Morgunblaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. janúar 1944
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Athafnir um orð og
einingu
ÞEGAR forráðamenn þjóðarinnar um síðustu áramót
litu um farinn veg, stjórnmálaviðburði síðastliðins árs
og viðhorfið framundan, var sú skoðun mjög áberandi,
að reynsla síðasta árs væri síst til eftirbreytni. Sundr-
ungin og stefnuleysið um of ráðandi. Nauðsynlega ein-
ingu og festu skorti.
Orðin ein eru ekkí til allra hluta, þótt þau kunni að
vera gagnleg til þess að undirbúa jarðveginn undir það,
sem verða vill.
Hjer hefir áður verið að því vikið í blaðinu, að þing
það, er nú situr, kæmi saman til þess að sinna stærra
hlutverki en önnur þing á seinni árum. Þingsins biði það
verk að gefa þjóðinni lýðveldisstjórnarskrá. Þetta hlut-
verk krefðist einingar. Ekkúaðeins sjálfs sín vegna, held-
ur ætti það einnig að vera öðrum fremur líklegt til þess
að sameina kraftana um önnum mál, eftir því, sem ástæð-
ur krefðu.
Það er nú að því komið, að þess sje þörf, að athöfn
fylgi orðum. Það fyrsta skref, sem nú má verða til þess
að efla kraftana og sameina, er að saman tengist þing
og stjórn, traustari böndum en verið hefir og þá um leið
að þingið samstilli krafta sína. Slíkar aðgerðir yrðu til
þess að einbeita kröftum þjóðarinnar meir en verið hefir.
Við erum nú í miðjum klíðum að framkvæma þá stefnu,
sem mörkuð var með stjórnarskrárbreytingunni 1942, að
lýðveldisstofnun skyldi, er þar að kæmi, fram fara með
þeim hætti, að ein alþingissamþykt, með eftirfarandi stað
festingu við þjóðaratkvæðagreiðslu, fullkomnaði verkið.
Lýðveldisstjórnarskrárfrumvarpið og þingsályktunar-
tillaga um sambandsslitin eru þegar komin til nefndar á
Alþingi því, er nú situr. Á Alþingi hvílir nú ríkust skyldan
að sameina sjálfa sig og sameina þar með þjóðina.
Ef athöfn fylgir orðum, sem úr öllum áttum eru mælt
til stuðnings auknu samstarfi þjóðar, þings og stjómar,
er best í haginn búið, og á þann eina hátt, sem samboðið
er þeim stóru viðfangsefnum, sem framundan eru.
Afturganga
FYRIR SÍÐASTA Alþingi lá frumvarp um eignaauka-
skatt, flutt af fyrirliðum vinstri stjórnar samninganna:
Haraldi, Hermanni og Brynjólfi. Þetta frumvarp var
knúið gegn um efri deild eftir langar og harðar umræður
og samþykt gegn atkvæðum Sjálfstæðismanna og Jónasar
Jónssonar. En það komst aldrei svo langt, að því væri
vísað til nefndar í neðri deild.
Nú er þetta sama frumvarp flutt á hinu nýbyrjaða
þingi og eru flutningsmenn: Haraldur og Brynjólfur.
Hermann er ekki flutningsmaður að þessu sinni.
Þetta eignaaukaskattsfrumvarp er þannig, að afdrif
þess skera úr um það í bili, hvort hjer á að ríkja eignar-
rjettar skipulag eða ekki. Frumvarpið lítur að vísu ósköp
sakleysislega út. Af eignaauka stríðsáranna, sem er yfir
100 þúsund krónur, á að taka í ríkissjóð 20—30%. En
þetta er ekki svo einfalt sem ætla mætti. Eignaauki ligg-
ur mikið í verðhækkun, sem hverfur jafnskjótt og verð-
fallið kemur að stríðinu loknu. Eignaauki er og sá frá-
dráttur á tekjum útgerðarfjelaganna, sem kallaður var
„tapsfrádráttur“ og lögheimilaður var 1941. Eignaauki
er líka tilfærsla á eignum, sem myndast hefir við sölu,
án þess að vera verðmeiri eða betri eign. Þarínig mætti
lengi telja.
Hitt er þó aðalatriðið, að ef farið verður inn á þessa
braut, verður ekki numið staðar við 100 þúsund krónúr.
Vitanlega má alveg eins halda götuna að leiðarenda, eftir
því, sem þörf ríkissjóðsins vex. Sá er líka vafalaust til-
gangurinn. Og þess verður ekki langt að bíða, að þjóð-
nýtingarmenn reyni einmitt að nota þessa leið til þess að
knjesetja einkaframtakið.
I Morgunblaðinu
fyrir 25 árum
Vilhiálmur fyrv. Þýskalands
keisari átti ekki að fara á sveit
ina.
20. jan.
..Vilhjálmi uppgjafakeisara
voru nýlega sendir 20 pokar af
mótuðu gulli frá Þýskaiandi til
Iloiiands. Hann mun ekki eiga
að fara á sveitina þarna í Hol-
k.ndi".
★
Embættismenn Rússa flestir
Gyðingar.
20. jan.
