Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 12
12 Laugarneskirkju gefið happ- drættishúsið HANDHAFI miða þess, sem happdrættishús Laugarnes- kirkju var unnið á, hefir nú loks látið til sín heyra. — Hann hefir gefið Laugarneskirkju húsið. í fyrradag fjekk biskupinn brjef frá manni þessum — sem alls ekki vill láta nafns síns getið. í því brjefi sendir hann miðann og óskar þess, að bisk- up afhendi sóknarnefnd Laug- arneskirkju hann og þar með húsið, sem dregið var um. — Biskup kallaði svo sóknarprest Laugarnessóknar, formann sóknarnefndar og gjaldkera hennar á fund sinn í gærm'org- ’un og afhenti þeim miðann á- samt afriti af brjefi því, sem honum fylgdi. í brjefinu, sem fylgdi þess- ari óvenjulegu og höfðinglegu gjöf, segir gefandinn, að hann hafi eins og svo margir aðrir keypt miða í happdrætti Laug- arneskirkju, en ekki til þess að hagnast á því, heldur til þess að styrkja gott málefni. Hann sagði ennfremur, að sóknar- nefndin hefði sýnt f'rábæran dugnað við kirkjubygginguna. en að langt væri'enn í land og að sjer fyndist'ivel fara á því, að vinrringurinn ljetti þeim róðurinn. Hann sagðist líta þannig á, að vinningurinn kæmi sóknarnefndinni að sem bestum notum með því, að hún fengi frjálsar hendur um það, hvernig honum væri varið og setti hann því ekki nein frek- ári skilyrði en þau, að hann rynni að öllu leyti til kirkjú- byggingarinnar. Aðalfundur Hreyfils AÐALFUNDUR Bifreiðar- stjórafjelagsins Hreyfill var haldinn í Iðnó 26. jan. Var þetta fjölmennasti fundur, sem lialdinn hefir verið í fjelag- inu, en fundinn sátu um 200 fjelagsmenn. Formaður fjelags ins, Bergsteinn Guðjónsson, gaf skýrslu um störf fjelags- ins s.l. ár. Rakti hann í stór- um dráttum baráttu fjelagsins undanfarin ár og sýndi fram á. hver styrkur bifreiðarstjór- um væri að samtökum sínum miðað við það, sem áður var, þegar engin samtök voru til. — Þá skýrði hann frá stofnun Bifreiðastöðvarinnar Hreyfill, sem sjálfseignarbifreiðastjórar stofnuðu 1. des. s.l., en þar atarfa nú 95 bifreiðar. Eftir að reikningar s.l. árs höfðu verið samþyktir var gengið til stjórnarkosninga, og fór hún þannig: Formaður var kosinn Bergsteinn Guðjónsson (endurkosinn). Fyrir sjálfs- eignarmenn voru kosnir í stjórnina: Ingjaldur ísaksson, Þorgrímur Kristinsson og Tryggvi Kristjánsson, allir endurkosnir. Fyrir vinnuþega voru kosnír í stjórnina: Ingvar Þórðarson, Björn Steindórsson, báðir endurkosnir, og Valdimar Konráðsson. Nú er þarna alt í rústum. ÞESSI MYND tekin úr lofti af Alexanderplatz í Berlí i var tekin áður en breski flug herinn lagði byggingar við þetta fræga torg í rústir í einni af hinum miklu loftárásum, sem bandamenn hafa gert á Berlín síðan í nóvembermánuði s.l. — A þessari mynd sjást bygg- ingar við Alexanderplatz, m. a. verslunarhús, skrifstofubyggingar og járnbrautarstöð. Biskupinn situr afmæli Þjóð- ræknisfjelagsins í Winnipeg Frá utanríkisráðuneyt- inu hefir blaðinu borist eftirfarandi: í NÆSTA mánuði á þjóð ræknisfjelag íslendinga í Vesturheimi- 25 ára afmæli og mun þess verða minst með hátíðahöldum í Winni- peg 21. tiþ 23. febrúar. I tilefni af þessu afmæli hefir Þjóðræknisfjelagið boðið ríkisstjórn íslands að senda fulltrúa vestur um haf til að vera víðstaddur hátíðahöldin. