Morgunblaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 1
31. árgangnr.
18. tbl. — Miðvikudagnr 26. janúar 1944
----------------------------3---------
Isafoldarprentsmiðja h.f.
BANDAMENN 30 KM. FRÁ RÓMABORG
Ibúar Róma-
borgar undir
búa komu
banda-
manna
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
RÓMABORGARÚTVARP-
JÐ skýrði frá því í dag, að um-
ferðarbann hefði verið fyrir-
skipað í Rómaborg frá klukkan
v 5 að kvöldi til 6 að morgni. Á
þessum tíma má enginn borg-
gri án leyfis hernaðaryfirvalda
láta sjá sig á götunum. Útvarp
ið sagði, að þessar ráðstafanir
hafi orðið að gera vegna spell-
virkja, sem framin hafi verið
í Rómaborg undanfarna daga,
pg þó aðallega síðan banda-
nienn settu lið á land fyrir
sunnan Róm.
Koma kandamanna
undirbúin í Róm.
i Fregnir frá Rómaborg herma
að andfasistar í borginni hafi
skipuíag't sjerstákt lögrcgluliðý
sem á að halda uþpi röð og
i«eglu þegar hersveitir banda-
manria taka borgina. Þessi
sami fjelagsskapúr hefir á ýms
atn anhán hátt undirbúið komu
bandamanna til borgarinnar.
Yfirleitt hafa ítölsku borg-
ararnir tekið hermönnum
bandamanna opnum örmum og
aðstoðað þá eftir föngum.
Yfirráð bandamanna
í lofti.
Bandamenn hafa algjör yfir
ráð í lofti yfir vígstöðvunum á
Ítalíu. Þjóðverjar hafa reynt
að gera árásir á stöðvar banda
manna á ströndinni, þar sem
þeir gengu á land, og gert til-
raunir til aSb hindra lið- og
birgðaflutninga til strandarinn
ar. Bandamenn segja, að Þjóð-
verjum hafi ekki hepnast að
valda neinu alvarlegu tjóni í
þessum árásum.
Frásögn þýsks
(frjettaritara.
Þýskur stríðsfrjettaritari
lýsti því í útvarpi frá Berlín í
dag, hvernig bandamenn hafa
algjör yfirráð í lofti. Hann
sagði, að það væri ekki óal-
geng sjón að sjá þýskar flug-
vjelar, sem væru að gera árás-
ir, eltar af sveitum Spitfire-
flugvjela.
Hann hafði það eftir þýskum
flugmanni, að þýsku flugmenn
irnir, sem berðust á ítölsku
vígstöðvunum, yrðu að vera
fjfldjarfir menn, að hann nú
ekki talaði um hepnina.
Roosevelt heiðrar Clark
Clark hershöfðingi, sem stjórnar fimta hernum, hefir getið
sjer mjög góðan orðstý fyrir hraustlega framgöngu og góða her-
stjórn. Hjer er Roosevelt forseti að festa á hann orðu. Gerðist
það á Sikiley, er forsetinn var þar á ferð nú fyrir áramótin.
Enn versnar kagur
jb/óðver/a við
Leningrad
RúSSAR SÆK.TA ENN FRAM á ollúm' vígstöjðvum á
Laimgradsvœðinu og þrengir cnn meira að þýska • hernum,
scm þar verst. Einkum verðuv Þjóðverjúm bagi að því hve
Rússar ná miklum og mikilyægum samgönguleiðum á sitt
vakl. Rjúfa Rússar hverja samgönguleiðina á fætiir annari
fyrir Þ.jóðverjum.
Er nú svo komið, að þýski
herinn, sem berst fyrir suð-
vestan Leningrad, hefir enga
undanhaldsleið til suðurs, þar
sem Rússar hafa náð á sitt vald
járnbrautinni, sém liggur til
Estlands og Lettlands.
Barist í úthverfum
Krasnogvardeisk.
Rússar eru komnir að út-
hverfum járnbrautarbæjarins
Krasnogvardeisk. Eru þar harð
ir bardagar. Bærinn er Þjóð-
verjum sjerstaklega þýðingar-
mikill sem samgönguæð og
munu þeir ekki hörfa úr hon-
um fyr en í fulla hnefa. Rúss-
ar hafa víða brotið skörð í
varnarbelti Þjóðverja umhverf
is Krasnogvardeisk og telja
frjettaritarar ekki nema tíma-
spursmál, hvenapr þeir ná borg
inni á sitt vald.
Umræður í sænska
þinginu um sam-
band Þjóðverja
og Svía
I’RESKA útvarpið skýrði
frá því í gærkveldi, samkv.
fregnum frá Stokkhólmi að
umræður hafi farið fram í
sænslca þinginu um samband
Svía og Þ.jóðverja og hafi einn
þingmaður látið svo ummælt,
að sænska stjómin ætti ekki
að hafa stjórnmálasamband
við þjóð. sem vildi ríkja með
ofbeldi, frekju og hótunum.
Gagnsókn Þjóðverja
í Ukrainu.
