Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 4
4 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Föstudag'ur 28. janúar 1944 STARFSEMI VIÐSKIFTARÁÐSINS frá 26. janiiar 1943 til 26. janúar 1944 Viðskiftaráðio tók til starfa 26. janúar 1943. Þann dag hjelt það fyrsta fund sinn og yfir- tók þau störf, sem Gjaldeyris- og innflutningsnefnd hafði haft með höndum, og settist að í húsakynnum hennar í Arnar- hvoli. í tilefni af því, að fyrsta starfsár Viðskiftaráðsins er á enda liðið, þykir þvl viðeig- andi að gera nokkra grein fyr- ir starfsemi sinni, sem er marg þætt og snert-ir hagsmuni og at haínafrelsi ýmissa stjetta þjóð- fjelagsins og raunar allra lands manna. Viðskiftaráðið er stofnað með lögum nr. 1 frá 16. jan. 1943 um innflutning og gjald- eyrismeðferð, og er því ætlað að hafa þessa störf með hönd- um: 1. Fara með innflutnings- og gjaldeyrismál. Er þar um að ræða verksvið Gjaldeyris- og innflutningsnefndar að mestu óbreytt.- 2. Ráðstafa farmrými í skip- um, er annast eiga vöruflutn- inga til landsins og eru eign íslenskra aðila eða á vegum þeirra. 3. Annast innflutning brýnna nauðsynja eftir ákvörðun rík- isstjórnarinnar og hafa með höndum innkaup ýmissa vara, sem ekki fást keyptar eftir venjulegum verslunarleiðum. 4. Fara með verðlagseftirlit og verðlagsákvarðanir, sam- kvæmt lögum um verðlag. 5. Annast vöruskömtun lög- um samkvæmt. Ráðið er skipað fimm mönn- um, og auk þess fimm til vara. Þrír af aðalmönnum ráðsins eru fastir starfsmenn þess og annast daglegar framkvæmdir. Eru það formaður ráðsins, Svan björn Frímannsson, dr. Oddur Guðjónsson, er hefir aðalum- sjón með innkaupadeildinni, og Ólafur Jóhannesson lögræðing ur, sem sjerstaklega hefir um- sjón með flutningaráðstöfun- um. Auk þessara þriggja er Viðskiftaráðið skipað þeim Gunnlaugi Briem, stjórnarráðs- fulltrúa, sem er varaformaður ráðsins, og Jóni Guðmundssyni skrifstofustjóra. Þegar teknar eru ákvarðanir um verðlagsmál, víkja tveir af aðalmönnum þess sæti, þeir dr. Oddur Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson, og í þeirra stað koma tveir nýir menn inn, þeir Gylfi Þ. Gíslason dócent, og Ólafur Björnsson dócent, en sá síðarnefndi var skipaður í starf ið þ. 1. okt. s. 1. í stað Klem- ensar Tryggvasonar hagfræð - ins, er starfað hafði í ráðinu frá upphafi. Viðskiftaráðið heldur fundi sína þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4 síðdegis. Eru þar teknar á- kvarðanir í þeim málum, sem fyrir liggja, og afgreidd erindi, sem ráðinu berast. Verðlagsstjóri, er skipaður var samkvæmt lögum um verð lag, frá 10. febrúar 1943, ann- ast daglegar framkvæmdir í verðlagseftirlitinu, og undir- býr tillögur til Viðskiftaráðs um verðlagsákvarðanir. Svein björn Finnsson hagfræðingur gegnir störfum verðlagsstjóra. Forstjórí skömtunarskrif- stofu ríkisins, Sigtryggur Klem ensson, lögfræðingur, hefir um sjón með daglegum fram- kvæmdum i skömtunarmálum, en Víðskiftaráðið tekur ákvarð- anir um skömtun og úrskurðar ágreiningsatriði, er fyrir koma. Framkvæmd þeirra mála, sem Viðskiftaráðið hefir nú með höndum, var áður skift niður á fjórar skrifstofur, er voru hver á sínum stað í bænum. Til þess að hægt væri að sapieina þessi störf sem