Morgunblaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 5
MiSvikudagur 26. janúar 1944 M 0 R G U N B L A Ð I Ð 5 Merkur öldunffur látiun ÁSMUNDUR ÞÓRÐARSON Á HÁTEIG EINS OG AÐUR HEFIR VERIÐ FRÁ skýrt hjer í blaB’- inu, ljest á jóladaginn útvegs- bændaöldungurinn Ásmundur Þórðarson á Háteig. Var hann elstur manna á Akranesi. Hafði hann þá fylt 93. aldursárið rúm lega; var fæddur 1. desember 1850. ★ Þeir menn, sem fæddir eru um miðbik nítjándu aldar og haldið hafa velli fram til þess- ara tíma, hafa lifað viðburða- ríka æfi, þar sem skifst hafa á skin og skúrir. Þeir kunna frá mörgu að segja, muna tvenna - tímana. Þessir menn voru á besta aldursskeiði, þeg- ar hungur og úrræðaleysi svarf svo fast að þjóðinni og von- leysið um það, að úr rættist, hafði lamað menn svo, að nær fjórði hluti fólksins, sem land- ið bygði, flýði af landi burt og fluttist búferlum til annarar heimsálfu. Það reyndi á þrekið og karl- menskuna hjá þeim, sem eftir sátu við það að standa af sjer 'þær hörmungar, sem þjóðin átti við að stríða á þessum ár- um. En þessum mönnufn hefir einnig auðnast að sjá betri og bjartari tíma renna upp með þjóöinni. Þeir hafa sjálfir og niðjar þeirra notið ríkulega á- vaxtanna af þoli þvi og þraut- seigju, er þeir sýndu á þreng- inganna og hættunnar stund. ★ Með Asmundi á Háteig, en svo var hann venjulega nefnd- ur í daglegu tali, er til moldar genginn einn hinna dugmiklu, þrautseigu og framsýnu um- bóta manna, sem á síðari helm- ingi nítjándu aldar hristu af þjóðinni deyfð og drurrga margra alda kyrstöðu og að- faraleysis og hófu upp merki nýrra umbóta og framtaks- semi. Fyrstu átökin á þessu sviði, þótt eigi væru þau stór- brotin eða ljetu mikið yfir sjer, ef mæld eru á nútíðar mæli- kvarða, verða seint þökkuð eða metin svo sem vert er. Með þeim var ísinn brotinn, niður- bæld og úr Sjer gengin orka þjóðarinnar leyst úr læðingi, brautin rudd, sem lá til nýrra dáða, manndóms og menning- ar. Sannaðist þar áþreifanlega, að mjór er mikils vísir og hálfn- að er verk þá hafið er. ★ Asmundur er, eins og fyr greinir, fæddur 1. desbr. 1850 í Elínarhöfða í Akraneshreppi hinum forna, en þar bjuggu foreldrar hans, þau Þórður Gíslason og Elín Ásmundsdótt- ir. Fimm ára gamall misti Ás- mundur föður sinn. Fimm ár- um síðar fluttist hann með móð ur sinni að Háteig, en þar bjó þá Guðmundur Sveinsson út- vegsbóndi. Giftist Eiín móðir Ásmundar honum nokkru síð- ar, en misti hann eftir fárra ára sambúð. Tók Ásmundur þá við búsforráðum hjá móður sinni og varð ungur formaður á skipi hennar. Árið 1880 giftist Ás- mundur Ólínu Bjarnadóttur hreppstjóra og dannebrogs- manns á Kjaransstöðum, Brynj ólfssonar. Hófu þau ungu hjónin þá þegar búskap á Háteig og bjuggu þar æ síðan. Háteigur er ein af hinum fornu Skaga- jörðum. Fylgdi henni tún all- stórt, uppsátur, fjörubeit og rekaítök. ★ Fjórum árum eftir að þau Ólína og Ásmundur giftust og reistu bú á Háteig, varð bygð- arlagið fyrir þungu áfalli, sem það bjó að lengi síðan. Skömmu eftir áramótin 1884 fórust þar í fiskiróðri tvö skip, áttæring- ur og sex manna far, en þriðja skipið, sem á sjó var þaðan, bjargaðist nauðulega. Var val- inn maður í hverju rúmi á skip um þessum og margir helstu formanna staðarins. Formaður á öðru skipa þeirra, er þá fór- urs, var Þórður bróðir Ásmund ar. Voru með þeim bræðrum hinir mestu kærleikar, og varð Ásmundi að vonum sár bróð- ur missirinn. Með þessu mikla sjóslysi var höggvið stórt skarð í hóp hinna framsæknustu og traustustu forystumanna bygð arlagsins. Þá hafði um nokkurt árabil gengið yfir landið eín- hver mesta harðindaskorpa, sem sögur fara af á síðustu öld um. Bágindi og bjargarskortur höfðu um skeið kreft mjög að þjóðinni. Það var því síst að undra, þótt margur ætti um sárt að binda eftir slíkt áfall og að það væri erfitt úrlausnarefni fyrir þá, sem eftir lifðu, að greiða úr erfiðleikunum og draga úr sárasta sviðann. Þegar þetta gerðist, var