Morgunblaðið - 05.01.1944, Qupperneq 7
Miðvikudagur 5. jauúar 1944
MORGUNBLAÐIÐ
7
HVERS VIRÐI ER HJÓNABANDIÐ
FYRIR skömmu síðan var
jeg stödd í samkvæmL Spurði
þá frægur skáldsagnahöfundur
mig að því, hvort hjónaskiln-
aðir í Ameríku væru oftar sök
eiginmannanna eða eiginkvenn
anna. Rithöfundur þessi var
kona, og skýrði jeg henni frá
því, að samkvæmt athugunum
mínum síðasta ' áratug væri
sökin oftast hjá eiginmannin-
um.
„Ef eiginmaður veitti far-
sæld hjónabands síns hálfa þá
athygli, sem hann veitir at-
vinnu sinni, þá er jeg viss um
það, að hjónaskilnöðum myndi
fækka verulega”. Hún varð
hugsandi á svip. „Þetta hefir
mjer ekki komið í hug. Ef til
vill haíið þjer á rjettu að
sjtanda”.
Hvort sem jeg hefi á rjettu
að standa eða ekki, þá gefa
brjef, sem jeg hefi fengið bæoi
frá körlum og komim til kynna
að þegar karlmaður hefir tekið
sjer konu, þá blátt áfram telur
hann hjónaband sítt trygt æfi-
langt. Honum kemur sjaldan í
hug, að hann verði að fylgjast
með æðaslögum þess, veita því
næringu og við fyrstu hrörn-
unarmerki réyna að finna ráð
til þess að veita því heilbrigði
á ný.
Hagnýtið viðskiftaáðferðir
yðar í heimilislífinu.
ÞANNÍG fer hann einmitt
að, þegar um atvinnurekstur
hans er að ræða. Ef sölunni
hrakar, ráðgast hann við versl
unarfjelaga sinn. Sameiginlega
léita þeir orsakanna. Ef keppi-
nautarnir eru að verða þeim
hættulegir, gera þeír fram-
leiðslu sína enn gírnílegri. Ef
þeir eru báðir ráðþrota, leita
þeir ráða hjá sjerfræðingum.
En þegar nýjabrumið hverf-
ur af hjónabandi hans, og
þannig er orðið ástatt um konu
hans, að hún virðist einungis
vera húsmóðir og eíginmaður-
inn orðinn fullsaddur á heim-
ilislífinu, þá telur hann það
sjálfsagt, að öll hjónabönd
reynist á þann hátt.
Vegna hvers er eiginkona
yðar ekki lengur annað en hús
móðir? Hvers vegna talar hún
nú ekki lengur um annað en
börnin og heimilið, matarseðla
og hátterni nágrannanna?
Hvað er orðið af kátu og fjör-
legu stúlkunni, sem þjer kvænt
ust?
Þjer getið fundið þessa slúlku
ef þjer reynið til þess. Hringið
i hana á morgun frá skrifstof-
unni. Segið henni að fá ein-
hvern til þess að líta eftir börn
unum, hitta yður síðan niður
í bæ og þar með yður morgun-
verð. Þjer verðið að hafa dá-
lítinn hátíðabrag á þessu. Far-
ið með hana í skemtílegt mat-
söluhús, biðjið um eftirlætis-
rjetti hennar og farið síðan með
hana í kvikmyndahús eða ein-
hverja samkomu á eftir.Hjálp-
ið henni til þess að gleyma því
um stund, að hún sje f jölskyldu
móðir, og gefið henni þannig
tækifæri til þess að verða ung
stúlka í annað sinn.
Bjóðið einníg kunningjum
yðar heim til miðdegisverðar.
Kómið eiginkonu yðar aftur
inn á braut lífs og gleði. Þjer
EIGINMANNINUM?
