Morgunblaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 9
 Sunnudagur 12. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 9 Tillaga um nýjan flokk. í HINUM nýja frjóanga Hriflumenskunnar, vikublaðinu ,.Bónda”, birti Elgill Thoraren- sen kaupfjelagsstjórí að Selfossi nýlega grein, þar sem hann heldur því eindregið fram, að stofna þurfi nýjan stjórnmála- flokk, því leiðtogar Framsókn- arflokksins, er mestu ráða þar, hafi svikið stefnu flokksins, og sjeu orðnir altof leiðitamir kom múnistum. í dreifibrjefi, sem Jónas Jónsson hefir nýlega sent út um sveitir, gerir hann grein fyrir hinum ömurlegu heimil- isástæðum í Framsóknar- flokknum. í allan fyrravetur, segir hann, sátu miðstjórnar- menn og þingmenn Framsókn- ar öllum stundum á fundum með kommúnistum, til að leit- ast við, að fá inngöngu í sam- býli við þá um stjórn landsins. Þangað til í fyrravor, að kom- múnistar hættu að sækja þessa vinafundi, en Framsóknarkemp urnar sátu einir eftir, eins og vonsviknar unnustur, sem tungumjúkir menn hafa svikið í trygðum. Jónas Jónsson lýsir í dreifi- brjefinu merkilegri blindu flokksbræðra sinna, sem sjá ekki hið staðfesta djúp milli kommúnista og bænda. Hann segist sjá þetta vel nú orðið, og hafa skrifað um kommúnista í vikublaðið „Dag” á Akureyri, í alt sumar og fengið fyrir þau skrif mikið lof meðal bænda, en blaðið aukna útbreiðslu. í Tímann má Jónas ekki skrifa lengur, sem kunnugt er. Ástæðurnar fyrir því, að for- máður Framsóknar er sviftur málfrelsi í dálkum Tímans, hafa aldrei komið eíns skýrt fram, eins og í þessu dreifi- brjefi hans. En Agli Thorarensen kaup- fjelagsstjóra í Sigtúnum, lýst ekki á blikuna. Hann vill yfir- gefa það skip, sem hann telur, að því komið að liðast í sund- ur. Hann vill hafa nýtt flot- holt fyrir sig eða farkost, með því að stofna nýjan flokk, eins- konar fimta hjól á Alþingi. Tíminn kvartar. EN TÍMAMENN vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki viður- j kenna að neinar uglur sjeu í þeirra mosa. Síðasta tölublað Tímans er að mestu leyti til- einkað Agli. Byrjað með skjall grein, þar sem honum er bent á, að vel hafi verið með hann farið, hann hafi yfir engu að kvarta, hann hafi blómstrað undir svuntuhorni Framsóknar gömlu, og ekki hafi annað ver- ið sýnilegt, en þessi öndvegis- kaupfjelagsstjóri, hafi unað sjer vel í þessu skjóli. Hinumegin á sama blaði er fimm dálka byrjun á svargrein, til hinS vanþakkláta kaupfje- lagsstjóra. Þar er margt sagt og flestu snúið öfugt. Þar seg- ir m. a., að Framsóknarflokk- urinn hafi í allan fyrravetur verið að snúa á kommúnista, alveg fram á vor, þegar kom- múnistar, eins og Jónas Jóns- son upplýsir, nentu ekki leng- ur að tala við Eystein Jónsson og Hermann. í Tímagrein þessari er það tekið fram,Ag!i Thorarensen til huggunar, að Eysteinn Jónsson REYKJAVÍKURBRJEF unnið í stjórn með Ólafi Thors óg Jakób Möller,“en Framsókn- ar'flokkurinn gæti hinsvegar gengið til samstarfs við aðra Sjálfstæðismenn. Þarna komu eyrun sjálf- krafa undan gærunni. Menn taki eftir. Eysteinn Jónsson og Hermann hafa ausið fyrri samstarfsmenn sína, Olaf Thors og Jakob Möller, svo miklum tilhæfulausum svívirðingum og álygum, að þeir tveir geta ekki hugsað sjer að taka upp sam- starf við þessa