Ás- mundar mjög farið að gæta í fjelagsmálum staðarins, og reyndi nú á manndóm hins unga manns. Er þar skeprst af að segja, að því var við brugð- ið lengi síðan, hve góðvilji, úr- ræði og- hyggindi Ásmundar hefðu hjer mikils megnað. Töldu ýmsir, sem þá bjuggu við skort, það sitt mesta lán að hafa þá getað notið ásjár hans og liðveislu. ★ Ásmundur var farsæll mað- ur í öllum störfum. Svo Áar því farið um formensku hans og sjósókn um ára tugi og þátt- töku alla í atvinnumálum og fjelagslífi. Jafnframt sjómensk unni rak hann, að hætti þeirra tíma, jafnframt nokkurn sveita búskap. Var honum hægra um þetta en mörgum öðrum í kaup túninu, sökum grasnytjar þeirrar, sem hann hafði þar yfir að ráða. Var Ólína kona hans þar með í verki, því að hún var búforkur mikill, svo sem hún átti kyn til. Gekk bú- skaparhneigð þeirra hjóna í erfðir til barna þeirra, ekki síst sona þeirra, sem báðir lögðu stund á búskap jafnframt öðrum störfum. ★ Ásmundur lagði á margt gjörva hönd. Var hann maður mjög verklaginn. Hlóð hann grjótgarða og veggi svo vel og snildarlega, að þeir voru á að sjá sem heflaðir væru. Sýslaði hann mjög að því að hlaða kjallara og grunna undir timb- urhús, eftir að farið var að reisa þau, »g síðar við múrun þeirra. Nokkuð fjekst hann og við steinsteypu eftir að hún hófst. Var hann brautryðjandi á því sviði í bygoarlaginu, en arftaki hinna góðu hleðslumanna, sem sögur fara af langt aftur í aldir. ★ Á sviði fjelagsmála og sam- starfs ' nutu hæfileikar Ás- mundar sín mjög vel. Hann var glaður og hýr í viðmóti og lað- aði menn að sjer. Hann var lesinn, fróður og minnugur og sagði vel og skemtilega frá. Dálítilli kímni gat hann brugð- ið fyrir sig, sem kryddaði frá- sögn hans. Hann hafði opin augun fyrir nýjungum og ný- breytni og sterkan vilja til að glæða fjelagsatnda. Það bólaði snemma á því, að fpessir eiginleikay, sem voru snar þáttur í Íífi Ásmundar, hafi átt sjer rætur í kauptún- inu. Árið 1882 var stofnað þar fjelag er hlaut nafnið Æfinga- fjelagið. Allmargir menn stóðu að þessu fjelagi, sem Ásmund- ur að vísu mun hafa átt ríkan þátt í, að komið var á fót. Fje- lag þetta ljet til sín taka og ræddi um þær andlegu hreyf- ingar, senj þá voru uppi með þjóðinni, jafnframt því sem þar var bollalagt um nýbreytni á sviði atvinnulífsins og þá ekki síst þá hlið þess, sem að sjávarútgerð laut. Fjelag þetta hjelt fundabækur. Eru bækur þessar til og eru hinar fróð- legustu. Bera þær vott um víð- sýni og sterka framfara- og umbótalöngun. Má þar sjá meðal annars, að rætt hefir verið um ýmsar þær fram- kværodir, er komið hefir verið í verk hin siðari ár áAkranesi. Ber margt það, sem fram hefir farið á fundum þessum, vott um merkilega glögga innsýn í hinn nýja tima, það, sem fram- undan var, og fer margt, sem þar var ráðgert, æði nærri því, sem þróunin hefir leitt í ljós. Sú mikla drykkjuskaparóöld, sem rikti hjer- á landi á þess- um tímum, fór ekkí fyrir ofan garð og neðan í þessu bygðar- lagi. Rann góðum og gætnum mönnum staðarins mjög til rifja öll sú mannspilling, eymd og volæði, sem þetta leiddi yfir bygðarlagið. Var þetta ástand öllum hugsandi mönnum hið mesta áhyggjuefni. Þessir menn Jjetu ekki sitja við orðin tóm. Árið 1884 stofnuðu þeir bindindisfjelag. Hafði fjelag þetta sama markmið og Góð- templarareglan, en var að öðru leyti óháð henni. Sú starfsemi var þá óþekt hjer á landi að öðru en afspurn, því að hún barst ekki til landsins fyr en síðar á því'ári og þá til Norð- urlands, því að eins og kunn- ugt er, var fyrsta stúkan stofn uð á Akureyri. Þremur árum síðar var þessi fjelagsskapur sameinaður starfsemi reglunn- ar og gekk undir merki henn- ar. Átti Ásmundur og mjög ríkan þátt í stofnun bindindis- fjelagsins og stúkunnar síðar, og var hann, ásamt Ólínu konu sinni, ótrauður og traustur starfsmaður þessa fjelagsskap- ar, meðan þeim entist þrek til. Ásmundíir var, eins og fyr greinir, fróður vel. Var eftir- tekt hans og