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að taka boði Þjóðræknisfjelagsins, og. hefir biskupinn, herra Sig- urgeir Sigurðsson, samkv. tilmælum ríkisstjórnarinn- ar, lofað að vera fulltrúi hennar á afmælishátíðinni. En eins og kunnugt er, er það einmitt kirkjan, er hef- ir verið einn sterkasti þátt- urinn í samheldni íslend- inga vestan hafs, og stuðl- að að viðgangi þeirra bæði í Kanada og Bandaríkjun- Nefnd til að at- huga skemtana- um. Viðskiitaráðið hefir starfað í eitf ár VIÐSKIFTARÁÐIÐ hefir nú starfað í eitt ár. Það hjelt fyrsta fund sinn 26. jan. 1943. — I tilefni af þessu ársafmæli kvaddi Viðskiftaráð blaða- menn á fund sinn í gær og ljet þá fá yfirlit yfir starfsemi ráðs ins frá byrjuri. Yfirlit þetta er birt á 4. og 5. síðu blaðsins í dag. A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær kom til afgreiðslu tillaga Sigfúsar Sigurhjartarsonar, um að skipuð verði nefnd til að athuga umbætur á skemtana- lifi bæjarins, er hann bar fram á næstsíðasta fundi, og þá var vísað til bæjarráðs. Tillaga hans var þannig, að hann vildi fjölmenna nefnd, skipaða fulltrúum frá ýmsum fjelagssamtökum í bænum. Helgi H. Eiríksson bar fram tillögu um það, að í stað þessa skipaði bæjarstjórn 5 manna nefnd til að athuga þessi mál. En Jón A. Pjetursson bar fram þriðju tillöguna um að bæjar- stjórn skipaði 5 manna nefnd- ina, er síðan leitaði samvinnu við ýms fjelagssamtök, svo sem íþróttafjelög, verkalöðsfjelög og goodtemplara. Jón vildi enn fremur að sama nefnd athug- aði stofnun mötuneytis fyrir jalmenning. Helgi H. Eiríksson fjelst á tillögu J. A. P. að und- 'anskildu því, að hann vildi ekki hnýta mötuneytinu aftan í tillöguna, og fjelst Jón A. Pjetursson á að sleppa þeirri viðbót. Var síðan tillag Jóns A. ÍPjeturssonar samþykt með 11 , atkv. gegn -2. En Sigfús Sigur- hjartarson reis upp og fann að því, að hans tillaga var ekki borin upp fyrst, svo hann hefði getað greitt atkvæði með þeirri tillögu, er samþykt var, er hans tillaga var feld, og taldi, að forseti hefði brotið á sjer fundarsköp. En honum var sýnt |fram á, að þessi aðfinsla hans var ekki á rökum bygð. Tillaga Sigfúsar um að skora á ríkisstjórnina að loka Áfeng- isversluninni var samþvkt með 8 atkv. gegn 2. Alyktanir um lýðveldismálið Frá frjettaritara vorum á Akureyri. Sjálfstæðisfjelögin á Ak- ureyri hjeldu sameiginlegan fund um lýðveldismálið í fyrrakvöld. Framsögumaður á fundinum var Sigurður Eggerz, bæjarfógeti. Eftirfarandi ályktun var samþykt í einu hljóði: „Sameiginlegur fundur sjálfstæðisfjelaganna á Ak- ureyri lýsir ánægju sinni yfir tillögum milliþinga- nefndar í sjálfstæðismálinu og skorar á Alþingi að sam- þvkkja * lýðveldisstjórnar- skrána og tillögu til þings- ályktunar um niðurfellingu dansk-íslenska sambands- lagasamningsins á grund- velli þeirra, þó leggur fund urinn til að forseti lýð- veldisins verði þjóðkjörinn11 Á aðalfundi u'. M. F. Svarfdæla, sem haldinn var í Dalvík sunnudaginn 23. jan. var eftirfarandi á- lyktun samþykt: „Fundurinn lýsir sig ein- dregiðfylgjandi því, að úr gildi sje feldur sambands- lagasamningurinn frá 1918, og lýðveldi stofnað á ís- landi eigi síðar en 17. júní 1944 og heitir á ungmenna- fjelaga á öllu landinu að vinna ötullega að einingu þjóðarinnar um þessa lausn málsins“. Bandaríkjaher úr landi. Washington í gærkveldi. Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna hefir látið svo um mælt, að um næstu áramót yrðu tveir þriðju hlutar alls hers Bandaríkjanna farnir úr landi, til þess að berjast á hin- um ýmsu vígstöðvum. — Reuter. Föstudagur 28. janúar 1944 Rjeltar og greið- ar fregnir um bæjarfyrirtæki JÓN A. PJETURSSON gat þess á bæjarstjórnarfundi í gær, að hann hefði ekki heyrt það, fyr en hann las það í blaði, að nú væri ráð fyrir gert, að hin nýja vjelasamstæða við Ljósafoss kæmi ekki til notk- unar fyr en um mánaðamótin febrúar—mars. Borgarstjóri skýrði frá því, að hann hefði fengið þær upp- lýsingar, alt fram til síðustu daga, að bætt yrði úr rafmagns skortinum um miðjan febrúar. En bæjarráð myndi fá skýrslu rafmagnsstjóra um málið í dag. Haraldur Guðmundsson ósk- aði eftir upplýsingum um það, hversvegna vatnsskortur væri enn tilfinnanlegur á Landakots hæð, þó Hitaveitan væri kom- in í mikinn hluta af bænum. Því altaf hefði verið talað um, að Hitaveitan myndi bæta úr skorti á kalda vatninu. * Utaf villandi upplýsingum, sem hann taldi að ýmsir starfs menn við fyrirtæki bæjarins hefðu gefið, stakk hann upp á því, að framvegis yrðu allar slíkar upplýsingar látnar koma frá skrifstofu borgarstjóra, því villandi upplýsingar starfs- mannanna valda óþægindum og vonsvikum meðal bæjarbúa. Hann lagði og til, að sjeð • yrði fyrir því, að almenning- ur hefði greiðari aðgang að því, en nú, að afla sjer upp- lýsinga viðvikjandi **daglegum rekstri Hitaveitunnar, því nú væri oft ógerlegt að ná í sam- band við skrifstofu þessa fyr- irtækis, sem hefir aðeins einn síma. Borgarstjóri þakkaði á- bendingar H. G. Taldi hann, að vatnsskortur nú í hæstu hverfunum myndi sennilega stafa af því, að vegna frost- anna ljetu menn vatn sírenna, til þess að verjast því, að frjósi í pípunum. — Kvaðst hann myndi láta rannsaka þetta nánar. Ekki vildi hann fallast á, að starfsmönnum fyrirtækja bæjarins yrði bannað að gefa blaðamönnum upplýsingar. —• Þeir þyrftu að komast í sam- band við almenning í bænum og væri óviðfeldið að varna þeim máls. Annað mál væri það, að hann hefði brýnt fyrir þeim, að fara varlega í frjetta flutningi sínum og lofa ekki of miklu, en sjá um að hægt yrði að standa við þau fyrirheit, er gefin væru. Hann taldi vel koma til mála, að nauðsynlegar upplýs- ingar um daglegan rekstur bæjarfyrirtækja og leiðbeining ar í því efni yrði falið sjerstök um manni á bæjarskrifstofun- um, þar sem er greitt síma- samband. Mosquito-árásir á Norður-Frakkland. London í gærkveldi —: í dag rjeðust hópar Mosquitoflug- vjela og Typhoonflugvjela á ýmsar stöðvar Þjóðverja í Norður-Frakklandi og gerðu usla á flugvöllum og járnbraut um. Allar flugvjelar þessar komu aftur. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.