Morgunblaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 7
MiðvikucLagur 26. janúar 1944 M 0 R G U X B L A Ð I Ð 7 99 CURZON-LÍNA!M“ OG 99RIGA-LÍIMAIM 66 Tilboð Rússa um það, að „Curzon-línan“ skuli gilda sem framtíðarlandamæri milli Rússlands og Póllands hefir endurvakið bergmál friðarráðstefnanna effir síð asta stríð. Einkennilegt er það um þessa línu, að enda þótt hún nefnist Curzon-linan", þá er hugmyndin um harta ekki nema að litlu leyti runnin frá Curzon, lávarði. Nafngiftin virðist vera bygð á þeim forsendum einum, að símskeyti, sem sent var til Moskva með greinar- gerð um legu línu þessarar, var undirrituð af honum. Curzon, lávarður, var þá ut- anríkisráðherra Breta, og er því nafnið að því leyti rjett- lætanlegt, að línan var tví- mælalaust runnin undan rifjum Breta. Bretar tóku frumkvæðið hjer í sínar hendur vegna þess, að aðrir stærstu aðil- arnir á friðarráðstefnunni voru tregir til þess að blanda sjer í það hemaðarlega og stjórnmálalega öngþveiti, sem ríkjandi var í þessum hluta álfunnar áríð 1919. Línan var síðan, í þeirri mvnd, sem breska sendi- hefndin gekk frá henni, sam þykt á friðarráðstefnunni í desembermánuði sama ár. Frakkar og Bandaríkja- menn voru þó ekki fyllilega ánægðir með hana, því að þeir vildu láta hana liggja austar og vera Pólverjum hagstæðari. I upprunalegri mynd sinni náði „línan*4 eínungis til þess hluta Póllands, sem fallið hafði í hiut Rússa við skiftingu landsins á átjándu öld, og var hún því ekki dregin nema að gömlu aust- urrísku landamærunum. Um Galisíu, sem lá þar fvr- ir sunnan, og Austurríkis- menn fengu við skiftingu Póllands, var það ákveðið, að Pólverjar skyldu þegar í stað fá vesturhluta henn- ar, sem óvjefengjanlegá var pólskur, en skyldu um tutt- ugu og fimm ára skeið hafa með höndum umboðsstjórn í austurhluta hennar, þar sem Ukrainumenn voru í meiri hluta. Hernaðaraðgerðimar árið 1920. „Lína“ þessi var ekki þá þegar birt opinberlega, held ur lá hún í kistuhandraðan- um meðan viðhurðanna rás ónýtti hugmyndir þær, er þar voru fram settar. Næsta ár — árið 1920 — varð sjón- arvottur að einstæðum um- skiftum á hemaðargæfunni í viðskiftum Rússa og Pól- verja, rjeðust hinir síðar- nefndu með her manns inn í Rússland, og náði herför þeirra hámarki með töku Kiev í maímánuði sama ár. Mánuði síðar vora svo Pól- verjar á hröðum flótta og hjetu þá á bandamenn sjer til hjálpar. Lloyd George, sem nú hafði tekið víð forystu bandamanna, ráðlagði Pól- EFTIR J. C. JOHNSTONE Fyrir skömmu risu opinberar deilur milli Rússa og Pólverja varðandi framtíðarlandamæri milli þessara ríkja. Grein þessi fjallar um þær tvær „línur“, sem minst er á í því sambandi. Telur blað- ið líklegt, að marga fýsi að kynnast nánar, hvað við er átt með „línum“ þessum. 0 50 I0O s.:; I,■ . I—a-J.—i ■ ' ..Miles * . i \ , Y'rt y) ) V/ \ novocrodf.kÍ3S v>\ y !y B ^ „ r/ I •«* \ 8 f A ~ kY r°*\ Vilna ..**..*»•* V1 MbisJk . o * CURTON UNF V/ . /f-A Tinsk X ■ t-~s- . ; \ff R o"— DCAU1>*4ÍÍKr L r s° y r T WARSAW ^frLirovsK ' C : (■ “ Saw&y i 'iQPQl V Q ' < t Y NA ■¥ v V’.. / ■ Wk*. . 4$%*' {/" r\ M \ ** /' \ v sv0, L W° - : V"V r _____M f<. i Jr k ° jq; r* temv .