Morgunblaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10, okt. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 11 Ráðskonan risans Æfintýri eftir Jörgen Moe. 7. ígkra elskenda —- bifreið. — Stundum tóku þau leigubifreið, en meðvitundin um það að ■Ruth borgaði hana eitraði öll ástar atlot þeirra. Þau gengu því aðeins hringinn í kring um sambygginguna sem Ruth bjó í, sátu í dimmum kvikmynda- húsum, á þökum strætísvagna, á bekkjum í Central Park eða Ribei’side rive, og hjeldust í hendur. Ilann hjelt sjer uppi með tímavinnu öðru hvoru af öllum mögulegum tegundum, sem áttu fæstar nokkuð skylt við efnafræði. En hversu illa sem hann var stæður, veðsetti hann hvorki nje seldi myndatöku- áhöld sín. Fyrr gekk hann milli góðbúanna og sló lán. Stiuid- um tókst honum að taka svo góðar myndir að tímarit keyptu þær af honum. Ilann hafði dálitla hæfileika í þá átt. Ruth hnyklaði brýrnar er hún braut heilann um, hvernig hæg.t væri að þroska og hagnýta sjer þennan hæfileika hans, en hvernig sem þau lögðu sig í líma tókst þeim ekki að finna neitt. . „Vesalingurinn þú“, sagði hann. „Að lenda á svona ræfli. Ruth hló að honum. „Þú ert snillingur“, sagði 'hún. „Veistu ekki að allir snill- ingar eiga erfitt uppdráttar“ ? Dag nokkurn skeði krafta- verk; e.kki eitt af hinum miklu kraftaverkum, þó var það að ýmsu leyti fullnæg.jandi krafta verk. Frú Henley skrifaði hon- um á afmælisdaginn hans, sagð ist hafa keypt nokkur hluta- bi’jpf í „m.jög arðvænlegu fyrir tæki“, og hefði skrifað nafn hans sem meðeiganda, væri það afmælisgjöf til hans. „Þúsund hramingjuóskir, og megi bless- un Drottins fylg.ja þjer, kæri I-’rank. Dot hefir kynnst m.jög eigulegum verslunarmanni' ‘. Frank kastaði brjefinu frá sjer með fyrirlitningu; innihaldi þess skipaði hann á bekk með náttúrulækningum og móður- sjúkri mataræðis-varasemi. En dag nokkurn fjekk hann þó á- yísun upp á hundrað þrjátíu og fjóra dollara. Það þýddi iiý.jan vetrarfrakka, tvö pör af skóm og fjörugt kvöld íneð Ruth til hátíðabrigða. Ilann fór þegar á stúfana, keypti tvo miða í leikhúsið sendi Ru'th þr.jár gardeníur og sótti hana í leigubíl. Eitt kvöld var hann sonur Mamó í fylstu merkingu, l.jettúðugur einkasonur ríkra foreldra, sem tekið hafði örlæti í arf frá hinum Havaiísku for- feðrum sínum. Þau sátu hátíð- leg á svip hlið við, hlið og allmikið til sín, Ruth var í kór- nlrauðum síðum k.jól, sem hon xim þótti m.jög fallegur, og hann með nýtt bindi, í ný.jum skóm og nýhreinsuðum gömlu jlbtunum. Leikritið sem þau sáu var þrautleiðinlegt, þótt það væri frægt, en það dró ekkert úr ánæg.ju þeirra. Ilið eiua sem hafði nokkuð að seg.ja var. að fara í leikhúsið, eins og fólk sem hafði atvinnu. Áður en þau fóru í leikhúsið borðuðu þau dýran kvöldverð, en það var ekki fyrr en eftir leikhústíma að gamanið byi'j- aði fyrir alvöru. Þau fóru til einnar af drykkjustofunum, sem þutir upp eins og gorkúlur, eftir afnáms bannsins og Ruth varð eijikar f.jörug og h.jart- Ijiiæivi eftir nokkur staup af Manhattan Cocktail. Þaðan fóru þau síðan til næturklúbbs, sem nefndist „Hawaisk para- dís“ í fertugustu og annari ígötu. Þar voru tveir stórir gervipálmar með löngiun græjj um pappírsblöðum, og þrigg.ja manna hljómsveit ljek á Ha- wai-gítara og höfðu blómsveiga á herðum sjer. Þetta var alveg nóg til að fylla Frank af við- kvæmni og heimþrá eftir ey.j- uuuin sínum. „Jeg þrái að s.já Keola Kekua, IIawai“, söng hann hástöfum, meðan hann dansaði við Ruth undir papp- írspálmunum. Allt í einu varð hann var við augu sem hvíldu á honum í daufri birtunni, og þegar hann gáði betur að sá hann að þau tilheyrðu Chum- my. Chummy, konan hans, all-. mikið drukkin í silfurrefa- skinni, með demants armbönd frá úlnliði upp að olnboga. — Chummy, með k.jólklæddum herra, engu minna drukknum en hún sjálf. Frank fann hjá s.jer sterka tilhneygingu til að gera uppistand og hneyksli. Það er eins gott að jeg er ekk- (ert mjög dj’ukkinn hugsgði hann, um leið og hann hætti við það. Hann tók svo fast í Ruth að hún spurði: „Ilvað er að vinur minn?