Morgunblaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 2
f>
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagnr 26. janúar 1944
550 MANNS Á VARÐARFUNDI
Glæsilegur áhugi og
eining í lýðveldis-
málinu
87 manns ganga
í fjelagið
ÞKGAR FUNDUR VARÐARFJELAGSINB um lýðveldis-
málið hófst í gærkvöldi í Sýningarskálanum var hinn stóri
salur þjettskipaður fupdarmönnum.
Mikill áhugi og fullkomin eining ríkti á fundmum.
Var samþykt tillaga um lýðveldsstofnun eigi síðar en 17.
júní og er hún birt annarstaðar í blaðinu.
FUNDINN setti Eyjólfur Jó-
hannsson, formaðúr fjelagsins,
og stjórnaði honum. Fundar-
ritari var Jóhann G. Möller.
í upphafi las formaður 87
inntökubeiðnir, sem fyrir fund
inum lágu og voru þær allar
samþyktar. '
Fyrstur tók til máls á fund-
* inum um lýðveldismálið Gísli
Sveinsson, forseti sameinaðs
Alþingis.
Um skilnaðarmálið deila
menn nú ekki lengur hjer á
landi. Ef einhverjir eru eftii^
þá segja þeir ekki til þess, en
allir lýsa sig skilnaðarmenn.
Um lýðveldisstjórnarskrána, er
nú liggur fyrir Alþingi, kunna
raenn að hafa skiftar skoð-
anir um einstök atriði hins-
vegar. Þannig hóf ræðumaður
mál sitt.
Síðan rakti ræðumaður að-
✓draganda málanna, eins og þau
nú liggja fyrir. Gerði grein
fyrir ályktun Alþingis 1940 er
meðferð allra mála var flutt
inn í landið, og ályktun Al-
þingis 17. maí 1941, er lýst var
yfir rjetti vorum til sambands-
slita og gefin sú viljayfirlýs-
ing Alþingis, að hjer yrði stofn
sett lýðveldi, er sambandsslit
færu endanlega fram.
Nú er aðeins eftir að fella
niður hið formlega orð sam-
bandslaganna, og þáð er það,
sem í dag stendur fyrir dyrum.
Jafnframt, að samtímis verði
stófnsett hjer lýðveldi og eigi
síðar en 17. júní næstkomandi.
Um þann hátt, er hafa skyldi
við stofnun lýðveldisins, . var
svo ákveðið með stjórnarskrár
^ breytingunni 1942, að til þess
skyldi gilda ein Alþingissam-
þykt með eftirfarandi stað-
festingu við þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Til undirbúnings þessu máli
var skipuð af Alþingi stjórnar-
skrárnefnd. Og þau góðu tíð-
indi skeðu, að 7. apríl 1943,
skilaði þessi nefnd sameigin-
legu áliti og tillögum um sam-
bandsslit og lýðveldisstjórn-
arskrá. Þá var eining sköpuð.
Siðan hafa þau hörmulegu tíð-
indi gerst, að viss hópur manna
hefir skorist úr leik í málínu
og hafið andróður gegn því.
Þá vjek ræðumaður að efni
lýð veldisst j órnarskr árf r um -
varpsins og rakti ákvæði þess,
er vörðuðu breytingu ríkisins
úr konungdæmi í lýðveldi. —
Einkum væntanlega valdskift-
ingu lýðveldisins. Kjör forseta
og valdsvið. Gerði ræðumaður
grein fyrir fordæmum annars-
staðar frá í þessum efnum og
skýrði málið ýtarlega.
Jeg vænti þess, sagði ræðu-
maður, að Alþingi beri gæfu
til að afgreiða þessi stjórnlög
giftusamlega. Þótt einu eða
öðru verði breytt í meðferð
þingsins, þá skiftir það minna
máli.
Aðalátriðin: að koma á end-
anlegum skilnaði og stofnun
lýðveldisins.
Ræða Gísla Sveinssonar
hlaut bestu undirtektir fund-
arins.
Næstur tók til máls Bjarni
Bencdiktsson, borgarstjóri.
Það eru einfaldar spurning-
ar,- sem fyrir okkur liggur að
svara. Það, hvort þjóðin á að
verða alfrjáls og hjer verði
stofnsett lýðveldi.
Sumir reyna að vefja auka-
atriðum inn í þetta einfalda
mál. Reyna að tefja og skapa
skiftar skoðanir um það, sem
minna skiftir.
Aðeins eitt skiftir aðalmáli:
fullveldi landsins og framtíð
þess.
Jafnvel það atriði, sem menn
nú tala nokkuð mikið um hjer,
hvort forseti ætti að vera þjóð-
kjörinn, skiftir í sjálfu sjer ó-
endanlega litlu atriði hjá hinu,
að sjálf lýðveldisstofnunin fari
fram nú giftusamlega.
