Morgunblaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 16
16
7
©0
Wowmtbla
MM
Á flugvelli við Lae
Miklar og harðar orustur urðu um þorpið Lae á Nýju
Guineu, þar sem .lapanar höfðu flugvöll og' aðrar bækistöðv
ar. I loftárásum bandamanna á fiugvöllinn eyðilögðust
margar flugvjelar Japana þarna, og sýnir myndin flökin
af sumum þeirra.
Þrjár merkar leik-
sýningar í vændum
Fisl aflinrt
Yersiunarjöfn-
uðurðnn hag-
sfælur í nóv.
Verslunarjöfnuðurinn í nóv
ernber var hagstæður um
1.823 miljón króna. Verðmætri
innfluttrarvöru nam 19.689
miljónum króna. Yerðmæti
útfluttrar vöru nam 21.521
miljónum króna,
Á sama fíma í fvri-a nam
verðmæti innfluttrar vöru
21.457 miljón króna, en út-
fluttrarvöru 12.464 miljónum
króna.
Á tímabilinu frá janúar til
nóvemberloka þessa árs nem-
ttr verðmæti innflutrarvöru
226.322 miljóimm króna og
útflutningur 213.583 miljón-
nm króna, og er verslunar-
• jöfnuðurinn því óhagstæður
um 12.7 miljónum króna.
Á sama tíma í fyrra var
verðmæti innfluttrarvöru
212.511 miljónum króna, en
útflutningur 194.951 miljón-
ttra króna og var þá óhagstæð-
Ui' um 18.55 miljón króna.
áffi að knýja
skaffana
áfram í gær
Sjálfstæðismenn
neiluðu
Skattafrumvörp „vinstri“
flokkanna voru á dagskrá efri
deildar í gær — eignaaukaskatt
urinn til 3. umr. og tekju- og
eignarskatturifin til 1. umr.
Átti að knýja bæði málin fram,
En það þurfti afbrigði frá þing-
sköpum til þess að málin yrðu
tekin fyrir. Sjálfstæðismenn
sýnjuðu um afbrigði og komu
því þessi mál ekki til umræðu
i gær.
Bjarni Benediktsson gerði
grein fyrir þessari synjun Sjálf
stæðismanna í sambandi við
fyrsta dagskrármálið (eigna-
aukaskattinn). Hann sagði, að
eðlilegast væri að þetta mál
yrði afgreitt í sambandi við
önnur skattamál þingsins, og
því astæðulaust að knýja það
til Nd. nú þegar.
Varðandi hitt skattafrv.
(tekju- og eignaskattinn, sem
kom frá Nd.) óskaði fjármála-
ráðherra þess, að málið yrði
ekki tekið til 1. umræðu á þess
Um fundi. Nd. hefði gert marg-
ar og mjög róttækar breyting-
ar á frumvarpinu. Ráðherrann
kvaðst vilja kynna sjer hvaða
áhrif þessar breytingar hefðu
á skat-talögin, áður en málið
yrði rætt í Ed.
Forseti ljet deildina skera úr
iHn það, hvort málið skyldi tek
ið fyrir. Bjarni Ben. kvað Sjálf
stæðismenn vilja verða við ósk
um ráðherra og myndu þeir því
synja um afbrigði, sem þeir
svo gerðu.
Komu því skattafrumvörp
vinstri flokkanna ekki til um-
ræðu í Ed. í gær.
Blaðið hefir haft tal af for-
manni Leikfjelags Reykjavík-
ur, Val Gíslasyni, og sagði hann
frá leikritum þeim, sem fje-
lagið ráðgerir að sýna í vetur.
Er þar fyrst að telja hið stór-
merka, nýja leikrit Davíðs
Stefánssonar, „Vopn Guðanna“,
sem verður jólaleikrit fjelags-
ins að þessu sinni.
Unnið er af miklu kappi að
undirbúningi þessa mikla leik-
rits, og munu alls leika í því
um 40 manns, en alls verða
fimm mismunandi leiksvið. —
Verður alt gert sem unt er, til
þess að sýningar leikrits þessa
verði sem best úr garði gerð-
ar, t. d. hefir fjelagið hætt leik-
sýningum í desember, nema á
sunnudögum, til þess að æfing-
ar geti verið á hverju kvöldi.
