Morgunblaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1943, Deilan um afurðaverð landbúnaðarins Sjálfstæði Noregs Eítir Finn Moe ÞEGAR það var ákveðið á fyrsta stríðsári, að ríkið og at- vinnuvegirnir greiddu öllu launafólki fullar verðlagsupp- bætur á laun og kaupgjald eft- ir þvi sem dýrtíðin yxi í land- inu, og tæki þar með ábyrgð á átírifum stríðsins á þess hag, Þá var augljóst, að slíkt hlyti að hafa margvíslegar afleiðing- ar. Fyrsta afleiðingin hlaut að verða sú, að atvinnuvegirnir kæmust í vanda fyr eða síðar. í öðru lagi hlaut þessi ákvörð- un að hafa það í för með sjer, sem reynslan hefir sannað, að verðlag og kaupgjald hlaut að hækka á víxl og skrúfa hvað annað upp eins og tannhjól í dúnkrafti. En um þetta þýðir ekki að ræða úr því sem komið er. Þetta hefir verið gert og því verður haldið áfram. En fólkið verður að gera sjer ljóst, að afleiðing- unum ber að taka á þann hátt, að sem minst röskun verði af. Einna harðastar hafa deilurnar orðið um verðlag landbúnaðar- afurða. Á því sviði hafa árekstr arnir orðið mestir. Landbúnað- urinn er í vörn eins og gróður- land, sem flóðalda skellur á. Sveitafólkinu fækkar. Fram- leiðslan er í hættu. Verðlag af- urðanna hefir einna mesta úr- slitaþýðingu. Það hafði lengi verið reksturshallaverð. Ef svo hefði verið áfram, hlaut flóð- alda stríðsins að leggja margar aveitir í auðn. Því hefir verið varnað í bili að minsta kosti. En deilan heldur áfram. Fyrir nokkrum mánuðum var búist *við að hún væri úti í bili, og lágu til þess sterk rök. Sex manna nefnd skipuð fulltrúum frá öllum aðalstjettum þjóðar- innar, hafði verið falið að á- kveða hlutfallið milli verðlags og kaupgjalds. Skyldi álit nefndarinnar gilda sem lög til stríðsloka, ef allir nefndarmenn yrðu á eitt sáttir. Þetta tókst. Nefndin skilaði ágreiningslaus- um tillögum og nú eru þær í gildi. Þrir stærstu flokkar Al- þingis hafa talið rjettmætt að virða þessi lög. Alþýðuflokkur- inn hefir gagnrýnt tillögur nefndarinnar mjög harðlega. ★ Þegar til framkvæmdanna kom og ákveða þurfti söluverð á kjöti s.l. haust, þá kom al- varlegur ágreiningur um skiln- ing málsins í ljós. Gaf það til kynna, að sá tími var ekki lið- inn, þrátt fyrir lögin, að þetta mál ætti að nota sem ílokka- þrætumál. Verulegur hluti af framleiðsluvörum bænda selst ■ekki innanlands. Er þannig um ull, gærur og meira eða minna af kjötinu. Markaðir fyrir þess ar vörur eru að talsverðu leyti lokaðir. Eini markaðurinn er í Bretlandi og er verðið talsvert fyrir neðan framleiðslukostnað arverð. Uppbætur hafa verið greiddar síðan stríðið hófst. Fyrsta árið af Bretum, en síðan af ríkissjóði 1941 og 1942. Um uppbætur á ull ©g gærur mundi eigi hafa orðið verulegur ágrein ingur vegna algerðrar markaðs lokunar á venjuiegum sölu- stað, enda er um smáar upp- hæðir að ræða. Öðru máli er að gegna um kjötið. Eftir líkum þarf að flytja út. um helming dilka- kjötsins eða 3500 tonn. Og verð mismunurinn er stór fjárfúlga. Um t\ænt var að ræða eftir dýrtíðarlögunum: 1. Að bæta útflutningsverð- ið upp til bænda og setja út- söluverð á innanlandsmarkaði þar í samræmi við. 2. Að setja verðið svo hátt innanlands, að hægt væri að greiða þar af mismuninn á út- flutta kjötinu. Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn vildu fara hina fyrri leið, en hinir flokkarnir snerust í gegn. Þeir hafa þó eigi látið í ljós fylgi sitt við síðari leiðina, heldur munu þeir hafa ætlast til, að bændur fengju aðeins tilkostnaðarverð fyrir það kjöt, sem selst inn- anlands, en yrðu að sæta út- flutningsverði á hinu, hversu lágt sem það yrði. Þetta varð til þess, að meiri hluti þing- manna ákvað að tryggja það, að hin fyrri leið yrði farin, og með það fyrir augum var inn- anlandsverðið ákveðið. Málið hefir síðan legið þar til nú ný- lega að meiri hluti fjárveit- inganefndar flytur tillögu um að setja útflutningsuppbæturn ar inn á fjárlögin og áætlar þær 10 miljónir króna. Tillaga um þetta var flutt óþarflega seint og vonandi verður þetta ekki svo dýrt. Þetta skiftir þó eigi neinu aðalmáli, þar sem um á- ætlunarupphæð er að ræða. Sal an 'er ekki búin og ranglega og ómaklega verður að okkur bú- ið, ef eigi fæst hærra verð en svo, að þetta mikið þurfi í upp- bætur á hinar útfluttu vörur. ★ Nú snúast flokkar Sósíalista hart gegn því, að bændur njóti að þessu leyti sama lagarjett- ar og annað fólk í landinu, sem fær fulla verðlagsuppbót á kaup sitt og laun. Bændur eiga að þeirra vilja að fara á mis við þann rjett, ef þeir þurfa að selja vörur úr landi. Þó vilja þeir ekki spara peningana eða hlífa skattborgurum landsins. Kommúnistar leggja til að láta 6 miljónir í þetta til bænda, sem hafa meðalbú eða minna. Hinir eiga ekki að fá neitt. Hvort efnahagur þeirra er betri eða verri á ekki að koma málinu vil. Bústærðin ein á að ráða og þetta á að gilda um þá bændur eina, sem bundn ir eru við útflutningsmarkað. Hinir, sem njóta innlenda markaðarins og sem flestir hafa betri aðstöðu, verða ekki fyr- ir þessari takmörkun. Þó er tillaga Alþýðuflokks- íns enn fráleitari. Upphæðinni, 10 miljónum króna, á að skifta í þrjá hluti. Einn á að fara til bænda, annar til sjómanna, iþriðji til verkamanna. Skal fjenu skift eftir reglum, er Al- þingi setur. Verðlagsupp>bót launastjett- anna allra mun vera 100—120 miljónir á árinu. Það greiða at- vinnuvegirnír, ríkið og opinber ar stofnanir, sem til eru í land- inu. Herliðið greiðir og á þá vinnu, sem það kaupir. Engir hafa gert tillögur um að taka neitt af þessu fje til annars. En þegar til þess kemur að full- nægja þeim lögum, að bændur og annað sveitafólk eigi að fá sambærilegar tekjur við aðrar stjettir, þá rísa upp tveir heilir þingflokkar til mótmæla, og flytja svo fávíslegar tillögur, að furðu gegnir. Jafnframt ganga fulltrúar sveitanna í Fram- sóknarflokknum í bandalagi við þessa sömu flokka um það að níðast svo á útgerðarmönnum, sem yfirleitt fylgja Sjálfstæð- isflokknum, að um sjálfstæðan atvinnurekstur á útgerðarsvið- inu verður ekki að ræða á eftir. Mun nánar að þeim málum vik ið síðar. Um alla þessa þrjá fjelaga, andstöðuflokka Sjálf- stæðismanna má segja það, að lítið hallast á um rjettlæti þeirra og þjóðhollustu. J. P. Geysis-spilin Geysis-spilin. Læknirinn og presturinn. 