Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 6. janúar 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Tilboði hafnað ÞEIR SÁRFÁU MENN, sem nú hafa valið sjer það hlutskifti að vinna gegn yfirlýstum áformum þings og stjórnar, að stofna lýðveldið á næsta ári, hafa hvað eftir annað misnotað Ríkisútvarpið í skjóli útvarpsstjórans í sambandi við frjettaflutning um sjálfstæðismálið. Gekk svo langt í þeim efnum, að útvarpsstjóri hlaut almenna áfellisdóma og ákúrur yfirmanna sinna, svo að hann mun ekki hafa Ireyst sjer til frekari stórræða. En þeir voru ekki af baki dottnir, hinir fáu andstæð- ingar lýðveldisins. Á leynifundinum fræga í Kaupþings- salnum voru þau ráð brugguð, að hefja nýja áróðursher- ferð gegn lýðveldinu á vegum Ríkisútvarpsins, með því að komast að á kvölddagskrá þess með undanhaldsfyrirlestra. Alþýðublaðið opinberar í gær þessa fyrirhuguðu áróð- ursherferð hinna „14 & Co“ og getur ekki á heilu sjer tekið yfir þeirri ósvífni útvarpsráðs, að verða ekki í auð- mýkt við kröfum leynifundarmanna um að útvarpa 5 áróðurserindum forríðara þeirra, landslýðnum til sálu- hjálpar. Alþýðublaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að „þessi tíð- indi munu vekja fyrirlitningu hvers einasta þjóðlegs og frjálst hugsandi íslendings“, að útvarpsráðið afþakkaði hið góða boð hinna háu herra! Er þetta veslings blað virkilega svo ráðvilt, að það haldi að íslenska þjóðin telji Alþingi „misbjóða drengskapar- og sómatilfinningu þjóð- arinnar og rjettarvitund þeirri, sem henni hefir verið innrætt af ágætustu leiðtogum hennar í 100 ára sjálf- stæðisbaráttu“, — svo að gripin sjeu nokkur málblóm úr boðskap hinna 14, — með því að endurreisa lýðveldið í landinu á næsta ári? Heldur Alþýðublaðið, að þjóðina, sem barðist 100 ára sjálfstæðisbaráttu, langi nú til þess að leggja niður skottið, — flýja frá eigin hugsjónum? Nei, — þjóðin hefði, eins og útvarpsráð rjettilega gerði, afþakkað og afneitað áróðrinum gegn sínum eigin málstað. Togstreitan áfram ÞAÐ FÓR SVO, sem reyndar mátti altaf búast við, að ekkert samkomulag náðist í sex manna nefndinni seinni, um niðurfærslu verðbólgunnar. Nefndin hefir klofnað. Fulltrúar Alþýðusambands íslands leggja til, að afnumdir verði tollar á allri nauðsynjavöru. En fulltrúar Búnaðar- fjelags íslands leggja til, að verðlag á landbúnaðarvörum á innlendum markaði og kaupgjald verði fært niður hlutfallslega, og að því er kaupgjaldið snertir, verði þetta framkvæmt þannig, að ekki verði greidd full dýrtíðar- uppbót (80—90%). Ekki þarf lengi að kynna sjer þessar tillögur, til þess að sjá það, að rökstuðningur fulltrúa Alþýðusambandsins er bygður á sandi. Þeir telja, að með afnámi tollanna megi lækka vísitölupa um alt að 20 stig, og það kosti ríkissjóð ekki meir en 4.5 milj. kr. í tekjumissi. Hafa þeir orð Torfa Ásgeirssonar fyrir þessu. En hann segir í álits- gerð sinni, að tölur þær, sem hann styðst við, sjeu svo óvissar, að útreikningar bygðir á þeim, sjeu nánast sagt, ágiskanir einar. Sjá allir, að ekkert vit er í að bvggja hagfræðilegar niðurstöður á slíkum útreikningi. Hefir og fjármálaráðherra marg oft lýst yfir- því á Alþingi, að þessir útreikningar sjeu villandi og rangir. Svo er og annað, sem hjer kemilr til athugunar. Aðal- tollarnir á nauðsynjavöru eru á allskonar vefnaðarvöru, svo og fatnaði, skófatnaði o. s. frv., en afnám allra þessara tolla myndi leggja mikinn hluta innlends iðnaðar í rúst. Varla yrði það talinn búhnykkur á þessum tímum. Sennilega fer það svo, að engar varanlegar aðgerðir fást framkvæmdar í dýrtíðarmálunum' fyr en blákaldur veruleikinn kemur til sögunnar. En þegar verðhrunið er skollið yfir, munu menn komast að raun um, að lítið gagn er í háu kaupgjaldi og háu afurðaverði á innlendum markaði, ef enga vinnu er að hafa og enginn getur keypt hina dýru neysluvöru. lil Jóh. Knudsen Frk. Jóhanna Knudsen skrifar langa grein í Morgun- blaðið þ. •!