Æft er einnig alla eftirmið-
daga. Leikstjóri er Lárus Páls-
son.
Næsta leikrit verður Poul
Lange og Thora Paarsberg, eitt
merkilegasta og kunnasta leik-
rit Björnstjerne Björnson. Frú
Gerd Grieg annast leikstjórn-
ina og leikur einnig annað að-
alhlutverkið. Sýningar munu
að öllu forfallalausu hefjast
fyrri hluta febrúarmánaðar.
Þar næst er ráðgert að sýna
hið mikla listaverk Ibsens,
Pjetur Gaut. Um sýningar þess
eru Leikfjelagið og Tónljstar-
fjelagið í samvinnu, en frú Gerd
annast leikstjórnina einnig þar.
Hefir hún unnið að undirbún-
ingi þessara tveggja leiksýn-
inga frá því í sumar, fyrst er-
lendis og nú um skeið hjer. Eru
undirbúningsæfingar byrjaðar
fyrir þó nokkru. Verður mjög
vandað til þessara sýninga, en
ráðgert er að sýningar hefjist
í apríl.
Formaður gat þess, . að lögð
hefði verið fram áætlun um leik
starfsemina á þessu leikári,
strax í sumar, og þar á meðal
um þessi þrjú leikrit. „En
reynslan hefir kent okkur“,
sagði hann, „að það er annað að
gera áætlanir en að koma þeim
í framkvæmd, og að nær altaf
verður, ýmissa orsaka vegna, að
gera breytingar. Sú hefir einn-
ig rejmdin orðið, hvað þessi
leikrit snertir, þau verða sýnd
í alt annari röð en upphaflega
var ákveðið. Af þessum ástæð-
um hefir stjórn Leikfjelagsins
ekki talið rjett að gefa blöðun-
um upplýsingar, fyr en örugt
mátti telja, að hægt væri að
standa við það. sem sagt var“.
Hernaðarbandalags
minsl
London í gærkveldi.
I dag eru liðin tvö ár síðan
Þjóðverjar, Japanar og ítalir
gerðu með sjer hernaðarbanda-
lag, og var þess minnst í Þýska
landi, Japan og Norður-Ítalíu,
af mönnum Mussolinis. Ribben-
trop hjelt ræðu í Berlín, og
sagði að bandalagsþjóðirnar
væru sameinaðar í þeirri á-
kvörðun að vinna stríðið, og
stæðu allsstaðar vel að vígi á
vígstöðvunum. — Einnig fóru
fram hátíðahöld í Tokio, og
skifst var á skeytum. Reuter.
Seðlaveltan í okt.
var 2 miljénum
minni en í sept.
í SÍÐUSTU Hagtíðindum er
sagt frá því að seðlar í umferð
í októbermánuði hafi numið
133.040 milljónum króna, en í
september nam seðlaveltan
135.255 miljónum króna.
Seðlaveltan í október er því
2.215 milljónum minni enn í
september.
I síðustu Ilagtíðiudum er
greint frá fiskaflanum í okt-
óbermánuði síðastl. einnig er
þar skýrsla um fiskiaflan á
tímabilinu jan. til okt. 1943.
og 1942.
Fiskaflinn í október var
.10.069 lestir, en fiskaflinn á
tímabilinu jan til okt. þessa
árs var samtals 360.635 lest-
ir, en á sama tíma í fyrra var
hann 327.077 lestir.
Aflinn í október skiFtist í
þessa flokka: ísaður fiskur í
útflutningss. 2.160 lestir, a-fli
fiskiskipa útfluttur af þeim
6.131, lestir, fiskur til fryst-
ingar 1.029 lestir og fiskur í
salt 749 lestir, eða samtalsi
10.069 lestii'.
Jclasöfnun Hæðra-
sfyrksnefndar hafin
MÆÐRASTYRKSNEFNDIN
mun eins og að undanförnu
gangast fyrir söfnun fyrir þessi
jól, til styrktar fátækum mæðr-
um og börnum þeirra, og ein-.
stæðingskonum.
