Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 6
6 MOEGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. febrúar 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. „Nú er trjefótur dauður“ ÞAU ATVIK hafa nú gerst á Alþingi, að afturgengið frumvarp um eignaaukaskatt var felt í efri deild frá 2. umræðu, og er þar með óskapnaður sá kominn í gröf með höfuð við þjó sjer, svo sem siður var til forna að molda afturgöngur, svo að þær bærðu ei framar á sjer. Það undrar engan þótt Þjóðviljinn harmi, að „eigna- aukaskattinum hefir þannig verið komið fyrir kattar- nef“. Þessi „trjefótur“ kommúnismans átti að sinna öðru hlutverki en því einu, að vera eins og hver önnur skatta- lög til tekjuöflunar fyrir þurfandi ríkissjóð. Honum var fyrst og fremst ætlað það hlutverk að troða á friðhelgi eignarrjettarins, sem stjórnarskráin verndar. Marka þá stefnu kommúnismans, að ríkið gæti, hvenær sem því þóknaðist, seilst í vasa þegnanna, tekið út úr sparisjóðs- bókum þeirra og tileinkað sjer aðrar eignir þeirra. Um leið og þannig skyldi löghelga eignaránið, var þessum „trjefóti“ einnig ætlað, sem ofan á lagi á alla aðra skatta undangenginna ára, að veita einkaframtakinu nábjarg- irnar og ryðja ríkisrekstri og þjóðnýtingu þannig veg að krókaleiðum. Á síðasta þingi fluttu þrír þingmenn vinstri flokkanna frumvarp þetta um eignaaukaskatt, þeir Brynjólfur Bjarnason, Haraldur Guðmundsson og Hermann Jónas- son. Formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, greiddi þá atkvæði gegn frumvarpinu með Sjálfstæðis- mönnum, með þeim rökum að flutningur þess væri skrípaleikur af hálfu kommúnista og „þeirra, er næst þeim stæðu“. Frumvarpið dagaði þá uppi. Nú bættist við, að Guðmundur í. Guðmundsson, uppbótarþingmaður Alþýðuflokksins, ljet sig vanta við atkvæðagreiðsluna, og fjell þá „trjefótur“ með 8 jöfnum atkvæðum Sjálfstæðis- manna og Jónasar Jónssonar, gegn atkvæðum þingmanna hinna flokkanna í efri deild. Þjóðviljinn upplýsir að Guðm. í. Guðmundsson hafi ekki mætt við atkvæða- greiðsluna, „þó að af hálfu forseta væru gerðar sjer-. stakar ráðstafanir til, að hann vissi um hana“. Bendir það til þess, að þessum þingmanni vinstri flokkanna hafi þó ekki verið alveg ljúft að vega að stjórnarskránni með samþykt slíks eignaránsfrumvarps. Það er alveg vonlaust fyrir kommúnistana að ætla sjer í þessu máli að fleyta sjer á þeirri gömlu grýlu, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi aðeins með andstöðunni við „trjefótinn“ koma í veg fyrir, „að nokkuð væri hróflað við hagsmunum stríðsgróðamanna“. Magnús Jónsson gerði svo sterka málefnalega grein fyrir andstöðunni gegn þessum óskapnaðj á síðasta þingi, að slagorð komm- únista koma að litlu liði. Hann sagði þá m. a.: „Til þess að til mála gæti komið, að taka slíkan eignaaukaskatt — og þá vitanlega með miklu vandaðri löggjöf en þessari — þyrftu að minsta kosti þrjú skilyrði að vera fyrir hendi: I fyrsta lagi, að um alveg sjerstakan gróða væri að ræða, óvæntan og óverðskuldaðan. í öðru lagi, að ríkið hefði á því árabili, sem um er að ræða (þ. e. frá 1940) vanrækt eða látið hjá líða að innheimta verulega skatta af þessum tekjum. í þriðja lagi, að þjóðfjelagið væri komið í mikla neyð, sem draga mætti úr eða bæta með einu stóru átaki, og væri þá slík eignataka fram- kvæmd í eitt skifti í því skyni“. Sýndi hann jafnframt fram á hversu gjörsamlega á það brysti, að þessi skil- yrði væru fyrir hendi. Ekkert land hefir beitt tekjuskatti - og öðrum opinberum gjöldum eins óþyrmilega og ísland. Yfirleitt hefir ekkert verið vanrækt af því, sem mönnum' hefir hugkvæmst til þess að pressa peninga út úr þeim, er grætt hafa. Það hefir sannast í þessu máli, að einörð andstaða og skelegg barátta gegn skattaráninu af hálfu minni hluta á þingi, hefir sigrað að lokum. Þess ber að minnast, enda mætti það örfa til öflugrar baráttu á öðrum sviðum, þótt við ramman reip sje að draga, því að víða kreppir skór- inn að. Aðalfundur Dagsbrúnar: Lýðveldi síofnað eigi síðar