Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 12
12 Gert að sárum Erfitt hefir verið um aðgerðir á særðum mönnum á Kyrrahafssvæðinu, en sá sið- ur hefir verið upp tekinn að nota spítalaskip mikið, og sjest hjer gert að sárum manns um borð í einu slíku skipi Bandaríkjamanna. ^ . * Bretakonungur heiðrar fjóra Hornfirðinga Björguðu breskum flugmanni Frá frjettaritara vorum í Hornafirði. BRETAKONUNGUR hefir heiðrað fjóra Hornfirðinga fyrir að þeir björguðu breskum flugmanni fyrir utan Hornafjörð þann 24. september 1942. Var í tilefni af þessu haldin hátíð í Hornafirði í gærdag, þar sem fulltrúar Bretakonungs úr breska flugliðinu afhentu heiðurspening og heiðursskjal. ________________ Magnús Sigurðsson skipaður fulitrúi i hjálparnefndinni Frá utanríkisráður neytinu hefir blaðinu borist eftirfarandi til- kynning: FYRIR nokkru var til- kynt að ríkisstjórn Islands xnyndi taka þátt í stófnun hjálpar- o g endurreisnar- fctofnunar hinnar samein- uðu þjóða í Washington í næsþa mánuði, og var jafn- framt gerð grein fyrir til- gangi þessarar hjálppr- stofunar og fyrirkomulagi. Nú hefir Magnús Sigurðs- son bankastjóri verið skip- iaður til þess fyrir hönd rík- isstjórnar Islands að und- irskrifa sjamninginn um þéssa stofnun og verður það gert í Hvíta húsinu í Washington um 9, nóvem- ber næstkomandi. Enn- íremur hefir Magnús Sig- urðsson verið skipaður til þess að eiga sæti 1 ráði hjálparstofnunarinnar. Sem .að.Aoðarmaður hans hefir Sveinbjörn Finnsson verið verðlagsstjóri verið skipað- íir. Fara þeir hjeðan á næst unni til Bandaríkjanna. Þeir Ólafur Johnson kon- fíúll og Helgi Þorsteinsson verslunarfulltrúi, báðir í New York hafa verið kvjadd ir til að vera ráðgjafar (advisers) Henrik Sv. Björnsson sendiráðsfulltrúi í Washington til að vera vaiiaráðsmaður í ráði tjeðr- iiv hjálpar og endurreisnar- stofnunar. Þess má og geta, að rík- isstjórnin hefir falið Magn- úsi Sigurðssyni bankastjóra að eiga viðræður við starfs menn í fjánnálaráðuneyt- inu í Washington um til- iögur Efandaríkjastjórnar- innar um framkvæmdir í gjaldeyrismálum að stríð- inu loknu, en Islandi hefir verið boðið að taka þátt í .samstarfi um lausn þess- ara mál|a. Utanríkisráðuneytið, hinn 27, október 1943. * Fjögur skip stranda. -— Fjögur flutningaskip banda laamia strönduðu á Norður- sti önd New Jersey í nótt sem leið í einhverju mesta óveðri, sem komið hefir um mörg ár v þessum slóðum. Eitt skipið hefir brotnað í spón, en hin vsrðast ekki í neinni hættu. — Jíeuter. - ÍTALÍA Framh. af 1. síðu. við Saloniki í Grikklandi og á flugvöllinn við Hera- kleion á Krít. Þýskar 'Focke-Wuflf-orustuflugvj'el ar rjeðust á stöðvar átt- unda hersins, en voru hraktar á. brott. & Sigurður Ólafsson, útgerð armaður og formaður á v.b. Björgvin, var sæmdur Heið- urspeningi Breska ríkisins, ,en synir hans tveir, Þor- björn og Ólafur og Ásmund- ur Ásmundsson, verkamað- ur að Höfn, fengu opinbert þakkarávarp, undirritað af forsætisráðherra Breta, Win ston Churchill. Athöfnin fór fram í barna skólanum í Höfn í Horna- firði og hófst klukkan 2 e.h. með því að Karlakór Horna- fjarðar söng, undir stjórn Bjarna Bjarnasonar, Brekku bæ. Því næst flutti Rilei, flugsveitarforingi, ávarp og afhenti heiðurspeninginn og ávörpin. Sigurður Ólafsson þakk- aði með stuttri ræðu fyrir hönd þeirra fjelaga, en að því loknu talaði Rilei flug- sveitarforingi á ný, en Hen- rik Thorlacius rithöfundur annaðist þýðingu. Að lokum söng karlakórinn þjóð- söngva íslands og Bretlands. Viðstaddir athöfnina voru auk Rilei flugsveitarfor- ingja, flugforingjarnir Ber- ringer, Glennie, Grant og Fhusa, Richard Neff kaf- teinn og Harry Kavanhaugh liðsforingi. Af íslendinga hálfu voru viðstaddir, samkvæmt til- nefningu utanríkismálaráðu neytisins, Eiríkur Helgason sóknarprestur, Jón Brunn- an, formaður slysavarna- deildarinnar í Hornafirði og auk þess voru fjölda margir aðrir viðstaddir, bæði inn- lendir og erlendir. Athöfnin var öll hin virðu legasta og að henni lokinni hafði Grant flugforingi boð fyrir nokkra embættismenn sveitarinnar og konur þeirra og fleiri gesti. Karla- kóf Hornafjarðar skemti þar einnig með söng. Hermenn ráðast á bílstjóra Síðastliðið sunimdagskvöld varð bifreiðarstjóri í Ilafnar- firði fyrir áfás hermanna og hlaut af