Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. janúar 1944 Jordana óánægður. London í gærkv. JORDANA hershöfðingi, ut- anríkisráðherra Spánaf, sagði í gær við blaðamenn frá spánska blaðinu „Arriba”, að hann væri mjög óánægður með ýmsar raddir, sem fram hefðu komið erlendis um það, að Spánn væri ekki hlutlaus í stríðinu, og tilraunir, sem sí- felt væri verið að gera til þess að draga Spán inn í ófriðinn öðru hvoru megin. — Sagði Jordana, að Spánn væri visSu- lega hlutlaus og vildi vera það. Eínnig sagði Jordana, að spellvirkjum yrði grimmilega hegnt, því þeir spiltu sambúð Spánar við vinveitt ríki. < ► < > < > KRYDD <> <► ♦ <> 4 í dásum. Pipar - Canel - Cardemom ; Negull - Allrahanda 1 Muscat - Muscat- blóm - Paprica - Engifer - Carry. Pipar, Negull, Canel, Kúmen heilt, VaniIIe- stengur, Lárviðarlauf. VERSLUN Theodór Siemsen Sími 4205. mitmmmHumtmimmiiiiiiiimniHiimiiiiiiiiiiimiiu Sportfatnaður Svefnpokar Bakpokar Svefnpokatöskur Skíðalegghlífar Skíðavetlingar Skíðahúfur Skíðháburður Hliðartöskur nýkomið. B = | SPORTMAGASINIÐ h.f. | | Sænsk-ísl. frystihúsið E 3. hæð. iiiHmmmiiimmmníimmiiiiiiiiimiimimmiiimimi Tilmæli NÝLEOA las jeg í „ísafold" rtgjörð, eftir Björn Sigurðsson lækni, sein hann nefnir „Saga mæðiveikinnar hjer á landi“. Læknirinn getur þess þar, að þarna sje átt við sjúkdóm þann, sem upp kom í Deildar- tungu í Borgárfirði, þar sem hann nefndi „mæðiveiki", en lætur þess einnig getið, að þún og þingeyska mæðin eigi óskift mál um flest þau atriði, sem þarna verði nefnd. Það halda. nú ýmsir að þess- ir tveir sjúkdómar, sem hjer er rætt urn, geti ef til vill verið einn og sami sjúkdóm- ur, en auðvitað vita menn ekki neitt um það sagt, nema það sem hugurinn getur til. Það er ósk mín að læknirinn vildi svo vel gjöra, að lofa okkur hjer, áður enlangt líð- ur, að sjá aftur frá sjer í „ísa- fold“, ögn um þingeysku mæðina. Væri gaman að fá að vita, í hvaða atriðum hún er frábrugðin mæðiveikinni sem upp kom í Borgarfirði, svo að hún, vegna þess, geti talist annar sjúkdómur. Víkingavatni, 16. ddes. 1943 Þórður Benjamínsson. Grænmetis- Hænsna og Kraftsúpa í pökkum Heinz Súpur í dósum fl. teg. Campells Súpur í dósum fl. teg. Kjötkraftur, Bovril, Torez, Maggi. Súpukorn (gular og gr. Baunir, Bankabygg, Hrísgrjón. Linsur og Núðlur blandað í pk.). Súpujurtir - Súpu-núðlur Slaufur — Stafir. Maccaroni, heilar, bútar, Salatskornar. VERSLUN Theodór Siemsen Sími 4205. ♦•**♦**♦**♦* ‘MK**************** *****'M«,**M»M«**W „Sögur frá Manhaffan" „SÖGUR frá Manhattan", nefnist kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir þessa dagana við mikla aðsókn. Það er ekki að furða þó aðsókn sje mikil, að þessari mynd. Fjölda marg- ir velþekktir kvlkmyndaleik- arar koma fram, þar á meðal má nefna: Charles Boyer, Rita Haywoyth, Ginger Rogers. ITenry Fonda, Roland Young, Cesar Romero, Charles Langh- ton, Edward G. Robinson og negramir Paul Robeson og „Rochester". Hefir minna leik- stjörnnval oft dregið að áhorf endur. Efni myndarinnar er nýstár legt og frumlegt. Sögð er saga, eða sögnr kjólfatnaðar. Kjólfötín eru upphaflega saum uð fyrir frægan leikara. En klæðskerinn missir stjórn á skapsniunum - sínum við einn sveina sinna, sem vinnur að því að sauma fötin, og segir honum upp vistinni. Klæð- skerasveinninn leggur á fötin, að þau verði eigendum þefrra til óhamingju, en klæðskera- meistarinn leggur blessun sína; yfir fötin og telur að þau muni færa eiganda þeirra hamingju. Segir nú myndin frá hvern- ig úr þessu rætist. Fötin ganga manna á milli og ávalt kemur eitthað fyrir hina nýju eigenda þeirra, sem hef- ir áhrif á alt þeirra. líf. Að lokuyi lenda fötin á fuglíi- hræðu við negraþorp eitt. Skal ekki rakið frek- ar efni myndarinnar, en það er skemtilegt að mörgu leyti. Einkiun er fyrri hluti myndarinnar ágætnr, en dreg- ur heldur lír stíganda sögunn- ar er aftar dregur, eins og höfundrar hafi verið í vand- ræðum með að binda enda- hnútinn á söguna. Giftust í fangabúðum. London: — Fregnir hafa bor- ist um það frá jHpönum, að breskur nýlenduembættismað- ur og bresk hjúkrunarkona hafi verið gefin saman í hjóna- band í fangabúðum Japana