Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 1
30. árgangur "281. tbl. — Laugardagur 11. desember 1943. lsaf oldarprentsmiðja h.f. Skrautleg snekkja Ilraðbáturinn hjer að ofan er skrautlega málaður, en máhiingin er auðvitað ekki til skrauts. heldur til hins, að1 yerrfl sjc að koma auga á bátinn. iirr sem rjeðusl á lögregl- una, dæmdir í 80 og 30 daga fangelsi Gert að greiða stórfje í skaðabætur. DOMUR VAR UPP KVEÐINN í gærdag í Lögreglurjetti Reykjavíkur í rháli hnefaleikaranna þriggja, sem rjeðust á lög- regluþjcmana við Listamannaskálann í haust. Hrafn Jónsson var dæmdur í 80 daga fangelsi og þeir Andrjes Bjarnason og Sigurjón Guðmundur Þór^arson voru dæmdir í 30 daga fangelsi hvor. Dómarnir eru ekki skilorðsbundnir. Þá voru þeir fjelagar dæmd-' ir til að greiða háar skaðabæt- ur, Hrafn Jónsson á að greiða Geirjóni Helgasyni lögreglu- þjóni kr. 3943.00, Aðalsteini Jónssyni lögregluþjóni kr. 1833.00 og Kjartani jónssyni lögregluþjóni kr. 439.00. . Ennfremur var Sigurjóni Þórðarsyni gert að greiða Sveini Sveinssyni, en það var maður- inn, sem hann rjeðist á í and- dyri Listamannaskálans, kr. 1000.00. Skaðabæturnar eiga þeir fjelagar að greiða innan 15 sólarhringa frá birtingu dómsins. Auk skaðabóta eiga þeir allir þrír að greiða allan sakarkostnað. Arásin á lögregluþjónana. Atvik þau, sem þetta mál reis út af voru í stuttu máli þessi: A dansleik, sem haldinn var í Listamannaskálanum í haust voru þeir staddir þrír, Hrafn, Sigurjón og Andrjes. Það sást til þeirra,—er þeir heltu áfengi út í glös sín og voru þeir þá beðnir að fara af dansleiknum, því óheimilt er að'hafa vín um hönd í húsakynnum Listamanna skálans. Þeir neituðu því og Var þá kallað á lögregluþjóna til aðstoðar við að koma þeim út. Á meðan lögregluþjónarnir voru á leiðinni fór Sigurjón fram í andyri ListamannaskáiJ ans og að fatageymslunni. Þar lenti hann í orðasenrm við menn sem lauk með því, að hann sló mann niður. - Nú bar að lögregluþjónana, sém kallað hafði verið á og ætl- uðu þeir að taka þá fjelaga fasta. Hrafn Jénsson náði kylfu af einum lögregluþjónanna og barði þá með henni með þeim af leiðingum, að þrír lögregluþjón ar slösuðust allmikið, en Geir- jón Helgason þó mest. ndi herinn sækir fram til Pescar LÖOREULAN Reyk.javík hefir fengið nýtísku vopn, bæöi skotvopn og táragas. Agnar Kofoed-IIansen lög- reghis'tjóri sýndi í gær blaða- mönnum frá dagblöðiurum í Reykjavík sýnishorn af vopn- um lögreghmnar. Vopnabirgð- ir lögreglunnar nú kvað lög- reghistióri vera 82 skamni- byssur. "2") stuttriflar, sjálf- virkir og 6 táragasbyssur. Auk þess hefir lögreglan í þessi vo])n, táragas og sprengjur af nýjustu gerðum. Lögreglustjóri skýrði blaða- niönniuii frá því, að árið 1933' hal'i lögreglan í Reykjavík verið vo])nuð. Var það gert ei'tir líkum reglum og sniði, eins og tíðkast í öðrum Norð- urlöndum. Danmörgu, Noregi og Svíþjfið, en þó nran lög- reglan hjer ekki hafa haft yfir að ráða iafnmiklu vopna magni fyrir hvern lögreglu- þ.jón, eins og verið hefir á Norðurlöndum. Árið 1933, sagði lögreglustjóri, voru 22 menn í lögreglunni í Reykja vík og höfðu þeir þá 25 skamm Papen ræðir VÍð Tyrkl.- byssur, g stuttrifla og 6 tára- LONDON í gærkveldi: — gasbyssur, táragasskotfæri og Fregnir frá Ankara segja, að táragassprengiur. Vopnabirgð- von Papen, sendiherra Þjóð-jir lögreglunnar nú væru síst verja í Tyrklandi háfi í dag meiri á hvern lögregluþjón, gengið á fund Memencoglu, ut- en þær voru 1933. anríkismálaráðherra Tyrkja. — Framh. á 2. síðu. Orustur hvarveína harðar Kanadiskar hersveitir úr áttunda hernum hafa hafið mikla sókn á 10 km. langri víglínu fyrir norðan Moro-ána. Var sóknin undirbúin með mikilli stórskotahríð og loft- árásum. t>jóc)verjar gerðu mikil gagnáhlaup, en þau komu fyrir ekki, og hafa Kanadamenn nú öruggar stöðvar fyrir norðan Moro-ána og sækja fram í átt til hinnar mik- ilvægu hafnarborgar Pescara. Þjóðverjar hafa gert fleiri gagnáhlaup og bardagar eru grimmir mjög. Arás á Berhn í nóff London í gærkveldi. Þýska frjettastofan segir í kvöld, að loftárás hafi þá verið gerð á Bei-lín af sprengjuflugvjelasveitum ó- vinanna. Ilættumerki voru gefin kl. 11,50 (þýskur tími), ljóskastarar voru teknir í notkun og skothríð iir loft- varnarbyssum hófst. Síðan heyrðust sprengjur springa með miklum gný. Árásin stóð' ekki lengi. — Reuter. » » ? 