Jeg sje kost og löst á hvoru-
tveggja, þingkjöri forseta eða
þjóðkjöri. Jeg hefði jafnvel
aðra hætti viljað hafa. En það
skiftir ekki máli í dag. Það á
ekki að blandast inn í sjálft
sjálfstæðismálið deila um slíkt.
Það er í ár, sem okkur gefst
kostur á að greiða atkvæði um
frelsið og fullveldið. — Um
innra form lýðveldisins má bet
ur athuga síðar, hvað til fram-
búðar kann best að henta.
Þá vjek ræðumaður að ýms-
um , efnisatriðum lýðveldis-
stjórnarskrárinnar og skýrði
innihald þeirra.
Þá er gildistökuákvæðið, er
svo miklu skiftir. Þeir undan-
haldsmenn vilja bíða og spyrja
Framh. á bls. 10.
Alykfun Varðar-
undarins í lýðveld-
ismálinu
„Fundur í Landsmála-
fjelaginu „Verði“, lýsir
eindregnum stuðningi
sínum við stofnun lýð-.
veldis á íslandi eigi síð-
ar en 17. júní næstkom-
andi. Skorar fundurinn
. á Alþingi að hvika hvergi
frá fyrri ákvörðunum
sínum um lausn málsins
nú, og heitir á almenning
um öflugan stuðning við
fornar frelsiskröfur þjóð
arinnar og ötula baráttu
gegn þeim öflum, sem nú
reyna að sundra þjóðinni
í hennar helgasta máli“.
Tillaga þessi var sam-
þykt með atkvæðum allra
fundar manna.
□-----------------□
Sendir til
Þýskalands
Frá norska blaðafull-
trúanum.
' ÞÆR FREGNIR hafa borist,
frá Noregi, að hinn 20. ]». m.
hafi nýr fangahópur verið
sendur frá Noregi til Þýska-
lands. — Meðal þeirra, senx
nú voru 'sendir, eru: Harald
Schwehsen, formaðuðr norska
leikarasambandsins, Wilhélm,
Sundt- Böe, fyrv. forrn. norska
Rauða Krossins og Johan
Karlsen Klevfoss, förstjóri
pappírsverksmiðjanna í Sarps-
borg. Ilann átti einnig sæti
í bæjarstjórn Sarpsborg.
Skortur á húshjálp í
Bretlandi.
London í gær —: BEVIN
verkamálaráðherra skýrði frá
því í dag, að mikill skortur
væri á fólki, sem vildi gefa sig
að húsverkum. Hann ræddi um
að bæta hag þess fólks, sem
.stundaði húshjálp, bæði hvað
snerti kaup og daglegan vinnu
tíma. — Reuter.
- ÍTALÍA
Framh. af bls. 1.
frjettaritarar, að þetta geti
þýtt, að Þjóðverjar sjeu að
treysta varnir sínar, en
venjulega hafi slíkar spreng
ingar þýtt það, að Þjóð-
verjar hafi verið að eyði-
leggja alt, sem hönd á festi
áður en þeir hörfuðu til
nýrra varnarstöðva.
14 voru skotnar niður.
London í gær. — Ftegmála-
ráðuneytið tilkynnir í dag, að
alls hafi 14 þýskar flugvjelar
verið skotnar niður yfir Bret-
landi í loftárásum Þjóðverja á
enskar borgir s.l. föstudag. Það
voru 90 þýskar flugvjelar, sem
komu til árása á Bretland þá
nótt. — Reuter.
Fullveldis-
fagnaður
Islendinga
■ Höfn
ISLENI) INGA F.J ELAGH)
í Ilöfn hjelt fund þar í borg'
þann 5. des. s.l. til að minn-
ast fullveldisins, segir í brjefi
til útvarpsiiis. Fundinn sátu
400 manns, meðal fundar-
manna voru Jón Krabbe og
Tryggvi Svenbjörnsson, eR.
hjelt ræðu. Þá voru sungnir
þjóðsöngvar Dana og íslend-
inga, en að lokuin söng Stefán
Guðmundsson með undirleik
Haraldar Guðmundssonar, ís-
lensk iög. — Fundurinn sendi
Danakonungi og ríkisstjóra
heillaskeyti.
Norskir .
flugmenn
í orustu
ÞAÐ HEFIR verið opinber-
legá tilkynt í London frá aðal-
bækistöðvum breska flughers-
ins, að s.l. sunnudag hafi norsk
ar orustuflugvjelar skotið nið-
ur 3 þýskar Focke Wulf-flug-
vjelar yfir meginlandinu án
þess að bíða nokkurt tjón sjálf-
ir. — -
A heimleiðinni mættu norsku
flugmennirnir 3 Focke Wulf-
flugvjelum, en gátu ekki lagt
til 'atlögu vegna þess, hve
bensínlitlar flugvjelar þeirra
voru orðnar. (Skv. frjett frá
norska blaðafulltrúanum).