Sjálfstæðis- menn. En úr því þeir geta það ekki. þá koma ekki aðrir Fram sóknarmenn til greina. í Fram- sóknarflokknum er ekki um neina „aðra” menn að ræða, en Eystein Jónsson og Hermann, að áliti greinarhöfundar, sem sennilega er Eysteinn sjálfur. Sjest þá betur en áður, hvernig valdastreita einstakra manna er að liða Framsóknarfl. í sundur, þó enn eigi alt að heita heilt, með Hermann við stýrið, en Jónas Jónsson eins- konar utanborðsmótor. Ágreiningur um bændavináttu. í HINNI ofangreindu fimm dálka svargrein Tímans, til Eg- ils í Sigtúnum, eru gerðar marg ar tilraunir til þess að sanna það fyrir hinum uppástönduga kaupfjelagsstjóra, að Sjálf- stæðismenn sjeu andvígir bændum og málefnum þeirra. Alt sem um það er sagt í grein þessari, eru rangfærslur og ósannindi, þó Egill Thorar- ensen hafi fram að þessu vilj- að taka það, sem góða og gilda vöru. í sveitum landsins eru álíka margir Sjálfstæðismenn eins og Framsóknarmenn, ef ekki fleiri þrátt fyrir alla skoðanakúgun og peningavald, sem Framsókn hefir beitt þar í nálega aldar- fjórðung. En hægt er í mjög fáum orð- um að gera grein fyrir afstöðu- mismun Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í málefnum atvinnuveganna, sem ár eftir ár hefir í fjölmörgum málum valdið ágreiningi. Sjálfstæðismenn eru í öllum málum jafn vinveittir bændum eins og Framsóknarmenn, eins og ótal dæmi sanna. Sjálf- stæðismenn sjá ekki eftir því, að bændur njóti stuðnings frá sjávarsíðunni. En þeir leggja höfwðáherslu á, að sá stuðn- ingur geti orðið varanlegur, með því að við sjóinn dafni blómlegt athafnalíf. Þessu meg inatriði gleyma Framsóknar- menn hvað eftir annað, og telja það bændavináttu, sem að gagni kemur, er þeir vilja hefta svo athafnir, framtak og vel- gengni sjávarútvegs, að hann verði þess eigi megnugur að veita landbúnaðinum nauðsyn- legan stuðning í framtíðinni. Frumvarp Vil- hjálms Þór. FRUMVARP Vilhjálms Þórs, um olíuverslunina, er borið fram, fyrst og fremst til þess!, að sýnast- Það sjest best á yfirT lýsingu- hans sjálfs ,á Alþingi;, 11. desember. laukrjett er, ekki að stofna til neins eignarnáms. Vinstriblöðin kaldhamra þau ósannindi að Sjálfstæðisflokk- urinn sje andvígur hagsmunum bátaútgerðarmanna í þessu máli, og sje hann algerlega á móti þeirri hugmynd, sem frum varp Vilhjálms Þór byggist á. Sannleikurinn er sá, eins og allir. vita nú, að Sjálfstæðis- flokkurinn, og formaður flokks ins sjerstaklega, hafa falið full- trúa flokksins 1 milliþinganefnd Sigurði Kristjánssyni, að vinna fyrir hugmynd þessari í nefna- inni. Vilhjálmur Þór flytur frum- varp sitt, og lýsir jafnframt sjálfur yfir, að til framkvæmda komi ekki að svo stöddu. Sann- ar hann með því sjálfur, að hjer er ekki um annað að ræða, en alkunna framhleypni hans og auglýsinga-tilhneigingu. Hann skeytir ekki um það, þó hann stofni góðri hugmynd í hættu, með því að gefa þessum til— hneigingum sínum lausan taum inn. Framleiðendablaðið. HIÐ NÝJA framleiðenda- blað Hriflumenskunnar, flutti nýverið þá umbótatillögu, að íslenskir útgerðarmenn lækk- uðu verðið á fiskinum í Eng- landi, því verðið sje svo hátt, að óvild magnist meðal breskr- ar alþýðu í garð íslendinga, út af fiskverði þessu. Telur blað- krýli þetta, er ætlar að styðja