Morgunblaðið - 06.01.1944, Síða 5
rimtudag'ur 6. janúar 1944.
MORGUNBLAÐIÐ
5
JJf óncibcm J uí
cir er vinnct
HJÓNABAND yðar getur
orðið happdrætti, kaupsamn-
ingur, barátta eða ástaræfin-
týri, alt eftir því, hvernig skap-
gerð yðar er.
En ef hjónabandið á að hepn
ast vel, verður fyrst og fremst
að líta á það sem vinnu. Ef til
vill er það vegna þess, að svo
margir gleyma því, að eins
mörg hjónabönd fara út um
þúfur og raun ber vitni.
Ef við lítum á hjónabandið
sem vinnu, þá kemur til greina:
I fyrsta lagi: Enginn ætlast
til þess, t. d. á skrifstofunni, að
nýliðinn jafnist á við þann, sem
þar hefir starfað í mörg ár, eða
verði leikinn í starfinu strax.
Mörg ung húsfreyjan verður
fyrir sárum vonbrigðum, gefur
nærri því upp alla von, ef alt
leikur ekki í lyndi og heimilis-
störfin ganga ekki eins og í
sögu strax.
Hjónabandið er mjög flókið,
og jafnframt skemtilegt vanda-
mál. Það er gátan, sem mörg-
um tekst aldrei að leysa, en
öðrum strax. Hamingjusöm
hjón eru yfirleitt þau, sem gera
sjer fulla grein fyrir, hversu
mikil og stöðug vinna liggur á
bak við það, að öðlast fullkom-
’ ið traust og ást annars ein-
staklings. Þau eru með allan
hugann við það og öflun dag-
legs brauðs, og verður því lít-
ill tími til þess að lenda í ást-
aræfintýrum utan hjónabapds-
ins.
í öðrtt lagi: Sje hjónabandið
skoðað sem vinna, verður að
læra þá vinnu, sem alla aðra.
Við verðum að reyna að taka
framförum í starfinu, ef við
ekki viljum missa það. Húsbónd
inn getur ef til vill ekki rekið
okkur úr vistinni fyrirvara-
laust, heldur verður að sitja
með okkur, hvort sem honum
er það ljúft eða leitt. En hjóna-
bandinu er hægt að tapa fyrir
því, hvort sem húsbóndinn yf-
irgefur heimilið eða dvelur þar
áfram.
Húsfreyja ein, ung og nýgift,
neitaði að þiggja aðstoð við
heimilisstörfin fyrstu sex mán-
uðina, sem hún var gift, enda
þótt hún hefði vel ráð á því og
ætti kost á hjálp. Hún sagði,
að engin húsmóðir væri fær um
að skipa fyrir um heimilisstörf,
fyrr en hún kynni þau sjálf
upp á sína tíu fingur, og var
það rrijög svo skynsamlega
mælt.
I þriðja lagi: Enginn ræður
sig í fasta atvinnu, nema hann
hafi athugað gaumgæfilega öll
vinnuskilyrði fyrirfram.
Þúsundir kvenna og karla
giftast, án þess að hafa hug-
mynd um þær skyldur, bæði
við maka sinn og þjóðfjelagið,
sem hjónabandinu fylgja. Ast-
in er blind, segja sumir, og
hvað svo sem til kann að vera
í því,. er það víst, að maður,
sem er ástfanginn, getur auð-
veldlega talið sjer trú um, í
fyrstu ástarvímunni a. m. k.,
að stúlkan sín sje fullkomin
vera, og með henni verði lífið
ein paradísarsæla. Og viti
menn! Þau giftast og hafast við
í sjöunda himni í nokkra mán-
uði, en þá falla þau skyndilega
niður á jörðina aftur. Þá upp-
götvar hann, sjer til mikillar
undrunar, að hún er alt öðru
vísi en hann hjelt. Hún vill
þetta, hann vill hitt, og svo ríf-
ast þau.