“ „Yið skulum fara strax núna og gifta okkur“, sagði hann einarðlega. Þau dönsuðu rjett fram hjá Chummy. Hún .veifaði til hans og það glamp- fað i á armböndin. ,,Núna, á stundinni f‘ ‘ spurði Ruth og hló. „Strax núna — í kvöld“ svaraði Frank hörkulega. — jRuth hristi aðeins höfuðið. „Hvers vegna ekki?“ spurði hann þr.jóskulega. Ruth hugs- aði sig um alvörugefin á svip, um leið og þau dönsuðu þegj- andi áfram. „Þegar við gift- umst ætla jeg að eignast börn“, sagði hún, og það hljómaði svo undarlega í þessu umhverfi að Frajik rak upp skellihlátur. En Ruth sat föst við sinvi keip. „Fimtíu dollara á vikvi og lít.ið hús í irágremii borgarinnar", sagði hún ákveðin. „Það þyi’fti ekki að vera í sjerstaklega fínu hverfi, og dálítill garður, sem við getum ræktað s.jálf, hund- ur og köttur og barn — kann- ske tvö, þann skilning legg .jeg í að vera gift“. Þriggja manna hljómsveitin h.jelt áfram að leika Iíawai- lög. Frank fannst h.jartað í sjer dragist, sama.n, þegar hann heyrði hvernig Ruth útmálaði framtíðina. Lítið hús, barna- vagn í ganginum, ódýr hús- gögn, keypt með afborgunum, Ilann h.jálpaði henni þegj- andi í kápuna, fór í nýja frakk ann sinn og yfii’gaf hina „1 la- waiisku Paradís“, án þess svo mikið sem að líta í áttina til Chummy. Hann fylgdi Ruth heim í leigubíl, og þá átti hann eftir sex dóllara og þrjátíu cent. Þau voj;u ekkert nær því að giftast en áður. Loks var það Lester Ingram, hinn ving.jarnlegi annar eigin- maður Mamó, sem útvegaði Frank atvinnu, að vísu ótrygga og óákveðna atvinnu í Shang- hai, við Eoos kvikmynda og myndatökufjelagið. —, Ruth, brosti jafn hugrökku brosi, þe’g ar leið að því að þau skildu óg hún hafði gert um nóttina forð um í flugvjelinni. Það sn.jóaði lítið eitt þegar Frank st.je upp í stóra vagninn, sem var ódýr- asta leiðin til Vvincouwer,' þar sem hann ætlaði að stíga á skipsfjöl. llann forðaðist á þiið.ja far- rýjui og fór nyrðii leiðing, sem hvei’gi lá nálægt Mankai. Hon- uni hraus hugur við að s.já eyj- una aftur, þar sem hann hafði fæðst og Mamó dáið. VIII. Yoshio Murata. ÞAÐ mótaði fyrir furutr.je gegnum hálfgagnsæ.ja hvíta pappírsrúðu gluggans. Öðru hvoru titruðu greinar þess í hægum lilænum. I miðju her- bergisins var ferhyrndur reitur fyltur glóandi viðarkolum og ösku. Járnketillinn sem hjekk niður xir loftinu byr.jaði að suða, í fyrstu lágt, og þýtt, en hækkaði sig von bráðar. Afinn, sem kraup á sessu á ti’jebrík ferhyrningsins, eyddri af tönn tímans, byrjaði að undh’búa tedrykk.juna. Ilendur hans hreyfðust, hægt og virðulega meðal gljáfægðra ker.janna, settu teblöðin í stóra skál, heltu síðan vatni yfir þau úr æva gömlu ausunni, hrærðu síðan í vökv.anum með bambursvið- arsleifinni, uns hann var þykk ur og freyðandi. Yoshio, sem var ennþá smár vexti, kraup alvarlegur og lotningarfullur við hlið afa síns, og studdi báðum lófun- um á mottuna sem þakti gólfið eins og honum hafði verið kennt. En er fram liðu stundir, fór honum að finnast athöfnin leiðig.jörn og hann færði sig smátt og' smátt nær veggnum sem glugginn var á. Hann Þá fór risinn að núa stýrurnar úr augunum, en hann gat ekki sjeð þann, sem talað hafði, og svo hrópaði hann á ráðskonuna. En enginn svaraði. „Æ, hún hefir skroppið eitthvað út“, tautaði risinn, tók sleif og ætlaði að fara að smakka á því, sem í katlinum var, en brá heldur í brún, þegar þar var ekkert annað í en skódruslur og annar slík- ur óþverri, og það var alt soðið í graut, svo risinn vissi eiginlega ekkert annað, en að þetta var óæti, og fór nú að gruna margt. Og