mest á einn stað, flutti Viðskiftaráðið í ný og stærri húsakynni á Skólavörðu stíg 12, þann 1. maí s. 1. Þar fjekst nægilegt húsrými fyrir verðlagseftirlitið, innkaupa- starfsemina, sem áður var í höndum Viðskiftanefndarinn- ar, og gjaldeyris- og innflutn- ingsmálin. Til að standast kostnað af starfsemi Viðskiftaráðs og framkvæmd laganna, ber þeim, er innflutningsleyfi fá, að greiða V2 % gjald af þeirri upp- hæð, sem leyfið hljóðar um. Auk þess greiða innflytjendur nú 3% gjald af öllum innflutn- ingi, er innkaupadeild ráðsins annast fyrir þá. Tekjur Við- skiftaráðs af þessum gjöldum hafa nægt til að standast allan kostnað allra deilda ráðsins, þar í talið verðlagseftirlitið og skömtunarskrifstof:ln, svo og innkaupanefnd í New York. Hjer á eftir er gerð nokkur grein fyrir starfsemi ráðsins á hinu liðna ári, eins o‘g hún hefir farið fram innan hvers einstaks af hinum fimm aðal- þáttum starfsins: I. Innflutnings- og gjaldeyrismál. Við veitingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, þurfti Við- skiftaráðið einkum að hafa til hliðsjónar eftirfarandi atriði: a. Flutningserfiðleika þá, sem við var að etja. En sam- kvæmt upplýsingum Viðskifta málaráðuneytisins, biðu um 40 þús. smál. af vörum flutnings frá Ameríku um áramólin 1942 —’43. Af þessu var auðsætt, að fara varð gætilega í veitingu nýrra innflutningsleyfa, ef koma átti í veg fyrir, að vörur hjeldu áfram að safnast fyrir á afgreiðslum í Ameríku og bíða flutnings um lengri tíma og ef takast átti að ná tökum á flutningamálum og færa birgðirnar niður í magn það, sem samsvaraði flutningsmögu leikunum. Hjer var og um það mikið vörumagn að ræða, að úthlutun í ýmsum vöruflokkum mátti telja óþarfa fyrst um sinn. b. Gildandi samninga um innflutning til landsins. En þeg ar um áramót var búið að veita innflutningsleyfi fyrir og festa kaup á öllu því vöru- magni í sumum flokkum, er fáanlegt var til 30. júní 1943, samkvæmt áðumefndum samn ingum. c. Ráðstöfun Gjaldeyris- Og innflutningsnefndar næsta ár á undan. En á því voru leyfis- veitingar mjög rúmar. Inn- flutningur1 frá Ameríku var ekki heftúr verulega og frá Bretla'hdi rnátti heita, að hann væri í rauninni frjáls, einkan- lega síðari hluta ársins. Af þessu leiddi, að all miklar birgðir voru hjer í landinu af ýmsum vörum, og að miklar vörubirgðir lágu á afgreiðsl- um erlendis og biðu skiprúms. Af sömu ásæðum var einnig ó- venjulega mikið í umferð af leyfum um áramót. I mjög mörgum tilfellum höfðu leyf- ishafar þegar gert ráðstafanir í sambandi við þessi leyfi. Varð því ekki komist hjá að fram- lengja þau. Að framangréindum atriðum athuguðum, varð stefna Við- skiftaráðsins sú, að draga fyrst um sinn úr leyfisveitingum fyr ir öllum vörum, nema brýnum nauðsynjum, þ. e. nauðsynleg- um neysluvörum og nauðsyn- legum vörum vegna úflutnings framleiðslu. Innflutningur þeirra vara var veitt»r án tak markana, eftir því sem hægt var að fá þær. Ennfremur var leitast við að bæta úr nauð- synlegum þörfum innlends iðn aðar. Gjaldeyrisleyfi til náms og nauðsynlegra ferðalaga voru veitt án verulegra takmarkana. Jafnskjótt, sem rættist úr mestu flutningserfiðleikunum, voru gerðar almennar úthlut- anir í ýmsum vöruflokkum, svo sem