•*’-■•* H sl9vA*?' { m ‘ • Kortið sýnir lírnir þær, sem um er f.jallað í greininni. Feita svarta línan eru laridamærin, sem ákveðin voru í Riga og voru Austurlandam-æri Póllands þar til 1939, er Russar tóku austurhluta landsins. Curzon-línan er merkt með svörtum deplum. bkiu verjum að hörfa aftur fvrir „Curzon-línuna“, er nú hafði verið framlengd gegn- um Galisiu alt til Karpata- fjalla. Lofaði hann Pólverj- um hernaðarlegri aðstoð, ef Rússar virtu ekki þessa „línu“. Enda þótt Rússum væri kunnugt um þessar á- kvarðanir, ruddust þeir engu að síður gegnum „lín- una“ og staðnæmdust ekki fyr en þeir áttu einar tólf mílur ófaínar til Varsjár- borgar og neyddu þá Pól- verja til þess að biðja um vopnahlje. En á meðan á þessu stóð, hafði Wevgand, hershöfðingi, komið til Var- sjár, og skipulagði hann gagnsókn, er olli algerum straumhvörfum í hernaðar- aðgerðunum. Á hinu stutta vopnahljes tímabili fyrir gagnsókn Pól- verja, höfðu Rússar boðið Pólverjum landamæralínu, sem var þeim nokkuð hag- stæðari en ,,Curzon-línan“, en í staðinn höfðu þeir kraf ist þess, að fækkað yrði svo í pólska hernum, að í hon- um yrðu ekki nema 50.000 hermenn. Vegna velgengni Pólverja í hinni nýju her- ferð sinni, hepnaðist þeim þó við friðarsamningana í samræmingu mikilvægra hagsmunamála beggja samn ingsaðila“. Landamærin, sem Pól- verjum voru ákveðin við friðinn í Riga, fengu þeim aftur í hendur mestan hluta þess, sem þeir mistu til Rússa í þriðju skiftingu Pól lands og til Austurríkis- manna í fyrstu skiftingunni. Frakkar, og að vissu leyti einnig Pólverjar, höfðu mikinn áhuga á því að mynda ,,varnarvegg“ gegn yfirgangi bolsjevika i Ev- rópu, og lögðu meiri stund á þessa hlið málsins en at- hugun á þjóðfræðilegum landabrjefum. í augum Breta var málið hvorki sögulegs nje stjórnmálalegs eðlis, heldur þjóðernislegt. Þeir vildu ákveða landa- mæralínu, er viki eins lítið og mögulegt væri frá hin- um þjóðernislegu landamær um. Hjer tóku þeir sjer ekki lítið hlutverk fyrir hendur, því að á þessu landssvæði, eins og svo víða annars stað ar í Áustur- og Suðaustur- Evrópu, eru þjóðflokkarnir næstum óaðskiljanlega flæktir saman. Það hlaut því að fara svo, að ætíð yrðu til staðar allfjölmenn- ir minni hlutar, hvar sem landamæralínan yrði dreg- in. Það mesta, sem hægt var að vonast eftir, var það. að auðið yrði að ákveða landa- mærin þannig, að minni hlutar þessir yrðu sem allra minstir. En hvernig full- nægði „Curzan-línan“ þeim tilgangi? Riga í október 1920 að á- kveða landamæri, sem síðan voru viðurkend af banda- mönnum og giltu óbreytt þar til í september 1939. Landamæri þessi lágu næst- um samsíða „Curzon-lín- unni“ en 150 mílum austar. Þannig er í stuttu máli saga atburða þeirra, sem snerta upphaf og hugsanlega höfnun ,,Curzon-Iinunnar“. Af þessu er auðið að sjá, að stef na bandamanna var máttlítil og reikandi. Við ákvörðun landamæranna voru þeir með óljósar mála- miðlunartillögur, en ljetu að lokum rás viðburðanna um það að skera úr vanda- málinu. Vandamálið um minni hlutana. Póiverjar vildu, með skír- skotun til forsögu sinnar, endurheimta lönd þau, sem þeir höfðu átt fyrir skift- ingu landsins. En M. Grab- ski, sem var einn af pólsku samningamönnunum í Riga, hefir staðfest í skýrslu, að ætlun Pólverja hafi þar ver- ið sú, að fá landamæri, sem .væru ákveðin „ekki með til