Morgunblaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 4. janúar 1944.
12
«
Yeslurbæing-
arhandsama
sjóiiða, sem
stáiu skart-
gripum
Þrír ungir Vesturbæingar
handsömuðu á nýársnótt 2
breska sjóliða, sem höfðu brot-
ið rúðu í skartgripaverslun
Magnúsar Benjamínssonar &
Co. í Veltusundi og höfðu stol-
ið úr glugganum 5 úruriT, 7 dýr
mætum hringum og sigarettu-
veski.
Það var klukkan um 2 á ný-
ársnótt, að þeir fjelagar Egill
Guðmundsson, Bræðraborgar-
stíg 14 (16 ára), Ólafur Guð-
mundsson, Hofsvallagötu 22
(16 ára) og Páll Halldórsson,
Hólavallagötu 1 (18 ára)
heyrðu brothljóð í Vallar-
stræti. Sáu þeir að rúðan hafði
verið brotin hjá Magnúsi
Benjamínssyni og ennfremur
sáu þeir sjóliða á hlaupum frá
versluninni vestur Vallar-
stræti. Veittu þeir fjelagar
þeim eftirför og náðu þeim í
Grjótaþorpinu. Tókust þar með
þeim nokkrar sviftingar, sem
ekki stóðu þó lengi. Rifnaði
frakki eins íslendingsins. Er
piltarnir höfðu sjóliðana á
-valdi sínu, fóru þeir með þá á
lögreglustöðina og voru þeir
afhentir breskri lögreglu. Ekki
náðist alt þýfið af sjóliðunum,
því þeir höfðu fleygt frá sjer
hringum og úrum á leiðinni að
lögreglustöðinni. Væri gott ef
einhver skyldi finna þessa
muni, að þeim yrði skilað til
rannsóknarlögreglunnar.
Það hefir komið í ljós, að
þessir sömu sjóliðar brutu rúða
í skartgripaverslun Jóns Sig-
mundssonar á Laugavegi á dög
-unum og stálu þar skartgrip-
v.m með sama hætti.
Lögreglan hælir mjög hin-
um ungu Vesturbæingum fyr-
ir rösklega framgöngu.
Fjöldi manns á skíð-
um nýársdagana
FJÖLDI REYKVÍKINGA not
aði hátíðisdagana um nýárið til
að fara á skíði í nágrenninu.
Á nýársdag voru um 200 manns
á Hellisheiði við Skíðaskálann,
þar af voru um 70 með Skíða-
Ijelagi Reykjavíkur. 50 manns
gistu í skálanum.
Skíðafæri var gott á nýárs-
dag (8 stiga frost). Á sunnu-
dag fór að skafa og í gær var
harðfenni þar efra. Milli 10 og
■20 manns voru á skíðum í gær.
Snjór er ekki mjög mikill.
Lítill snjór á háfjöllum og skaf
ið milli hrauns og hlíða, en
\íða má samt finna ágætis
skíðabrekkur.
London í gærkveldi. — Laval
hefir endurskipulagt innanrík-
isráðuneyti sitt, að því er fregn
í r frá Vichy herma í kvöld. —
Hefir Laval gert allmiklar
breytingar með það fyrir aug-
vm að fá betri tök á frönskum
frelsisvinum en hann hefir haft
hingað til. — Reuter.
Frá hjáiparráðstefnunni
Hjálparráðstefnan í Atlantic City situr enn á ráðstefnu, og
birtist hjer mynd, sem tekin er á einum af fundum hennar.
Hefir hver fulltrúi fyrir framan sig spjald með nafni lands
síns. Maðurinn, sem stendur fyrir miðju fundarborðinu, er Dean
Acheson, aðstoðarráðherra Bandaríkjanrva. Hann cr forseti ráð-
stcfnunnar.
\
Longbylgjustöðvar
auðvelda Ilug-
samgöngur
Reistar á íslandi, Grænlandi,
Nýlundnalandi og Labrador
Rólegt gaml-
árskvöl
„Gamlárskvöld var með
allra rólegasta móti“, sagði Er-
lingur Pálsson, yfirlögreglu-
þjónn, tíðindamanni blaðsins í
gær.
Það var mjög áberandi,
hversu lítið var um unglinga
úti á götunum, miðað við það,
sem verið hefir á undanförn-
um árum.
Yngstu bæjarbúarnir voru
yfirleitt í fylgd með fullorðn-
um.
