Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 5
Föstudag’iir 28. janúar 1944 MOKGUNBLAÐIÐ STARFSEMI VIÐSKIFTARAÐSINS Framhald af bls. 4. Úthlutun til þeirra nam sem naest 175% miðað við meðal mánaðar notkun á árinu 1938. Önnur iðnfyrirtæki fengu 133% úthlutun miðað við með- al mánaðar notkun á árinu 1938. Á árinu 1943 var tekin upp skömtun á bensíni, gúmmístíg- vjelum og hjólbörðum og slöng um handa bifreiðum. Hefir skömtunarskrifstofan haft með höndum framkvæmd á skömt- un þessara vara. Skömtunarskrifstofan hefir einnig haft með höndum fram- kvæmdir á birgðakönnunum þeim, sem Viðskiftamálaráðu- neytið fyrirskipaði að fram skyldu fara þrisvar sinnum á s. 1. ári á ýmsum nauðsynja- vörum. IV. Innkaup. Eftir því, sem stríðið hefir staðið lengur og hervæðing við skiptaþjóða okkar færist í auk- ana, hefir reynst erfiðara að festa kaup á ýmsum afurðum, sem mikilvægar eru fyrir styrj- aldarreksturinn. Má segja, að um það bil, er Viðskiptaráð tók til stárfa, hafi öll framteiðsla Bandaríkjanna, Bretlands og Canada verið háð víðtæku eft- irliti viðkomandi stjórnarvalda og' sala hinna framleiddu vara, bæði á innanlandsmörltuðum og til útfultnings, verið háð marg- vislegum takmörkunum. Með tilliti til þessara að- stæðna, var það ákvæði sett í lögin um innflutnings- og gjald eyrismeðferð, að Viðskiptaráð skyldi „annast innflutning brýnna nauðsynja eftir ákvörð un ríkisstjórnarinnar, ef hún telur sýnilegt, að innflytjend- ur sjái ekki þörfum þjóðarinn- ar borgið, eða aðrar ástæður gera slíkar ráðstafanir nauðsyn legar að dómi ríkisstjórnarinn- ar“. Þetta hlutverk hafði, áður en Viðskiptaráð tók til starfa, ver- ið í höndum Viðskiptanefndar og íslensku innkaupanefndar- innar í New York, en í henni áttu þá og eiga sæti þeir Ólafur Johnson stórkaupmaður og Helgi Þorsteinsson forstjóri. Þessir aðilar höfðu á árinu 1942 fyrir hönd einstakra innflytj- enda eða innflytjendasamlaga, sjeð um innflutning ýmissa vara, sem eigi var hægt að kaupa í Bandaríkjunum, nema með aðstoð láns- og leigustofn- unarinnar. Þessu starfi hefir viðskiptaráð, eða sjerstök deild innan þess, haldið áfram og flutti ráðið fyrir milligöngu ís- lensku innkaupanefndarinnar í New Yórk, inn á árinu 1943» vörumagn það, serri hjer er til- greint: Auk þess annaðist ráðið inn- flutning á 95 fólksbiíreiðum, 9 bátamótorum, 199 kæliskápum og 1 flygeli. Viðskiptanefnd hafði fest kaup á þessum vör- um árið 1942. Þess skal getið, að nokkuð af þessum 14.729 smál. af vör- um var keypt á árinu 1942, þótt innflutningur þeirra færi ekki fram fyrr en á s. 1. ári. Verðmæti þessara vara, sem að framan eru taldar, nam sam tals kr. 27.659.946,80, miðað við c. i. f. verð, en f. o. b. verð- mæti varanna nam samtals kr. 19.769.547,09. Tölur þessar eru ekki alveg endánlegar, og geta því breytst ofurlítið, en eigi svo, að verulegu máli skipti. Um fyrirkomulag þessara inn kaupa er það að segja, að þótt Viðskiptaráð sje kaupandi að þessum vörum, þá er það að- eins í umboði einstakra inn- flytjenda eða innflytjendasam- laga. Fyrir þetta starf tekur Við- skiptaráðið ákveðið gjald, um- boðslaun, og námu þau framan af árinu 1%, síðan lVz og frá 1. júlí 3% af f. o. b. verði varanna og vátryggingargjald- ínu af þeim. Eins og getið er um hjer að framan, er mjög erfitt að út- vega ýmsar vörur hingað til landsins vegna þess, að fram- leiðsla þeirra og sala úr landi er háð samþykki viðkomandi stjórnarvalda. Viðskiptaráðið hefir haft allmikil