Morgunblaðið - 06.01.1944, Page 11

Morgunblaðið - 06.01.1944, Page 11
Fimtudagur 6. janúar 1944. MORGUNBLAÐIB 11 Sagan um skildinginn Æfintýri eftir Jörgen Moe. 2. „Ritstjórnarskrifstofa mín pantaði herbergi handa mjer símleiðis“, sagði Yoshio gram- ur, en þó brosandi. „Nafn mitt er Yoshio Murata, blaðamaður Morning Sun í Tokyo. Viljið þjer ekki athuga frátekin her- bergi?“ „Mjer þykir mjög leitt“, sagði Grikkinn, „að við tökum aldrei herbergi frá. Gistihúsið er troðfult. Þjer gætuð leitað fyrir yður á Myaka“. Hann sneri sjer frá Yoshio og að lág- vaxinni, feitlaginni konu, sem var prýdd óteljandi mislitum silkislaufum og talaði spönsku. Hann ljet hana hafa herbergi. Yoshio tók móðguninni bros- andi, en innra með sjer ösku- vondur. Myako var annars flokks hótel skamt frá North Station, þar sem lítilmótlegir japanskir farandsalar gistu. „Hvar er síminn?“ spurði hann annan skrifstofumann, sem stóð fyrir innan borðið ög skoð- aði á sjer neglurnar. „Við hlið- ina á lyftunni", svaraði hann, án þess að virða hann viðlits. Yoshio beið fyrir utan síma- klefann meðan ung og pi'úðbú- in kínversk stúlka var að ljúka samtali sínu. Loftið í klefanum var þrungið af ilmvatni henn- ar, þegar hann loks komst inn í hann. Hann tók upp vasabók sína með nafni og heimilisfangi hr. Noboru Endo, og eftir nokkra leit í símaskránni fann hann einnig símanúmer hans. Það var ótrúlegur fjöldi manna undir nafninu Endo í Shang- hai. Hann endurtók númerið nokkrum sinnum fyrir munni sjer, tók upp koparskilding, hallaði sjer síðan upp að veggnum og stundi þungan. Hann var einn þeirra uppburð- arlitlu manna, sem eru hrædd- ir við simann. Þar sem hann bjóst altaf við vandræðum í hvert skifti sem hann hringdi, lenti hann oft í þeim. Hann æpti númerið í örvæntingu inn í heyrnartólið, og ljet pen- inginn inn á skökku augna- bliki. Ekkert skeði. Hann varð að byrja á nýjan leik og líða allar sálarkvalirnar upp aftur. Hann furðaði sig ekkert á, hversu erfiðlega honum gekk, því að meira að segja í Tokyo reyndist honum enginn hægð- arleikur að síma. Honum fanst hann hafa verið í klefanum heila eilífð og ekkert skeði; en æ 'fleira fólk safnaðist saman fyrir utan glerdyrnar og beið eftir símanum. Skeggjaður, roskinn maður, franskur í út- liti misti þolinmæðina og barði í rúðuna. Yoshio hóf samræð- urnar með þeim undirleik og heyrði því varla svörin, sem hann fjekk. „Mitt óverðuga nafn er Mu- rata, Yoshio Murata frá Morn- ing Sun Tokyo. Mjer hefir ver- ið vísað til yðar, háttvirti herra Endo. Jeg á að bíða frekari skipana frá yður. Jeg átti að dvelja á Shanghai-hótelinu, en þar fæ. jeg ekkert herbergi Hvað á jeg þá að gera? Hvað? Hvert var hið háttvirta svar? Jeg heyri ekki vel hina hátt- virtu rödd yðar. . . . Myako? Agætt. Jeg mun fá mjer her- bergi á Myako-hótelinu, og síð- an veita mjer þann heiður að heimsækja yður á háttvirta skrifstofu yðar. Þakka yður, þakka yður“. Hann var heitur og rjóður, er hann kom út úr klefanum. Jeg lít út eins og ofdrykkju- maður, hugsaði hann gramur, er honum varð litið í spegil. Andlitsdrættir hans voru þreytulegir. Ferðatöskur hans stóðu enn fyrir framan af- greiðsluborðið. Enginn virtist vilja halda á þeim fyrir hann. Hann tók þær upp sjálfur og bar þær út. Hann stóð um stund fyrir utan hóteldyrnar, með ferða- töskurnar við hlið sjer; fjöldi leigubifreiða ók framhjá án þess að nema staðar. Smávax- inn kínverskur blaðastrákur, fram úr hófi skitinn og lubba- legur, spýtti svo laglega, að hann hitti hvítar buxur Yoshio. Honum varð óglatt af viðbjóði, hann varð að neyta alls vilja- styrkleika síns til að kasta ekki upp á strætið. Kína var land, sem olli honum mestu ógleði, líkamlega og sálarlega; óþrifo- aðurinn, óþefurinn og óreiðan á strætunum. Að síðustu stað- næmdist þó leigubifreið hjá honum og ók honum til Myako-. hótelsins. Þar fjekk hann