Um íkveikjutilraunir var
ekki að ræða, og þurfti lögregl-
an því ekki að kalla á aðstoð
slökkviliðsins af þeim orsök-
um.
Á öðrum tímanum var dá-
lítið af hávaðasömum mönnum
í Austurstræti. Þeir tóku upp
á því að velta tunnum, sem
notaðar eru til þess að afgirða
trieð götur. Tunnum þessum
veltu þeir fyrir bifreiðar og
hlaust af þessu nokkur truflun
á umferð, sem lögreglunni
tókst fljótlega að greiða úr.
Ölvun var með minsta móti,
áþekk því, sem pft er á föstu-
dags og laugardags kvöldum.
Voru 9 menn teknir úr umferð
á tímabilinu frá klukkan 8 á
gamlársdagskvöld til klukkan
4 á nýársdagsmorgun.
Að lokum gat yfirlögreglu-
þjónninn þess, að hvatningar
og aðvörunarorð þau, er birt-
ust í blöðum og útvarpi frá
lögreglunni, hafi borið góðan
árangur.
WASHINGTON. — Hermála-
ráðuneyti Bandaríkjanna hefir
upplýst, að mjög hafi greiðst
úr flutningi flugvjela yfir Norð
ur-Atlantshafið, síðan reistar
voru sc.k langbylgjustöðvar
er tengja Bandaríkin við Ný-
Fundnaland, Labrador, Græn-
Jand, ísland og Stóra-Bretland.
Stöðvarnar voru i-eistai- af
The SignaL Corps of the F. S.
Army.
lljer ltirtist úrdráttur úr til
kynningu ráðuneytisins:
Þessar , nýju langbylgju-
stöðvar tryggja útvarpssam-
band allan sólarhringinn, sem
truflanir í andrúmsloftinu eða
segulstorniar hafa engin áhrif
á, en þær geta aftur á móti
truflað mjög samlmndið á,
ifiilli stuttbylgjustöðva. Með
þessu móti fær flugher Banda
ríkjanna stöðugt útvarpssam-
band, samband fæst á miLli
yfirst jórna r I Sanda ríkjahers-
ins og Stóra-Bretlands og enn
fremur fæst samband til út-
varða í Norðurheimskautinu.
Er stöðvarnar voru reistar,
varð að jcomast yfir margvís-
lega erfiðleika. Á Islandi og
Grænlandi varð að festa loft-
netastangirnar í traust berg.
Á Ný-Fundnalandi varð að
reisa 55 metra turn í óskapleg
um hvassviðrum og á annari
heimskautalandsstbð varð að
koma upp loftneti, sem á að
standast vinda, er geta kom-
ist alt að upp í 250 km. á
klst. Það varö að gera sjer-
staka vegi til þess að koma
byrgðum og útbúgaði að
stöðvunum. Við J>rjar heim-
skautalandastöðvar varð að
reisa Dieselstöðvar, sem fram-
leiða rafmagn, allt frá 3 upp
í 75 kílóvött.
Mest allur útbúnaðurinn,
var fluttur í flugvjelum til
staðanna, en þó varð að flytja
sumt af þungavörunni s.jóleið-
is. Skipin fluttu einnig varaút-
búnað fyrir hverja stöð, er
einhvei'jar skemmdir skyldu
verða á tæk.jum stöðvanna.
Æflaði að stela
reiðhjóli, en datl
í skurð
í GÆRKVÖLDI gerði bresk-
ur sjóliði tilraun til að stela
reiðhjóli í Aðalstræti.
Ekki tókst sjóliðanum að
komast lahgt, því yf-ir Aðal-
stræti liggur skurður, og þar
sem maðurinn var alldrukk--
inn hefir hann ekki tekið eft-
ir honum. Hjólaði maðurinn
ofan í skurðinn, en skömmu síð
ar kom lögreglan og handtók
hann.
Mál þetta mun hafa verið af-
hent herlögreglunni.
Loftárás á
Augusta.
Þýska frjettastofan tilkynn-
ir, að þýskar sprengjuflgvjel-
ar hafi 1 nótt sem leið, gert
árás á hafnarbæinn Augusta á
Suður-Ítalíu, sökt þar skipi,
skemt birgðaskemmur og hafn-
argarða. —Reuter.
