Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 6
6 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Sunnudagur 23. janúar 1044 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hverjir óska þess í hjarta sínu? YFIR EGYPTALAND gengu á sinni tíð plágur ægileg- ar. Vatn alt varð að blóði, engisprettur huldu yfirborð landsins, frumburðir allir voru deyddir, frá frumgetnum syni Faraós til frumgetnings ambáttarinnar, og aðrar álíka hörmungar dundu yfir lýðinn, og það var harma- kvein í hverju húsi. Yfir Reykjavík hafa á vorum dögum gengið plágur þrjár! Fyrsta plágan heimsótti fólkið þegar krystaltæra góð- vatnið, úr svölum lyndum Gvendarbrunnar, byrjaði að streyma um æðakerfi Vatnsveitunnar í hvert hús borg- arinnar. Önnur plágan hófst þegar Elliðaárnar voru virkjaðar, en það harðnaði þó fyrst fyrir alvöru á plágunni, er raf- straumurinn frá Soginu barst til borgarinnar. Þriðja plágan, sú illkynjaðasta og skæðasta, kom svo yfir hina hrjáðu borg, er Hitaveitan byrjaði að hella úr iðrum jarðar vellheitu vatni inn á heimilin. Vjer höfum heilaga ritningu til vitnis um plágur þær, sem yfir Egyptaland gengu. Um „plágur Reykvíkinga“ vitnum vjer til Alþýðu- blaðsins 21. janúar 1944, 16. tbl. ★ Reykjavíkurbær hefir á síðustu árum hrundið í fram- kvæmd tveim einna glæsilegustu framfaramálum lands- manna, þar sem er Sogsvirkjunin og Hitaveitan. Því er ekki að neita, að í seinni tíð hefir rafmagns- og vatnsskortur verið tilfinnanlegur. Vitað er þó, að aukn- ing rafmagnsins er á næstu grösum. Sjálf er Hitaveitan á fyrsta reynsluskeiði, en reynt hefir verið að veita heita vatninu sem fyrst í húsin, þótt varanlega eigi eftir að ganga frá ýmsu og búa svo sem verða á um leiðslur og margt annað. Bæjarbúar flestir hafa tekið með þolinmæði því, sem miður hefir farið, en litið meir á grundvallarágæti og framtíðarmöguleika þessara nefndu fyrirtækja. En svo eru þeir, sem hafa annan hug. Lifa og hrærast í lúsablesahættinum. Iiafa altaf frá öndverðu legið sem þvertrje í vegi framkvæmdanna, Sogsvirkjunarinnar og Hitaveitunnar — af þrengstu flokkspólitísku ástæðum einum. Þeim hvötum, að hindra framfaramál pólitískra andstæðinga, skeytingarlausir um hag og velferð fjöldans. Þeir Alþýðublaðsmenn hafa að vísu ekki viðurkent í orði fjandskap sinn, fyrr en nú, að þeir fá ekki orða bund- ist. I áðurnefndu tölublaði Alþýðublaðsins segir r um Vatnsveituna, Sogsvirkjunina og Hitaveituna: „Þetta eru plágur Reykvíkinga“! Blaðið hefir alt á hornum sjer varðandi þessi fyrirtæki, en þó tekur út yfir, þegar lesturinn kemur að Hitaveit- unni. Þar segir: „Loks er það hin langþráða hitaveita. Heita vatnið er ekki fyrr farið að streyma um bæinn, en það skapar stór- kostleg vandræði fyrir bæjarbúa. Hitinn verður af ákaf- lega skornum skamti. Loks hverfur heita vatnið með öllu. Það hefir altaf streymt gegn um greipar verkfræðinga, án þess að sinna ætlunarverki sínu. Og það er' ekkert rafmagn til að dæla vatni í geymana að nýju. Fólk situr skjálfandi í íbúðum sínum í 12—17 stiga frosti og óskar þess í hjarta sínu, AÐ ALDREI HEFÐI VERIÐ RÁÐIST I ANNAÐ EINS GLÆFRAFYRIRTÆKI OG HITA- VEITU FYRIR REYKJAVÍK“. Þessi orð eru greipt á skjöld Alþýðuflokksins! Hverjir óska þess af hjarta að aldrei hefði verið byrjað á Hita- veitunni? Alþýðublaðið þekkir sína. Það skín út úr þess- um ömurlegu orðum Alþýðublaðsins innra hugarfarið, að ekki myndi nú skaða, að einhver óhöpp kæmu fyrir áður en Iýkur. Þetta dylst ekki. En menn sjá jafnframt að Alþýðublaðið hefir hjer með sagt sitt síðasta orð um þetta framfaramál bæjarins. Samningar um kaup og kjör yfirmanna á skipum alt að 75 smálestir SAMNINGÚR hefir verið undirritaður, um kaup og kjör, milli skipstjóra og stýrimanna fjelagsins Grótta annarsvegar og Vjelbátafjelags Revkjavík- ur, Línu- og- flutningaskipa- eigendafjelags Islands, Útgerð arfjelags Keflavíkur, Útvegs- bændafjelags Gerðahrepps hins vegar á skipum alt að 75 rúm- lestum. •— Samningurinn er á þessa leið: Síldveiðar með hcrpinót: — Skipstjóri hafi 7% af brúttó söluverði aflans (enda hvíli á honum þær kvaðir, að vera veiðistjóri). Stýrimaður hafi 3,7% af brúttó söluverði afl- ans. Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði sitt. Síldveiðar með hringnót og með reknetum: Skipstjóri hafi 2 hásetahluti. Stýrimaður hafi 1 Vz hásethlut. Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði sitt. Botnvörpuveiðar: Skipstjóri hafi 2 hásetahluti. Stýrhnaður 1 % hásetahlut. ‘ Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði sitt. Línuveiðar: Skipstjóri hafi 2 hásetahluti. Stýrimaður hafi IV2 hásetahlut ef um útilegu- bát er að ræða, en á þeim land- róðrabátum, sem lögum sam- kvæmt eru skyldir að hafa stýrimann, hafi stýrimaður 1Vt hlut. Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði sitt. Dragnótaveiðar: Skipstjóri hafi 2 hásetahluti. Stýrimaður hafi 1 V2 hásetahlut. Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði sitt. Flutningar: Skipstjóri hafi kr. 800.00 pr. mán. að viðbætt- um dýrtíðarauka. Stýrimaður hafi kr. 600.00 pr. mán. að við- bættum dýrtíðarauka. Skip- stjóri og stýrimaður hafi frítt fæði eða fæðispeninga í sam- ráði útgerðarmanns bátsins. Um áhættuþóknun til skip- stjóra og stýrimanns skal farið eftir gildandi reglum um greiðslu hjá skipaútgerð rikis- ins á hverjum tíma. Ekki skal þó skylt að greiða slíka áhættu þóknun, nema á þeim bátum, sem eru í siglingum milli lands fjórðunga. Útgerðarmenn láti fjelags- menn úr Farmanna- og fiski- manna sambandi Islands ganga fyrir öðrum í skipstjórnar og stvrimannsstöður ‘ á skipum sínum. Samningur þessi gildir frá 1. jan. 1944 og til 1. jan. 1945. Samningurinn framlengist frá ári til árs, hafi honum ekki verið sagt upp af öðrum hvor- um aðilanum fyrir 1. nóvem- ber ár hvert. Árás á Kurileyjar Washington í gærkveldi. — Sprengjuflugvjelar Bandaríkja manna hafa gert allharðar á- rásir á bækistöðvar Japana á Kurileyjum, en þær eru sern kunnugt er, skamt fyrir norð- an Japan. Var aðallega gérð atlaga að eynni Paramushio. Björgunarmálin við strendur landsins. LAXFOSS-STRANDIÐ hefir vakið menn til umhugsunar og umræðna um lífsspursmál, þar sem er um að ræða skipulagn- ingu björgunarmálanna við strendur landsins. Hjer í dálk- unum hefir allmiklu rúmi verið eytt til að ræða þetta nauðsynja- mál og er því rúmi vel varið, ef hægt er áð koma því til leiðar, að bætt verði úr því, sem ábóta- vant kann að vera. Skrif mín og annara hjer í dálkunum eru ein- göngu í þeim tilgangi gerð að benda á misfellur og gera tillög- ur til úrbóta. Það ætti enginn að firtast við það. Vil jeg í því sambándi enn einu sinni taka fram, að ekki er ætlanin að veitast að neinum einstakling. Nú hefir mjer borist eitt brjef- ið enn um þessi mál. Brjefrit- arinn nefnir sig „víðförlan“ og fer brjef hans hjer á eftir: Björgunarsveit í Reykjavik. „FRÁSÖGN Morgunblaðsins eftir Laxfoss-strandið, um að engin björgunarsveit væri til í Reykjavík, hefir mjög vakið at- hvgli manna. sem von er, því allir höfðu gert ráð fyrir, að Slysavarnafjelagið hefði fyrir löngu sjeð svo um, að hjer væri til æfð björgunarsveit, til þess að fara með björgunartæki þau, sem fjelagið á í Reykjavík. En það ér nú komið áþreifanlega í ljós, að svo er ekki, Hitt mun rjett vera, að erindreki fjelags- ins hefir á undanförnum árum æft nemendur Stýrimannaskól- ans í meðferð þessara tækja. Kensla þessi er auðvitað sjálf- sögð, því hún getur komið nem- endum vel í sjómannsstarfi þeirra. En nemendur skólans koma og fara og þeir eru ekki til taks til björgunarstarfa hjer í bænum nema fáa mánuði árs- ins. Það liggur því í augum uppi, að hjer á að vera til æfð björgunarsveit, skipuð dugnað- armönnum