Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 13. janúar 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 HVAÐ AFREKAÐI ÞINGIÐ? IÐNAÐARMAL. AF ÞEIM málum, sem talin eru iðnaðarmál og til meðferð- ar voru á afstöðnu þingi, er helst að nefna rafurmagnsmál og iðnskólamál. Hvorutveggja þau mál gripa þó inn í alla at- vinnuvegi, enda þó iðnaðarmál sjeu kölluð. Til iðnaðarskóla í Reykjavík voru veittar alt að 300 þús. kr. gegn því að ann- arsstaðar frá kæmu 3 á móti 2 á kostnaðinum. Frumvarp til laga um iðnskóla lá fyrir þing- inu og var samþykt gegnum neðri deild, en mun hafa dag- að uppi í efri deild. Er það all mikill lagabálkur, að nokkru hliðstæður öðrum skólalögum. Gert er ráð fyrir að stofnkostn aður iðnskóla greiðist að % af ríkinu, en % af hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarfjelagi. I rafurmagnsmálunum gerð- íst þetta helst: 1. Samþykt var að byggja rafurmagnsveitu til Keflavík- ur, eftir tillögum Ólafs Thors og mun hún verða bygð á ár'- inu. Má telja^ það einstætt af- rek, að nú tókst að fá efni í þessa veitu, þegar annars er lokað fyrir allan innflutning rafmagnsefnis. Reynt var að hnýta við þetta mál mörgum óþörfum rófuliðum, án þess að yon væri Um framkvæmdir, en það heppaoist ekki. Hinsvegar samþykt allsherj- ar heimild til handa ríkisstjórn inni til fjáraframlaga og að- stoðar, ef svo kynni að breyt- ast á, árinu, að únt yrði að fá efni til framkvæmda á öðrum stöðum. 2. Ríkislántaka fyrir raforku sjóð. Frumvarp um það efni var flutt af Skúla Guðmunds- syni, Jóni Pálmasyni, Ásgeiri Ásgeirssyni, Ingólfi Jónssyni og Jörundi Brynjólfssyni. Var með því ætlast til að taka 20 milj- óna kr. skuldabrjefalán fyrir raforkusjóð og gefa mönnum færi á að binda lán sín við framkvæmdir í einstökum hjeruðum að svo miklu leyti sem því yrði við komið. Þetta frumvarp var samþykt í neðri deild en dagaði uppi í efri deild. Ymsar aðrar till. lágu fyr- ir um raforkumál, en þetta var hið helsta. Starfsemi raforku-t nefndar ríkisins heldur áfram, en hún hefir beðið eftir skýrsl- um og tillögum þeirra sjerfræð- inga á. þessu sviði. sem verið hafa að starfi undanfarið. TRYGGINGARMÁL. UM tryggingarmálin voru samþykt 5 lög: tvenn til breyt- ínga á tryggingarlögunum, er miða bæði að aukinni starfsemi og auknum framlögum frá ríki og einstaklingum. En svo voru samþ. þrenn lög um sjerstaka lífeyrissjóði: 1. Starfsmanna ríkis, ríkisstofnana og bæjar- fjelaga. 2. Barnakennara og 3. Hjúkrunarkvenna. Með öllum þessum lögum er ákveðið að ríkið og þeir aðilar aðrir, sem laun greiða þessu fólki, leggi árlega fram 6% til viobótar heildar launum viðkomandi fólks til þessara sjóða, en það sjálft 4% miðað við sömu upp- hæðir. Allir þessir aðilar eru losaðir við þá skyldu, að greiða t ,> » í f í - < - ’ * ! i i H ■ 1 .