Japanar nærri um-
kringdir
á Nýju-Guinea
LONDON í gær: — í loftárás,
sem .flugvjelar bandamanna
gerðu á Rabul í gær, skutu
þær niður 18 japanskar flug-
vjelar, en mistu sjálfir fimm.
Þá gerðu bandamenn og harða
loftárás á Wevak, þar sem þeir
kveiktu í japönskum tundur-
spilli. Ennfremur komu flug-
menn bandamanna sprengju á
7000 smálesta japanskt skip
hjá Nýja-írlandi.
Ástralíumenn, sem eru að
umkringja japanskar hersveit-
ir hjá Finisterre á Nýju-Gui-
nea eiga nú aðeins ófarna 300
metra til að loka hringnum um-
hverfis japönsku hersveitirnar
þar.
Frá Pearl Harbor berast
fregnir um loftárásir flugvjela
á eyjar í Marshall-eyjaklasan-
um.
— Rússland
Framh, pf bls. 1.
Þjóðverjar á ný hafið gagn-
sókn hjá Vinnitsa, en Rússar
segjast hafa hrundið öllum á-
hlaupum.
Þá er getið um harða bar-
daga við Kerch og óstaðfestar
fregnir herma, að Rússar hafi
tekið borgina.
Minnumsl æskunn-
ar í landinu
Styðjið Barnahælis-
■ r A?
SJ00
VJER HÖFUM gleymt æsk-
unni, þeim, sem eiga að erfa
landið. Reykjavík er augljós-
ast dæmi þess. Hún hefir þan-
ist út ár frá ári, en með þess-
ari hröðu stækkun hefir þess
aldrei verið gætt, að hjer
þyrfti að alast upp börn. —
-Stórar verslunar- og iðnaðar-
byggingar hafa risið upp,
glæsileg íbúðarhús, hafnar-
mannvirki, vatnsveita, raf-
Virkjun, hitaveita, stórútgerð
o. s. frv., en ekkert hefir ver-
ið gert fyrir börnin, sem hjer
eiga að alast úpp og taka við
þessum mannvirkjum þegar,
stundir líða. Og þaðan af síð-
ur er hugsað fyrir þeim börn-
um, sem munaðarlaus eru. —•
Eftir að hafa bygt land þetta
í hartnær 11 aldir á þessi þjóð
ekki eitt einasta barnaheimili.
Nú hefir Góðtemplarareglan
á íslandi hafist handa um að
koma upp barnaheimilum bæði
norðan lands og sunnan lands.
Er það einn mannúðarþáttur-
inn í mannúðarstarfi hennar.
Hjer sunnan lands er staður
fyrir barnaheimilið þegar feng
inn og á það að geta byrjað
starfsemi sína í vor. Á þessu
heimili geta verið 30—40 börn.
Heimilinu hafa þegar borist
ýmsar gjafir, og hefir af þeim
verið stofnaður sjerstakur
sjóður, er Barnahælissjóður
nefnist. Nú hefir hann fengið
leyfi til að gefa út minning-
arspjöld og eru þau afhent í
Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar, og þar verða
nöfn þeirra, sem gjafir eru
gefnar til minningar um, skr'áð
í Ártíðaskrá sjóðsins.
Munið eftir þessum sjóði,
þegar þjer gefið gjafir uiti látna
vini yðar. Látið þá, sem eiga
að erfa landið njóta góðs a£
ræktarsemi yðar við minningu
góðra vina. Á.
Deyja í
fanga-
búðum
Frá Norska blaðafull*
trúanum.
ÞEKKTUR NOflSKUR lög-
fræðingur, Paal Schiefloe fráj
Aarnes í Kongsvinger-hjeraðij,
hefir látist í fangelsi í Þýska-
landi. Iíann var tekinn fastiuj
1942 og síðar var hann sakað-
ur um að hafa tekið þátt í
drápi þekts Quislings. Eni
Þjóðv. urðu áð játa að á samai
tíma var Schiefloe lögfræðingi
ur í haldi, en engu að síður*
var hann dæmdur í 4 áraj
fangelsi og fluttur til Þýska-
lands. Schiefloe var fertugufl
og lætur eftir sig konu ogj
tvö börn.
liagnar Juelk, apótekari fráj
Kristiansand hefir einnig látiðj
lífið í þýsku fangelsi. ITamf
dó á jólanóttina fertugur aði
aldri. Lætur cftir sig konti
og tvö börn
♦