nokkra áverka. Yar bifreiðastjórinn, Hallgrímur G. Björnsson, að aka hermönn- um tveim í herbúðir, og vissi ekki til, fyrr en annar hermað- urinn, sem sat í aftursæti bif- reiðarinnar, barði hann mikið högg á gagnaugað. Ilinn lier- maðurinn sat fram í hjá Ilall- grími. Eftir að Ilallgrímur fjekk höggið, leitaðist hann við að komast út úr bifreiðinni, en bif reiðin fór út af veginum, við það að Hallgrímur var barinn. Hallgrímur datt. er hann kom út, og rjeðist þá hermaður sá sem áður hafði barið hann, aft- ur á liann og barði hann liggj- andi mörg högg. Ilrópaði Hall- i grímur þá á hjálp, en við það flýðu hermennirnir. Ilallgrím- ur hafði fengið nokkum á- verka. Bakkakirkja í Öxnadal 100 ára Sunnudaginn 24. okt. s.l. var hundrað ára afmæli Bakkakirkju í Öxnadal. Var þess minst með minningar- guðsþjónustu í kirkjunni þann dag. Sóknarpresturinn, sjera Sigurður Stefánsson að Möðruvöllum í Hörgárdal, messaði. Að lokinni messu var kirkjugestum, í boði sóknarnefndar, haldið sam- sæti í þinghúsi sveitarinnar að Þverá. Fjölment var, ræð ur haldnar og sungið. Sókn- arpersturinn færði söfnuði kveðjur frá biskupi lands- ins. Einnig bárust kirkjunni peningagjafir frá vinum hennar að fornu og nýju. Það var hinn víðkunni kirkjusmiður og athafna- maður Þorsteinn Daníels- son, Skipalóni, sem hana bygði árið 1843. Átti Þor- steinn þá Bakka. Á þeirri öld, sem liðin er síðan kirkj- an var reist, hafa aðeins þrír prestar þjónað henni, sjera Arngrímur Halldórsson frá 1843—1863, sjera Arnljótur Halldórsson, seinna að Sauðanesi, 1863—1890 og loks sjera Theodór Jónsson, Bægisá, frá 1890—1941, er hann ljet af prestsstörfum. Hann gat því miður ekki ver ið viðstaddur hátíðarhöldin. Sendi söfnuðurinn honum og konu hans kveðjur í til- efni afmælisins. Loftsókn gegn Leros, London í gær. Þýska frjettastofan seg- ir frá því, ag flugvjelþr Þjóðverja hafi á undan-1 förnu gert miklar ái’ásir á eyna Leros, sem banda- menn hafa á valdi sínu, Segir fregn þessi, að sökt hafi verið þ|ar við eyna all- mörgum smáskipum, og öðrum spjöllum valdið. Reuter. Fimtudagnr 28. okt. 1943 Boð fyrir breska ! flofaforingjann Rrá utanríkismála* ráðuneytinu hefir blað inu borist eftirfarandi: UTANRÍKJSMÁLARÁÐ^ HERRA Vilhjálmuri_Þór og kona hans höfðu í dag síð- degisdrykkju á heimili sínu fyrir C. E. Morglan flota-* foringja breska sjóliðsins hjer. Meðal gestanna vorií ráðherrar, > sendiherrar hinna ^ameinuðu þjóða. æðstu foringjar hers og flota sem hjer dvelja, nokkr ir stlarfsmenn sendiráðanná svo og ýmsir Islendigaiv þar á meðal þjóðleikhúsi nefndin, en eins og áður hefir verið skýrt frá, er það fyrst og fremst skilningi og dugnaði Morgans flota- foringja! að þakka að bygg- ing vöruskemma þeirrla; sem þurfa til að losa þjóð- leikhúsið er þegar vel á veg komin og þannig gert kleyft að þjóðleikhúsið verði aftur af hendi látið inijan skams. Kvikmyndafjelögin greiða hæsta kaupið WASHINGTON: — Fimtá árið í röð fær Louis I>. Mayer, forseti Goldwin-Mayer kvik- mynda fjelagsins hæsta kaup, sem nokkrum einstökum manni er greitt í Bandaríkjunum. —■ Árskaup hans síðastl. ár vai’ 949.765.00 dollarar (um 6 mill- jón krónur), segir í fregn frá fjármálaráðuneyti Bandaríkj« anna. Næst hæsta kaup ársins fjekk E. G. Grace, forsetl Bethlehem stálfjelagsins. Hamí fjekk 537.724.00 dollara. Þar næst kemur leikkonan Ginger Rogers með 355.000 dollara, leikarinn William Powell með 242.500 dollara, Ronald Col- man fjekk 203.333 dollara í kau]>, Marlene Dietrieh 200.000. dollara ogf“bIaðakonungurinní William Randolph I learst 200.000 dollara. Danskt tímarit í Svíþjóð Stbkkhólmsfregnir hermá ,>að danskir blaðamenn, sem’ staddir eru í Svíþjóð, sjetí í þann veginn að hefjiast handa úm útgáfu dansks tímarits. Á það að heitá' „Danskeren" og kemur fyrsta tölublaðið út þanií 1. nóvember næstkomjandi- Aðalfundur Knattspymufjel. Vals var haldinn í gærkveldi.: í stjórn fjelagsins voru kosnir: Sveinn Zoega formaður og með stjórnendur Baldur Steingríras son, Magnús Helgason, Sigurð- ur Ölafsson, Magnús Bergsteins son, Ólafur Sigurðsson og Sveinn líelgason. Endurskoð- endur voru kosnir: Andreas Bergraann og Sigurbjörn Mey- vantsson. Fundurinn var rajög vel sóttur og áhugi mikill. — /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.