* — 3. grein lífeyrissjóðsgjald í hinn al- menna lífeyrissjóð íslands, en fá á þenna hátt fullkomnari ellitryggingu en áour hefir ver ið til hjerlendis. Þess ber að geta, að Þor- Steinn sýslumaður bar fram frumvarp þess efnis, að lífeyr-' issjóðsgjöldin, sem nú eru víða tilfinnanleg útgjöld, miðist við skattskyldar tekjur, í stað hreinar tekjur, en þetta nóði eigi samþykki. SKATTAMÁL. Á ÖLLUM þingum síðari ára hafa verið lögð fyrir fleiri og færri frumvörp um nýja skatta. Er svo komið, að skatta málin eru sá mátaílokkur, sem einna mestu veldur um þíið, j hvort hjer í landi á að ríkja eignarrjettar- eða ríkisrekstrar skipulag. Svo langt hefir vei'ið farið á þessu sviði að undan-* förnu, að ef öllu lengra er gengið, fer að verða lítil hvöt hjá landsmönnum til að reka atvinnu á eigin ábyrgð, og þá hlýtur þjóðnýtingin að taka við, eins og til er ætlast af hin- um svonefndu vinstri flokkum. Á þessu þingi voru lögð fyr- ir nokkur skattafrumvörp, og sum all veigamikil. Fyrir þing- ið hafði\starfað milliþinga- nefnd í skattamálum, undir for ystu einhvers vitrasta manns, sem nú fæst við stjórnmál, Pjet urs Magnússonar bankastjóra. Þessi nefnd varð eigi sammála um nema eitt frumvarp til breytinga á tekju- og eigna- skattslögunum. Það fjallaði um tvö atriði: í fyrsta lagi að skatt .stjórar skyldu skipaðir í öllum hinum stærri bæjum og skyldu þeir hafa eftirlit með fram- kvæmd skattalaganna í nær- liggjandi hjeruðum. Var til þess ætlast að þetta kæmi í staðinn fyrir þá tillögu Framsóknar- ánanna, að stofna xnörg embætti skattdómara til -að leita uppi skattsvikara. j í öðtu lagi fól þetta frum- yarp í sjer breytt ákvæði, um nýbyggingarsjóði útgerðarfje- laga, þess efnis, að tryggja það áö fje þessara sjóða yrði eirt- ungis varið til aukníngar og endurnýjunar á framleiðslu- tækjum á sviði útgerðarinnar. Þetta frumvarp var flutt inn i þingið af fjárhagsnefnd neðri deildar, án skuldbindinga þó. Þegar til kom, voru fluttar margar og stórar breytingatil- lögur við þetta frumvarp. Jafnvel heil frumvörp frá fyrri hluta þingsins voru sett inn á þann hátt og alt voru það aft- urgöngur frá faðmlagatimabili vinstri flokkanna s. l.'vetur. Þegar frumvarpið fór út úr neði'i deild, var það samþykt gegn atkvæðum Sjálfstæðis- manna, af flestum fulltrúum þinna vinstri flokka. Þá var bú ið að bæta við þessum atriðum: 1. Rjettindi allra hlutafjé- laga til að leggja fje- í vara • sjóð óður en skattur er á lagð- ur voru afnumin. Nú hafa útgerðarfjelög rjett til að leggja Vi skattskyldra- i í m<--‘ ■ ....•'. * tekna í varasjóð, og önnur hlutafjelög Vs. 2. Útgerðarfjelög áttu að hafa leyfi til að leggja af hrein um tekjum alt að Va í nýbygg- ingarsjóð, þar til hann væri orðinn 2 milj., en þar á eftir Ve teknanna. Skyldi þó nýbygg- ingarsjóður takmarkast við hæfilegt vátryggingarverð skipa. 3. Skattafríðindi samvinnu- fjelaga voru aukin til muna með frumvarpinu, en nú hafa þau rjett til að leggja Va af tekjum sínum í varasjóð áður en skattur er á lagður. 4. Persónyfrádráttur var talsvert hækkaður og mun meiri munur gerður en áður á þessum frádrætti í sveitum og kaupstöðum. 5. Kaup skattanefndar- manna var sett í 25 kr. á dag að viðbættri verðlagsuppbót. Fyrir þinginu lá svo annað frumvarp um eignaaukaskatt. Var það flutt af þremur for- ystumönnum vinstri stjórnar samninganna: Haraldi, Her- manni og Brynjólfi. '— Þetta frumvarp var keyrt í gegn um efri deild af flutningsmönr.um og flokksmönnum þeirra að fráteknum Jónasi Jónssvni, er greiddi atkvæði gegn því á- samt Sjálfstæðismönnum. Aðalatriði þessa frumvarps eins og frá því var gengið i efri deild eru þessi: — Af eignaaukningu á árunum f:á 1939—1944 samkvæmt skalta- framtali greiðist skattur þann- ig: Af 100—200 þús. kr. gréið- ist 