rafmagnsvörum, bús- áhöldum, skófatnaði, vefnað- arvöru, einstökum byggingar- vörum o. fl. Á síðastliðnu ári minkaði inn flutningur frá Bretlandi mjög, en óx að sama skapi frá Am- eríku. Sumar vörutegundir, sem áður fengust frá Bretlandi, fengust nú aðeins frá Amer- íku. Þannig var það t. d. um skófatnað og búsáhöld, vefn- aðarvöru að miklu leyti og ýmsa fleiri vöruflokka. Skifting innflutningsleyfa á milli innflytjenda hefir löngum verið deiluatriði. Skömmu eft- ir að Viðskiftaráðið tók til starfa, ljet það, að fyrirlagi Viðskiftamálaráðuneytisins, safna skýrslum í ýmsum vöru- flokkum um fyrri innflutning og innkaup þeirra aðila sem óskuðu að koma til greina við úthlutun innflutningsleyfa framvegis. Skýrslur þessar voru látnar ná til áranna 1938 —1942. Var ætlunin að reyna að fá með þessu fastari grund- völl undir skiftingu innflutn- ingsleyfa, en verið hafði. Skýrslusöfnun þessari var lok- ið síðari hluta ársins. Hafa síð- an verið gerðar úthlutunar- skrár eftir skýrslunum og sum ar þeirra þegar verið teknar í notkun nú. Verða skýrslur þessar væntanlega lagðar til grundvallar í aðalatriðum við úthlutun leyfa á þessu ári. Að gefnu tilefni skal eftir- farandi tekið fram um innflutn ing ávaxta, bifreiða, leikfanga og skrautvara: Þurkaða ávexti hefir verið reynt að flytja inn eftir því, sem unt hefir verið, enda hafa þeir verið fáanlegir hjer mest- an hluta ársins. Nýja ávexti var ekki unt að flytja inn fyrri hluta ársins, vegna erfiðleika á flutningum. Þegar rætast fór úr flutningavandræðunum, var komið fram á vor og þótti þá ekki fært að flytja þá, vegna skemdarhættu. Seint á s. 1. sumri veitti ráðið innflutnings leyfi fyrir um 360 smál. af nýjum eplum. Komu þau hing að íyrir jólin. Sítrónur hafa verið fluttar inn alt árið. Nú nýlega hafa verið veitt innflutn ingslejTi fyrir nokkru af þurk- uðum, nýjum og niðursoðnum ávöxtum. Mun Viðskiftaráðið leyfa innflutning ávaxta eftir því, sem skiprúm og aðrar á- stæður frekast leyfa. Viðskiftaráðið veitti engin ný leyfi fyrir bifreiðum s. 1. ár. Á árinu voru þó fluttar inn . . nýjar íólksbifreiðir, sem Bif- reiðaeinkasalan hafði keypt á Grinu 1942, fyrir milligöngu Viðskiftanefndar. Einnig voru fluttar inn notaðar fólks bifreiðir, sem Gjaldeyris- og innfl.utningsnefnd hafði veitt innflutningsleyfi fyrir á árinu 1942. Síðan Viðskiftaráðið íók til starfa, hefir það ekki veitt nein ný gjaldeyrisleyfi fyrir leik- föngum, keramikvörum, skraut vörum úr gulli og silfri eða öðrum þeim vörum, sem hægt er að nefna glysvarning og óþarfa. Árið 1942 nam heildarinn- flutningurinn kr. 248,02 milj., en árið 1943 nam hann 247,9 milj. Verslunarjöfnuður var óhagstæður s. 1. ár um kr. 14,09 milj., en árið 1942 var hann ó- hagstæður um kr. 47,6 milj. Innstæður bankanna erlendis hafa hins vegar aukist á árinu um nál. 153,7 milj. kr. Búast má við, að vöruútveg- un frá Ameríku verði nokkru erfiðari á yfirsandandi ári en verið hefir, og að fleiri vöru- tegundir verði skamtaðar til út flutnings en áður. Viðskiftaráðið hefir látið gera hákvæmlega sundurliðaða áætlun um vöruþörf landsins á þessu ári. ‘ Þessi áætpn hefir verið send sendiskrifstofum Is- lands í Washington og London, ásamt rökstuddri greinargerð