úr landi og þeir eru til“. • Hvað með æfingar úti á landi? „ALMENNINGUR hefir litið svo á, að eitt aðalstarf Slysa- varnafjelagsins sje að koma upp björgunarstöðvum sem víðast með ströndum landsins og er nú svo komið fyrir framtak fjelags- ins, að slíkar stöðvar eru til á 42 stöðum, víðsvegar á landinu, samkvæmt síðustu árbók, sem komið hefir út frá fjelaginu, en það er fyrir árið 1941. En í ár- bókum fjelagsins undanfarin ár er hvergi að finna skýrslur um björgunarsveitir eða æfingar þeirra. Árbók fjelagsins virðist þó vera hinn rjetti vettvangur fyrir skýrslur um æfingar björg unarsveitanna, ekki síður en annað, sem birt er viðvíkjandi björgunarstöðvunum. Og eftir reynsluna hjer í Reykjavik verð ur manni á að spyrja: Hvernig er ástandið úti á landi i þessum efnum? Ef til vill á skýrslan í nefndri árbók um ferðir erindrekans út um land að koma í stað skýrslu um æfingar björgunarsveitanna. En þar er getið um þrjár ferðir érindrekans til kenslu í meðferð björgunartækja úti á landi. Vel má vera, að björgunar- *.* *:*•:* *:* *:***—:* *:* *:*•:—:* *:**:* *:**:—^ sveitir úti á landi haldi reglu- legar æfingar, þó þess sje ekki getið sjerstaklega í árbókum fjelagsins. Væri æskilegt, að al- menningur fengi upplýsingar. um þetta atriði, sem er hreint ekki svo ómerkilegt“. Þetta var brjef „Víðföruls“ og er vissulega margt athyglisvert sagt í því. Skattaframtöl. ÞESSA DAGANA sitja menn með sveittan skallann, eins og sagt er, við að telja fram til skatts. Þykir mörgum það leið- inlegt verk. Sumir undrast vafalaust, er þeir gera upp sina reikninga eftir árið. En þetta er verk, sem hver maður þarf að Ijúka og nú fer óðum að stytt- ast fresturinn, því fyrir mánaða- mótin heimtar skattstjórinn skýrslurnar og engar refjar. Er mönnum hótað öllu illu, ef þeir skila ekki skattaframtali sínu á rjettum tíma. Það er best að segja það eins og það er, að það er ekki til neins fyrir menn að reyna að þrjóskast við að telja fram til skatts. Á þá verður lagt, hvort sem þeim líkar vel eða miður. Ráð mitt til allra, sem dregið hafa að skila framtölum, er því þetta:.IUu er best af lokið; Telj- ið fram strax í dag og sendifS Skattstofunni plaggið og vonið hið besta. Nýstárleg leiksýning. NÝSTÁRLEG LEIKSÝNING var það, sem blaðamönnum var boðið að horfa á hjá setuliðinu ameríska í vikunni sem leið. Leikritið, eða leiksýningin nefn- ist „Drykkjumaðurinn“ (The Drunkard). Þessi sýning stóð þó ekkert í sambandi við ný- afstaðið afmæli góðtemplara, síður en svo. Áhorfendasvæðið var útbúið eins og veitingastofa. Áhorfendur sátu við borð sín og drukku bjór. Og hegar jeg segi bjór, á jeg ekki við neinn gerfibjór. Þjónar gengu um beina með mikil rostungsskegg, en hljóm- sveitin ljek dægurlög, sem for- eldrar okkar og afar og ömmur höfðu jafnmiklar mætur á og unglingarnir hafa nú á siðustu Irvin Berlín-slögurum eða Jitt- erbug-hljómlist. Leikurinn var nýstárlegur vegna þess, sem þegar hefir ver- ið lýst og einnig fyrir þá sök, að áhorfendur virtust taka ekki minni þátt í leiknum en leikar- arnir sjálfir. Það var óspart fussað á þorparann, en hetjurn- ar hvattar með gleðihrópum, eða einhver áhorfandinn gaf þeim vel meint ráð, er þorpar- inn var að leiða þær á glapstigu. Leikarar allir voru hermenn fyrir utan fjórar amerískar blómarósir, sem hjer hafa dval-, ið um hríð til þess að leika fyr- ir hermennina. Settu þær sinn svip á „stykkið" með dansi og söng. íslendingarnir, sem við- staddir voru, virtust skemta sjer vel, en hræddur er jeg um, að erfitt myndi reynast að fá ís- lenska leikhúsgesti til „að taka undir“ söngvana, eins og áhorf- endur gerðu á þessari sýningu. Hitt tel jeg vafalaust, að leikur þessi verði vinsæl og eftirsótt skemtun fyrir hermennina, og varla munu bjórveitingarnar draga úr aðsókninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.