Ef þjer eruð trúlofuð, hafið
þjer þá athugað, hvort unnust-
inn vill lifa sama lífinu og þjer,
hefir sömu lífsskoðanir eða
svipuð áhugamál, sömu skoð-
anir t. d. í peningamálum, og
hvort þið getið yfirleitt átt
nokkra samleið í lífinu? Ef þjer
hafið ekki athugað þetta, - þá
gerið það sem fljótast, því að
annars getur hjónabandið orð-
ið einn harmleikur, jafnvel þótt
ykkur þyki vænt hvoru um
annað.
í fjórða lagi: Ef hjónabandið
er vinna, já, þá er um að gera
að VINNA.
Margar stúlkur ala þá von
í brjósti, ef til vill án þess að
gera sjer fyllilega grein fyrir
því sjálfar, að með því að ganga
í heilagt hjónaband, geti þær
sest í helgan stein og haft það
gott. En það er sjaldgæft, að
svo sje, jafnvel þótt þær hafi
krækt sjer í vellríkan stríðs-
gróðamann. Því fylgja ef til vill
minni gólfþvottar, en það er
stöðugt ætlast til þess, að þær
taki sig vel út, og það er ef til
Hvítur
minkapels
Hjer sjáið þið fyrsta liyíta minka
pelsinn* sem framleiddur hefir
verið í öllum heiminum.
vill ennþá meira þreytandi en
gólfþvottarnir.
I fimta lagi: Gerum enn ráð
fyrir, að hjónabandsvinna yðar
sje venjuleg skrifstofuvinna.
Þjer munduð án efa vera kurt-
eis, svo að maður ekki segi
elskuleg við kunningja og vini
samstarfsmanna yðar.
Margar konur reyna að fá
húsbændur sína til þess að slíta
öllu sambandi við gamla kunn-
ingja og vini. Ekki svo að skilja
að karlmennirnir geri þetta
ekki líka. Það er aðeins sjald-
gæfara. Þetta er eigingirni á
hæsta stigi. Það er hreint eng-
inn, sem ætlast til þess, að þjer
hafið brennandi áhuga á öllu,
er við kemur manni yðar, æsku
hans og leikbræðrum, ættingj-
um og vinum.
En þjer gætuð a. m. k. sýnt
svo mikla háttvísi, að láta þá
afskiftalausa, ef þjer ekki getið
verið vinsamleg við þá. Ef þjer
revnið að koma því inn hjá
manni yðar, að ættingjar hans
og fjelagar sjeu í rauninni ekki
merkilegt fólk, standið þjer
ekki vel í stöðu yðar. Þjer get-
ið ekki minkað álit hans á þeim
án þess að honum komi í hug,
að hann sje nú, ef til v’i'll, ekkí
mikils virði heldur.
I sjötta lagi: Þjer vitið, að við
hvað sem þjer starfið, fer sam-
komulagið við samstarfsmenn-
ina eftir því, hversu góð sjálf-
stjórn yðar er. Þjer stökkvið
ekki upp á nef yðar út af smá-
munum við þá, cða eruð stöð-
ugt að kvarta og kveina vfir
öllum þeim erfiðleikum, sem
þjer hafið við að stríða. Eða ef
þjer gerðuð það, fengjuð þjer
brátt kuldalegan kærulevsis-
svip í stað meðaumkvunar.
En það er oft svo, að hjón
i;ta á það sem sjálfsagðan nlut
að kvarta yfir öllum sköpuðum
hlutum hvort við annað.
Ein frumundirstaða hjóna-
bandsins er traustið, að geta
treyst hvort öðru, þegar erf:ð-
leikarnir koma. En það er ekki
hægt, ef hjónin nota hvort ann-
að sem nokkurs konar rusla-
kistu og henda þar í öllum smá
sorgum og skaupraunum dag-
lega líísins.
