Morgunblaðið - 14.12.1943, Page 11
Þriðjudagur 14. des. 1943.
MORGUNBLAÐIS
11
ífHfi
Sagan af kongsdóttur
og svarta bola
hærður Portúgali, tók jap-
önsku glímutaki og snaraði hon
um út fyrir dyrnar. Kínverjinn
sneri sjer brosandi að vini sín-
um. „En hvað hann hlýtur að
skammast sín, þegar runnið er
af honum og hann minnist fram
komu sinnar“, sagði hann með
umburðarlyndi, sem var í raun
inni fyrirlitning. „Loftslag
Shanghaiborgar virðist ekki
altaf eiga sem best við enska
kynþáttinn".
Bobbie var ekki á því að fara
af fúsum vilja. Hann ljet ó-
friðlega, togaði í borðdúk, svo
að allt sem á honum var hrundi
niður á gólf, hann steig á kjól-
slóða frúnna, svo að þeir rifn-
uðu og hann yfirgnæfði brot-
hljóðið og hlátrasköllin með
ópum og brothljóðum. „Kín-
verska svín, bölvaði hundur,
allir saman .........“.
Þegar dyrnar höfðu lokast á
hæla Bobbie sat Frank um
stund andspænis Helen niður-
lutur og vandræðalegur og
brosti bjánalega, en hún tók
upp púðurdósina sína og púðr-
aði síg.
„Hvað eigum við að gera
næst?“ spurði hann ráðaleys-
islega.
„Borga reikninginn okkar og
fara“, sagði hún. Hún drakk
vatnsglas til botns og brosti
hughreystandi. „Jeg ætla að
biðja Kínverjana afsökunar fyr
ir bónda mírís hönd“, sagði hún
og stóð upp.
„Þú ert dæmalaus“, sagði
Frank hreinskilnislega.
„Nú“, svaraði hún. „Vön
þessu; það er allt og sumt“,
Hann fylgdi henni með aug-
unum þar sem hún gekk að
borði hins tigna Kínverja og
sagði eitthvað brosandi við
hann. Frank borgaði reikning-
inn. Þegar hann leit upp aftur
sá hann að Kínverjinn var ris-
ihn á fætur og hneigði sig djúpt
um leið og hann kyssti á hönd
Helen. Hún kom aftur að borð
inu. „Nú getum við farið“,
sagði hún, Hún var á einni svip
stundu orðin þreytuleg. Dökk-
ir baugar voru undir augum
hennar. Frank gekk á eftir
henni út úr salnum; honum var
skapþungt.
Mjer þætti gaman að taka
ærlega í lurginn á þessum Bob-
b.ie, hugsaði hann ^gramur. —
Þetta var í annað skipti á einu
kvöldi sem Englendingurinn
flækti honum inn í hneykslis-
mál, og hann bölvaði í hjarta
sínu þessum heimskulega og
ærumeiðandi kunningsskap. —
Henn litaðist um í salnum, í því
skyni að gá hvort hann þekkti
nokkurn þarna inni. Bara að
B. S. frjetti þetta ekki, hugs-
aði hann skelfdur. En það var
ólíklegt að B. S. kæmist ekki
að því, því að orðrómur og
hneykslissögur ferðast með eld
ingarhraða í Shanghai. í meira
en &ö ár hafði hann barist við
að halda mannorði sínu óspiltu,
vegna þess að hann ætlaði að
kvænast Ruth og varð því að
halda áliti B. S..
Barley Scott, vinnuveitandi
hans var ímynd dygðarinnar
og heiðarleikans. Hann var ið-
inn, gáfaður, framtakssamur og
guðhræddur Methodisti, hann
lifði lífi hins samviskusama
verslunarmanns, án þess að láta
rotið borgaralíf Shanghai hafa
spillandi áhrif á sig. Hann var
fyrirmynd margra ungra skrif-
stofu og verslunarmanna, var-
kár bridge-spilari, vinur kristni
boða, fyrirmyndar heimilisfað-
ir, átti konu, börn og tengda-
móður, hund og kanarífugl og
drjúgan skilding í banka, mað-
ur sem Kínverjarnir báru virð-
ingu fyrir.
Frank rann kalt vatn milli
skinns og hörunds er hann
hugsaði til B. S. Hann bölvaði
áhuga sínum á að kynnast
Russells hjónunum. Hann bölv-
aði sjálfur sjer fyrir höfðingjaj
sleikjuháttinn. Enskur aðall
hugsaði hann fullur fyrirlitn-
ingar. Hvílíkt og annað eins!
Vinur minn hinn tíginbori Ro-
bert Russell, hugsaði hann við
sjálfan sig, um leið og hann
kom fram í ganginjj og setti á
sig hattinn. Nóg af Russells
fólkinu og öllu saman.
Hann hafði alið innra með
sjer von um að þurfa ekki að
sjá Bobbie aftur, en svo varð
þó ekki. Þegar út kom sá hann
þrjá menn, tvo dráttarkarla og
einn bifreiðarStjóra sem voru
að bisa við að koma Bobbie inn
í stóru bifreiðina sem þau
Russellshjónin höfðu til afnota
meðan þau dvöldu í Shanghai.