herbergi, en þó með hálfgerðum skætingi og þverúð. Það vottaði ekki fyrir hinni japönsku kurteisi í fari hótelstjórans . nje þjónanna, enda þótt þeir væru allir jap- anskir. Siðlausir eihs og Ameríku- menn, hugsaði hann gramur. Hann tók oft eftir á ferðum sín- um, hversu fljótir landar hans voru að týna niður þeirri kurt- eisi, sem einkendi þá í heima- landinu. Loftið í herbergi hans var kæfandi og húsgögnin slitin og ræsksnisleg. Gistihúsið var ekki nægilega fullkomið til að hafa baðherbergi með hverju herbergi, svo að hann hraðaði sjer eftir dimmum ganginum í leit að almenningsbaðklefanum. Hann var í morgunslopp einum klæða. í fyrstu kom ekkert vatn úr steypibaðinu, hvernig sem hann hamaðist, síðan steyptist vatnið yfir hann alt í einu, áð- ur en hann hafði tíma til að fara úr slopphum. Þetta var annað bað hans þennan sama dag, því enda þótt hann væri nýkominn, fanst honum hann þegar skítugur eins og Kín- verji. Eftir baðið hraðaði hann sjer hríðskjálfandi í blautum sloppn um til herbergis síns. Þegar hann var búinn að hafa fata- skifti, skoðaði hann sig í spegl- inum og varð dálítið vonglað- ari. Honum ljek hugur á að vita, hvert starf það væri, sem honum yrði trúað fyrir. Hann hafði lært mikið í Manchúríu- styrjöldinni. Hann vonaði, að hann yrði sendur til Norður- Kína til frjettastarfs fyrir blað sitt. Hann leitaði uppi heimilis- fang Noboru Endo, tók leigu- bifreið og ók af stað. Noboru Endo var lágvaxinn, hvatskeytslegur náungi með grátt hár og yfirskégg. Nafn stórs, j apansks tryggingarfyrir- tækis stóð með gyltu letri á hurðinni. Er inn kom blasti við fjöldi hilla og skápa, sem inni- hjeldu að öllum líkindum sýn- ishorn af vörutegundum. Hr. Endo hneigði sig lítillega þris- var sinnum og þar með var hinni hátíðlegu athöfn að heils- ast lokið. Yoshio, sem hafði bú- ist við að sjá einhverskonar ritstjórnarskrifstofu, leit undr- andi í kringum sig. „Eruð þjer búinn að borða miðdegisverð? Nii? Þjer viljið kannske heldur mat fram- reiddan á Evrópuvísu? Jeg fyr- ir mitt leyti hefi mesta dálæti á franskri matreiðslu“, sagði hr. Endo fljótmæltur. Hann klappaði saman lófunum og inn kom snotur piltur, á að giska þrettán ára að aldri, með enskt te. Af hreyfingum og málfari hr. Endo rjeð Yoshio, að hann væri mentaður maður, en hann virtist hafa lagt niður hinn þreytandi kurteisisformála, og komst strax að efninu. „Starfið, sem jeg hefi handa yður, á ekkert skylt við blaða- mensku. Það er — skulum við segja — persónulegra eðlis“, sagði hann og neri saman smá- um, liprum höndunum. „Jeg stend að vísu í lítilsháttar sam- bandi við háttvirt blað yðar, en það er vegna verslunarmála í Kína, en ekki blaðamensku. Að vísu gat jeg ort kvæði í æsku, en óskáldleiki lífsins hef ir svift mig þeirri gáfu. Jæja, svo að við komumst að efninu, háttvirti Murata —“. Án þess að ljúka við setning- una gekk hr. Endo að stórum peningaskáp úr járni, sem stóð í einu horninu. „Á háttvirt starf yðar eitthvað skylt við tryggingar?" spurði Yoshio til að brúa þögnina. dag, og í hvert skifti sem hann tíndi upp kvist eða rót í viðarbörurnar sínar, varð hann að berja sjer svolitla stund, því hendurnar á honum voru blárauðar af kulda, eins og lyngið á skógarbotninum. Þegar drengur var búinn að tína fullar börurnar sínar og ætlaði heim á leið aftur, gekk hann yfir svolítinn mel. Þar sá hann hvítan steindrang, mjóan og langan. „Æ, aumingja gamli steinninn þinn, ósköp ertu hvítur og skin- inn“, sagði drengsnáðinn. „Mikið held jeg að þjer sje kalt“. Og drengur fór úr treyjunni sinni og vafði henni utan um steininn. Þegar drengur kom svo heim með eldiviðinn, spurði konan hann, hversvegna hann gengi á skyrtunni í haust- næðingnum. Hann sagði henni þá, að hann hefði sjeð svo gamlan og hrörlegan stein, sem hefði verið hvítur af kulda, og honum hefði hann lánað jakkann sinn. „Bjáninn