Og í síðasta Iagi: Sumar þær
konur, er gengið hafa í heilagt
hjónaband, ætla það hlutverk
sitt að reyna að hafa bætandi
áhrif á menn sína og laga þá til
eftir sínu eigin höfði. Það er
vitanlega göfug hugsun að
reyna að hafa bætandi áhrif á
einhvern. Það er aðeins ekki
sama hvernig farið er að því.
Konan vinnur manni sínum
mest gagn með því að reyna
að finna fyrst út, hvað í hon-
um býr, hverjir sjeu hæfileik-
ar hans og hvað hann vilji helst
verða, m. ö. o., reyna að skilja
hann. Hvetja hann áfram og
sýna honum* að hún treysti hon
um til þess að ná settu marki.
yera, full sainúðar og skilnings,
ef gitthvað mistekst eða blæs
á mótí.
Vandasamt að velja sjer skó
Svona líta nýtísku skór út.
ÞAÐ er margt sem kemur til
greina, þegar valdir eru skór.
Fyrst og fremst er að sjá um
að skórnir sjeu ekki of litlir,
því að ekkert fer eins illa með
fæturna og of litlir skór. Einn-
ig er vont fyrir fótinn ef lagið
á skónum á ekki vel við hann.
Þá er að reyna að velja þá
* *
skóna, sem sterkastir eru, og
því er ekki hyggilegt að horfa
of mikið í skildinginn. þegar
keyptir eru skór, þvi það ef oft
svo, að því ódýrari sem skórn
ir eru, því ónýtari eru þeir. —
Og þegar á allt er litið er sparn
aðurinn meiri við að kaupa
vandaða og dýra skó, og þurfa
sjaldnar að fá sjer skó, heldur
en kaupa-ódýra skó, sem verða
ónýtir þegar þeir hafa verið
notaðir nokkrum sinnum.
Þá er ekki sama á hvaða tíma
dags við veljum okkur skó. Við
eigum ekki að velja þá á morgn
anna, heldur seinni hluta dags,
helSt þegar við höfum gengið
mikið, vegna þess að fæturnir
þrútna oftast er á daginn líður.
NU. eru alpahúfurnar aftur
komnar í tísku. Er það Montgo-
mery, hinn sigursæli breski
herforingi, er hefir skapað þá
tísku með því að nota hana alt-
af. — Stúlkumar taka þessari
tísku fegins hendí, því að alpa-
húfan er mjög handhægt og ó-
dýrt höfuðfat, og það má láta
hana á ótal vegu á höfuðið og
hún fer vel við hvaða andlit
seip e?. Alpahúfurnar eru_mest
notaðar kollstórar.
Húsráð
Að hengja upp myndir.
Til þess að naglinn, sera
myndin ér hengd á, komi að
fullum notnm, þarf hann a8
vera vel fastur í. Xaglann má
festa l>annig: Pyrst er hann
rekinn inn í vegginn, þannig,
að hæfilega stóit gat myndast.
Svo er hann dreginn út aftur,
dálitlu af vatt-i vafið utan ura
hann og dýft síðan niður í
lím. Þá er hann rekinn í vegg-
inn á ný, og á nú að tolla vel
„The American Scandinavian
Review“ heíir um langt skeið
flutt hinum enskumælandi
heimi margvíslegan fróðleik um
Norðurlönd, sögu þeirra og
menningu, og túlkað úrvalsbók
mentir þeirra í Ijóðum og lausu
máli í enskum þvðingum. í
síðasta heffi þessa tímarits er
skemtileg grein um. íslenskar
konur, „The Women of Ice-
land“. Þar er lýst rjettindum
þeirra að fornu og nýju og
hlutdeild þeirra í íslenskri
menningu og starfslífi þjóðar-
innar. Greininni fylgja mypdir
af Kvennaskólanum í Reykja-
vík og ýmsum konum í íslensk
um þjóðbúningi: Ríkisstjórafrú
Georgíu Björnsson, Huldu og
Jakobínu Johnson skáldkonum,
Stefaníu Guðmundsdóttur leik-
konu, Maríu Markan óperusöng
konu og sendiherrafrú Agústa
, Thors.