Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 8
8 M 0 R G U N D L A Ð I Ð Sunnudagur 23. janúar 1944 — Reykjavíkurbrjef Framh. af bls. 7. an glæfrafyrirtæki sem aldrei hCfði átt að ráðast í. Ljós og skuggar. Á ÍSAFIRÐI ráða Alþýðu- flokksmenn ríkjum. Alþýðu- blaðið kennir ekki flokksmönn um sínum um rafmagnsskort- inn þar. Þar er þeim þakkað myrkrið. Þar er ekki verið að vinna að stækkun rafstöðvar. Þar koma engar nýjar vjelar upp í næsta mánuði. Þar sitja menn ekki við kertaljós vegna þess að einn þráður slitnar í ofsaveðri. Þar eru menn í myrkri á hverjum degi, alveg án tillits til þess, hvernig viðr- ar og engin fyrirsjáanleg von um endurbætur. Hjer í Reykjavík hafa menn orðið fyrir óþægindum af raf- magnsskorti um stundarsakir, vegna þess hve seint fengust vjelar frá Ameríku, bærinn í örum vexti. Ög hjer er hægt að auka rafmagnið stórkost- lega, þó rafmagnsverðið hafi fram að þessum tíma verið ná- lega óbreytt frá stríðsbyrjun. „Glæfrafyrirtækið”. Alþýðublaðsmenn eru óá- nægðir með hitaveituna. Þeir hafa altaf hatað það fyrirtæki frá byrjun. Þetta er engin ný bóla. En það þótti þeim ágætt ráð, hjer íxm árið, að sækja vatn upp í Hengil, eða gufu suður í Krýsuvík, til þess með því, að margfalda stofnkostn- aðinn. Vinstri hersingunni tókst að margfalda stofnkostnað hita- veitunnar með því, að eyði- leggja fjárhags landsins á ár- unum fyrir stríð, svo lánsfje fjekkst ekki á rjettum tíma og tefja framkvæmdir eftir því, sem þeir gátu. Hefðu þessar hindranir ekki komið í veg fyr irtækisins, er líklegt að Reykja víkurbær hefði í dag átt hita- veituna að mestu skuldlausa. Reynist fjárhagshlið þess mjög erfið, vita menn hverjum er að kenna þeir erfiðleikar. Kommúnistar kvörtuðu und- an því nýlega, hve Landsbank- inn hefði lánað bænum mikið fje. Hann fengi svo mikla vexti af fjenu samanlagt. Hefði Landsbankinn getað lánað hitaveitunni fje árið 1935, hefði Reykjavíkurbær nú verið 20—30 miljónum króna efnaðri en hann er. Það er oft dýrt að vera fátækur. En komm únistum er það kappsmál að ríkið sje sem fátækast, bærinn eigi sem minst og sem fæstir sjeu aflögufærir í landinu. Þó ætti flestum íslendingum að vera það hugleikið að sem flest heimili á landinu þyrfti ekki að sækja kol til Englands til herbergjahitunar. Að hita- veitan sje glæfrafyrirtæki vegna þess að hiti þaðan verði ótryggur í framtíðinni, er ó- frambærileg fjerstæða. Það er frekar „glæfrafyrirtæki” að byggja heimili á Isiandi, sem þurfa kol úr námum Englands til upphitunar. Sunnlenskar rigningar eru tryggari. Meðan hjer rignir, hitnar vatn í jarð- sprungum Mosfellssveitar. Og þaðan verður Reykjavík hituð í framtíðinni, hvort sem Al- þýðubiaðinu líkar betur eða ver. Nýtf beitiskip Þetta skip heitir Vicksburg og er að hlaupa af stokkunum. — Það er amerískt beitiskip, og búið öllum nýtísku vopnum. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Söngskemtun: Samkór Reykjavíkur Karlakórinn Ernir Blandaðir kórar hafa löng- um átt erfitt uppdráttar hjer í bæ, og flestir þeir, sem stofn- að hefir verið til, hafa lognast út af svo að segja jafnóðum. Aðalástæðan mun hafa verið sú, hve erfitt hefir reynst að fá karlaraddir, enda hinir mörgu karlakórar lagt hald á þá krafta, sem til greina hefðu komið. Hinsvegar er þess mikil nauðsyn, að slíkur kór, vel samæfður, starfi hjer í höfuð- staðnum. „Heimir“ Sigfúsar Einarssonar bar- þess ljósastan vott, hve prýðilegum raddkröft um er hjer á að skipa, en hann lagðist því miður niður með fráfalli Sigfúsar. Það verður ekki með neinni sanngirni hægt að skipa Sam- kór Reykjavjkur í röð þeirra fyrsta flokks kóra, sem hjer hafa starfað — ekki ennþá að minsta kosti. Þess verður enn vart, að kórinn er á byrjunar- stigi og söngfólkið óæft, bæði í að beita röddunum og syngja saman í kór. Mikill hluti kven- raddanna hefir auk þess ekki náð þeim þroska, að um hrein- 1 ar fullorðinsraddir sje að ræða. Hinsvegar varð þess vart, að margar raddirnar eru góðar, þótt óþroskaðar sjeu. Gætti þess 1 mest í mjúkum pianosöng. — Þess verður þá og að gæta, að hjer er verið að byggja upp frá grunni, og ef kórinn heldur óskertum þeim áhuga, sem er nú sýnilega ríkjandi innan hans, má vænta góðs árang- urs er fram líða stundir, ekki síst þar sem söngstjórinn, Jó- hann Tryggvason, virðist vera , vel fallinn til þess