(). f| ni., er hún nefnir „Eigum-við að eftirláta. hernum stúlkubörnin“. Er greinin að lang mestu leyti 'persónuleg ádeila á niig, sem öll er bygð á ósannindum, rangfærslum og blekkinkum. Jeg nenni ekki að taka þátt í slíkum umræðum, og verður því frk. Knudsen að vera ein um þær framvegis, mín vegna. En þeim, sem lesa þær grein- ar mínár, sem hún vísar til, og bera þær samán við fyr- nefnda grein hennar, mun verða Ijóst, að afar hæpinn hlýtur málstaður þeirrar mann eskju að Vera, sem þarf að fela hann bak við róg og níð um mann sem hún þekkir ekki neitt. Um nærfelt 20 ár hefi jeg haft margvísleg Opinber trún- aðarstörf með höndum og aldrei verið borið á brýn vanræksla eða ótrúmennska í þeim, fyrr en nú, að frk. Knudsen gerir það. Vil jeg því upplýsa, að jeg hefi þrisvar átt stutt-samtal við þessa konu á skrifstofu hennar, og álíka oft talað við hana í síma. Það eru öll okkar kynni. Jeg læt lesendur þessara lína um að sikveða, hvort einhlítir muni dómar hennar um hæfni mína eða vanhæfni til opinberra starfa, og um trúmennsku mína eða ótrúmennsku í þeim störfum, sem jeg hefi með höndum. Um störf frk. Ivnud- sen, önnur en þau, sem jeg hefi að vikið í greinum mín- um, hefi jeg enga löngun til að i-æða; það geta aðrir bet- ur, t. d. sjúklingarnir, sem voru á hressingarhælinu í Ilveragerði, ]>egar hún var forstöðukona þar. Jeg vísa til fyrnefndra greina minna um tilganginn með þeim, og treysti yfirleitt dómgreind almennings svo vel, að jeg mun hlýta dómi þeirra, sem kynna sjer málavexti. Verði greinarnar, beint eða óbeint, til þess að stöðva hin- ar miðaldalegu yfirlieyrslur og „rannsóknir", sem frk. Knudsen hefir stundað í nær- felt tvö ár, án heimildar eða umboðs frá nokki'um ábyrg- um aðila, þá hafa þær náð til- gangi sínum og gera meira gagn, en flesta getur órað fyrir. Reyk.javík, J. jan. 1944. Amfinnur Jónsson. Ný ríkisslofnun AFURÐASALA ríkisins og ’ Grænmetisverslun ríkisins verða framvegis reknar sem ríkisstofnun, en S. í. S. hefir hingað til annast rekstur þess- ara einkasölu fyrirtækja. Hef- ir Jón Ivarsson, fyrv. kaupfje- lagsstjóri, verið ráðinn for- stjóri þessarar nýju ríkisstofn- unar. Árni G. Eylands, sem hefir annast framkvæmdir þessa verslunarreksturs, starf- ar áfram hjá S. í. S. og mun veita forstöðu verkfæradeildar \Jdwetii óhrifci r: 1 V d ? ??■ I l/lr dac^lec^a hfinu, f y •♦M»*****«**«M»*4»*4«4fJMiMl***íM»*4*M*f4«* Bambi. BAMBI heitir teiknikvik- mynd í eðlilegum litum, sem litamaðurinn Walt Disney hef- ir gert. Kvikmyndin segir frá hirtinum Bambi og uppvexti hans meðal skógardýranna. Koma þar mörg dýr og fuglar við sögu og öllu er lýst á hinn dásamlegasta hátt,. sem Walt Disney er svo tamur. Þessi kvikmynd, sem er ein af nýj- ustu teiknimyndum Disneys, er nú komin hingað til lands og verður sýnd mjög bráðlega í Gamla Bíó. Bambi mun ábyggilega verða vinsæll meðal kvikmyndahús- gesta, yngri og eldri, en þó Bambi sje aðalpersónan í myndinni, þá koma þar fleiri við sögu og gæti jeg trúað, að kanínan, vinur Bambi, vinni sjer hylli margra. Mörgum sinnum hefir hjer í þessum dálkum verið rætt um nauðsyn þess, að hafðar væru sjerstakar barnasýningar í kvikmyndahúsunum. Því mið- ur hafa verið erfiðleikar á því, vegna þess að ekki hefir tekist að útvega myndir við hæfi barna. En þessi kvikmynd er tilvalin til sýninga fyrir böm, og vónandi sjer Gamla Bíó sjer fært að sýna Bambi .á sjerstök- um barnasýningum, auk þess, sem .myndin verður vafalaust sýnd fyrir fullorðna. Nýr útvarpsþáttur í ameríska útvarpinu. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var byrjað að flytja nýjan út- varpsþátt í útvarpi Ameríku- manna frá stöðinni hjer, sem mig langar til-að benda hljóm- elskum mönnum á. Nefnist þáttur þessi „Symfóníuhljóm- sveitir í Ameríku“ og í fyrsta þættinum ljek New York Phil- harmonic Symfóníuhljómsveit- in undir stjórn John Barbir- olli. New York Philharmonic hljómsveitin er einhver helsta hljómsveit Bandaríkjanna. Ár- ið 1942 voru hundruð ár liðin, síðan hljómsveitin vár stofnuð. Síðastl. tónleikatímabil efndi hljómsveit þessi til hundrað og fimtán tónleika, þar af voru hundrað haldnir í Carnegie Hall, New York. Meðal stjórn- enda hljómsveitarinnar voru þeir Arturo Toscanini, Bruno Walter, Arthur Rodzinski og John Barbirolli. Hr. Barbirolli, sem mun stjórna New York Philharmonic hljómsveitinni í kvöld, er fædd ur í London 1899. Áður en hann fiuttist til Bandaríkjanna stjórnaði hann hljómsveitum, ekki aðeins í Englandi, heldur einnig í Skotlandi, Finnlandi og Rússlandi. Mun þessi þáttúr án efa verða vinsæll meðal íslenskra hlustenda. Dýr símaleiga. MAÐUR NOKKUR kom í veitingastofu hjer í bænum og bað um að fá lánaðan síma, því honum bráðlá á því. Var það auðsótt mál, en símaleigan var 20 aurar fyrir eitt einasta sam- tal. Manninum fanst þetta dýr símaleiga, sem- von var. En ið á sjer. Nú vill hann vita, hvort nokkrum sje heimilt að hann sá þó ekki eftir aurunum, heldur því, að okrað hefði ver- selja símaafnot og þá fyrir hvaða verð. í gjaldskrá, sem prentuð er í símaskránni 1942, stendur þessi setning: „Notendur mega ekki selja afnot af símum þeim, er þeir hafa, án sjerstaks leyfis frá bæj arsímast j óranum“. í sömu gjaldskrá er gert ráð fyrir, að hvert samtals fram yfir 850 greiðist í heimilissíma með 3 aurum og sama gjaldi er gert ráð fyrir í verslunar- og atvinnusímum. Nú hafa sím- gjöld öll hækkað um 100% síð- an þessi gjaldskrá var birt, og kostar því hvert símtal nú 6 aura. Það þótti sanngjarnt fyr- ir hækkunina, að taka 5 aura fyrir hvert samtal, sem leigt var, og ætti því ekki að vera meira en 10 aurar nú. Annars er það svo, að það vantar fleiri almenningssíma í bæinn —, eins og er á Lælcjar- torgi. En sennilegt er, að efn- isskortur hamli framkvæmdum 1 því eins og svo morg i öðru, sem við kemur símanum um þessar mundir. Ljósmyndir frá íslahdi sýndar í New York. í OKTÓBERMÁNUÐI s. 1. var haldin sýning á ljósmyndum frá íslandi í New Vork borg. Voru þetta ljósmyndir, sem ljósmýnda deild hersins. U. S. Army Signal Corps, hjer hafði tekið og voru bæði landslagsmyndir og mynd- ir af hermönnum við störf þeirra og í frístundum. í upphafi var aðeins ætlast til að sýning þessi stæði í nokkra daga, en eftir að blað nokk- urt í New York hafði minst á sýninguna varð aðsókn að henni svo mikil, að ákveðið var að hafa sýninguna opna lengur. Það var Victor H. Tampone liðþjálfi, er valdi ljósmyndirnar. Hann er fæddur í New York og er af ítölskum ættum, en dvaldi hjer með setuliðinu. . Margir fóru að skoða sýningu þessa vegna þess, að þeir vonuð- ust eftir að sjá syni, eða vini á myndunum, en aðrir fóru eftir að hafa heyrt sagt frá hve mynd- irnar væru fallegar. Frásögn af þessari sýningu og athygli þeirri, sem hún hefir vak ið í New York bendir til þess á» huga, sem ríkir fyrir Isiandi i Ameríku,- Það er kunnugt, að ljósmyndadeild ameríska hersins hefir tekið mikinn fjölda ljós- mynda af íslandi og tel jeg víst, að ekki sje annarstaðar á einurrí stað svo fjölbreytt myndasafn frá íslandi, sem í safni ameríska hersins. Herinn hefir haft fyrir- myndarljósmyndurum á að skipa og kannast Islendingar við það, eftir að hafa sjeð margar ágætar Ijósmyndir frá hernum, sem birt- ar hafa verið í íslenskum blöð- um og tímaritum. Það væri gaman, ef ljósmynda- deild hersins sæi sjer fært að halda sýningu hjer í bænum á ljósmyndasafni sínu. Sú sýning yrði vafalaust vel sótt. Hið opinbera ætti að leita hóf- anna um það hjá amerísku her- stjórninni, hvort ekki myndi unt að fá ljósmyndir í sáfn, sem geymt yrði hjer heima og gætu íslenskir ljósmyndarar lagt til í það. safn með tímanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.