afskifti af þessum málum og hefir kaupa- deild ráðsins greitt fyrir því að útvega framleiðslu- og útfl,- Ieyfi fyrir ýmsum mikilvægum vörum, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, enda eru þessi leyfi oft háð því skilyrði, að Viðskiptaráð votti nauðsyn var anna, eða mæli með því, að þær verði afgreiddar. í þessum efn um hefir Viðskiptaráð haft nána samvinnu við Samninga- nefnd utanríkisviðskipta, og fyrir hennar milligöngu, sendi- ráðin í Washington og London, sem veita aðstoð við útvegun nauðsynlegra framleiðslu- og útflutningsleyfa. V. Ver&Iagseftirlitið. Þegar Viðskiptaráðið tók við verðlagseftirlitinu í ' febrúar 1943, voru gildandi verðlags- ákvæði um hámarksverð og hámarksálagningu á ýmsltm vörum. Eftirlitið var með þeim hætti að eftirlitismenn fóru í 1. Járn og stál .. 8.737 smál 2. Vír og vírnet 1.414 — 3. Pípur 2.029 — 4. Aðrir málmar 82 — 5. Flöskuhettur 16 — 6. Verkfæri 253 — 7. Saumur 798 — 8. Rafmagnsvörur 368 — 9. Hjólbarðar og slöngur 217 — 10. Gúmmiiskófatnaður ........ 68 — 11. Sólaleður 97 — 12. Chiekory-rætur ............ 95 — 13. Smjörlíkisolíur \ ! . . 428 — 14. Smjör 107 — 15. Ýriisar aðrar vÖrur . i...... 20 . — Samtals 14.729 smál. verslanir og athuguðu hvort verðlagning væri í samræmi við gildandi ákvæði. Breytingar á slarfsháttum og fyrirkomulagi. Fyrsta verk ráðsins var í því fólgið að gera ýmsar viðtækar breytingar á fyrii komulagi og starfsháttum og skal hjer get- ið þeirra helstu. 1. Reglur þær, serft giltu um það ,hvernig verðlagningu skyldi háttað og kostnaðarverð vara ákveðið, voru teknar til endurskoðunar og gerðar á þeim ýmsar breytingar, sém miðuðu að því að koma regl- unum í fastara horf og eyða vnfaatriðum, en einnig voiu séttar skorður við því, sve hátt mætti reikna einstaka kostnað- arliði. Sem dæmi til skýringar má nefna kostnað við heim- flutning vara frá skipacx- greiðslu að sölustað. Þessi kostnaður var áður reiknaður mjög misjafnlega enda venju- lega áætlaður, en engin skilríki til fyrir greiðslumji. Nú er að- eins leyft að reikna þenna kostnað í ákveðnu hlutfalli við uppskipunarkostnað. 2. Innflytjendum var gert að skyldu að senda afrit af verð- útreikningi á sjerhverri vöru- sendingu til skrifstofunnar. Til tryggingar því, að enginn b#egð ist þeirri skyldu, fær skrifstof- an að láni allar innflutnings- skýrslur frá tollyfirvöldunum. 3. Heildv'erslunum var gert að skyldu að senda skrifstof- unni afrit af öllum sölunótum sínum, og smásöluverslunum var gert að skyldu að senda mánaðarlega skýrslu yfir inn- kaup sín frá heildverslunum. 4. Landinu var skipt í eftir- litssvæði og trúnaðarmenn skipaðir í þau. Eftirlitssvæðin voru upphal'lega 7, en eru nú 9. Þegar þessar breytingar voru á orðnar var hægt að fram- kvæma eftirlitið á miklu hag- kvæmari og öruggari hátt. Eft- irlitið með heildversluninni getur nú að langmestu leyti farið fram á skrifstofunni. Þar er hægt ,að yfirfara verðútreikn ingana og bera söluverðið sam- an við sölunóturnar. Eftirlitið með smásöluverslununum verður líka miklu raunhæfara en áður var. Þegar eftirlitsmað ur kom í verslun til eftirlits, fjekk hann stúndum þau svör, að engar nýjar vörur hefðu komið síðan hann var síðast þar, og var þá oft erfitt fyrir hann að gera sjer grein fyrir því, hvort sú fullyrðing væri á rökum reist. Nú getur eftir- litsmaður sjeð það á sölunót- um heildverslana hvaða vörur verslunin hefir fengið og reikn- að út leyfilegt verð hennar, áð- ur en hann fer til