athygli mjög skfýr og gaumgæf. Minni hafði hann trútt og hjelst það óskert nokk uð fram á níunda áratuginn, en fór að síjóvgast úr því. Sjálfur skjalfesti Ásmundur lítið eða ekkert af fróðleik sínum, og var það skaði, því að Ásmund- ur ritaði góða hönd og var rit- fær vel. En bót er það í máli, að fróðleik hans og endurminn ingum langrar æfi mun hafa verið bjargað í tæka tíð og á, að jeg ætla, mestan þáttinn i því Ólafur Björnsson kaupmað ur, sem nú um nokkurt skeið hefir unnið merkilegt starf með því að safna drögum að sögu bygðarlagsins og rita ýmsa þætti hennar. ★ Eins og að líkum lætur, tók Ásmundur mikinn þátt í opin- berum störfum, var m. a. lengi í hreppsnefnd. Fateigna- og lausafjárvirðingar hafði hann á hendi fram á síðustu ár. Svo sem að framan greínir, aflaði hann sjer þegar á unga aldri trausts ög hylli í þeim störf- um, enda rækti hann þau með fram úr skarandi samvisku- semi, gætni og hyggindum og með einlægri löngun til þess að leysa hvers manns vanda á sem hagkvæmastan og geðþekkast- an hátt. Ásmundur var mjög áhuga- samur um þjóðmál og Ijet þau mikiö til sín taka. Fylgdist hann vel með í því, sem um þau var ritað, til síðustu stund- ar, og á umræður um þau mál í útvarpi hlustaði hann jafnan með athygli. ★ Ásmundur í Háteig var gæfu maður. Hann átti ástríka og umhyggjusama foreldra. Föð- urhandleiðslunnar naut hann að •vísu skamma stund, en móð- urumhyggjan inti af hendi hlutverk foreldranna beggja eftir lát föðurins, enda unni hann móður sinni heitt og inni- lega. Ásmundur varð að vísu að reyna fljótt ó krafta sína; kringumstæðurnar heimtuðu það. Slík áreynsla á uppvaxt- arárunum, ef í hóf er stilt, flýt ir fyrir því, að sjálfstæð hugs- un fái notið sín, vekur og glæð- ir meðvitundina um nauðsyn þess að standa á eigin fótum og taka ákvarðanir út frá eigin hyggjuviti. Ásmundur eignað- ist ágæta konu. trúan og trygg- an lífsförunaut. Var hjónaband þeirra æfinlega hið ástúðleg- asta. Fegursti þáttur þess mun þó hafa birst eftir að Ólína misti heilsuna, sem var á síð- ustu árum hennar, í trausti því, sem hún bar til manns síns og framúrskarandi umhyggju og umönnun hans í veikindum hennar. Ásmundur átti að fagna fá- gætu barnaláni. Áttu þau hjón in fimm efnileg og vel geíin. börn, er í hvívetna sýndu for- eldrunum ástúð og frábæra um hyggju. Eftir að Ásmundur hættt búskap, dvöldu þau hjónin, og hann, eftir lát konu sinnar, hjá Ólafi syni þeirra á Háteig og konu hans, Helgu Oliversdótt- .ur, sem reyndist þeim hjónum að umhyggju og umönnun allri eins og besta dóttir. Ásmundur var gæddur glaðri og ljettri lund. Var glaðlyndið sterkur þáttur í lífi hans. Nutu allir, sem umgengust hann og áttu við hann skifti, góðs af því, en þeir voru margir um dag- aria, því að alla fýsti að eiga samræður við Ásmund og njóta hlýju hans, fróðleiks og upp- örvunar. ★ Þau Ólína og Ásmundur eignuðust. eins og fyr segir, fimm börn. Þau vori^þessi: Þórður kaupm. og útgerðar- maður á Akranesi, er ljest á s. 1. ári. Var hann giftur Emil- íu Þorsteinsdóttur, er lifir mann sinn. Ólafía, sem var gift Sveini Ingjaldssyni út- gerðarmanni; misti hún mann sinn fyrir allrnörgum árum. Elín, ekkja Bjarna Ólafs- sonar skipstjóra. Ólafur bóndi á Háteig, gfftur Helgu'Oliversdóttur. Bjarnfriður, gift Halldóri Jónssyni útgerðarmanni. Öil eru börn hans, sem á lífi eru, búsctt á Akranesi, nema Elín, sem dvelur hjá syni sín- um Ólafi lækni, fulltrúa í rann sóknarstofu háskólans í Rvík. Konu sína misti Ásmundur árið 1934; voru þau þá búin að vera í hjónabandi í 54 ár. ' ★ Akranes á við fráfall Ás- mundar á Háteig á bak að sjá sínum elsta borgara, manni, sem hefir int af hendi mikið og farsælt lifsstarf; manni, sem með góðlátlegu og hlýju brosi miðlaði samborgurum sínum hlýju og yl i næðingum lífsins. Minning slíkra manna lifir góðu lífi, þótt þeir hverfi sjón- um vorum. P. O. AUGLtSING ER GULLS iGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.