Morgunblaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 15
Sunnudagur 12. des. 1943. tóOBGUNBLAÐIÐ 15 Strákurinn, sem ljek á tröllkarlinn ið“, sagði hann fljótmæltur. „Hvað má bjóða yður að drekka? Það er satt, þjer drekk ið aldrei fyrir miðnætti. Það er mjög skynsamlegt. Satt að segja langaði mig til að spyrja yður nokkurs“. Eugen, yfirþjónninn, kom gangandi yfir dansgólfið. Hann deplaði augunum kankvíslega framan í Kurt, er hann sá hann í fjelagsskap hins auðuga Eng- lendings. „Áður en þjer segið meira, langar mig til að koma yðu.r í skilning um þrent“, sagði Kurt fökreiður. „Jeg er ekki kyn- viltur. Jeg get ekki útvegað yður kvenfólk, og jeg sel ekki eiturlyf“. Hann var úrillur og óham- ingjusamur og kærði sig koll- óttan, þótt hann lenti í illdeil- um. Bobbie greip andann á lofti við þetta óvænta og ó- svífna svar. „Hvað hafið þjer handa mjer að drekka?“ sagði hann við þjóninn. „Ágætt koníak“, sagði Eug- en. „Við höfum Courvoisier ’89, sem jeg get óhikað mælt með“. „Límonaði“, sagði Kurt. Eugen fór leiðar sinnar. „Jeg drekk ekki, en jeg fæ prósentur af öllu, sem þjer drekkið“, hjelt Kurt áfram. „Jeg græði að minsta kosti sjö cent á Courvoiser flöskunni yðar“. „Ha?“ sagði Bobbie hvumsa. „Það er nú svona“, hjelt Kurt áfram. „Jeg er einskonar at- vinnudansari. Þegar ekki eru nógu margir karlmenn hjerna, og frúrnar, sem ferðast einar, eru í rómantískum hugleiðing- um, stend jeg þeim til boða sem dansherra. Tangó með eða án ástleitni. En jeg tek ekkert fyr- ir það. Yður langaði til að spyrja mig einhvers, háttvirti herra--------- „Það var viðvíkjandi ópíum“, stamaði Bobbie. Kurt hvesti á hann augun. „Ópíum?“ sagði hann. „Leyfist mjer að spyrja, hversvegna þjer leitið til mín? Hvers- vegna spyrjið þjer ekki ann- anhvorn vina yðar, Sir Henry Kingsdale eða Bodianszky greifa? Eða einhvern herra- manna meðal aðalsins, sem þjer umgangist? Þeir vita tals- vert meira um ópíum en jeg. Þeir geta komið yður í kynni við ópíumknæpur, með kven- fólki og öllum þægindum. Jeg vil ekki hafa neitt með ópíum að gera“. Um leið og hann sagði þetta, spratt sviti fram á enni hans. Bobbie tók upp vasaklút og þurkaði sjer í framan, því að hann var einnig löðursveittur. Hann drakk koníakið sitt í ein- um teyg. Það glamraði í glas- inu um leið og hann skelti því niður á borðið. „Þjer skiljið ekki — jeg verð að ná mjer í ópíum. Mjer er það bein nauð- syn“, sagði hann. „Jeg er svo óhamingjusamur“, bætti hann við dapur í bragði. „Hjerna kemur konan yðar“, sagði Kurt um leið og hártn stóð upp. Hann hneygði sig, en Helen tók blátt áfram ekki eftir honum. Hún var gagntek- in af sælu síðan hún var úti á svölunum með Frank. Kurt stóð fyrir framan speg- ilinn í fatageymslunni og skoð- aði sig í krók og kring. Hornin á hvíta jakkanum hans voru enn orðin óhrein, og hann var ekki búinn að greiða síðasta reikning fyrir hreinsun á hon-' um. Kvenfólkið kærði sig koll- ótt, þótt þær ötuðu jakka dans- herrans út í varalit. Það fór hrollur um Kurt. Hann var á því hættulega stigi, að honum bauð við öllu kvenfólki, og hann þráði ekkert nema frið þann, er ópíum eitt gat veitt honum. Hann gekk fram í eld- húsið, sem lá bak við barinn, tók krítarmola og krítaði blett- ótt jakkahornin. „Hvað er klukkan, Au- guste?“ spurði hann matsvein- inn, sem sá um allan kaldan mat. „Tíu mínútur yfir ellefu“, sagði Auguste og hamaðist við að brýna brauðhnífinn. „Hefurðu heyrt, að hundrað þúsund Japanar eru sagðir hafa lent hjer?