þinn“, æpti kerlingin. „Heldurðu að stein- inum sje kalt? Og þó að honum væri kalt, svo hann skylfi, þá er hver sjálfum sjer næstur. Það kostar pen- inga að klæða sig, og' það nóga peninga, þó þú farir ekki að hengja garmana af þjer á stokka og steina úti um allt“! Og svo rak hún drenginn út aftur, til þess að sækja treyjuna. Þegar piltur kom að steininum, var hann búinn að snúa sjer við og stóð nú beinn og keikur. — ,,Já, það er síðan þú fjekkst jakka að fara í, auminginn“, sagði piltur. En þegar hann leit dálítið betur eftir, sá hann að undir stein- inum stóð penirvgaskrín, fullt af skínandi siifurpening- um. „Þetta eru líklega stolnir peningar“, tautaði dreng- urinn. „Enginn, sem hefir eignast peninga á heiðarlegan hátt, fer þannig með þá, setur þá undir stein úti í skógi“. Svo tók hann skrínið með öllu saman og bar það að tjörn þar rjett hjá, og hvolfdi öllum peningahaugnum út í tjörnina. Allir peningarnir sukku, nema einn skilding- ur, sem flaut. „Þessi skildingur er vel fenginn, því vel fengnir peningar sökkva aldrei“, sagði drengurinn, hann tók skildinginn og fór heim með hann og jakkann smn. „Þú ert þorskur“, sagði kerlingin, hún varð öskureið, „ef ekkert væri annað vel fengið, en það sem flýtur á vatni, þá væri ekki margt vel fengið í heiminum. „En þótt peningarnir hefðu verið stolnir tíu sinnum þá varst það þó þú, sem fanst þá, og hver er sjálfum sjer næstur. fjjgp TOigF Allir bindindismenn ættu að vera eins alúðlegir eins og írska skáldið George Russell. Þegar honum var boðið áfengi, svaraði hann: „Nei, þakka yður fyrir. Þjer sjáið . . . jeg er fæddur ölvað- ur“. ★ Daniel Webster var eitt sinn í miðdegisverðarboði, þar sem húsmóðirin þreytti gestina mjög með því að fullvissa hvern og einn um það, að hann eða hún borðaði ekki nóg, hvort það væri mögulegt, að þeim lík- aði ekki maturinn, hvort þeir vildu ekki agnarlítið meira, hvort það væri ekkert annað, sem mætti bjóða þeim og svo framvegis. „Þjer hafið varla bragðað nokkuð, herra Webster“, sagði hún eitt sinn. „Frú“, svaraði Webster, „leyf ið mjer að fullvissa yður um það, að jeg borða stundum meira en í önnur skifti, en aldr- ei minna“. ★ Davidson biskup af Win- chester var eitt sinn í hóp manna, sem var boðið í át- veislu eftir guðsþjónustu. Einn í hópnum, feitur og bústinn náungi, sagði með upp- gerðar guðræknissvip: „Þetta er hinn rjetti tími til þess að setja hömlur á matar- lystina". „Nei“, svaraði biskupinn, „þetta er hinn rjetti tími til þess að setja matarbitana upp í sig“. ★ „Svefnleysi“ getur verið slæmur sjúkdómur. En nú skul- um við gefa Stephen Leacock orðið: \ „Jeg er oft að hugsa um það, að „svefnleysi“ sje um 90% vitleysa. Þegar jeg var ungur maður og átti heima í gömlu timburhúsi í Toronto, kom Ge- orge bróðir minn eitt sinn í heimsókn, og af því að ekki var til neitt aukarúm, urðum við að sofa saman í rúminu mínu. Um morguninn spurði jeg Georg að því, hvort hann hefði sofið vel um nóttina. „Ekki eina einustu mínútu“, svaraði hann. „Ekki jeg heldur“, svaraði jeg, „jeg heyrði hvert smáþrusk i alla nótt“. Þegar við litum upp, sáum við mikið rusl og brak á rúm- inu. Loftið í herberginu hafði fallið niður á okkur um nótt- ina. En við höfðum ekki minstu hugmynd um það. Við þjáð- umst af „svefnleysi". -k Bindindismaður einn ferðað- ist um og hjelt fyrirlestra um áfengisnautn og skaðsemi henn ar. Hann vitnaði oft til þess, hve vatnið væri miklu heilnæm ara. „Ef jeg setti“, sagði hann, „fötu fulla af vatni og fötu fulla af whiský fyrir framan asna, sem dregur þungt æki, hvort álítið þið, að hann myndi heldur drekka?“ „Vatnið“, sagði einn rauð- nefjaður í hópnum. ,JÞað er rjett, vinur minn“, sagði fyrirlesarinn, og hvers- vegna myndi hann heldur drekka vatnið?“ „Vegna þess, að hann er asni“, var svarið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.