20% af því, sem er umfram 100 þús. Af 200 þús. til 1 milj. greiðist 20 þús. af 200 þús. og 25% af afgangi, af 1 miijón kr. greiðist 220 þús. kr. og 30% af afgangi. Ef um væri að ræða ráun- verulega eignaaukningu og eingöngu óheilbrigðan stuðs- gróða, þá væri þetta íiumvarp afsakanlegt. en hvorugu er til að dreifa. Hjer er þeim mönn- um og fyrirtækjum, sem rcka heilbrigðan atvinnurekstur gert jafnt undir höfði, eins og hinum sem hafa rakað saman fje í skjóli stríðsins eingöngu með meira-og minna heiðar- legum viðskiftum við herliðin o.s.frv. Að hinu leytinu mundi slíkur skattur að mjög mikiu leyti lenda á þeirri verðhækk- un, sem orðið hefir og sem eng in eignaaukning er, því verð- fallið sem kemur á vönibirgð- ir og. stofnfjáreignir fyrirtækj- anna etur þetta upp að mestu í stríðslokin. Þess ber cg að gæta, að með þessu mundi að miklu leyti tekinn til þess op- inbera sá tapsfrádráttur út- gerðarfjelaganna sem þoim var með lögum heimilað að draga frá tekjum á fyrsta ári striðsins áður en skattur var á lagður. Þó er aðalatriðið í þessu máli það, að ef Alþingi gengur inn á þá nýju braut, að taka eignir manna til ríkisþarfa, þá er hætt við* áð' lokamarkið' yrði bkki 100 þús. fa^ldUr; gaeti: þ^ð alveg eins orðið 10 eða 5 þúsund kr. Þetta frumvarp komst til neðri deildar en dagaði bar uppi í þinglokin. En hitt, sem áður var frá sagt fór sömu l?ið í efri deild. Sennilega verða þau vakin aftur á næsta þir.gi og reynt enn á ný að grund- valla á þeim stjórnarsamvinnu vinstri flokkanna. Þriðja skattafrumvarpið var flutt í efri deild, og var bað framlenging á vcrðlækkunar- skattinum svonefnda, sem lagö ur var á í fyrra. þá til hráða- birgða. Þetta frumvarp var felt í deildinni, enda hefir þessi skattur reynst óvinsæll og mjög tilfinnanlegur. Hann kom mjög hart niður á nokkrum hluta útgerðarinnar, og gekk allnærri tekjuöflun bæjarfje- laganné, einkum Reykjavíkur, af því útsvörin hvíla þar mest á því tekjubili, sem skattur- inn var á lagður. Fjórða skattafrumvarpið var flutt af ríkisstjórninni og var á þá leið, að lagt skyldi 2% gjald á fobverð allra aðfluttra vara til viðbótar gildandi toll- um og að tekju- og eignaskatt- urinn skyldi innheimtur með 15% álagi. Þetta frumvarp komst til fjárhagsnefndar í neðri deild eftir langar þrfe't- ur, en þar dagaði það uppi í samráði við fluningsmenn. Endirinn varð því sá, að engin skattafrumvörp voru samþykt á þessu þingi og mun almenningur telja það þakkar- vert. En sennilega eT aðeins um stundarbið eina að ræða og góðs er ekki að vænta eins og þingið er skipað og eins og það gekk frá málum að öðru leyti. ÖNNUR MÁL AF öðrum málum sem fyr- ir þinginu lágu, mætti margt nefna, en hjer verður því að mestu slept, enda er þetta oro- ið lengra mál en ætlað var í upphafi,Meðal annars má geta þess, að lög voru samþykt um ábyrgð ríkissjóðs á tjóni, sem .hlýst af veru herliðs Banda- ríkjanna hjer og getur farið svo að þau lög geti orðið dýr um það er lýkur, ef eigi fást bæt- ur frá rjettum aðila. Þá voru samþykt' lög um dómsmála- störf, lögreglustjóm og gjald- heimtu í Reykjavík. Fela þau í sjer með.al rnargs annars skift- ingu lögmannsembættisins í Reykjavík og þar með nýtt, dýrt embætti méð tilheyrandi skrifstofu o. s. fi'v. Mörg önnur minni háttar mál lágu