“ hvíslaði hann og ranghvolfdi í sjer augunum, svo að aðeins sá í hvítuna. „Hver getur sagt um, hvort við verðum í tölu lifenda í fyrramálið. Heilaga jómfrú María guðs móðir!“ Auguste var eini maðurinn í öllu Shanghai-hóteli, sem óttaðist stríðið. „Hittumst heilir í skotgröf- unum, Franz“, sagði Kurt og fór aftur fram í drykkjustof- una. Englendingurinn var far- inn. Um miðnætti voru þau Russ- ells hjónin stödd í gistihúsi Wing On. Þar voru kínversk skemtiatriði: loddarar og dans- meyjar. Leikið var á furðuleg trjehljóðfæri. Kínverjarnir stóðu í þyrpingu og veltust um af hlátri. Pappírsblóm, ljósker, veifur, rauðir og gyltir stafir, og svo þungt loft, að það tók öllu fram, sem Russels hjónin höfðu orðið að þola til þessa. Þaðan fóru þau til lítils næt- urklúbbs í alþjóðahverfinu, þar sem kínverskar, japanskar og Koreu-stúlkur dönsuðu við gestina á upplýstu glergólfi. Um eitt-leytið voru þau stödd í sóðalegri knæpu skamt frá höfninni, þar sem franskir sjó- menn dönsuðu við rússneskar stúlkur og drukku japanskar eftirlíkingar af amerískum vín- föngum. Klukkan tvö voru þau stödd á kínversku hóteli, þar sem glæpamenn Shanghaiborg- ar skemtu sjer. Þar dönsuðu hörundsgulir glæframenn, fjár kúgarar og foringjar þjófa- flokka rumbu við forkunnar fagrar stúlkur og filippinsk hljómsveit ljek fyrir dansin- um. Nokkru síðar gengu þau eftir hinu illræmda Foochow- stræti. Hugarástand Bobbie var orðið allbreytilegt. Ýmist var hann ofsakátur eða þjakaður af þunglyndi. Þessa stundina var hann fullur þverúðar og neitaði að fara hgim. Hann heimtaði að heimsækja hverja óþverraknæpuna af annari. „Konan þín er þreytt, Bobbic“, sagði Frank þðru hvoru. „Hún má fara til fjandans", svaraði Bobbie í öll skiftin. Frank leit á Helen; hún brosti glaðlega við honum, að því er virtist ósnortin af orðum Bobbie. Hár hennar var gljá- andi eins og það væri nýgreitt; ekki sást hrukka nje blettur á gula kjólnum, hörund hennar var jafn bjart og ferskt og þeg ar þau lögðu af stað í þennan miður þrifalega leiðangur. Hún var eins og svalandi ávöxtur, hugsaði Frank gagntekinn af hrifningu. Þau hjeldu áfram til White Chrysanthemums, sem var jap- anskur skemtistaður í Chapein, og til Dragons Cave, þar sem einasta hljóðfærið var sjálfspil- andi píanó, og Flower Boat, kínverskrar knæpu, þar sem engin stúlka var eldri en sex- tán ára og enginn karlmaður ódrukkinn. Um þrjú-leytið yfirgáfu þau skuggahverfin og hjeldu til Delmonico; þangað safnaðist heldra fólkið í Shanghai um þðtta leyti nætur og át steikt egg og lauksúpu. Það var á Delmonico, sem Bobbie fór að láta óðslega. Til að byrja með sat hann lengi þögull og starði með scirðnað bros á vör út í bláinn. „Bobbie", sagði Helen og togaði í ermir a hans. Alt í einu stóð hann upp, gekk eins og svefngengill yfir gólfið að borði, sem stóð skamt frá þeim og sagði við gráhærð- an, hávaxinn og kjólklæddan Kínverja: „Jeg harðbanna þjer að glápa á konuna mína, þitt kínverska svín“. Kínverjinn ljet sem hann heyrði ekki orð hans og hjelt áfram að tala við Frakka, sem sat við borðið hjá honum. Allir nærstaddir könnuðust við þenn an Kínverja; hann var háttsett ur embættismaður og meðlim- ’ur stjórnarinnar. „Kínverska svín“, hrópaði Bobbie svo hátt, að rödd hans brast. Menn sneru sjer við til að horfa á hann. Svipur þeirra bar hvorki vott um undrun nje vanþóknun, heldur aðeins það umburðarlyndi, sem einkennir íbúa Shanghai. „Fylgið þessum heiðurs- manni út undir bert loft, hon- um virðist vera ilt“, sagði kjól- klæddi Kínverjinn við þjóninn. Dyravörðurinn, fölleitur, svart Æfintýri eftir Jörgen Moe. 6. Strákur ljet ekki segja sjer þetta tvisvar, tók hörpuna og gékk ýmist úti eða inni og ljek á hörpuna. En svo allt í einu stökk hann upp í trogið og ýtti frá landi og reri eins og hann ætti lífið að leysa. Eftir dálitla stund fanst tröllinu að dóttirin væri of lengi úti, og fór út til að sjá hverju þetta sætti. Þá sá hann hana róa í troginu langt úti á vatni. ,,Ert það þú, sem tókst silfurendurnar sjö?