þegar hann sá, að ráðskonan var öll á bak og burt, varð hann svo reiður, að hann ætlaði að ærast og af stað á eftir þeim, og fljótur var hann í ferðum, svo fljótur, að ekki leið á löngu, uns hann stóð á sjávarströndinni, en þá komst hann ekki lengra. „O, jeg skal finna ráð við þessu, jeg kalla bara á hann Sæsvelg minn“, sagði risinn, og svo kom Sæsvelgur og lagðist niður og drakk svo mikið, að risinn gat sjeð hvar ráðskonan og konungssonur sigldu í bát sínum. „Kasta þú nú út saltsteininum“, sagði ráðskonan, og það gerði konungssonur, en steinninn varð að fjalli svo stóru og háu, að risinn komst ekki yfir, og ekki gagnaði held- ur, þótt Sæsvelgur drykki upp alt, sem var hinumegin við fjallið. „O, ætli jeg kunni ekki ráð við þessu“, sagði risinn. Hann sótti bergnafarinn sinn, og tók til að bora gat á fjallið, svo Sæsvelgur gæti drukkið þar í gegnum, en um leið og komið var gat, og Sæsvelgur lagðist niður til að drekka, sagði ráðskonan við konungsson, að hann skyldi hella nokkrum dropum úr flöskunni í sjóinn. Konungs- sonur gerði það, og þá óx hafið aftur, og áður en Sæ- svelgur gæti fengið sjer einn sopa í viðbót, var báturinn kominn að landi og þau hólpin. Síðan ætluðu þau heim til föður konungssonar, en þang- að vildi konungssonur alls ekki að unnusta sín kæmi fót- gangandi, því það fanst honum alt of lítilmótlegt fyrir bæði hana og sig. „Bíddu hjerna svolitla stund, meðan jeg skrepp heim til pabba og sæki til hans sjö hvíta hesta“, sagði hann. „Leiðin er ekki löng, og jeg skal heldur ekki verða lengi, en jeg' vil ekki að kærastan mín komi gang- andi heim“. „Æ, nei, gerðu það ekki“, sagði ráðskonan risans. „Ef þú kemur án mín heim í konungsgarð, þá gleymirðu mjer bara, það veit jeg“. „Hvernig ætti jeg að geta gelymt þjer. Við, sem höfum lent í svo mörgu saman, og sem þykir svo vænt hvoru um annað“, sagði konungssonur. Hann vildi endilega fara og sækja vagninn með hestunum sjö fyrir, og hún átti að bíða á meðan á ströndinni. Rjett áður en Neville Cham- berlain, forsætisráðherra Breta lagði af stað heim eftir Mun- chen-ráðstefnunni er mælt, að Ilitler hafi sagt við hann: „Mr. Chamberlain, vilduð þjer ekki vera svo vingjarnleg ur að gefa mjer regnhlíf yðar1 sem ininjagrip?" „Nei, nei“, svaraði Chamber- lain, „.jeg get ekki gert það“. „En, Mr. Chamberlain, það hefir svo vn.ikla þýðingu fyrir mig. Jeg bið yður um að gera það. Gerið svo vel“. „Mjer þykir það leitt, en jeg get ekki orðið við bóií yðar“, Svarað i Chamberlain. Það fór að síga í TTitler. „Jeg krefst þess“, hrópaði hann og stappaði niðiir fætin- um. J,Neí“, sagði Chamberlain ákveðinn, ,,það er ómögulegt. Þjer sjáið — jeg á regnhlíf- ina“. ★ Tveir kunningjar gengu niður Bankastræti. „Ef þú ættir eina ósk“, sagði annar þeirra, „hvers myndirðu óska?“ „Ileilt fjall úr gulli“, svar- aði vinurinn. „Og“, sagði spyrjandinn, „ef þú ættir gullfjall, mynd- irðu þá ekki gefa mjer helm- inginn upp á gamlan og góðan kunningsskap“. „Það myndi jeg ekki gera,- ekki einn mola“. Vinurinn varð mjög sorg- niæddur. „Hvað“, spurði hann, „er það sem mjer heyrist, að þetta sje allt sem jeg fæ eftir inargra ára vináttu“. „Sjáðu“, sagði hinn, „því óskar þú þjer ekki að þú ættir annað gullfjall, en lofaðu mjer að eiga mína ósk einn“. ★ Ræðinn rakari var að raka Arehelaus konung og spurði: „Ilvernig á jeg að raka?“ „I þögn“, svaraði konung- urinn. ★ Þegar leikarinn John Barry- more var á hátindi frægðar sinnar, fór hann eitt sinn inn í verslun í Ilollywood. ITann skildi þar eftir vörupöntun sína og ætlaði síðan út. „Nafn yðar, herra minn?“ spurði afgreiðslumaðurinn. Augabrúnir leikai-ans urðu bogalagðar, og hann sagði kuldalega: „Barrymore“. „Hvaða Barrymore?" - Kuldinn varð að ís, „Ethel“, svaraði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.