fyrir og yrði of langt mál að telja það alt upp. Það voi'u alls 119 frv. og 66 þings- ályktunartillögur sem fyrir var lagt. Voru afgreidd 60 lög og 38 tillögur. Mun lítið koma út af því sumti hverju er til gagns megi verða, en annað er til nauðsynlegs undirbúrúngs síðari löggjafar og fram- kvæmda á ýmsum sviðum þjóð ljfsins. HEILDARMYND ÞETTA lauslega og stutta yfirlit um afgreiðslu helstu hxála á síðasta ^Uþingi og þá þætti aðra, sem þar voru til Sæðferðar sýnir, að á þinginu vób maígt' hligfeáð,*''fnárgt'<i,afeíttl' og margt ráðgert. — Stendur þetta þing að því leyti síst að baki þeim þingum öðrum sem haldin hafa verið á síðari ár- um. En í heild sinni var starf- semi þess með leioinlegasta móti og eitt hefir hún sannað alveg ótvírætt og það er, að núverandi sjórnarfyrirkomulag er með öllu óhæft og getur ekki gengið til frambúðar. Um það vii'ðast allir flokkar og flestir einstakir þingmenn orðnir sam mála, enda þótt þeir hafi eigi náð þeirri samvinnu sem nauð- synleg er til breytinga. Ríkisstjórnin hefir ekki fylgi þingsins og þingið er for- ustulaust. Enginn samstæður eða stai’fhæfur meiri hluti er þar til. Oft og einatt í'æður til- viljun því, hvað ofan á verður. Starfandi ráðherrar hafa að vísu reynst starfhæfir menn og í aðalatriðum vel viðunandi í afgreiðslu daglegra stjórnar- starfa og framkvæmd þeirra laga, sem þingið fær þeim í hendur. En þeir virðast alls ó- hæfir til þess að ná samtökum við þingið eða meiri hluta þess og sýna jafnvel undra litla við- leitni í þá átt. Dómsmálaráð- herrann er eini maður stjórn- arinnar, sem frá fyrri tíma hef ir pólitíska æfingu, enda að ýmsu leyti hennar færasti inað ur. Gerir hann líka einna mest að því, að reyna samvinnu við þingmenn. En bæði er, að við ramman reip mun að draga á ýmsar hliðar og þannig í pott- inn búið, að góðs árangurs er naumast að vænta. Þess var getið hjer að fram— an að afgreiðsla fjármála frá- þessu þingi væri slík, að senni- lega hefði engin þingræðis- stjórn tekið við henni.Dýrtíðar vísitala þingsins mun vera ná- lægt 500 stig og mikill hluti þingmanna er haldinn þeirri villu. að helsta bjargráðið sje að leggja skatta og aftur skatta á þegnana ofan á alt sem fyrir er. Ríkisstjórnin dregst með. Eina viðleitnin til samtaka og stöðvunar var gerð af hálfu fjárveitinganefndar. Formaður hennar er einn allra duglegasti maður þingsins, og hefir áreið- anlega vilja á að varna því, a5 straumurinn beri til hafs. En hann hafði ekki fylgi nema þriggja manna af níu í nefnd- inni, Viðleitni hans og ann- ara nefndarmanna strandaði því eölilega á því sama skeri, sem aðra ber að, því að þing- ið vantar starfhæfa sjói-n og enginn starfhæfur meii'i hluti er til. Vera kann að atburð- anna rás á árinu 1944 vei'ði slík að betur fari en til var stofnað og vafalaust vona allir aðilar það. En stjórnmála- óstandið er jafn óhæft fyrir því, það er auðsætt mál. Hvað framundán er, verður að svo stöddu 'eigi um sagt, er» horfurnar eru ekki næx'ri g'óð- ar. Komandi þing er saman kall að til þess að afgi'eiða skiln- aðai'málið og tekst það von- andi veL En hinum venjulegu störfum reglulegs Alþings er ráðgert að fresta til hausts og má yera að til þess tíma,rikji ■\' V Pi^amhf. á B. ‘ áí5Ú,‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.