en 17. júní AÐALFUNDUR Verkamanna fjelagsins Dagsbrún var hald- inn í fyrradag. Stjórn fjelags- ins var sjálíkjörin, þar sem ekki kom fram nema einn listi við stjórnarkosninguna. Stjórn ina skipa: Sigurður Guðnason, form., Hannes Stephensen, varaform., Jón Agnarsson, ritari, Arni Kristjánsson, gjaldkeri, og Eð- vald Sigurðsson, fjármálaritari. Varastjórn skipa: Erlendur Ol- afsson, Astþór B. Jónsson og Gunnar Daníelsson. Á fundinum voru samþyktar eftirfarandi ályktanir: 1. „Aðalfundur Dagsbrúnar 1944 samþykkir tillögur stjórn- arinnar sem grundvöll að upp- kasti nýrra samninga við at- vinnurekendur“. 2. „Aðalfundur Dagsbrúnar 1944 felur stjórninni að láta semja ágrip af sögu Dagsbrún- ar í tilefni af 40 ára afmæli fjelagsins árið 1946 og safna myndum af stofnedum þess og öðrum fjelagsmönnum, er mest hafa komið við sögu fjelagsins, ásamt öðrum helstu upplýsing- um um þá. Fundurinn samþykk ir að heimila stjórninni að greiða í þessu skyni alt að kr. 1500.00“. 3. „Aðalfundur Vmf. Dags- brún lýsir sig eindregið fylgj- andi stofnun lýðveldis á ís- landi eigi síðar en 17. júní 1944 og skorar á öll verklýðssamtök að vinna að því, að þáttakan í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána verði sem allra mest“. Allar tillögurnar voru sam- þyktar einróma og sú síðasta með áköfu lófataki. Loks var samþykt að ár- gjald meðlima til fjelagsins skyldi haldast óbreytt á yfir- standandi ári. Eignir fjelagsins í árslok 1943 námu kr. 241,155,72. Nettó ágóði á árinu 1943 nam kr. 43,816,03. Greiddur skattur til Alþýðusambands Islands var s. 1. ár kr. 22,110,95 og greiddur styrkur til bágstaddra fjelags- manna kr. 9,050,00. \Jdwerjl ó hrifc Lögreglumenn vilja lýðveldi eigi siðar en 17. júní Á AÐALFUNDI lögreglufje- lags Reykjavíkur var eftirfar- andi tillaga samþykt einróma í lýðveldismálinu: „Aðalfundur í lögreglufje- lagi Reykjavíkur, haldinn sunnudaginn 30. jan. 1944, tel- ur sig eindregið fylgjandi því, að lýðveldi verði stofnað á ís- landi eigi síðar en 17. júní n.k. Telur fundurinn að lýðveldi sje hið fullkomnasta stjórnarfyrir- komulag og í fylsta samræmi við eðli og uppruna íslensku þjóðarinnar“. i ar: 'l jr clcigÍenci Ílj^i inii Ógleymanleg nótt. imínútunni, sem leið. Þannig ÞEIR REYKVÍKINGAR, sem stóðu flestir, þar til lögreglu- voru á ferli í fyrrinótt milli kl. ’ menn og aðrir komu og fóru með 2 og 5 — og þeir voru furðu það í næstu hús. Það var enginn margir — munu seint gleyma órói, óp nje köll. þeirri næturstund. Við Reykvík- | Mun ekki mörgum, sem þarna ingar, sem ekki erum eldri en ^ voru hlutlausir áhorfendur, hafa 35—40 ára, höfum heyrt okkur . orðið á að hugsa augnablik út eldri lýsa nóttinni, er (í heim, til borganna, sem nótt menn Hótel Reykjavík brann og hús-'eftir nótt verða fyrir ógnum ó þyrpingin við Hafnarstræti og friðarins. Þar sem hundruð og Pósthússtræti. Við munum vafa- jafnvel þúsundir húsa á stærð laust í framtíðinni segja frá við Hótel ísland og mikið stærri, bruna Hótel íslands á líkan hátt brenna til ösku og íbúarnir í og okkur hefir verið skýrt frá þúsunda tali standa ráðþrota á hinum mestu eldsvoðUm, sem köldum gökim. Eða várð ekki hjer hafa komið fyrir. jfleirum það á en mjer, að ímynda Þeir, sem komu að Hótel Ís-Jsjer: þá hörmung, serri af því land um 3-leytið í fyrrinótt, hafa hefði getað leitt, að Reykjavík ábyggilega ekki gert sjer neina yrði fyrir loftárás og tugir elds- von um, að hægt yrði að bjargajvoða eins og þessir hefðu komið einu einasta húsi, alt frá Aust- i fyrir á víð og dreif í bænum. urstræti 10 vestur í Aðalstræti, j En snúum okkur nú aftur að og þó virtist einkum timbur- því, sem raunverulega átti sjer húsaþyrpingin suður af Hótel stað. ísland frá Hótel Vík suður a_ð Bæjarfógetagarði vera i hættu. Þegar eldtungurnar fóru að sleikja utah „Fjalaköttinn“ við Brattagötu, hristu hinir syartsýn ari meðal áhorfenda höfuðin og töluðu um — og ekki alveg að. ástæðulausu — að svo gæti far- ið, að Grjótaþorpið yrði eldinum að bráð. ^ WASHINGTON: — Albert Einsteín prófessor, sem flúði frá Þýskalandi til Ameríku, hefir gefið tvö handrit eftir sig og skal andvirði þeirra renna til fjórða stríðsláns Bandaríkja Þegar Hótel Island brennur — þá fer miðbærinn! ÞEGAR MENN hafa rætt um eldhættuna í timburhúsum við miðbæinn, hefir oft heyrt þessi setning: „Þegar Hótel ísland brennur — þá fer miðbærinn eins og hann leggur sig“. Nú er Hótel ísland brunnið, en mið- bærinn stendur, þó allljót sár sjeu á nokkrum húsum í kring. Ef athugull áhorfandi að elds- voðanum í fyrrinótt yrði að því spurður, hvað hann teldi að- bjargað hefði nágrenni Hótel ís- ands frá að verða eldinum að bráð, finst mjer liklegt, að hann myndi svara: „Dugnaður slökkvi liðsmanna, sem settu sig í bráða lífshættu við slökkvistarfið. Góð og örugg stjórn Pjeturs Ingi- mundarsonar slökkviliðsstjóra, sem gaf ákveðið og hiklaust sín- ar fyrirskipanir. Og síðast en ekki síst sjerstaklega heppilegir dutiungar veðuis og vinds. Það var allhvast, er eldsins varð vart og stóð hvassviðrið lengst af á meðan húsið var að brenna. En svo undarlega vildi til, að vindurinn var sífelt að breyta sjer á áttinni, með nokkurra mínútna millibili. Stundum at hann nærri á hánorðan og stundum á norðvestan. Þetta varð til þess, að eldtungurnar frá hinu brennandi stórhýsi beindust ekki stöðugt í sömu átt og veitti það næstu húsum nokkra hvíld frá eldinum við og við. • Hrollköld alvara. HVAÐ HUGSAR FÓLK, sem vakið er upp um miðja nótt í brennandi húsi og bjargast nauðuglega í náttklæðum út í hörkufrost. Það er vafalaust mis jafnar hugsanir, sem koma upp í hugum hvers einstaklsings, en hrollköld hlýtur sú alvara að vera sem flýgur í gegnum hugi imanna, sem þannig er ástatt fyr- ir. Þarna stóðu konur og karlar á göt.unni í fyrrinótt í Aðal- alstræti. Sumar konurnar voru berfættár. Fólkið virtist ekki íinna til kuldans. Það starði bara á hina æðisgengnu loga læsa sig um húsið og magnast með hverfi Mismunandi áhrif. EINKENNILEGT er að fylgj- ast méð því, hver áhrif alvarlég- ir atburðir, eins og þessi mikji eldsvoði hafa á áhorfendur. Sum ir hugsá um þáð eitt, . að. geta orðíð að einhverju. liði við björg- unarstárf. Fjöldi sjálfboðaliða var þegar boðinn og.búinrr, að að stoðá -ffið að bjarga út úr húsum, sem rýmd voru óg gengu ötullega fram . í því . slarfi. Aðrir horfðu á aldsvoðan, eins og skemtun, eða sýningu. Á einum stað hallaði fríð stúlka sjer upp að myndarlegum erlendum liðsforingja og and- várþaði: „Er þetta ekki agalegt, darling? “ Á víð og dreif stóðu hópar manna og veltu vöngum yfir, hvernig fara myndi. Sumir ljetu í ljós ánægjur sínar. Aðrir brostu kaldranalega „og fanst best að allir fjandans kofarnir færu’í einu. Það væri hreinsun að því“. Það var svo sem ekkert frá þeim tekið! • Slökkviliðið. EKKI er hægt að ljúka svo við hugleiðingar um þenna elds- voða, að ekki sje minst þeirra manna, sem björguðu miðbæn- um frá að brenna til ösku í fyrri nótt. Það voru bæði íslenskir og amerískir slökkviliðsmenn á staðnum og hver og einn gerði sína skyldu þegjandi og hljóða- laust. Af slökkviliði Reykjavíkur eru tiltölulega fáir fastamenn. Meiri hlutinn eru menn, sem stunda ýmiskonar störf. umir eru verkamenn, iðnaðarmenn, eða verslunarmenn. Þeir koma þegar þeir eru kallaðir á nóttu eða degi. Slökkvistarfið hlýtur að vera ákaflega erfitt og ekki á færi neinna veifiskata. Um 7 leytið í gærmorgun þeg- ar jeg gekk framhjá því, sem eft' ir var af Hótel Island, voru þeir að berjast við eldinn. Margir voru eins og íshrönglar. Föt þeira og hár alt frosið. Þegar jeg kom aftur niður í bæinn voru margir sömu slökkviliðsmennirn irnir enn að starfi sínu og sást enginn munur á þeim og fyr um morguninn, nema ef vera skyldi, að .töluvert meiri ísing hafði hlað ist utan á þá. • Ekki batna húsnæðis- vandræðin. ÞEGAR þetta er ritað, er ekki vitað um, hve margir menn bjuggu í Hótel ísland, en þeir hljóta að hafa skipt tugum. Þar við bætist svo, að nokkuð mörg Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.