Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 20. tbl. — Föstudagur 28. janúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. TDR BYRJAÐAR SIÐWESTAN RÓM Vígstö Benevenfo<j Hermann-Göring herfylkio gerir gagnáhlaup London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. MIKIL ORUSTA er að byrja í kvöld á landgöngusvæði bandamanna fyrir sunnan Róm. Þýskur liðsauki, bæði menn og fallbyssur, streymir til vígstöðvanna annars- staðar að, einnig frá vígstöðvunum sunnar, en flugvjelar -bandamanna gera árásir sem þeir mega á flutningalestir þessar. Við Littorio kom til snarps bardaga, og voru þar fyrir herflokkar úr hinu kunna Hermann-Göring her- fylki. Var áhlaupi þeirra hrundið og mistu þeir 120 menn. ÞESSI UPPDRÁTTUR sýnir vígstöðvarnar á ítalíu. Sjást allir þeir helstu staðir, sem nefndir eru í frjettum frá þeim slóðum þesSa dagana. Suðurvígstöðvarnar og vígstöðv arnar umhverfis Rómaborg. Á ströndinni Anzio og Littoria og Velletri lengra inni í landi. Hröð sókn Rússa sunn- an Leningrad f ru 60 km. frá iandamærum Estlands Frejttir seint í gær- , kveldi hermdu, að Rúss- . ar ættu ófarna eina 60 km. til landamæra Est- lands í sókn sinni á Len- ingrad-vígstóðvunum. London í gærkveldi. í HERSTJÓRNARTIL- KYNNINGU Rússa í kvöld er sagt, að haldið sje áfram harðri sókn suður og suð- vestur af Leningrad, og hafa allmargir bæir verið teknir í sókn þessari, meðal ann- ara bær einn um 32 km vestur af Getsina og um 65 km frá landamærum Eist- 1-ands. Einnig var tekinn járnbrautarbærinn Tosna, er alllangt fyrir suðaustan Leningrad. Ekki hafa Rúss- ar enn tilkynt töku bæjar- ms Krasnogvardeisk, en þar mun vera barist af mikl um ákafa. Segjast Rússar Framh. á 2. siðu. Arásir á skip á Eyjahafi London i gærkveldi. UNDANFARNA daga hafa flugvjelar Breta frá bækistöðv úm við austanvert Miðjarðar- haf gert miklar árásir á skip Þjóðverja á Eyjahafi, en þar hafa þeir allmikinn "skipako-V: til þess að flytja' birgðir til setuliðs síns á hinum ýmsu eyjum í Eyjahafi. Hafa flug- vjelarnar sökt tveim skipum, en laskað 22 að auki; voru flest þeirra smá. Flugvjelatjón var lítið. Einnig voru gerðar mikl- ar árásir á Pireus, Reuter. leypti hitamæli. London í gærkveldi —: Maður nokkur kom hlaupandi inn í sjúkrahús í London í dag og stundi því upp, að hann hefði gleypt hitamæli. Nokkru síðar fjekk hann áköf uppköst og kastaði hitamælinum upp, en þá tókst hvorki betur nje verr til, að hann gleypti hann aft- ur. Að lokum tókst að ná mæl- ihum upp úr manninum, en læknirinn fullyrti, að hann hefði sýnt æði hátt hitastig, er hann náðist! — Reuter. Þýskar út- varpsstöðv- ar þögnuðu í gærkvöldi London í gærkveldi. Allflestar útvarpsstöðvar þýskar þögnuðu skyndilega í kvöld, þar á meðal stöðin í Varsjá. Dregið var mjög úr orku stöðvarinnar í Vín- arborg að því er virtist, svo hún leiðbeindi síður árásar- flugvjelum.Nokkru áður en stöðvarnar þögnuðu, var al- menningur aðvaraður um það, að „óvinaflugvjelar þær, sem orðið hefði vart við hjeldu áfram ferð sinni og stefndu til suðausturs". Klukkan 9,30 byrjuðu stöðvarnar að senda á ný. ? ? ?----------- Stolið úr dýragarði. Londoo:— Mjög dýrmætum páfagauk og grimmum villi- ketti var stolið fyrir skemstu úr dýragarðinum í Bristol. Manntjón Banda- ríkjamanna Washington. UPPLÝSINGADEILD Banda- ríkjanna hefir birt síðustu töl- ur yfir manntjón Bandaríkja- manna, síðan þátttaka þeirra í ófriðnum hófst. Samkv. skyrsl um Upplýsingadeildarinnar er síðasta manntjónstala Banda- ríkjamanna 142,289 manns. — Þar af eru, samkvæmt skýrsl- um landhersins .og flotans 32,662 látnir, 47,123 særðir, 32.699 týndir og 29.805 fang- ar í höndum óvinannaa. 1.933 hermenn hafa látist í fangabúðum óvinanna, flestir þeirra í japönskum fangabúð- um. En þessar tölur, segir í skýrslu Upplýsingadeildarinn- ár, ná ekki yfir allt manntjón Bandaríkjamanna fram til þessa dags, þareð skýrslur landhersins ná ekki nema til 31. desember, en skýrslur flot- ans ná allt fram til 22. janúar. Námadeilan í Bret- landi ieyst London í gærkveldi. STJÓRN námamannasam- bandsins breska samþykti á fundi í dag, að ganga að kaup- tilboði námaeigenda, en sam- kvæmt því eru minstu viku- laun námamanns, sem vinnur niðri í námunum 5 pund á viku. Ekki náðist einróma sam þykki um þetta, og er álitið, að sumir sjeu óánægðir. ¦—¦ Reuter. -----------? ? ? 349 :72. Washington —: Tilkynt hef- ir verið, að síðan á nýári hafi Japanar mist 349 flugvjelar á Kyrrahafssvæðinu, en banda- menn aðeins 72 flugvjelar. Herskip hafa skotið á vegi milli vígstöðva fimta hersins og Róm, bæði beiti- skip og tundurspillar voru þar að verki. Flugveður var fremur illt, en þó flogið all- an daginn og ráðist á vegi og járnbrautir á Formio- og Cassinosvæðunum, einnig á Pescaraveginn, en hann gæti Kesselring notað til liðsauka flutninga. Alex- ander hershöfðingi hefir enn ekki látið uppi neitt ná- kvæmt um .það hvað inn- rásarherirnir hafi sótt langt fram. Við Cassino Þar sækja hersveitir franskar úr fimta hernum enn fram, eftir að hafa kom ist yfir Rapido-ána, og náðu þær í dag aftur hæð, er þær mistu í gær, en bardagar voru feykiharðir. Amerísk- ar framsevtir eru nú aftur komnar yfir Rapido-ana, og yrðu stöðvar Þjóðverjavið Cassino í hættu, ef þessar sveitir Frakka hjeldu áfram sókninni. Þjóðverjar segjast halda uppi stöðupum loftárásum á skip bandamanna undan Anzio og kveðast þeir í gær hafa sökkt beitiskipi og tveim tundurspillum og enn fremur hitt 12 önnur skip, samtals 42 þús. smál., með sprengjum. Segja þeir að einhver skipa þessara hafi sokkið. Ennfremur segjast þeir hafa kveikt í hafnar- bænum Anzio með sprengju kasti og standi hann í báli. Á vígstöðvum áttunda hersis gerðu Þjóðverjar at- lögu að stöðvum Indverja, sem með áttunda hernurh berjast, en voru hraktir á brott eftir nokkra viður- eign. Kanidskar hersveir gerðu með stórskotahríð mikinn usla í þýskri bifreiðalest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.