasta tiltæki blaðsins er að þykjast hafa fundið það út, að Pjetur Benediktsson, sendiherra, hafi „afhjúpað“ þá „blekkingu“ í málfærslu þeirra, sem ekki vilja draga sambandsslit, að ef við ekki hagnýtum riftingarrjett þann, sem við eigum, mundu sambandslögin aftur öðlast gildi, er hindranir þær, sem skapað hafa riftingarrjett okkar, hverfa þ. e. þegar stríðinu lýkur. Pjttur Benediktsson sagði í ræðunni, er hann flutti á saamkomu frjálsra Dana, og í það vitnar Alþýðublaðið: „Án nokkurrar hliðsjónar af hinni lögfræðilegu hlið málsins, — hvernig myndi það horfá við frá pólitísku sjónarmiði, ef Danmörk ljeti það verða sitt fyrsta verk, er hún hefir endurheimt frelsi sitt, að snúa sjer til íslands og segja: „Skipið hinum erlendu sendifulltrúum í Reykja vík að hafa sig á brott og lokið sendisveitum yðar er- lendis. Setjið ríkisstjórann á eftirlaun, og sendið íslensk lög að nýju til Kaupmannahafnar til undirskrifta“. — Stjórnmálahyggindi Dana hlytu að hafa breyst ískyggi- lega ef þeir tækju þessa afstöðu. Það er enginn íslend- ingur, sem grunar þá um slíkt. Vjer treystum því stað- fastlega, að Danir verði ekki Þrándur í Götu þess, að íslendingar geti leyst mál sín í samræmi við alla þá fram- þróun málefna þeirra, sem á undan er gengin“. Með þessum orðum segir sendiherrann í raun og veru: Þó að Danir hefðu rjett til þe'ss að krefjast þess að sam- bandslögin færu aftur að verka eftir stríð, svo fremi, sem ekki er endanlega gengið frá formlegum skilnaði fyr- þá myndi það stríða algjörlega gegn fyrri stjórnmála- hyggindum þeirra, að gera slíkt, og þess vegna meðal annars treystum við því staðfastlega að frá þeim komi ekki hindranir eða mótbárur gegn skilnaði nú. Meining sendiherrans er svo augljós, að þegar Alþýðu- blaðið er að finna út, að með orðum hans sje verið að „afhjúpa þá blekkingu“, að sambandslögin kynnu að koma í gildi síðar, ef riftingarjettur er ekki hagnýttur, er það ekki annað en grátlegur vottur þess, hversu blað- inu er gjörsamlega alls varnað á undanhaldsrásinni. Ófögur lýsing Á ÖÐRUM STAÐ hjer í blaðinu er birt ávarp, sem 7. þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands sendi Alþingi, varðandi endurnýjun fiskiskipaflotans. — Þar segir meðal annars svo um togaraflotann: „Áður en styrjöldin hófst, voru þessi stórvirku atvinnu- tæki þjóðarinnar orðin svo úrelt og gömul, að þau voru að verða alveg ónothæf í samkepninni við hin nýju skip Breta og Þjóðverja á fiskmarkaðnum í þessum löndum. Síðan styrjöldin hófst höfum við svo mist stærstu og þó bestu skipin úr þessum hrörnandi flota okkar, en þau sem eftir eru, fengið viðgerðir eins og gamlar flíkur, bót við bót, en enga enaurnýjun--“. Þetta er ófögur lýsing, en — því miður — hvert einasta orð, sem þar stendur, er sannleikur. Þannig býr íslenska þjóðin að þeim atvinnuvegi, sem undanfarna áratugi hef- ir staðið undir rekstri þjóðarbúsins og gerir enn þann dag í dag. Allar hinar risavöxnu framfarir, sem orðið hafa hjer á landi síðasta aldarfjórðung, eiga rætur sínar að rekja til sjávarútvegsins, og þá ekki síst togaraflotans. Hvaða atvinnugrein verðúr þess megnug, að taka á sínar herðar byrðar sjávarútvegsins, þegar hann er ekki leng- ur samkepnisfær, vegna hrörnandi skipa, sem ekki fást endurnýjuð? Áreiðanlega engin. Hvenær ætlar Alþingi að gera skyldu sína í þessum málum? EINS OG GETIÐ ER í frjettum blaðsins, hefst hjer í Reykjavík í dag al- mennur kirkjufundur, þar sem saman koma yfirmenn þjóðkirkjunnar, prestar hennar og prófastar, sókn- arnefndarmenn og safnaðar fulltrúar og aðrir þeir úr leikmannastjett, er for- göngu hafa í andlegum mál- um. Þessum