nærri Hong Kong. ValdimarH. Olafsson Minning Valdimar Hlöður Ólafsson, f. 3. apríl 1921, fórst með b. v. Max Pemberton í janúar ’44. . Sælir þeir, er sýta og gráta guð mun hugga, guð mun láta sorgin beisk þó leggist á gróa sár og þorna brá. V. B. Nú er hann horfinn hjeðan úr þessari jarðnesku lífveru, í daglegu tali var hann nefndur Hlölli. Án efa var hann einhver sá vandaðasti drengur, sem jeg hefi þekc um ævina og veit jeg tvímælalaust, að þeir, sem voru svo lánsancr, að vera vinir hans, eða höfðu kynni af hon- um, bera Hlölla satha orð og jeg geri, annað er ekki hægt að gera un jafngóðan dreng, sem Hlölli var. Það hefir oft vc-rið sagí, og það með sanni, að ýmsir sjeu bornir otlæti eftir að þeir eru fallnir í valino, en það segi jeg satt, að slíkt á sjer ekki stað í þessum línum, því Hlölli á þennan vit.nisburð og þó meiri væri. Því hkum dreng, sem honum, er vandi að lýsa svo sem vera bet. það vitum við, sem þektum hann. Hann var einn þeirra alt of fáu ungu manna, sem gaf sjer tíma til að hugsa um meira en líðandi stund. Hann var duglegur og framsýnn drengur, sem gerði ráð fyrir því ókomna, að svo miklu leyti, sem hægt var. Hann hafði sterkan vilja og möguleika á því að koma sjer áfram, þannig, að lífið hefði orðið honum og öðrum til á- nægju. Traustari vin, bæði í gleði og í raun, hefi jeg ekki þekt, kátur var hann og skemti legur með afbrigðum, þegar því var að skipta; alvörugef- in og hugsandi, þegar svo bar undir. Við, sem vorum fjelag- ar hans, megum minnast margra ómetanlegra . ánægju- stunda, sem við áttum með hon um, en nú eru þær liðnar hjá og erfitt er að sætta sig við það, að ungur og tápmikill drengur skyldi svo fljótt, sem raun varð á, falla í hina votu gröf. Víst er um það, að mikils krefst Ægir fyrir sínar gjafir, þá er hann tekur drengi eins og hann í blóma lífsins. Að sjálf- sögðu er einhver tilgangur með slíkum aðgerðum, sem þessum, því alt hefir sinn tilgang, hvort sem okkur líkar betur eða ver Og nú, þegar hann er horfinn af leikvangi þessa lifs, þá skilst okkur, að ekki verður fylt í það skarð, sem hann skilur eftir. Nú hefir hann, eins og svo margir ungir menn, verið kall- aður burt úr þessari augnabliks tilveru yfir í hið eilífa, þang- að, sem allir vona að hitta sína vini og ættmenni um síðir, þar sem sorg og söknuður fyrir- finnst ekkí, þar sem vináttan er órjúfanleg um aldir alda. Þangað hefir hann verið kall- aður til starfa og þar bíður hann ættingja sinna og vina, uns þeir koma hver af öðrum, en foreldrum sínum, systkin- um og vinum, sem sárast syrgja skilur hann eftir, það sem aldrei verður ofmetið og ætti að vera huggun í sorginni. Það er minningin um góðan og vandaðan dreng. Blessuð sje minning hans. Sig. Jónsson. - Hcimur þjóð- höfðingja Framhald af bls. 7 hans eigin ósk. Hann var borinn eftir götum höfuð- borgar sinnar og nábleikt andlit hans var enn með drambsemissvip. Hann var klæddur glæstasta embætt- isskrúða sínum, bar glitr- andi gimsteina og sólgler- augu til þess að ,,vernda“ augun. Og ýmsir borgarar Alwarborgar stöðu í röð meðfram götunum, horfðu á þessa herfilegu skrúð- göngu og beigðu höfuð sín til jarðar eins og þeir höfðu gert þegar stjórnandinn gekk framhjá þeim í lifandi lífi, veinuðu og grjetu. AUGLtSING ER GULLS IGILDI yOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓÓOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOÓOOÓÓÓtfOOóOÓOOÓOÓÓOÓOOOOOOOO) X - 9 Eftir Robert Storm ;o<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>’ íIF VOU’RE LOOKING <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>> xWi ÖURE klex is STILL IN THE STORE , MtKE ! LET'S SO TO THE MANASER'S OFFlCE 1 HAUE AN /DEA f — Ef þjer eruð í atvinnuleit, þá verðið þjer að fara þarna í röðina. AlexaxKler: Ágætt. — ÞJer segúrt heita Jones. Hvað getið þjer gert? Alexander: Jeg er fimleikamaður. — Farið og íinnið deildarstjóránn^. íþróttadeild- inni. Það getur verið að hann géti notað yður sem sýningarmann. Alexander: Gott. X-9: Jeg er viss um að Alexander er hjer í versl- uninni, Mike. Við skulum finna forstjórann. Mjer dettur nokkuð í hug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.