1 GÆR konm ný Islensk spil á markaðinn og heita þau Geysis-spil. Þetta eru bridge- spil og fylgir þeim bridge- tafla. Spilin eru í tveirn litum, rauð og blá. Á baki spilana. er mynd af brú, sem liggur yfir vatn og endurspeglast' bníin í því. Á mannspilunum eru mynd- ir af flestum stjettum þjóð- arinnar, t. d. er í hjartalitn- um mynd af bóndanum og í laufalitnum af sjómanninum,, og sögu þjóðarinnar. Spilin eru í hvívetna hin smekklegustu og frágangur þeirra prýðilegur. Isafoldar- prentsmiðja hefir prentað, spilin, en myndirnar -hefir; Eggert Guðmundsson, listmál- ari, teiknað og hefir honum farist það vel úr hendi. Ileild- verslun Árna Jónssonar ann- ast útsölu þeirra. Snjókoma á Doversundi í dag var snjókoma á sundinu milli Englands og Frakklands í fyrsta skipti á þessum vetri. Gekk á með snörpum jeljum meiri hluta daggins, en undir Fyrverandi erlendur frjetta ritari Arbeiderbladet, Finn Moe ritstjóri, sem nú ritar um utanríkismál í Norsk Tidend í London, hefir skrif að grein um sjálfstæði Nor- egs. Moe var líka einn af þeim, sem flutti þætti um erlend stjórnmál í norska útvarpið fyrir stríð, hann fylgdist með konungi og ríkisstjórn með nokkrum öðrum blaðamönnum, með- an styrjöldin stóð í Noregi, og var síðast dagskrárstjóri við norska útvarpið í Trom- sö, er var síðasta útvarps- stöðin, sem Norðmenn höfðu á sínu valdi. Síðan fór hann til Bandaríkjanna, og vann þar allmikið starf sem stjórnandi útvarps á norsku frá Bandaríkjunum á veg- um norsku stjórnarinnar í London. — Síðar var hann kallaður til London, þar sem hann nú vinnur aðal- starf sitt í utanríkismála- deildinni norsku. „Á því hálfa ári, sem liðið er, síðan hernámsstjórn banda- manna hóf starf sitt á Sikiley og þar til í dag, hefir ýmislegt um stjórn þeirra landa, sem leyst eru undan Þjóðverjum, orðið greinlegra fyrir sjónum manna. í þessu sambandi eru nokkur ummæli aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Adolf Berrle, mjög athyglis- vekjandi, ekki síst vegna þess, að þau koma frá Ameríku- manni. í ræðu, sem Berrle flutti um endurreisn Evrópu, lýsti hann því yfir, að sú stefna að blanda sjer ekki í málefni ann ara þjóða, sje hin eina rjetta. Og hann bætti því við, að frá hernaðarlegu sjónarmiði væri það alger fjarstæða, að Banda- ríkin færu að steypa sjer út í fjölmörg æfintýri í þeim til- gangi að blanda sjer í málefni annara landa. Það getur verið, sagði hann, að lönd þau, sem úr ánauð losna, vilji breyta fjelagslegri skipan sinni. — En þau verða sjálf að skera úr því, en ekki við. Skyldur vorar eru mótaðar í Atlantshafssáttmál- anum, sem segir, að þjóðirnar hafi rjett til þess að búa við það stjórnarfar, er þær sjálfar velja sjer. Þessi ummæli frá ábyrgum Bandaríkjamanni mun verða til þess að skapa hreinar línur í vandamáli, sefn allt hefir verið á huldu, með þeim afleiðingum, að hinar merkilegustu fregnir gátu komist á kreik um þessi mál. Þetta er að vísu að nokkru leyti því að kenna, að við og