kirkjufundum er ætlað að vera öllum er þá sækja, uppörfun og styrkur til starfs, til meira starfs úti í söfnuðunum, til þess að þeir fái að finna, hve mikils það megnar að koma saman og vera saman, vinna sam- an í anda kirkju og kristni. Á fundi þessum verða rædd mörg mál, sem horfa mættu til aukins vegs kristninnar í landi voru. — Þannig verður rætt um kristindómsfræðslu ung- menna, kirkjubyggingar, samstarf presta og safnað- ar, málgögn kirkjunnar, prestkosningar og veitingar prestakalla og altarissakra- mentið. Eigi er að efa þáð, að fund ur þessi verður fjölsóttur, því eigi ber að neita, að á síðari árum hefir nokkur trúarvakning orðið með þjóðinni, og er það vel, og vonandi að þar verði fram- hald á. Trú vor á að vera frjálslynd trú, bjartsýn trú., fagnandi trú. Hún á að vera í anda höfundar síns, en til þess að svo sje, verður hún að vera allt þetta í senn. Kristur var að vísu oft dapur yfir vonsku mann- manna, en eðli hans var gleðin, víðsýnið og bjartsýn in, og þannig ber einnig lærisveinum hans að vera. Kristur gekk beint framan að hverjum þeim óvætti, er drepa vildi hið góða meðal mannanna, það eiga læri- sveinar hans að gera. Krist- ur vildi ekki að lærisveinar hans væru sífelt haldnir sár um harmi yfir syndum sín- um *og hinni ógurlegu ver- öld, — verið glaðir og fagnið, sagði hann, og í fögnuði og gleði vinnst meira stárf, en þegar þungi liggur yfir þeim, er starfa eiga. Oss íslendinga hefir löng um skort þetta á það að geta verið sannir lærisveinar. — Vjer höfum oft komið þann- i|g fram í trúmálum vorum, að öll trú vor og trúarlíf hefir verið með sorgarblæ útfararinnar, höfum ekki munað, að þetta á að vera með gleðibragði upprisunn- ar, — öll ljettúð sje fjarri, enda eiga ljettúð og gleði ekkert skylt. Vjer vonum að góðir á- vextir megi spretta af kirkjufundinum fyrir dafn- andi og vaxandi kristni í landi yoru, fagra, bjartsýna og starfsfúsa kristni. \Jííverji ólri^ar: T X X T I Kreppuástand í velgengninni. ÞAÐ hefir komið óþyrmilega á daginn upp á síðkastið, að pen- ingarnir erij ekki fyrir öllu. — Margskonar kreppa hefir yfir þennan bæ dunið, eiginlega að segja mætti þrenskonar: Mjólk- urkreppa, rafmagnskreppa og vatnskreppa. Nú er það á allra vitund, að í nútímaþjcðfjelagi er síður en gott að vera án nokkurs af þessu þrennu, sem um ræðir. Á morgnana verða húsmæður vorar að berjast við nágranna- konurnar um mjólkursopann, ef svo mætti að orði kveða, því ekki eru þær orðnar svo mentaðar enn blessaðar, að þær kunni að taka sjer stöðu í röðum, eins og víða tíðkast, og fólki er farið að þykja sjálfsagt sumsstaðar, t. d. við að- göngumiðasölu í kvikmyndahús og leikhús. Þannig á það líka að vera, sá sem fyrst kemur á að fá sig afgreiddan fyrst, það er ó- menning að troðningi og hálf- gildings handalögmálum, hvort sem þetta kemur fyrir í mjólk- urbúðum eða skóbúðum. Kveður hjer svo rammt að, að stundum mun lögreglan hafa verið fengin til þess að vera viðstödd í mjólk- urbúðunum. Það virðist harla undarlegt þegar maður athugar, að hjer lifir þjóð, sem hefir strítt við örðugleika í þúsund ár, eða næst um því, að ekki skuli gæta meiri stillingar í fari fólksins yfir smá- örðugleikum, en raun virðist benda til. Til dæmis þetta, að standa í rjettri röð, þar sem margt er um manninn, og bíða þar til að manni kemur, á að vera sjálfsagður hlutur • með hverri menningarþjóð. 