„Sænska blaðið „Folkets
Avis“ segir frá því nýlega, að
af 430 æðstu embættismönnum
Rússa sjeu 318 eða 74% Gyð-
ingar, 40 Armenar, 32 Georgin
ar, 11 Lettar, 2 Lithaugalands-
menn, 1 Tartari, 3 Grikkir, 4
Búlgarar, 16 Þjóðverjar og 13
Rússar. En af íbúum Rússlands
eru 90 af hundraði Rússar, Pól-
verjar og Ukrainemenn11.
★
Fyrsta smjörlíkisverksmiðj-
an sett á stofn.
20. jan.
.Smjörlíkisverksmiðja heiir
nú verið sett á stofn hjer í bæ
og er tekin til starfa. Hefir hún
bækistöð sína í húsum Slátur-
fjelags Suðurlands. Hún er rek
in af hlutafjelagi, sem nefnist
„Smjörlíkisgérðin í Reykjavik“.
★
Bretar lögðu bann við veð-
urslceytum hjeðan í fyrri
heimsstyrjöld.
25. jan.
„Sunnudaginn milli jóla og
nýárs voru fyrst send veður-
skeyti hjeðan af landi til Kaup-
mannahafnar, eftir 4 % árs
bann. Veðurfræðin varð ófrið-
arþjóðúnum að miklu liði eins
og kunnugt er, og því settu
Bretar bann við Lví, að veður-
skeyti yrðu send lijeðan til Dan
n'erkur“.
★
Islendingafjelag stofnað í
Kanada.
28. jan.
„Islendingafjelag er verið nð
stofna í Kanada, og á það að
vera markmið þess 'að vernda
íslenska tungu og íslenskt
þjóðerni meðal íslenskra þjóð-
arbrotsins þar Hefir einn mað-
'ur boðið fjelaginu mikið og
vandað bókasafn að gjöf og
annar boðið að ljá húsnæði end
urgjaldslaust“.
★
Það var búist við því að Hol-
lendingar yrðu að framselja
Þýskalandskeisara, en þeir
gerðu það aldrei, þótt kröfurn-
ar yrðu háværar.
28. jan.
„Franska stjórnin hefir þeg
ar stigið fyrsta skrefið í áttina
til þess að fá Vilhjálm fyrver-
andi keisara framseldan og mál
hans dæmt. Hefir hún beint at-
hygli friðarfundarins að þessu
máli og bent á ýmsar sannanir
fyrir sekt' hans og telur það
nauðsynlegt að skipuð sje al-
þjóðarnefnd til þess að dæma
hann. Það er búist við því að
innan fárra vikna verði Hol-
lendingar að framselja hann og
verður hann þá íluttur til París
og hafður þar í fangelsi þang-
að til mál hans hefir verið
dæmt“.
\klwerji ihrijar:
dctqíe
w
4
V
y
y
5*
Kvikmyndasýn-
ingar fyrir börn.
ÞAÐ HEFIR verið allmikið
rætt um, að nauðsynlegt væri að
útvegaðar yrðu hingað til lands
kvikmyndir við barna hæfi. Það
vantaði tilfinnanlega hollar og
góðar skemtanir fyrir ungu borg-
aranna. Barnaverndarnefnd hefir
skilning á þessu og hefir skrif-
að yfirvöldum bæjarins til að fá
úr þessu bætt. Stjórnendur kvik-
myndahúsanna hafa einnig á-
huga fyrir þessu máli.Þeir hugsa
vafalaust eitthvað á þá leið, að
sjálfsagt sje að gera eitthvað fyr-
ir yngstu kvikmyndahúsgestina
eins og þá, sem eldri eru. Æsk-
an sje framtíðin, o. s. frv. Mjer
er persónulega kunnugt um, að
forstjórar kvikmyndahúsanna
hafa reynt að fá kvikmyndir til
barnasýninga. Þeir hafa fengið
sem svar kúrekamyndir, ljettar
og skemtilegar og stundum
nokkuð spennandi, eins og sagt
er. En gallinn á þessari gjöf
Njarðar hefir oft verið sá, að
kvikmyndaeftirlitið hefir bann-
að, að þessar myndir yrðu sýnd-
ar fyrir börn.
Því mega ungl-
ingar ekki sjá kú-
rekamyndir?
EN ER nokkur ástæða til að
banna þessar myndir fyrir börn?
Um það geta verið skiftar skoð-
anir, en persónulega tel jeg enga
ástæðu til þess. Við skulurn taka
kvikmyndina, sem Nýja Bíó
sýnir um þessar mundir og sem
heítir „Bændaleiðtoginn“. Þessi
mynd er bönnuð fyrir börn inn-
an 16 ára. Hversvegna, er mjer
ráðgáta.Efni kvikmyndarinnar er
þetta. Bandaríkjaherinn þarf að
taka landsvæði eignarnámi til
æfinga. Bændurnir eru á móti
þessu og ætla að gera uppreisn.