við hafa í amerískum blöðum birst greinar, þar sem litið er eins á ailar útlagastjórnir, hvort sem þær eru á þingræðisleg- um grundvelli reistar og sam- kvæmt stjórnarskrá landsins, eða ekki. í öðru lagi er mönn- um því miður gjarnt til þess að leiða ástandið þannig í ljós, að í öllum hernumdum lönd- um sjeu andstæður milli þjóð- arinnar og hinnar útlægu ir mönnum til þess að það sja stórveldin í hópi bandamanna, en ekki hernumdu þjóðirnar sjálfar, sem eigi að ákveða, hvaða stjórnskipulag löndin hin hernumdu eigi að búa við í framtíðinni. Það myndi vafalaust varpa skýrara ljósi yfir þessi spurs- mál, ef menn litu ekki eins á öll hernumin lönd, heldur veittu eftirtekt því, að allar aðstæð- ur eru mjög mismunandi í hverju landi fyrir sig. Ef menn gerðu þetta, myndi ástandið liggja ljóst fyrir, og þeir myndu sjá, að málið er, hvað Noreg snertir, mjög skýrt og einfalt. Norska stjórnin hefir sem stend ur ekki aðsetur á norsku landi. En hún er ekki nein happa- og glappa nefnd frjálsra Norð- manna. Hún er rjett kjörin stjórn landsins. Þar að auki fjekk hún óvjefengjanlegt um- boð frá norska Stórþinginu, til þess að halda baráttunni uppi utan landsteinanna. í stjórn- inni eiga sæti fulltrúar allra helstu þingflokkanna, og for- sætisráðherrann, utanríkisráð- herrann og allmargir aðrir a£ meðlimum hennar, höfðu setið í stjórninni í meira en fimm ár, áður en Þjóðverjar rjeðust inn í landið. Stjórnin hefir allan tím ann, síðan hún flýði land, haft náin kynni af almenningsálit- inu í heimalandinu. Samt hefir, hún, — vegna þess að hún veit, að það er vart hægt að fá skoð- anir í ljós látnar til fullnustu, — sjeð sig skuldbundna til þess að gera engar þær ráðstafanir, sem bindandi sjeu fyrir norsku þjóðina eftir stríðið, að undan- skildum ráðstöfunum, sem varða ófriðinn, eða endurreisn landsins. I samræmi við andann í At- landshafsyfirlýsingunni, og þær skoðanir, sem Berrle ráðherra ljet í ljósi, hefir norska stjórn- in lýst því yfir, að hún munii segja af sjer, þegar Noregur er, frjáls aftur. Þá á norska þjóðin að fá að ákveða í frjálsum kosri ingum, hverjir skulu fara með völdin í landinu. Þegar Norðmenn mótmæla því kröftuglega, sem haldið er fram í blaðagreinum, að það sjeu Bretar og Bandaríkjamenn og ekki norska þjóðin, sem eigi að ákveða stjórnarfar í Nor- egi eftir stríðið, þá er það. vegna þess að slík blaðaummæli vitna um skort á virðingu fyrir sjálfs ákvörðunarrjetti lítillar banda- mannaþjóðar, og eru líka í and- stöðu við gerðir Moskva-ráð- stefnunnar, ummæli Cordell Hull og Adolfs Berrle. Þetta þýðir ekki það, að Norðmenn sjeu ekkj vel sjáandi á þörfina fyrir samstarf milli banda- manna, og þykir þeim mikið varið í slíka samvinnu. Einnig vita Norðmenn það vel, að hernaðarmál ganga fyrir öllum' öðrum. En þegar er stríðið er búið, þá kemur umhyggjan uifl sjálfstæði Noregs fyrst af öllu, Það er vegna alls þessa, sem hjer að undan er greint, að mað Framhald á bls. .kvold dró ur hríðinni. Reuter. stjórnar, og' í þriðja lagi hætt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.