Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 6
6 M O R G U N B L A Ð I Ð Föstudagnr 28. janúar 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Eina rjetta stefnan ALÞINGI hefir hlotið mörg ámæli í seinni tíð og sum rjettmæt. En hinu má ekki gleyma, að þingið hefir borið gæfu til að skapa nokkurn veginn samstæða einingu um það mál, sem þjóðina varðar langmestu, sem sje lausn skilnaðar- og lýðveldismálsins. Að vísu eru örfáir þing- menn, sem enn hafa sjerstöðu um nokkur aukaatriði, en þingið reynir nú að brúa þar á milli. Ekki er nokkur vafi á því, að stefnan, sem þingið hefir markað er sú eina sem sameinað getur þjóðina og komið sjálfstæðismálinu í örugga höfn. Er mönnum þessvegna óskiljanlegt, að einmitt nú skuli vera uppi raddir um það, að Alþingi afsali sjer öllum afskiftum af málinu og afhendi valdið í hendur þjóðfundar, sem ætti ekki aðeins að ganga frá sjálfum skilnaðinum, heldur einnig, að setja framtíðar stjórnarskrá fyrir lýðveldið. ★ Hugsum okkur að þessi leið yrði farin — að Alþingi fæli þjóðfundi meðferð þessa máls. Hverjar yrðu af- leiðingarnar? Fyrst yrði þingið að samþykkja stjórnarskrárbreytingu um afhending valdsins í hendur þjóðfundarins. Að því loknu yrði að rjúfa þingið og stofna til kosninga um stjórnarskrárbreytinguna. Svo yrði hið nýkosna þing að koma saman og samþykkja stjórnarskrárbreytinguna til fullnustu. Þetta sama þing yrði þá væntanlega einnig að setja lög um kosningar til þjóðfundar. Vafalaust myndu rísa miklar deilur um fyrirkomulag þeirra, ekki síst þar sem uppi eru raddir um það, að ekki skuli kosið eftir lýðræðisreglum, heldur einhverjum öðrum og m. a. eigi vissir embættismenn að sitja fundinn án kjörs, líkt og þeir konungkjörnu forðum. Þetta myndi án efa sæta mikilli andstöðu hjá þjóðinni. En þótt Alþingi tækist að setja lög um kjör til þjóð- fundar, verður gatan engan veginn greið. Næsta skerfið væri að kjósa til þjóðfundarins, og þegar því væri lokið, gæti þjóðfundurinn loks komið saman, til starfa. ★ Nú er það hugsun þeirra, sem vilja fá þjóðfund, enda eðli málsins samkvæmt, að hann gangi ekki aðeins frá formi skilnaðarins og því, sem samfara er því skrefi, heldur taki fundurinn alla stjórnarskrána til meðferð- ar. — Það starf er svo mikið og skoðanir manna svo skiftar um ýms veruleg atriði, að óhugsandi er, að nokk- ur lausn fáist fyr en eftir mikið þref. Sennilegast er, að alt splundrist og engin niðurstaða fáist. Nægir í þessu sambandi að minna á þau átök, sem staðið hafa áratugum saman um hið viðkvæma deilumál — kjördæmaskipunina. Dettur nokkrum manni í hug, að unt yrði að leysa þetta mál þannig á einum þjóðfundi, að eining myndi um'það ríkja? Áreiðanlega ekki. Sama má segja um ýms önnur ágreiningsatriði í stjórnarskránni súo sem t. d. kirkjuskipunina, friðhelgi eignarrjettarins o. fl. o. fl. • Allir, sem eitthvað hugsa um þessi mál hljóta að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að þjóðfundur, hversu vel sem tækist um skipan hans, gæti ekki leyst þessi viðkvæmu deilumál í einni svipan. Og svo mikið er víst, að ef fara ætti þessa leið, myndi ekki á þessu ári verða gengið formlega frá skilnaðinum við Dani. Sennilega yrði biðin löng. ★ Alþingi tók þá stefnu 1942 (sbr. stjórnskipulagabreyt- inguna frá 15. des. það ár), að halda skilnaðarmálinu og stofnun lýðveldisins algerlega utan við væntanlega end- urskoðun sjálfrar stjórnarskrárinnar. Sú endurskoðun stendur fyrir dyrum og hefir þingið skipað nefnd til þess að vinna að henni. Þessi stefna Alþingis er tvímælalaust hin eina rjetta. Yerði vikið frá henni nú, getur farið svo, að árabið verði! eftir því, að gengið verði frá skilnaðinum. I Vilhfálmur (Guðmunds- son 75 ára EINS OG frá var skýrt hjer í blaðinu, átti Vilhjálmur Guð- mundsson á Húsavík sjötíy og fimm ára afmæli s.l. þriðju- dag. Þann dag kom glögt í ljós það, sem raunar löngu var vitað þar nyrðra, að Vilhjálmur á miklum og einlægum vinsæld- um að fagna þar um slóðir. Er það mjög að vonum um slíkan mann Vilhjálmur er skemti- iegur maður heim að sækja, enda hafa gestakomur jáfnan verið tí.