framleiðendaflokk Sigtúna-Eg- ils, að útgerðarmönnum og fiskimönnum beri skylda til að lækka þetta verð. Það kann að verða þessum nýja vini framleiðslunnar nokk ur huggun, og íslenskur fisk- ur hefir verið og er seldur í Englandi fyrir verð, sem bresk stjórnarvöld hafa ákveð- ið, en hvorki íslenskir fiski- menn nje útgerðarmenn. Og þegar komið hefir til orða að lækka það verð, þá hafa breskir sjómenn mótmælt því. Flöskutappar. SJERA SVEINBJÖRN Högna- son hefir haldið því fram, að hvergi í víðri veröld væri hægc að fá flöskutappa eða lok á mjólkurflöskur. Hefir þetta tappaleysi hans orðið til þess, að lengi hefir allri mjólk Sam- sölunnar verið ausið úr opnum ílátum í fötur viðskiftamanna. Alkunnugt er, að mjólkin spill- ist við þessa meðferð, og getur af henni stafað mikil sýkingar- hætta. En mjólkurklerkur tel- ur sig hafinn yfir alla gagn- rýni, pg finst hann standa þeim mun betur í stöðu sinni, sem hann kemst upp með að sýna viðskiftamönnum Samsölunnar meira skeytingarleysi e'ja ósvífni. Þegar Gunnar Thoroddsen flytur mjög hógværa tillögu um það, að rekstur Samsölunnar sje athugaður með það fyrir augum, að gagnkvæm tiltrú skapist milli bænda og neyt- enda, þá bregst mjólkurklerk- ur við. hinn versti, því honum græðslunnar og skóggræðslan eru náskyld mál. Skógræktaráhugi hefir auk- ist mikið á síðustu árum, skóg- sem seld er, meðan alt selst, Áæktarfjeiögum fjölgað, nýir sem framleitt er, til íslenskra manna eða erlendra. En ekki munu mjólkurfram- leiðendur þurfa langan tíma til að átta sig á því, að þeim mun vandaðri sem varan er og menn bætst við árlega, er leggja vilja þessum málum lið. 80 ára afmæli. Á 80 ÁRA afmæli Thor Jen- sen í byrjun þessa mánaðar, þeim mun tryggilegar, sem um kom þag greinilega í Ijós, hve hana er búið, þeim mun beturimargir meta mikils stórvirki er hag þeirra borgið. Og því þessa athafnamanns, á sviði að- er tillaga Gunnars Thoroddsen aiatvinnuvega þjóðarinnar. rjettmæt. Og þessvegna er það I Á þesSum heiðursdegi fjekk vítavert skeytingarleysi af I hann kveðjur frá bæjarstjórn mjólkurklerki að fá ekki tappa Reykjavíkur, 0g frá öllum eða lok á mjólkurflöskurnar, þeim stöðum) sem hann hefir svo meðferð og afhending dvalið iangdvöium hjer á landij mjólkurinnar geti farið hjer frá Borðeyrarbúum, Borgnes- fram, með sama hætti og í öðr- um siðuðum löndum. ingum, bæjarstjórn Akraness, frá Snæfellingafjelaginu hjer, en í sýslu þeirri rak hann lengi Gamlar lummur. ’ stórbú> átti margar jarðir og NYLEGA birti Tíminn und- hefir þar? sem annarsstaðar iát_ irrjettardóm í máli sr. Svein- ið margt gott af sjer leiða bjarnar Högnasonar, er hann j stjórn Eimskipafjelagsins höfðaði gegn ábyrgðarmanni þakkaði honum fyrir mikils- Morgunblaðsins, út af ummæl- j verða forgongu við stofnun um, er hjei birtust viðvíkjandi fjeiagsinS) stjórn Verslunar- ósamhljóða framburði sr. Svein mannafjeiags Reykjavíkur fyr- bjarnar og Hermanns Jónas- sonar um það hver væru laun ir vinsemd og höfðinglega gjöf, en í því fjelagi hefir hann ver- sr. Sveinbjarnar fyrir mjólkur ið meira en 50 ár> og stjórn rjeL afskifti hans. Dómur þessi var ekki merkilegri en aðrir í meið yrðamálum, meðan löggjöfin er þannig, að blaðamenn verða dæmdir fyrir það að segja sann leikann