fyrir því, hvers vegna hlutað- eigandi vöru er þörf. Má gera ráð fyrir, að áætlunin verði höfð til hliðsjónar við úthlut- un til íslands í þeim vöruflokk um, sem takmarkaðir verða til útflutnings. II. Flutningsmál. Eins og áður er sagt, var tal- ið að i byrjun ársins 1943 lægju um 40.000 smál. af vör- um í höfnum vestan hafs og biðu flutnings. Þessi vörusöfn- un sem aðallega hafði orðið til síðustu mánuði ársins 1942, var að skapa öngþveiti í flutnings- málunum, sem varð að ráða fram úr. Jafnframt því, sem Viðskiftaráðið dró úr nýjum leyfisveitingum til vörukaupa í Ameríku, eftir því, sem fram ast var unt, var reynt að korha skipulagi á vöruflútningarta, er trygði flutninga brýnustu nauðsynja fyrst og fremst og síðan jafnaði aðra vöruflutn- inga, þannig, að ekki þurfti að koma til þess að þurð yrði á einstökum vörutegundum, með an óþarflega kæmi af öðrum. I þessu skyni var gerð skrá yf- ir allar vörur, er flytjast áttu frá Ameríku, þar sem vörurn- ar voru flokkaðar með tilliti til þesSj hve telja mátti þær nauð synlegar. Þessi skrá var síðan send afgreiðslu Eimskipafje- lagsins í New York og lagt fyr- ir hana að bóka vörur til flutn- ings í samræmi við niðurröðun vöruflokkanna. Nokkrum nauðsynjavörum svo sem skömtunarvörum, fóð- urvörum, olíum, áburði og timbri, er að mestu ráðstafað í hvert einstakt skip hjeðan. Samkvæmt skýrslu, er Við- skiftaráðinu barst, laust eftir áramótin, nam þá vörumagn í New York, bókað til flutnings, um 7.000 smál. eftir að ráð- stafað hafði verið í skip, sem þá voru í New York. Nokkur hluti þessara vara mun þó ekki hafa verið tilbúinn til af- greiðslu. Síðastliðið ár voru fluttar hingað til lands frá Ameríku, samtals 84.645 smál. af vörum. Þar af voru fluttar með skipum Eimskipaíjelagsins ca. 34.732 smál.; með þremur fastleigu- skipum ca. 31.077 smál. og með aukaleiguskipum og skip- um á vegum herstjórnarinnar 18.836 smál. Um allar flutningaráðstafan- ir hefir orðið að vera samvinna við Eimskipafjelag Islands. Hef ir sú samvinna verið hin ákjós- anlegasta. Segja má einnig, að afskifti ráðsins af flutningsmál um hafi mætt skilningi hjá inn flytjendum. Ástandið í flutnihgamálun- um mun verða all erfitt fyrstu mánuði þessa árs, einkum á meðan stendur á flutningi á- burðar, en að óbreyttum nú- verandi aðstæðum og skipa- kosti má gera sjer vonir um, að það lagist nokkuð, er á árið líður. III. Skömtunarmál. Framkvæmd matvælaskömt- unarinnar var með svipuðum hætti s. 1. ár eins og undanfarin ár. Verslunarbirgðir af skömt- unarvörum voru í ársbyrjun 1943, 7.277 smál. en í árslok 6.735. Innflutningur skömtun- arvara nam s.l. ár 18.106 smál., en árið áður 18.676 smál. I þessum mánuði kom hingað all mikið af kornvörum, og hafa því birgðirnar aukist nokkuð frá því um áramót. Matvæla- skamtar voru óbreyttir frá því sem áður var, nema hvað kaffi skamtur var lítið eitt aukinn. Úthlutun skömtunarvara til iðnfyrirtækja var á árinu, sem hjer segir: Brauðgerðarhús fengu 133% úthlutun, miðað við meðal mán aðar notkun á árinu 1938. Iðnfyrirtækjum þeim, er framleiddu tollvöfu, var sjer- staklega ákveðinn skamtur af Vioskiftamálaráðuneytinu. — Framh. ú 5. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.