En Bobbie streyttist ýmisf á
móti eða datt út aftur, þegar
búið var að koma honum inn
í hann. Hann ljet^ ófriðlega og
steytti hnefana. Allir betlarar,
börn og dráttarkarlar í ná-
grenni Delmonico höfðu safnast
saman til að njóta þessaransjón
ar. Helen stóð skamt frá urídir
ljóskeri einu, hún var hugsandi,
en svipur hennar, elns og hún
tæki alls ekki eftir því sem
fram fór. Þegar Frank kom
niður þrepin, þar sem hann
hafði staðnæmst um stund til að
viirða fyrir sjer ástandið, rjetti
hún hendurnar í áttina til hans
og sagði: „Mjer þykir þetta
mjög leitt Frank — trúðu
mjer“ — “.
Reiðl hans breyttist á svip-
stundu í meðaumkun. Rjett í
því, að hann gekk til móts við
'Helen til að segja henni, að
þetta gerði ekkert til, sleit Bob
bie sig lausan af Kínverjunum.
Þeir hlóu góðlátlega, því að
drukkinn útlendingur var allt
af skemtileg sjón, enda þótt
hún vs^ri eigi fátíð í Shanghai.
„Frank“, hrópaði Helen. „Jeg
er hrædd —“
Hann var einum of seinn, því
að Bobbie hafði þegar tekið um
axlir hennar og hrist hana til.
■ Hann mælti ekki orð, heldur
hristi hana æ ofsalegar. Hún
Ijeit á jaxlinn og lokaði aug-
unum, skyndilega sleppti hann
henni, steig eitt skref aftur já
bak og sló hana utan undir með
flötum lófanum. Það heyrðist
lágur Smellur. Kínver j arnir
voru hættir að hlæja.
Þetta var í senn ótrúlegt og
viðbjóðslegt. Frank hafði aldrei
á ævi sinni sjeð karlmann slá
konu — ekki einu. sinni síðan
hann kom til Kína. Hann krepti
ósjálfrátt hnefana. Einn, tveir
— fyrst sá vinstri og síðan sá
hægri — dundu eins og af sjálf
dáðum á þynd og höku Bobbie.
Hann hnje niður í götuna með
aulalegu brosi. Frank tók hann
upp með aðstoð bifreiðastjór-
ans, sem var mállaus af hrifn-
in^Þ, og þeim tókst að troða
honum inn í bifreiðina. Brenni-
vínsþefinn lagði af honum
langar leiðir, og Frank svelgdist
á, því að vont bragð var í munn
inum á honum sjálfum. Hann
njeri á sjer hnúfana. Eftir frekn
óttu og brosandi andliti Bob-
bie myndi líða góð stund uns
hann kæmi til sjálfs sín, Frank
skellti bifreiðinni í lás, „Akið
honum til Shanghai-hótels“,
sagði hann við bifreiðastjó'rann
Bifreiðin ók«ef stað, og götu-
skríllinn beindi nú allri athygli
sinni að Frank og Helen, til að
sjá hvað skeði næst.
Frank sneri saman höndun-
um; honum fanst hann vera ó-
hreinn. Hann var farinn að
verkja í hnúana. „Mjer þykir
þetta leitt“, sagði hann vand-
ræðalega.
„Jeg mátti ekki láta hann
fara einan“, sagði Helen. And-
,lit hennar var fölt í skímu
ljóskersins. „Hann er vís til að
stökkva út úr bílnum á miðri
leið og hálsbrjóta sig“.
„Það væri enginn skaði skeð-
ur“, sagði Frank napurlega.
Það birti óðum, ljóskerin
loguðu dauft í grárri sjjimu
dögunnarinnar. „Hvert á jeg
að fylgja þjer?“ spurði hann
blíðlega.
„Til hótelsins þegar í stað“,
sagði Helen.
„Til einhvers annars hótels?“
sagði hann spyrjandi. jjÞú get-
ur ekki verið ein með honum.
Það er ekki vogandi. Hann er
viti sínu fjær af ölæði og til
alls vís“.
Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen.
2.
allan daginn. Mat fjekk hún lítinn sem engan og varð
bæði föl og mögur, og oft grjet hún, en altaf lá illa á
henni.
I nautgripahópnum var stór og svartur tarfur, sem var
svo vel í holdum og fallegur, að það gljáði á stóra skrokk-
inn hans. Hann kom oft lallandi til konungsdóttur og
hún klóraði honum bak við eyrun. Einu sinni, þegar
hún sat og var að gráta, kom boli til hennar og spurði
hvers vegna hún væri svona sorgmædd. Hún varð hissa
á að heyra hann tala, en svaraði engu og hjelt áfram að
gráta. „Jæja“, sagSi boli, „Jeg veit það vel, þó þú viljir
ekki segja mjer það, þú grætur af því að drotningin er
vond við þig, og vegna þess að hún ætlar að svelta þig
í hel. En til hennar þarftu ekki að sækja neinn mat, því
í vinstra eyranu á mjer er samanbrotinn silkidúkur, og ef
þú tekur hann og breiðir úr honum, geturðu fengið hvaða
rjetti sem þú óskar þjer“.