ðar á heimili hans og æfinlega verið veitt af rausn. Stýrir þar búi María, dóttir Vilhjálms, alkunn myndar- kona, en broshýr og kýmin. Húsbóndinn kann því vel að vera sóttur heim. Er Vilhjálm- ur ræðinn, enda fróður vel, eigi síst í íslenskum fræðum og skáldskap, og sjálfur er hann hagyrðingur góður, þótt lítt flíki hann því. Myndi margur, er Vilhjálm sjer og heyrir, fremur ætla hann vera tigin- borinn mentamann, en bjarg- álna bónda, sjómann og hand- verksmann, sem engan átti þess kost í æsku að afla sjer annars fróðleiks en þess, sem lærður verður í lífsins skóla, svo fyrirmannlegur sem Vil- hjálmur er og vel ger um margt. Vilhjálmur er drengur góð- ur. Hefir hann verið maður greiðvikinn og hjálpfús og lítt gengið á annara hlut í viðskift um, enda engum auði safnað, þótt langt starf og dáðríkt sje að baki. Munu því allir, sem honum hafa kynst, óska honum ánægjulegs og farsæls æfi- kvölds. Börn Vilhjálms eru: Guð- mundur, forstjóri Eimskipafje- lags íslands, Óli, forstjóri S. í. S. í Kaupmannahöfn, og María, sem stýrt hefir búi föður sins frá því hann misti ágæta eig- inkonu fyrir mörgum árum. Loftárás á Marseilles London í gærkveldi. FRJ ETTASTOFA Viehy- stjórnarinnar segir í dag, að' ameil.sk flugvirki hafi þá urn daginn gert árás á borgina og varpað sprengjum á mið- liluta hennar. Ennfremur seg- ir fregn þessi, að þrjár flug- vjelar hafi verið skotnar oiið- ur og að skemdir hafi orðið alhuiklar i borginni, ennfrem- ur manntjón nokkurt. —Reuter. \Jdwerji átn^ar: ijr daaíeaa Íífinu Spádómar. UM NÝÁRIÐ birti jeg til gam- ans spádóma breska blaðamanns ins Vernons Bartletts. Hefi jeg síðan heyrt að margir höfðu gam an af þeim. Nú hefi jeg rekist á nýja spádóma í „Lundúna- brjefi“ Donegals lávarðar. Hann er þektur blaðamaður og kunnur hjer á landi'fyrir komu sína til landsins haustið 1941 og fyrir söguna um hvalinn á Akureyri og drykkjulætin í Kvennaskól- anum á Blöndósi, sem hann skrif aði um í dálka sína í „Sunday Dispatch". Þessir spádómar eru ekki eftir hann sjálfan heldur hinn fræga spámann Nostradam- us,sem samkvæmt frásögn Done- gals lávarðar, hefir mörgu merki- legu spáð. Við skulum nú að gamni okkar bregða okkur inn í daglega lif fortíðarinnar með Nostradamus spámanni. • Nostradamus. MICHEL de Nostre Dame fæddist í St. Rémy 1503. Katrín af Medici ljet svo ummælt, að hann hefði spáð rjett fyrir öllum hennar börnum. Hann spáði sín- um eigin dauðdaga, með því að segja ,að hann myndi deyja, er hann kæmi frá sendiráði, eftir að hafa þegið konungsgjöf. Ættingjar sínir myndu finna sig við rúmið, allan bólginn. Þetta kom á daginn, því eftir að hafa þegið að gjöf 200 krónur frá Karli IX. fanst hann látinn. Banamein hans var vatnssýki. Hann sagði fyrir dánarár sitt, 1566. Verk Nostradamus hafa verið prentuð nokkrum sinnum, en 1781 voru þau bönnuð af páfa, þar sem menn þóttust geta lesið í spádómum hans, að hann segði fyrir hrun páfavaldsins. Einn af ókostum Nostradamus Var, að hann ritaði á 11 tungu- málum, en Rigaux nokkur i Picardy tók sjer fyrir að þýð t „Aldir“ hans, eins og ritverk hans eru kölluð, og skýra þau. • Spádómar um styrjaldir. UM SPÁDÓMA Nostradamus sem þegar hafa komið fram skal jeg ekki vera fjölorður, því l>að