Námueigandi, sem þarna á
heima í nágrenninu æsir bænd-
urna upp á móti hernum og
sprengir bóndabæ í loft upp og
hagar svo til, að bændurnir halda
að það hafi verið herflugvjelar,
sem sleptu sprengju á bæinn. I
sprengingunni ferst lítill dreng-
ur. En það er ekki sýnt annað
en að hann fer inn í húsið rjett
áður en það springur í loft upp
og síðan er örstutt sýning af
fallegri minningarguðsþjónustu
um drenginn.
Hetjan í myndinni er liðþjálfi,
gamall kúreki, sem kemur bænd-
unum í skilning um, að það er
þeim of þjóð þeirra fyrir bestu
að herinn fái það land, sem hann
þarfnast. Hann kemur upp um
bófanna og þeir fá maklega refs-
ingu.
Nokkrar stympingar verða og
flokkur bænda og uppreisnar-
manna í námunni skiftast á skot-
um. Sjást við það tækifæri nokkr
ir menn falla fyrir byssukúlum.
Ennfremur er brugðið upp nokkr
um augnabliksmyndum úr ó-
friðnum í Asíu og Evrópu. Eru
það að mestu sömu myndirnar,
sem blöðin hafa fiutt í frjetta-
dálkum sínum undanfarin ár.
Hversvegna er
myndin bönnuð
fyrir börn?
FLESTUM, sem sjá þessa
mynd mun vera það ráðgáta
hversVegna hún er bönnuð fyrir
börn. Inn í myndina er fljettað
saklausum. söngvum og mein-
lausri kímni. Engum dettur í hug
að banna strákum 10—12 'ára að
lesa Indíána- eða kúrekasögur.
Siðfræðin í þessum kúreka
ctCýlecýCi
tnu
m^ndum er nærri ávalt sú sama:
Þorpararnir láta í minni pokan
og fá maklega refsingu.
Óþolandi ólæti.
ÚR ÞVÍ jeg fór að gera kvik-
myndahúsin að umræðuefni, þá
er best að halda áfram. Kvik-
myndahúsgestir fara í kvik-
myndahús til að skemta sjer. Til
að eyða tímanum við góða
skemtun, eða horfa á kvikmynd
alvarlegs efnis. Það er því alveg
óþolandi þegar fáeinum kvik-
myndahúsgestum leyfist að
eyðileggja þessa skemtun fyrir
öllum þorrá áhorfenda með ó-
látum.
Það eru mörg dæmi þessa, sem
mætti nefna hjer. S.l. sunnudag
var verið að sýna alvarlega kvik
mynd í Gamla Bíó. Þegar dimt
var orðið í salnum hófu tvær
stúlkur að hlægja og flissa svo
heyrðist um allan salinn og olli
þetta þeirri truflun, að margir
áheyrenda gátu ekki notið sýn-
ingarinnar í friði.
Allir þekkja ólæti og hávaða
sumra unglinga og hin síðari ár-
in erlendra hermanna í kvik-
myndahúsum.
Það er engin ástæða fyrif
stjórnendur kvikmyndahúseig-
enda að þola slíkt. Hvort, sem
innlendir menn eða útlendingar
eiga í hlut. Það á tafarlaust að
gefa þessu hávaða fólki áminn-
ingu og ef það lætur sjer ekki
segjast við það, þá að vísa því
út af sýningu.
Erlendir menn leyfa sjer ekki
í betri kvikmyndahúsum heima
hjá sjer að vera með ólæti og
frammíköll í miðri mynd. Það
á heldur ekki að líða þeim það
hjer. Tel jeg víst, að herlögregla
myndi aðstoða við að þagga nið-
ur í hermönnum, sem láta illum
látum í kvikmyndahúsum, ef
hún væri beðin um það- Myndi
ekki líða á löngu þar til það orð
kæmist á, að það væri ekki leyfi-
legt að eyðileggja skemtun fyrir
kvikmyndahúsgestum í íslensk-
um kvikmyndahúsum.
•
Kvenhattarnir.
OG SVO AÐ ENDINGU til að
ljúka þessum hugleiðingum um
kvikmyndahúsin, sem eru fjöl-
sóttustu skemtistaðir Reykvík-
inga, langar mig til að minnast
á kvenhattana. Þegar jeg gerði
þá að umtalsefni í fyrra, brá
svo við, að sumt kvenfólk tók
ofan hatta sína í bíó, flestum til
stórljettis og þæginda. En það
er eins og þetta hafi ekki komist
í tísku, því miður.
Símahringíngar
að næturlagi.
ÞAÐ ERU VINSAMLEG til-
mæli til manna, sem nota síma
að næturlagi, að þeir sýni þá
sjálfsögðu nærgætni við samborg
ara sína, að velja rjett númer.
Það er ekki víst að allir geti
tekið því með jafnmiklu jafn-
aðargeði að þeir sjeu hringdir
upp á næturlagi vegna þess, að
einhver hefir valið „vitlaust
númer“, eins og maðurinn í eft-
irfarandi sögu:
Klukkan 4,45 að morgni. Sím-
inn hringir.
— Er þetta 7997?
— Nei, þetta er 6997.
— Afsakið ónæðið, jeg hefi
valið skakt númer^
— Gerir ekkert til, góði mað-
ur.Jeg hefði þurft að fara framúr
til að svara í símann hvort eð
var.