um náungann með ó- vægilegum orðum. Enda hafði Tíminn ekki hirt um að flytja þessa fregn, fyrri en hún var orðin nálega missirisgömul. Mjer er ekki kunnugt um, hverju megin sr. Sveinbjörn kann að vera í Framsóknar- flokknum. En ef hann er utan- borðs í Tímanum, eins og Jón- as Jónsson, gat manni dottið í hug, að hin aldraða frjett hefði slæðst í Tímann, til þess að ýta undir þann möguleika, að hjer í blaðinu yrðu birtar nýrri lummur snertandi meðferð mjólkurklerks á töppum. En Tímanum verður ekki kápan úr því klæðinu. Frægðarsögur mjólkurklerks falla ekki í gleymsku, þó óskráðar sjeu. Skógræktarfjelagið. NÝLEGA HJELT Skógrækt- 1 arfjelag íslands auka-aðalfund, þar var ákveðið að hækka árs- tillag fjelagsmanna úr kr. 5.00 í kr. 10.00, enda hafa margir þegar á þessu ári greitt 10 kr. tillag vegna þess, hve útgáfu- kostnaður ársritsins er orðinn mikill. Æfifjelaga tillag var og hækkað úr 100 krónum í 200 krónur, og ákveðið, að tillag fjelagsdeildanna út um land, er þær eiga að greiða til Skóg- ræktarfjelags íslands, verði framvegis lagt í sjerstakan sjóð er styðji starfsemi hjeraðsfje- laganna í framtíðinni. Þá voru og gerðar ráðstafan- ir á fundinum, til þess að gera fyllra skipulag á skógræktar- stöð fjelagsins í Fossvogi, en verið hefir. Einnig var gerð sú breyting á lögum fjelagsins, að aðalfundir verði framvegis haldnir á hverju ári. Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri vakti máls á því, að æskilegt væri, að tekið yrði uppmeira samstarf en ver ið hefir, milli skógræktar og sandgræðslu. Var því máli hans og Hermann geti að vísu ekki um það, að hann ætlj, eins og er sama hvernig mjólkin er, íslenskra botnvörpuskipaeig- enda, en hann var aðalhvata- maður að stofnun þess o. fl. o. fl., sem oflangt yrði upp að telja. En heillaóskir og kveðjur til hans þenna dag skiftu hundr uðum. Þeim mun gleggri yfirsýn sem menn fá yfir framtak ís- lendinga á sviði atvinnuvega síðastliðna hálfa öld, þeim mun skýrar mun það koma í ljós, hve mikinn þátt þessi maður á í því, að Islendingar rjettu sig úr kútnum. Námsstyrkir. FRÁ SENDIHERRA íslands í Washington hefir nýlega bor- ist brjef, þar sem hann bendir á hve náms- og dvalarkostn- aður íslenskra námsmanna, er dvelja í Ameríku, hefir hækk- að gífurlega á síðustu tímum. Leggur hann það til, að stúd- entastyrkurinn verði hækkað- ur mjög verulega. I þeim fjáraustri, sem hjer á sjer stað nú, er þetta lítið fjárhagsatriði. En fyrir fram- tíð og velferð þjóðarinnar get- ur það skift mjög miklu máli, að efnilegustu æskumennirnir fái tækifæri til að afla sjer sem bestrar mentunar, og verði sem best undir búnir til hinna fjölþættu og miklu starfa, sem bíða þeirra, á þeirrimiklu öld starfs og umbóta, sem nú þarf að vera framundan. Enn er deilf um Oswald Mosley Umræður voru um Osvald Mosley, fasistaleiðtogann enska í neðri málstofu breska þings- ins, en undanfarið hafa verið að berast áskoranir um að hneppa hann í fangelsi aftur. Sumir þingmenn vildu láta höfða mál á hendur Mosley, en Morrison innanríkisráðherra svaraði því til, að ekki væri hægt að. refsa mönnum fyrir neitt, sem ekki hefði talist lög- vel tekið, því landvörn sand- | brot, er það var framið. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.