eftirlits. Þess- ar ráðstafanir hafa því orðið til að styrkja eftirlitið og draga úr verðlagsbrotum. Einnig má nefna eina Þýð- ingarmikla ráðstöfun enn, sem verkar á sama hátt, en hún er sú. að niðurstöður allra dóma fýrir verðlagsbrot eru undan- tekningarlaust sendar dagblöð- unum til birtingar. Með þessum ráðstöfunum hef ir einnig það áunnLst, að allar vörutegundir eru raunverulega komnar undir verðlagsákvæði að því er heildverslun snertir. Þó vörutegund sje ekki undir beinum verðlagsákvæðum verða heildverslanir að senda verðútreikning á skrifstofuna, og getur þá verðlagsstjóri úr- skurðað, hvað verð hennar megi vera. Þótt verslanimar sjeu ekki lagalega sjeð skyldar til að hlýta þeim úrskurði, verð ur þó næstum aitaf sú raunin á, enda mundi varan að öðrum kosti þegar í stað verða sett undir ákvæði. Verðlagsákvæði á vörur: Ný verðlagsákvæði hafa ver- ið sett á eftirtaldar vörur og vöruflokka: a) Með hámarksálagningu: RafmagnsvÖrur, niðursuðuvör- ur, vjelar (mótorar) og viðgerð arefni bifreiðaverkstæða, vjel- smiðja, skipasmíðastöðva og dráttarbrauta. b) Með hámarksverði: Raf- magnstæki (innlend fram- leiðsla), lax (nýr og reyktur), amboð, rabarbari, stállýsis- Önnur verðlagsákvæði: V erðlagsákvæði hafa verið sett í þjónustu eftirtaldra aðila: Bifreiðaverkstæða, vjel- smiðja, skipasmíðastöðva, drátt arbrauta, veitingahúsa, mat- selja, klæðskera, hraðsauma- stofa, kjólasaumastofa, hatta- saumastofa, hárgreiðslustofa, rakarastofa, efnalauga og múr- ara. Ákvæði þessi hafa verið með ýmsu móti, eftir því sem við á í hverju tilfelli, og væri of mikið mál’að lýsa þeim hjer. Öfmur störf: Um flestar þjónustur og vör- ur, sem ekki hlýta ver'ðlagsá- kvæðum, er í gildi bann við hækkun nema með leyfi verð- lagsstjóra. Beiðnir um slíka hækkun berast skrifstofunni mjög oft, en rannsókn þeirra og afgreiðsla er í sjálfu sjer engu þýðingarminni en verðlagsá- kvæði, og hefir sama gildi. Verð á fjölmörgum iðnaðarvör um og ýmsum þjónustum hef- tunnur, olíufatnaður (innlend ir verið ákveðið á þenna hátt, framleiðsla), ölföng og rjúpur. jenda þótt engin tilkjmning hafi c) Hámarksákvæði hafa einn J Verið birt um það. og það þar ig verið settar á bækur, þannig af íeiðandi ekki talið upp hjer að útgefendur mega ekki á- kveða verð þeirra nema með samþj'kki verðlagsstjóra. að framan. Þó að hjer sje oftast um að ræða synjun um ónauðsynlega Þá hafa einnig verið gerðar hækkun. eða heimild fyrir ó- ýmsar breytingar á eldri á- hjákvæmilegri hækkun, og kvæðum, t. d. var álagning J frumkvæðið því í höndum hlut lækkuð nokkuð á vefnaðarvör- aðeigandi fyrirtækis, getur þó um og skófatnaði. Þá má-geta þess sjerstaklega, það gagnstæða átt sjer stað. Má i því sambandi geta þess, að s. .1 að þegar hækkun var leyfð á vor fjekk Eimskipafjelag Is- flutningsgjöldum frá Ameríku ^ lands lej'fi til að hækka flutn- s. 1. vor, var innflytjendum! ingsgjöld á vörum frá Ame- bannað að reikna álagningu á ‘ ríku, en vegna breytinga, sem þá hækkun, og síðan var lækk- J síðar urðu á aðstöðu fjelagsins, uð álagning á öllum vörum sem var því fj'rirskipuð ■ lækkun hámarksálagning,, gilti um til samræmis við það. flutningsgjaldanpa um s.l. ára- mót. Flugvirki varpa sprengjum Þegar flugvirki fara til dagárása á Þýskaland, fljúga þa« mjög hátt og varpa sprengjum sínum úr mikilii hæð. — Myndin sýnir flugvirki vera að varpa sprengjum sínum á einhvem árás- arstað í Þýskalandf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.