EFTIR ANNE HIRST
Höfundur þessarar greinar hefir verið talin sjer-
fræðingur í hjúskaparmálum, enda hafa skrif hennar
þau efni jafnan vakið mikla eftirtekt. Ilafa þúsundir
karla og kvenna leitað ráða hjá henni. Þótt greinin sje
fyrst og fremst sniðin eftir amerískum staðháttum, er
ekki ólíklegt, að mörgum hjer þyki hún þess virði, að
lesa hana.
munið komast að raun um það,
að hún kann enn að umgang-
ast gesti. Hún þarf einungis að
fá fullvissu um aðdáun yðar og
verða sannfærð um það, að hún
hafi ekki enn glatað piltinum,
sem hún giftist. Roðinn mun á
ný færast í kinnar hennar, og
þjer munið á ný heyra hlátur
hennar, sem þjer elskuðuð svo
mjög.
Allar konur þrá að varðveita
sem lengst æsku sína.
ENGIN eiginkona tekur með
glöðu geði því hlutskifti að
vera einungis húsmóðir. En
hún getur ekki ein varðveitt
æskufjör sitt og eldmóð. Þeg-
ar hún verður þumbaraleg við
eiginmann sinn, kann orsökin
að vera sú, að hann hafi verið
þurr á manninn við hana.
Þegar eiginkonan verður
leiðinleg, skapast eiginmanni
hennar ætið freisting til þess
að veita laglegu andliti, sem
fyrir aúgu ber, nánari athygli
en áðúr. Hann meinar í raun-
inni ekkert með þessu, en hon-
um leiðist. Síðasti staðurinn,
sem hann leitaði gleðinnar á,
myndi verða hans eigið heim-
ili, en svo kynni að fara, að
hann yrði undrandi, ef hann
beindi geislandi augnaráði sínu
til eiginkonu sinnar.
Þetta á ,sjer auðvitað stað á
báða bóga. Mörg eiginkonan,
sem hefir sjeð slíkt leiftur í
augum annars manns, myndi
aldrei endurgjalda það, ef hún
væri sannfærð um ást eigin-
manns síns. En ef þessi eigin-
maður er alveg grafinn í starfi
sínu, og ef hann skoðar hana
einungis gæslumann bús og
barna, þá er vart hægt að
ásaka han'a, þótt henni kunni
að hitna um hjartaræturnar við
augnatillit óviðkomandi manns.
Hún þráir að varðveita æsku
sína og yndisþokka, og aðdá-
un karlmanns mun framar öllu
öðru styðja hana í þessari við-
leitni sinni.
Ef eiginkona yðar er þannig
skapi farin, þá er hjónaband
yðar orðið sjúkt — og þjer er-
uð eini maðurinn, sem getið
læknað það.
Samkvæmt brjefum þeim, er
mjer hafa borist í hendur, er
ágreiningur við tengdafólk sá
þriðji í röð skilnaðarástæðn-
anna.
Þegar þannig er ástatt, er
það oftast rrióðir eiginmanns-
ins, sem stormsveipurinn
myndast í kringum. Ef til vill
er orsökin sú, að mæður virð-
ast fastheldnari á syni sína en
dætur. Hún hefir að vísu áð-
ur gert sjer það ljóst, að sá
dagur muni koma, er hann
kvænist, enda vonar hún, að
syo verði, og stúlkart verði
þannig úr garði gerð, að hún
geti fengið ást á henni.
En þegar stundin kemur, og
hann fer að heiman, reynist
margri móður það örðugt að
eiga son sinn með öðrum.
Eiginmaðurinn verður að vera
sáttasemjari.
MAÐIJR, sem þannig er deilt
um af tveimur konum, er hann
elskar heitast í lífinu, á við
ömurlegt hlutskifti að búa. —
Hann veit, að þær geta báðar
rúmast í .hjarta hans — en vita
þær það? Þegar fyrst verður
ágreinings vart þeirra milli,
hefir hann oft tilhneigingu til
þess að draga sig í hlje með
vanþóknun og láta konurnar
sjálfar um að útkljá málið. —
Arangurinn verður að sjálf-
sögðu sá, að ekki reynist auð-
ið að skapa neinn varanlegan
frið á heimilinu.