“ hrópaði þursinn. „Já“, svaraði strákur. „Og það varst líka þú, sem tókst rúmteppið mitt með gull- og silfurtiglunum?“ „Ójá, karlinn minn!“ „Hefirðu nú tekið gullhörpuna mína?“ gargaði tröllið. „Já, ætli það ekki“. „Nú, erum við þá ekki búin að jeta þig?“ „Onei, það var nú gamalt svín!“ Þá varð risinn svo reiður, að hann þaut inn til þess að leita að dóttur sinni, en strákur hjelt áfram og kom til konungshallar með gullhörpuna. Þá fjekk hann kóngs- dóttur fyrir konu og hálft ríkið, eins og konungur hafði lofað honum. En bræðrum sínum var hann mjög góður, því hann hjelt að þeir hefðu gert allt í besta tilgangi. ENDIR. Saganafkongsdóttur og svarta bola Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. ÞAÐ VAR EINU SINNI konungur, sem var búinn að missa drottninguna sína og orðinn ekkill. En hann átti eina dóttur, sem var svo góð og fögur, að engin stúlka í öllu ríkinu komst í hálfkvisti við hana. Konungur syrgði lengi drottningu sína, sem honum hafði þótt mjög vænt um, en að lokum fór honum að leiðast ekkjumannsstandið og kvæntist aftur ekkjudrottningu nokkurri, sem líka átti dóttur, en dóttir hennar var eins vond og ljót, eins og • dóttir konungsins var falleg og góð. Stjúpan og dóttir hennar öfunduðu konungsdóttur fyrir það, hversu falleg hún var, en ekki þorðu þær að gera henni neitt, meðan konungur var heima, því honum þótti mjög vænt um hana. Eftir nokkurn tíma lenti konungurinn í stríði við annan konung, og fór til þess að stjórna her sínum, þá hjelt drottningin að hún gæti látið eins og henni sýndist, og þá bæði svelti og barði hún dóttur konungsins og gerði henni allt illt, sem hún gat. Að lokum fannst henni allt vera of gott handa henni, og ljet hana fara að gæta nautgripanna. Hún rak þá á haga og stóð yfir þeim Sá, sem framkvæmir mikið, hefir ekki tíma til þess að tala margt. Bismarck. ★ Takstu aldrei á hendur það verk, sem þú finnur ekki með sjálfum þjer, að þú ert fær um að gera. ★ — Er jeg fyrsti maðurinn, sem hefi beðið þig um koss? — Já, hinir hafa tekið hann í, leyfisleysi. 1 ★ Látið mig sofa síðasta svefn- inum í gröf ættlands míns. — Osceola. „Nei, frú“, sagði Dr. Johnson við konu, sem hafði spurt hann, hvort honum geðjaðist að hljómlist, „en af öllum há- vaða held jeg að hljómlist sje minst þreytandi“. \ ★ Amerískur auðkýfingur hafði keypt óræktað land í Pennsyl- vaníu og breytt því í sannkall- aðan Edens fínan rann. Leik- konan Dorothy Parker kom ein hverju sinni í heimsókn þang- að. Auðkýfingurinn fór að lýsa fyrir henni með miklum fjálg- leik, að hann hefði keypt trje í þúsundatali, gert stóra tjörn, látið rækta stórar blómaekrur og þar fram eftir götunum. „Hugsa sjer, hvað Guð hefði getað gert“, sagði ungfrú Park- er, „ef hann hefði átt pening- ana yðar“. ★ Drengskapur (á söguöld- inni): Enginn gat orðið mikilmenni af því að hlaða undir sig auði, skríða upp á axlir annara nje kaupa sjer logið lof. Hann varð að vera mikill af sjálfum sjer, hvernig sem hann annars stóð að vígi — Nordal: ísl. menning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.