Eldur á Hverfis-
götu S9A
í fyrradag kom uþp eldur
á annari hæð hússins Hverf-
isgötu 59A hjer í bæ.
Þegar slökkviliðið kom á
staðinn, var eldurinn orðinn all
magnaður, en þrátt fyrir vask-
lega framgöngu slökkviliðs-
manna, tókst ekki að ráða nið-
urlögum eldsins fyr en íbúðin
og innbú Haraldar Eiríksson-
ar, sem býf á hæðinni, hafði
eyðilagst. Auk þess urðu mikl-
ar skemdir á neðri hæð húss-
ins.
Eldsupptök eru talin vera
þau, að synir Haraldar, er
voru að leik inni í svefnher-
bergi þeirra hjóna, hafi farið
óvarlega með eld.
Innbú Haraldar var vátrygt.
Fasislar vaða uppi
á Suður-Ítalíu
London í gærkveldi.
Þess hefir orðið vart, að enn
sje allmikið um starfsemi fas-
ista í hinum hernumdu hjer-
uðum á Suður-Italíu, og herma
fregnir, að komist hafi upp um
leynistarfsemi þeirra í allstór-’
um stíl. Mála þeir tíðum slag-
orð á veggi húsa, og segjast
skulu koma aftur. Ennfremur
reyna þeir á allar lundir að
gera bandamenn tortryggilega
í augum ítala, spyrja fólk,
hvort „þetta sje nokkru betra
en fasisminn” og fleira því líkt.
Lánsutboðið:
7,5 milj. kr.
skráðar í gær
Síððsfi dagur í dag
SÍÐASTI dagur lánsútboðs
Landsbankans á lánum Sogs-
virkjunarinnar og Rafmagns-
veitu Reykjavíkur er í dag.
Hefir lánsútboð þetta geng-
ið mjög vel, I gær var búið að
skrá 7.5 milj. af þessum lánum,
Má það teljast mjög gott.
Skýrði Landsbankinn blaðinu
svo frá í gær, að þátttakan í
þessu lánsútboði hafi verið
miklu almennari en nokkru
sinni áður.
í dag eru síðustu forvöð að
láta skrá sig sem þátttakendur
í þessu láni. Eftir daginn í dag
verða þeir, sem kaupa skulda-
brjef, að greiða %% auka-
gjald.
Eldur í íbúðarhúsinu
á Gunnarshólma
í GÆRMORGUN kom upp
eldur í íbúðarhúsi á Gunnars-
hólma i Seltjarnarneshreppi.
Var hringt á slökkvistöðina
frá Lögbergi og beðið um að-
stoð.
Slökkviliðsstjóri sendi þegar
einn dælubíl og 6 varðmenn
þangað.
Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var mikill eldur á efri
hæð hússins.
Loguðu eldar út um glugga.
auk þess hafði kviknað í þaki
hússins.
Vatn til slökkvistafsins var
sótt í Hólmsá, og var slökkvi-
starfið allt hið erfiðasta. Urðu
slökkviliðsmennirnir fljótlega
gegndrepa, en þar sem frost var
mikið, um það bil 10 stig, frusu
fötin utan á þeim, en þrátt fyr-
ir þetta tókst fljótlega að
slökkva eldinn, en skemdir
urðu nokkrar, einkum í tveim
herbergjum, eldhúsi og her-
bergi inn af því. Á neðri hæð
urðu ekki aðrar skemdir en af
vatni.
Eldsupptökin eru ókunn.
Húsbruni á Eskiilrði
AÐFARANÓTT 2. janúar
kom upp eldur í húsi Lúthers
Guðnasonar, kaupmanns á
Eskifirði. Kom eldurinn upp í
herbergi í framenda hússins,
sem bæði er verslunar- og í-
búðarhús, en búið var í út-
endanum. — Fólkið varð elds-
ins vart kl. 2 um nóttina og
komst úr húsinu fáklætt. Her-
bergið, sem eldurinn kom upp
í, var þá alelda og reykur mik-
ill í húsinu.
Kallað var á slökkvilið kaup
túnsins og tókst því að slökkva
eldinn eftir klukkustundar' við
ureign.
y Skemdir á húsinu urðu mikl
ar. Innbú þess skemdist mikið
af eldi og vatni og vörur versl-
unarinnar nokkuð, en meiri
hluti þeirra mun þó óskemdur.
Álitið er að kviknað hafi út
frá rafmagni. .