Þegar málum er þann veg
háttað. getur eiginmaðurinn
lagt lagt fram drjúpan skerf
til þess að varðveita heimilis-
friðinn. Hann getur fullvissað
konu sína um það, að hann
skilji fyllilega tilfinningar
hennar og hafi samúð með
henni.
Jafnvel þótt móðir#hans geti
ekki gert neitt rangt .í hans
augum, getur hann þó reynt að
skoða málið frá sjónarmiði
konu sinnar og styrkt hana
með umburðarlyndi og alúð. —
En ef hann víkur af hólminum
með svipbrigði, sem segja:
„Geturðu ekki komið sómasam
lega fram við móður mína”, þá
eru miklir erfiðleikar fram-
undan fyrir þau öll.
Fyrst mun eiginkonan og síð
an móðirin krefjast hollustu
hans. Hann getur hæglega
verið báðum trúr og veitt þeim
báðum samúð sína, án þess að
láta sig nokkru varða „rjett-
indi” þeirra.
Hann getur leyft sjer að láta
ágreiningesefnin sem vind um
eyru þjóta eins og honum
kæmu þau ekki við. Tvímæla-
laust varða þau hann miklu
og kerfjast þess, að hann beiti
allri sinni þolinmæði við úr-
lausn þeirra.
Mörg góð eiginkona revnii
að leysa vandamálið upp á
eigin spítur, en henni mun
auðnast fyj að finna lausnina,
ef hún veit, sig hafa samúð
eiginmanns síns.
Maður reynir að velja sjer
verslunarfjelaga, sem hefir tii
að bera álíka gáfur og reynslu
og hann sjálfur, svo að þeir
geti að minsta kosti vænst góðs
árangurs af samvinnunni. Eig-
inkonan er ekki síður fjelagi.
Eiginmaðurinn verður að
sýna henni sama trúnaðar-
traust og manni þeim, sem
veitir honum aðstoð í atvinnu-
rekstri hans. Hún hefir rjett
til þess að vita hverjar tekjur
hans eru og rjett til þess að
hafa hönd í bagga. þegar á-
kveðið er, hvernig þeim skuli
varið.
Hvernig á að fá eiginkonuna
til þess að spara?
EF eiginmaðurinn fær konu
sinni peninga með aðvöruninni
„Eyddu þeim ekki öllum”,
hvernig getur hann þá vænst
þess, að hún verji peningunum
með hagsýni? Sparsöm kona
er hverjum manni mikil bless-
un, og ef hann umgengst hana
sem jafninga sinn á hverju því
sviði og ræðir við fjárhaginn
við hana, þá mun hún setja
allt sitt í það, að tekjur hans
verði sem drjúgastar. Myndu
peningarnar þannig áreiðan-
lega reynast mun drjúgari en
ef með hana væri fario sem tíu
ára barn, en þó talin ábyrg
fyrir fje því, er gengi til heim-
ilisins.
Flestum eiginkonum er það
mikil ánægja að spara með
leynd nokkuru fje og vekja að
dáun eiginmannsins á hugvits-
semi þeirra. En er eiginmað-
urinn telur henni fje í lófa eins
og hverjum öðrum skrifstofu-
manni með nákvæmum fyrir-
sögnum um það. hvernig því
skuli varið, finnur hún til eðli
legrar gremju, sem getur var-
að árum saman áður en éig-
inmaðurinn kemst ao raun um
órsökina.
Eftir því sem jeg get ráðið
af athugunum mínum, virðast
flestir eiginmenn gleðjast yfir
því að losna við alt váfstur við
ráðstafanir fjár til heimilis-
þarfarina, eftir að þeir einu
sinni hafa varpað ábyrgðinni
á herðar eiginkonu sinni. Ef
þeim bara er treyst, þá bjarga
þær sjer.
Uppeldi barnanna.
HAMINGJUSÖMUSTU heim-
ilin eru þau, þar sem faðirinn
lætur sjer eins ant um uppeldi
barnanna og móðirin.