vitnunum í sögulegar kröf- ur, heldur með rjettlátri forsendum, að rómversk- kaþólsk trú þeirra og önn- ur menningareinkenni, jafn framt mállyskunni, sem þeir tala, skipi þeim fremur í flokk með Pólverjum en Rússum. Þriðji þjóðflokk- urinn, sem er allfjölmennur á öllu svæðinu, eru Gyðing- ar, en það skiftir litlu máli hvoru ríkinu þeir fylgja. Við friðinn í Riga hlutu Pólverjar eftirtalin hjeruð, auk þeirra, sem liggja innan „Curzon-línunnar“: Vilna, Novogrodek, Polesye, Wo- lyn, Tarnopol, Stanislavov og austurhluta Bialistok og Lvov. Samkvæmt manntali Pólverja frá árinu 1931 er þjóðflokkaskiftingin í þess- um hjeruðum þannig: Pólverjar: Aðrir: l þúsundir „Curzon-línan og minni hlutarnir., Eitt er hægt að fullyrða í því efni, án þess að óttast mótsagnir: Að hvergi vest- an línu þessarar voru nokkr ir teljanlegir- minni hlutar, sem Rússar gætu gert kröfu til. Spurningin var aðeins sú, hvort hún lægi nægilega austarlega. Nokkru ljósi er auðið að varpa yfir þá húð málsins með því að bera hana saman við hin raun- verulegu landamæri, sem ákveðin voru við friðar- samningana í Riga. Á svæðinu milli þessara tveggja landamæralína eru, auk Pólverja, tveir aðrir fjölmennir þjóðflokkar, Ukrainumenn og skvld- menni þeirra, Ruthenar á suðursvæðinu, og Hvít- Rússar á austur- og norð- austur-svæðinu. Báðir heyra til þjóðflokkum, sem eru hluti rússnesku þjóðarinn- ar, og sem um eðliseinkenni erU venjulega fremur taldir til rússnesku þjóðflokkanna en Pólverja. Varðandi nokkurn hluta Hvít-Rússa, einkum í Vdna hjeraðinu, andmæla Pólverj ar þessum tengslum. Byggja þejr mótbárur sínar á þeim Vilna ...... Novogrodek Polesye* .... Wolyn ...... Tarnopol ..... Stanislavov . Hluti af Bialistok Hluti af Lvov .. 762 554 164 347 789 332 185 747 515 503 968 1.745 770 1.143 200 928 Samtals 3.880 6.777 Af þessum 6.777.000 „öðr- um“ voru um það bil 5.800- 000 Ukrainumenn og Hvít- Rússar, þannig að hlutfall- ið var 3:2 Pólverjum í óhag. Ennfremur myndu Rússar ef til vill gera kröfu til meiri hluta þeirra 1.316.000 íbúa hjeraðanna Vilna og Novogrodek, sem taldir eru vera Pólverjar, en Rússar gætu talið Hvít-Rússa. — Væru þær kröfur taldar góðar og gildar, mvndu hlutföllin breytast Pólverj- um enn meir í óhag. „Curzon-línan“ virðist vera sanngjörn. Það er því ekki um að villast, eftir pólskum skýrsl um að dæma, að Pólverjar eru í minni hluta í hjeruð- um þessum. Við athugun á þeirri spurningu, hvort til- ganginum með „Curzon-lín- unni“ hefði verið betur náð með því að draga hana aust- ar, skifta eftirfarandi atriði mestu máli: Gerum ráð fvrir að skift- ingin í Vilna og Novogrodek geti verið ágreiningsefni, eins og þegar hefir verið drepið á. í hjeruðunum. Polesye og Wolvn voru aft- ur á móti árið 1931 einungis þrjár sveitir af tuttugu, þar sem Pólverjar voru júir 20 c/o íbúanna, og aðeins tvær sveitir af fjórtán í Stanislavov, þar sem Pól- verjar voru 30c/o íbúanna eða þar yfir. I Tarnopolhjer aði voru sex sveitir af sejúján, þar sem yfir 50 % íbúanna voru pólskir, og í austurhluta Lvovhjeraðs sex sveitir af fjórtán, þar sem Pólverjar voru yfir 40% íbúanna. Þannig virðist „Curzon- línan“ hafa verið rjettlát- lega mörkuð, þótt sennilega Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.