Þetta gerði hún, tók dúkinn og breiddi úr honum á
jörðina, og svo kom hann með ljúffengustu rjetti, sem
hægt var að hugsa sjer, þar var bæði vín og mjöður og
sætar kökur. Með þessum kræsingum leið ekki á löngu,
þar til konungsdóttir fór að ná sjer aftur eftir sultar-
vistina, og varð svo rjóð og hvíþ og blómleg, að bæði
drotningin og hin þurrsvuntulega dóttir hennar, urðu gul-
ar og grænar af öfund yfir því. Drotningin gat alls ekki
skilið, hvernig stúlkan gat þrifist svona af svo illu fæði,
sem hún fjekk hjá henni, og svo setti hún eina af þernum
sínum til þess að fara út í hagann og njósna um Katrínu
konungsdóttur, því það nafn bar hin fagra mær. Átti
þernan áð gæta að hvað gerðist, því drotningin hafði
grun um, a'ð einhver af þjónustufólkinu ljeti hana hafa
mat í laumi. Stúlkan var á gægjum heilan dag, og sá
Katrínu taka dúkinn úr eyra svarta bola og breiða hann
út og sá svo að á hann komu fínustu rjettir, sem konungs-
dóttir ljet sjer vel smakkast. Stúlkan fó'r heim og sagði
drotningunni þetta.
Nú kom konungurinn heim og hafði unnið sigur yfir
hinum konunginum í stríðinu', og varð mikil gleði í höll-
jjlÍfP IflfljLcF
Ung og falleg stúlka fór eitt
sinn að horfá á heræfingar. Alt
í einu kvað við ofsaleg riffla-
skothríð. Stúlkan rak upp óp,
hrökk ósjálfrátt aftur á bak og
lenti í fanginu á ungum manni,
sem stóð fyrir aftan hana.
„Ó, jeg var svo hrædd við
rifflana“, stámaði hún út úr
sjer. „Jeg bið yður að afsaka".
„Ekkert að afsaka, ekkert að
afsaka“, sagði maðurinn. „Nú
skulum við fara að horfa á
stórskotaliðið“.
★
Phillips Brooks var eitt sinn
veikur og neitaði að taka á
móti heimsóknum vina sinna.
En Robert G. Ingersoll, maður,
sem skoðaði þekkinguna á guði
og hinum ósýnilega heimi, ó-
mögulega, kom í heimsókn og
fjekk þegar áheyrn.
„Jeg virði það mjög mikils“,
sagði Mr. Ingersoll, „en hvers
vegna veitið þjer mjer áheyrn,
en naitið að taka á móti viríum
yðar?“
„Það er vegna þess“, svaraði
biskupinn, „að jeg er alveg
viss um að sjá vini mína í öðru
ilífi, en ef til vill er þetta síð-
asta og eina tækifærið, sem
jeg hefi til þess að sjá yður“.
★
Nokkrir aðdáendur þýska
skáldpns Klopstock, sem var
eitt.af frægustu skáldum 18.
aldarinnar, gerðu sjer ferð á
hendur frá Gottingen til Ham-
$>rgar til þess að biðja hann um
að útskýra einn erfiðan kafla
í verkum hans. Klopstock tók
þeim opnum örmum og las kafl
ann yfir og sagði síðan:
„Ja, jeg get nú ekki almenni
lega munað, hvað jeg átti við,
þegar jeg ritaði þetta, en jeg
mana að það er það langsamlega
besta, sem jeg hefi nokkru
sinni látið frá mjer fara. Það
get jeg fullvissað ykkur ruj^ að
þið gerið ekki þarfara verk, það
sem þið eigið ólifað, en að reýna
að komast að meiningunni í
þessum kafla“.
* ★
Það hefir engin þjóð orðið
mikil fyrr en hún öðlaðist þá
þekkingu, að-til einskis sje að
^vænta sjer hjálpar utan úr
heimi. — C. D. Warner.
„Jeg spurði einn mann áðan,
hvort hann væri dr. Erskine og
'hann svaraði „Það mun jeg
aldrei kannast við“. Þá spurði
jeg annan og hann svaraði. „Jeg
vildi að svo væri“. Þetta sann-
ar, að minnsta kosti annar þess
ara manna hefir lesið bækur
yðar“.
„Já“, svaraði Ei'skine, „en
hvor þeirra?“
★ _
John Erskine fór eitt sinn í
fyrirlestraferð til háskóla í
Pennsylvania. Rector háskól-
ans hafði aldrei sjeð dr. Erskine
og gekk því erfiðlega að finna
hann á brautarstöðinni. Loks-
ins fundust þeir, og er þeir
höfðu kynt sig sagði rectorinn:
★
„Hundurinn þinn gelti að
mjer, en þagnaði undir eins
og jeg horfði fast framan í hann
Hann hefir sennilega sjeð það
á mjer, að jeg var honum meiri
að viti“.
„Vera má að svo sje. Menn
segja að dýr sjái stundum það,
sem engir menn fá sjeð“.