Það er ekki nóg að segja:
„Jeg er önnum kafinn. Þetta
er hennar starf“. Börnin eru
synir yðar eða dætur, og er
þau vaxa, viljið þjer geta orðið
stöltur af þeim.
Þjer getið ekki vænst þess
stolts, ef þjer hafið aldrei hald
ið þeim í faðmi yðar á bernsku
árunum og vakið hjá þeim þá
tilfinningu, að pabbi sje fje-
lagi þeirra, reioubúinn til þess
að leggja frá sjer blað eða bók
til bess að hlusta á alt það, er
gerðist í skólanum í dag. Þau
vilja eiga pabba, sem skilur,
hversu mikilvæg þeirra smá-
vandamál eru og vill ræða um
þau við þau.
Sjerhvert barn þarfnast
beggja foreldra sinna. Dreng-
urinn þarfnast föður síns svo
að hann verði ekki „mömmu-
drengur”. Hann þarfnast fje-
lagsskapar hans sem karl-
manns til þess að geta þroskað
karlmannseiginleika sina. —
Hann þarfnast hans til þess að
róa með sjer út á sjó eða til
þess að fara með sjer á knatt-
spyrnukappleik. Faðir, sem
aldrei hefir veitt syni sínum
slíkar stundir til þess að minn-
ast, getur ekki vænst þess, að
drengurinn snúi sjer til hans
með hin stærri vandamál ung-
lingsáranna, sem svo oft verða
hinum vaxandi æskumanni
fjötur um fót.
Iivern mann langar til þess
að vera hetja í augum sonar
síns. Flestir geta líka orðið það
— ef þeir leggja nógu milrf-a
alúð við það. Þjer munið ekki
öðlast þá aðdáun með hvatvís-
legum refsingum, eða með því
að þylja yfir syni yðar af yf-
irburðavisku yðar. Aðdáunina
munið þjer því aðeins öðlast,
að þjer hafið átt sameiginlegar
stundir með hans unga huga,
og þannig blásið honum í
brjóst þá virðingu, sem skap-
ast af gagnkvæmum skilningi.
Barn þarfnast engu síður ör-
yggis fyrir tilfinningar sínar
. en íjárhagslegs öryggis. Ef það
vex upp á heimili þar sem það
getur treyst á skilning og um-
. burðarlyndi, þar sem faðir
! þess og móðir eru þess bestu
vinir, þar sem rjettlætið er
! blandið ást — þá er slíkt heim-
. ili ómetanleg byrjun á lífs-
brautinni.
Þetta er einnig hlutverk föð-
ur hans. Engin kona, hversu
kappsöm og ástúðleg sem hun
er, getur skapað slíkt heimili
án samstarfs við höfuð heimil-
isins. Til hans lítur hún sem
öruggs og einlægs samherja.
Hún þráir einnig að finna
í eiginmanni sínum þann ást-
ríka elshuga, sem hún giftist.
Sundurlyndi og jafnvel skiln-
aður, hefir oft átt rætur sínar
að rekja til skeytingarleysis
eiginmannsins um að sýna konu
sinni að ást hans væri enn vak
andi.
Það er ekki heiðarlegt að
giftast stúlku, f'á henni heim-
ili til umsjónar, eiga með
henni eitt eða tvö börn til þess
að hún hafi nóg að starfa, og
telja, að þá sje skyldurnar upp
fyltar. Það er á sama hátt með
hjúskápinn og annan fjelags-
skap, að hann hvorki hepnast
eða fer út um þúfur af sjálfu
sjer. Hann þarf til þess virka
aðstoð.
Þegar jeg íhuga með rjett-
sýni þær þúsundir vandamála,
sem mjer hafa borist frá les-
endum mínum víðsvegar að,
get jeg ekki annað en komist
að þeirri niðurstöðu, að marg-
ur ráðþrota eiginmaðurinn
finnur hjónaband sitt vera að
fara í mola vegna þess eins,
að hann ájbit hjúskaparvexnd-
Framh. á bls. 10.