er framtíðin, sem við viljum skygnast inn í. Þess má þó geta, að samkvæmt skýringum Rigaux sagði Nostradmus fyrir styrjöld- ina 1870 milli Frakka og Prússa og hvernig hún myndi fara. Styrjöldin 1914 er sögð fyrir í spádómum hans og byltingin á Spáni. Nostradamus segir um byltingar í Evrópu: Ein sú mesta mun verða á Spáni. Hermenn munu berjast í fjöllunum og skógunum og eyðileggja alt. Kon ungurinn mun koma aftur. Frá kastalanum mun Franco reka þingið út með sveitum þeim, sem Rivera stofnaði“. Falangista flokkinn stofnaði José Antonia Primo Rivera. • Núverandi styrjöld. SKÝRENDUM Nostradamus hefir ekki komið saman um ár- r talið í spádómum hans fyrir þetta stríð, sem nú geysar, en flestir ! hjeldu því fram að hann ætti vlð 1940“. En styrjöldin endar 1944 | og virðist byrja í Miðjarðarhaf- ( inu. | Aðalsigurinn er unnin hjá Poitiers eítir innrás í Frakkland. Avignon verður höfúðborg Frakklands um stund. Innrás Verður einnig gerð i Frakkand hjá Marseilles. ’t* ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖❖ ❖ ❖❖ ❖ ❖ ❖ *:*❖ Lokasigri fyrir Bretland og bandamenn þess er greinilega spáð, en Breska heimsveldið er á fallanda fæti. Flestum skilst að Nostradamus spái öðru stríði. 1953, en eftir það verður varan- legur friður í heiminum. Þrír herir ráðast á París. Nýr leiðtogi. ÞÁ KEMUR skrýtinn spádóm- ur um að hinn nýi „stjórnandi“, sem sje fæddur 1894, muni einn- ig stjórna Ítalíu og Spáni. Spá- maðurinn segir, að hann sje ó- skilgetinn afkomandi Hinriks IV Fyrstu fimm ár stjórnartímabils hans verður höfuðborg Frakk- lands í Avignon, þar sem Þjóð- verjar hafa lagt París í rúsir. Fall franska lýð- veldisins. FRANSKA LÝÐVELDIÐ hryn ur alveg árið 1944,segir Nostrada mus. „Þá verður þlóðbað í Frakk landi, ægilegra heldur en sjálf Bartolmeusnóttin“. í Frakklandi verður krýndur til konungs mað ur með laman vinstri fót. Hann er af Merovingian-ætt. Þar sem hann virðist verða krýndur, eftir styrjöldina, er ekki annað á sjá, að hann sje ekki konungur nú. „Hister í járn- - búri. NOSTRADAMUS segir, að eftir að Þjóðverjar hafi þóttst vera vinir Frakka, geri þeir- innrás í land þeirra“. Að lokum mun Hister verða settur í járn-: búr“. Á hann við Hitler? Margir halda því fram, því rjettritun hafi ekki verið spámannsins sterka hlið. Að svo búnu hefi jeg ekki meira að segja um spádóma Nostradamusar. Jeg geri ekki kröfu til að neinn trúi þeim, en gaman væri að vita, hvort eitt- hvað af þeim kemur fram nú, eins og svo oft áður! Óreglulegar Akranes- ferðir. MARGIR kvarta yfir því, að Akranesbátur Skipaútgerðar- innar haldi ekki lengur rjetta áætlun. Auglýst er, að báturinn fari hjeðan kl. 11.30 f. h. hvern dag, og hefir þeirri áætlun ver- ið haldið í sumar og haust. Nú hefir komið fyrir í nokkur skifti, að er fólk hefir komið á áætlun- artíma, hefir það fengið það svar, að báturinn hafi farið fyr um morguninn. Þykir fólki, sem þarf að nota ferðir bátsins, þetta ófær óregla, sem von er. Skipaútgerðin segir mjer, að þetta stafi af því, að undanfarið hafi veður verið þannig, að marg ar ferðir hafi orðið að falla nið- ur. Báturinn er m. a. notaöur til mjólkurflutninga. Verður' því að nota hverja stund, sem gefst, til að senda bátinn. Ennfremur hef- ir hann verið notaður til Borg- arnesferða og hefir það komið ruglingi á ferðirnar, segir Skipa- útgerðin. Ekki eru líkur til, að hægt verði að senda bátinn á ákveðn- um áætlunartíma á næstunni. Er ekkert við því að segja, þeg- ar óviðráðanleg atvik ráða, en ekki er það nærgætni við við- skiftavini að auglýsa ekki trufl- anir á ferðum áætlunarbáta, sem fólk reiðir sig á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.