Skrifstofa nefndarinnar í
Þingholtsstræti 18, verður opin
daglega frá kl. 3—7 e. hád.,
fram að jólum, og verður tek-
ið þar á móti gjöfum og um-
sóknum um jólaglaðning. Nefnd
in hefir ávalt kynni af stórum
hóp kvenna, sem eru svo settar
að þær þarfnast hjálpar til
þess að geta gert sjer og sín-
um einhvern dagamun um jól-
in. — í fyrra fengu um 300
heimili jólagjafir úr söfnun
Mæðrastyrksnefndarinnar fyrir
jólin, en ávalt bætast nýir í
þenna hóp og tekur nefndin fús
lega við upplýsingum um ein-
stæðingsmæður og gamlar kon
ur, sem hafa erfiðar ástæður og
þyrftu að fá jólaglaðning.
Einstæðingsmæður og gamalt
fólk og öryrkjar finna sárast til
dýrtíðarinnar og ættu því þeir,
sem nú njóta góðrar atvinnu
og góðæris að minnast þeirra
fyrir jólin.
Mæðrastyrksnefndin tekur
með þakklæti á móti hverskon-
ar gjöfum, peningum, fatnaði,
matvælum, leikföngum, góð-
gæti, ,og koma nefndarkonur
sjálfar gjöfunum til skila. —
Sími mæðrastyrksnefndarinnar
er 4349.
Fljól ferð frá
ffew York
Kona Símonar Jóh. Ágústs-
sonarð sem fór vestur um haf
í flugvjel með son sinn sjúkann
fyrir nokkru, til þess að leita
honum lækninga, er nú komin
heim aftur með drenginn. Hef-
ir verið gerður á honum upp-
skurður og er hann á batavegi.
Þau mæðginin komu í herflug-
vjel og voru alls 19 klukku-
stundir á leiðinni hingað frá
New York. Er það með fá-
dæmum fl-jót ferð, því nokkuð
þurftu þau mæðginin að fara
með járnbraut, áður en þau
stigu í flugvjelina.
Japanar hörfa á Miðkína
Herstjórnartilkynning Kín-
verja í kvöld greinir frá því,
að Kínverjar hafi nú hafið gagn
sókn á hendur Japönum í Mið-
kína, eftir að borgin Chang-te
var af þeim tekin. Ennfremur
segir tilkynningin, að Japanar
hörfi nú undan fyrir norð-
austan borgina, eftir skæða bar
daga, þar sem báðir aðilar biðu
mikið tjón. — Reuter.
Sunnudagnr 12. des. 1943.
Rottur drepnar
iie$ eifurgasi
NÝ AÐFERÐ hefir nú ver-
ið reynd í herferöinni gegni
rottunum og er gas notað til
að drepa þær.
Aðalsteinn Jóhannsson mein
dýraeyðari, sem bærinn hefir
nýlega ráðið í sína þjónustu
hefir gefið blaðinu upþlýsing-
ar að þessi nýja aðferð liafi
verið reynd undanfarna daga
vestur í öskuhaugunum,
og reynst alveg prýðilega.
Gasinu er pumpað í hólurnar
og þegar búið er að dæla
vissu magni inn í holurnar er
lokað fyrir, en því næst er,
lofti dælt inn, er rekur á eft-
ir gasinu uns það er koniið
á botn. Gasið er það bráð-
drepandi, að eftir 1 til 2 mín-
útur eru rotturnar, sem í liol-
unum eru dauðar.
Ekki er þó hægt, að lieita
þessari aðferð í húsum, nema
að þau yrðu algjörlega rvmd.
Þá sagði Aðalsteinn, að
eftir áramót myndi sókn gegrt
rottum í húsum hafin á ný.
Fagureyg stúlka
Þessi stúllca er sögð hafa unnið
verðlaun í samkeppni fyrir það
hvað hún hefir falleg augu. Ekki
verður vcl um það dæmt a£
myndinni, en hitt er víst að liún
hefir ýmislegt annað fallegt íil
að bera.