að glæða þennan áhuga og halda hon- um lifandi. Söngstjórn hans bar öll vott um einbeitni og góðan smekk. Vinnur hann svo vel, sem unt er á nokkurn hátt, úr þeim efniviði, sem fyrir hendi er. Þá má og telja hon- um það til lofs, að hann velur kórnum yfirleitt ekki viðfangs- efni um krafta fram. Undan- tekning í þessu efni var þó ,,Förumannaflokkar“ Karls Runólfssonar, sem var sóprön- unum algerlega ofviða. Annars var Karli lítill greiði ger með því að setja „Förumannaflokk- ana“ svo nálægt Flökkumanna Ijóði Schumanns, einu af full- komnustu verkum þessa höf- undar, en „Förumannaflokk- arnir“ eru, að minni hyggju, eitt sundurlausasta og veikbygð asta verk Karls. Best tókust samkórnum þau lög, sem veikt voru sungin, t. d. Barcarolle Offenbachs, sem átti allmikla mýkt til að bera. Þá voru og mjög fallega sungn ir kaflarnir í Strauss-valsin- um, „Rosen aus dem Siiden“, en þar skorti nokkuð á ljett- leika, og útsetningin var á köflum all hjákátleg — en það er raunar ekkert nýtt fyrir- brigði, þegar settur er texti við lög, sem eru upprunalega sam- in fyrir hljóðfæri. Um skerf þann, er „Ernir“ lögðu einir til hljómleiksins, er svipaða sögu að segja og sam- kórinn. Hann hefir nokkrum góðum röddum á að skipa, en meginið er óæft og skortir tón- hæfni, og náðist því ekki sá árangur, sem til var stofnað af hálfu söngstjórans. Undirleikur Önnu Sigríðar Björnsdóttur var prýðilegur, ljettur og öruggur, og átti sinn mikla þátt í því, hve vel lögin með undirleik tókust yfirleitt. E. Th. Ítalía: Framh. af 1. síðu. að þeir sjeu nú allír ónýtir, nema einn. Einnig er svo sagt, að amerískar steypiflugvjelar hafi ráðist að aðalstöðvum Þjóðverja á Ítalíu (við Frascati skamt frá Róm) og hitt bygg- ingu þá, sem herráðið hefst við í, með 26 sprengjum. Einnig hafa orustuflugvjelar stöðugt verið á sveimi. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU. Olgeir Jónsson sjötugur Sjötugur er á morgun Olgeir Jónsson á Stokkseyri. Hann er fæddur þar, í Grímsfjósum, 24. jan. 1874, og hefir lagt á margt gjörva hönd um dagana, en var lengst sjómaður í verstöðv- unum eystra, og hvergi hrædd- ur. Sjðar fjekst hann mest við smíðar og svo ýmsa vinnu. Hús hans er seinasta sjóbúðin þar um slóðir, sem enn-stendur nær óbreytt, og býr einn, því að hann hefir ekki elt ólar við kvennadutlunga. Þó er hann gleðimaður mikill, leikari góð- ur, vill sjá hvern mann glaðan og hefir ekki fylgt fast hinum ströngustu bannmönnum. Hann mun nú nær einn á lífi þeirra manna, sem sjálfir sáu Stokks- eyrardrauginn, en draugurinn birtist honum í gufustrók, sem kom upp þar á milli sem tvær matarskrínur stóðu í sjóbúð- inni, þar sem draugurinn var, en gneistar sindruðu af gufu- stróknum. Olgeir á tvo gripi þá. er fágætir éru. Annar er sjerkill mikill og forn, sem Kambránsmenn höfðu heim með sjer úr Brimarhólmi. Hinn gripur hans er hegrakló, töfra- gripur, og fylgir sú náttúra, að enginn verður fjevana með öllu, er þann grip hefir að varðveita. En að öðru leyti stendur ekki mikill auður sam- an á búi hans. Enginn, sem til þekkir, þyk- ist komið hafa á Stokkseyri, nema hann heimsæki Olgeir. Allir vinir Olgeirs óska hon- um góðs í hvívetna á sjötugs- afmælinu, en vinir hans eru margir, því að hverjum manni reyndist hann drengur góður. P. + H. Ráðuneyti Petains á fundi Parísarútverpið segir að Pet- ain marskálkur hafi í morgun setið fund með stjórn sinni. Vichyútvarpið segir af þessu tilefni ,að fundurinn hafi stað- ið lengi og verið feikna þýð- ingarmikill fyrir alla framtíð Frakklands. Voru allir ráðherr- amir mættir á fundinum, sem stóð lengi. X~9 KACES 7D OVERTAKE THE ESCAPIN& CONVICT, /U-EXANDER, 7HE 6REAT... I TOLD VOL) I CAN'T ~ DISCHAR&E PASSEN&ERS UNTIL WF. REACH THE 5— TERMINAL / -/ y Ou'RE SHfLETTINO ~ OFF m now' 1 s TEP ON IT, MIKE i 1 THINK HE'S ON THAT Bus! A X-9 og lögreglumaður með hónum á mótorhjóli elta almenningsvagninn, sem Alexander mikli er í. Við skulum flýta okkur, Mike, segir X-9, jeg held að hann sje j þessum strætisvagni. í strætisvagninum er Alexander að reyna að fá bifreiðarstjórann til að stöðva bílinn. En bifreið- arstjórinn neitar að stöðva OiJLinn ryr en við næstu áætlunarstöð. Alexander grípur þá slökkvitæki og sprautar úr því á bílstjórann. f' i . i f t I t ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.