Eftir vikuhlje á bardögum á
Ukrainuvígstöðvunum hafa
Framh. á 2. síðu.
Annar þingmaður l.jet svo
ummaMl, að sænska stjóruin
hagaði sjer ekki eins og hlut-
lausri þjóð samidi gagnvart
Hitlers-Þýskalandi.
Fyrstu gagnáhlaup
Þfóðverja að byrja
London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
FRJETTARITARAR, sem eru með hersveitum banda-
manna, sem _gengu á land fyrir sunnan Róm um helgina,
segja, að bandamenn hafi náð á sitt vald bæ einum, sem
er aðeins um 30 km frá Rómaborg. Ekki hefir þetta verið
staðfest opinberlega ennþá.
Sólmyrkvi
í Chigago
Chicago í gærkveldi.
ÞÚSUNDIR manna fyltu göt
ur og húsþök hjer í borginni
í dag til að skoða algjöran sól-
myrkva, sem hjer varð í morg-
un. Sólmyrkvinn stóð yfir í 1
klukkustund og 10 mínútur, en
almyrkvi var í nærri 3 mín-
útur.
Vísindamenn víða að voru
komnir til þorgarinnar og sagði
einn þeirra, Galle verkfræðing
ur frá Mexico, að þeir hefðu
sjeð forkunnarfagran hring.
Allir vísindamenn voru sam-
mála um, að sólmyrkvinn hafi
verið alveg sjerstakur, óg
vegna þess hve veður var heið
skýrt og bjart, hafi þeim tek-
ist að gera nákvæmar mæling-
ar. — Reuter.
Brelar veita 80
miljón sterlings-
punda til UNRRA
LONDON í gærkvöldi: All-
miklar umræður urðu í neðri
deild þingsins í dag, er fjár-
málaráðherrann fór fram á 80
miljón sterlingspunda (rúm-
lega 2000 milj. króna) fjár-
veitingu til UNRRA (hjálpar
og endurreisnar stofnunar
hinna sameinuðu þjóða).
Fjármálaráðherrann sagði,
að nú þegar yrði að gera ráð-
stafanir tii að UNRRA bæri til-
ætlaðan árangur. Það væri
ekki ennþá búið að ákveða
hvernig samband UNRRA og
hers bandamanna yrði í þeim
löndum, sem frelsuð verða og
þurfa hjálpar við.
Þingmenn, sem til máls tóku
bentu á, að ástandið í Evrópu
væri nú miklu verra heldur en
í lok síðustu styrjaldar. Það
yrði að tryggja það, að Evrópu
þjóðirnar sveltu ekki.
Einn ræðumanna taldi sjálf-
sagt, að hjálp yrði veitt til
þeirra þjóða, sem nú eru ó-
vinaþjóðir bandamanna, eins
og til hinna, sem hernumdar
eru.
Hinsvegar er opinberlega
tilkynt, að hersveitir banda
manna hafi tekið hafnar-
borgina Anzio, sem er 3—-4
km frá borginni Nettuna,
þar sem bandamenn gengu
á land. Bandamenn hafa nú
á sínu valdi um 25 km
strándlengju og hafa sótt
alt að 20 km inn í landið.
Seint í gærkvöldi bárust
fregnir um, að þýskar her-
sveitir hefðu nú loks gert
gagnáhlaup á hersveitir
bandamanna, sem á land
gengu. Hafa Þjóðverjar ráð
ist með allmiklu liði á her-
sveitir Bandaríkjamanna,
en bresku hersveitirnar
hafa enn ekki mætt neinni-
verulegri mótspyrnu.
Sótt að Via Appia.
Engar opinberar fregnir
hafa borist til að staðfesta
fregnir v stríðsfrjettaritara,
að bandamenn hafi þegar
náð á sitt vald Via Appia,
sem er aðalvegurinn með-
fram ströndinni til Róma-
borgar, en þegar banda-
menn hafa náð þeim vegi,
fer að þrengjast fyrir þýsku
hersveitunum, sem verja
stöðvar Þjóðverja sunnar á
Ítalíuskaganum.
Farið að draga úr vörn
Þjóðverja.
Frjettariturum ber sam-
an um, að allverulega sje
farið að draga úr gagn-
áhlaupum Þjóðverja á suð-
urvígstöðvunum, hjá Garig-
liano ánni. Eyriv nokkrum.
dögúm gerðu þýsku her-
sveitirnar hatröm gagn-
áhlaup á þessum slóðum og
neyddust amerískar her-
sveitir til að hörfa aftur suð
ur fyrir Rapido-ána. — Nú
hafa Bandaríkjamenn aftur
sent framvarðasveitir yfir
ána og benda allar líkur til,
að Þjóðverjar sjeu að hörfa
frá þessum slóðum. Bretar
sækja á við ströndina og
Frakkar, sem eru í hálend-
inu hafa sótt fram í dag.
Áttundi herinn.
Frá áttunda hemum á
austurströndinni berast
fregnir um að miklar
sprengingar heyrist frá
stöðvum Þjóðverja. Segja
Framh. á 2. síðu.