9 0g svo er farið að elda. OG EKKI tekur svo betra við, þegar heim kemur og matinn skal sjóða, til hádegisverðar. Þá er raforkan svo lítil, að suðan ætlar aldrei að koma upp í pott- inum, og þurfi að hita eitthvert herbergi, ef ekki er lagt í mið- stöðina, þá er það ekki hægt, og þar að auki bannað fyrir hádegi. Ja, mikið er að vita til annars eins. En hverjum verður þá hugsað til fólksins í Danmörku, Bretlandi eða Þýskalandi t. d., sem ekki má leggja í ofnan nema alveg visst magn, hvað kalt sem er í veðri. Erum við of heimtu- frekir, eða of óþolinmóðir? Vesturbæingur bendir mjer á ósamræmi í þessum rafmagns- sparnaðarsón, og ritar: „Þegar verið er að brýna fyrir mönnum að spara rafmagnið sem mest, einkum fyrir hádegi, þá ætti ekki að láta bæjarmenn horfa á log- andi götuljós fram : eftir öllum degi“. Rjett fnaelt, þáð verð- ur að spara rafmagnið á öllum sviðum, en ekki aðeins nokkrum, og raunar ber þessi rafmagns- skortur yfirleitt vott um skort á framsýni. Okkur hættir við því, íslendingum, er við ráðumst í eitthvað stórt, að hafa það þó heldur lítið, það er ekki nema eðlilegt, okkur er smæðin í blóð borin, en kannske erum við nú | sem betur fer að rjetta úr kútn- um. — Jeg man eftir manni, sem í ufr ílaqlecjci fí^inu ? I I ljet svo um mælt, er Háskóla- byggingin nýja var vígð, að þetta hús myndi standa hálftómt í 600 ár. Og húsið varð fullt veturinn eftir að það var reist, hefði meira að segja mátt vera stærra. — Það voru þau 600 ár. • Vatn og rafmagn. SUM eru þau fyrirtæki, sem jöfnum höndum þurfa að nota vatn og rafmagn, og bregður þá svo skyldilega við, að þegar raf- magnið kemur, þá hverfur vatn- ið, og öfugt. Veldur þetta eins og eðlilegt er, miklum hrellingi. En það er bæði, að vjer höfum gesti marga, sem vjer ekki bjugg umst við, og hitt, að vjer kunn- um að hafa sniðið sjálfum oss helst til þröngan stakk. En það, ýðir ekkert að vera að súta þetta og nöldra yfir því við sjálfan sig og kunningjana, ekki lagast það fyrir því,- og slíkt er aðeins til þess að gera oss enn gramari út af hinni þrennskonar kreppu. — Mjólk, vatn, rafmagn, — það eru orð, sem margir taka sjer nú í munn hjer í höfuðstaðnum, og sumir bæta kannske ekki neitt sjerlega fallegu við. • Útsending blað- anna. ÚTSENDING BLAÐANNA hef ir verið miklum erfiðleikum bundin, eftir að skólarnir hófust, eins og lesendum mun vera vel kunnugt. Börnin, sem báru út blöðin, fara flest í skólana, og hvað svo. -—■ Þar sem áður voru kannske 30 börn, eru nú eftir 10, og getur svo nokkur búist við því, að blaðaútsendin geti geng- ið eins reglulega og fljótlega eins og áður Blöðin eru gefin út fyrir les- endurna og lesendurnir vilja fá blöðin, og þess vegna ættu les- endurnir að hjálpa til þess sjálf- ir, að þeir geti fengið blöðin. Það er ekki mikið verk fyrir barn, sem er í skóla, að bera út blað í eina götu, og ekki eru allar kensludeildir starfandi á þeim tíma sem blöðin eru borin út. — Og svo hitt, það er ekki nema hressandi fyrir börn, þótt þau sjeu aldrei nema í skóla, að gera svolítið handtak á hverjum morgni, — og vinna sjer inn aura sjálf, þótt nó sje kannske fyrir af slíku hjá foreldrunum. Víst er um það, þessi ekla á börnum til þess að bera út blöð, var ekki fyrir nokkrum árum, og ekki er örgrant um það, að jeg held, að færri börn fái að halda áfram að bera blöðin, en vilja. En þetta að koma út blöðunum verður að byggjast á samstarfi, samstarfi blaðanna og kaupencfa. Þá verða allir ánægðir að blaðið kemur á tilsettum tíma. e Þeir gömlu og dyggu. ÞAÐ KOM fjörgamall maður hjer á Morgunblaðið fyrir skemstu og vildi fá að bera út og fjekk það auðvitað. Jeg held hann hafi verið kominn yfir átt- rætt og orðihn nokkuð hrumur, en hann sagðist hafa mátt til með að bjóða sig fram, úr því að vinnu kraft hefði vantað, þá gat hann Framh. á bls. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.