300 herfangar farast. LONDON í gærkveldi: — Þýska frjettastofan segir frá því, að 300 breskir herfangar hafi farist í gær á járnbrautar- stöð einni á Italíu, er amerískar sprengjuflugvjelar gerðu árás á stöðina. — Reuter. Ætla þeir að mynda stjórn? Vinslri" samfylking í skattamálum ÞAÐ KOM GREINILEGA í Ijós á Alþingi i gær, að ,,vinstri"-flokkarnir þrír eru algerlega sammála um höfuð- stefnuna í skattamálunum. — Ekki er enn vitað, hver afstaða ríkisstjórnarinnar er til þess- ara deilumála, en fari svo, að stjórnin geti ekki fallist á skattastefnu ,,vinstri"-flokk- anna, ætti ekkert að vefa því til fyrirstöðu að þeir myndi sameiginlega stjórn og að hin langþráða „vinstri" stjórn kom ist á laggirnar. / í báðum deildum þingsins voru „vinstri" flokkarnir svo innilega sammála um stefnuna í skattamálum, að það skeik- aði hvergi. eignaaukaskattinn, til 3. um- ræðu. Með þessum skatti, sem á að ná alt aítur tijl 1940, á að sópa svo gersamlega varasjóði útgerðarinnar, að rekstur þeirra hlýtur að stöðvast. í neðri deild gerðist það sam- tímis, að- ,,vinstri" flokkarnir mynduðu sámfylkingu um eft- irfarandi aðgerðir: 1. Að afnema varasjóðsrjett- indi hjá öllum hlutafjelögum, nema útgerðarfjelögum. 2. Að auka stórlega skatta- ívilnanir samvinnufjelaga, þannig að þau verða nú að mestu eða öllu leyti undanþeg- in stríðsgróðaskatti. 3. Að ske;rða svo rjett útgerð arfjelaga tii framlags í nýbygg í efri deild I samþyktu þeir ingarsjóði; að útilokað er með öllu að nýbyggingarsjóður hjá einu fjelagi nægi til þess að byggja einn" togara, hvað þá meir. Þessar breytingar og ýmsar fleiri, sem eigi eru tök á að rekja hjer, gerðu „vinstri" flokkarnir á tekju- og eigna- skattslögunum. Fór það frv. til Ed. Skattafrumvarp stjórnarinnar. Hið nýja skattafrv. stjórnar- innar er hreinn hjegómi hjá þessum stóru aðgerðum „vinstri" flokkanna, sem marka stefnuna. Frumvarpi stjórnarlnnar var í gær í Nd. vísað til 2. umr. og fjárhn. í Appeninafjöllunum eiga bæði fimti herinn og vinstri armur áttunda hersins í hörð- um bardögum. Þjóðverjar láta ekki undan siða, nema þeir megi til, og gera tíð og hörð gagnáhlaup. Beittu þeir eld- slöngum gegn skriðdrekum Kanadamanna, og hafa beitt meiru af flugvjelum í dag en að undanförnu. Fimti herinn hefir þannig orðið fyrir loftárásum. Nálgast Mignano. Það er nú aðeins talið tíma-- spursmál, hvenær fimti herinn nær hinum mikilvæga bæ, Mignano, sem mikið hefir ver- ið barist um. Eru hersveitir fimta hersinp á góðum vegi með að umkringja bæinn, og verður taka hans þeim mikill stuðningur í sókn þeirra til Róm. Þarna í fjöllunum geisa enn hinir grimmilegustu bardagar. Hafa Þjóðverjar víða sprengt skotbyrgi inn í fjallshlíðarnar og verjast þar meðan nokkur maður stendur uppi. Við Guatigliano. Fimti herinn hefir nú getað rekið Þjóðverja af austurbökk- um Guatiglianoárinnar, og verð ur það mikið hagræði fyrir framhaldandi sókn, en eftir er þó enn að komast yfir ána. Flugveður hefir verið æði ilt, og hafa stórar sprengjuflugvjel ar orðið að halda kyrru fyrir. Orustuflugvjelai' gerðu hins vegar miklar árásir og komu 4 þeirra ekki aftur. Jólakveðjur í danska úfvarpinu í kvöld DANSKA ÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær, að í kvöld, laug- ardag, yrði útvarpað jólakveðj- um til íslands frá ættingjum og vinum íslendinga í Dan- mörku. Þessum jólakveðjum mun verða endurvarpað . gegnum stöðina hjer, ef skilyrði leyfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.