Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 12
12 mragar- athöínin í Dómkirkj unni ¦ r MINNINGARATHOFN um skipshöfnina á b. v. ,,Max Pemberton" fór íram í Dóm- kirkjunni í gær. Hófst athöfnin með því, að Páll ísólfsson ljek á orgelið sorgarmars eftir Hartmann. næst las sjera Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, kafla úr ritningunni, fyrir altarinu. Þá song dómkirkjukórinn salminn A hendur fel þú honum. Síðan flutti Bjarni Jónsson miningarræðuna. Var ræða hans alt í senn þróttmikil, snild arlega samin §og hjartnæm. I lok ræðunnar las hann upp nöfn þeirra sem fórust með skip inu, en kirkjusöfnuðurinn reis úr sætum, til lotningar við hina látnu. Að lokinni miningarræðunni ljek Þórarinn Guðmundsson einleik á fiðlu, Litanei, eftir Schubert. Þá söng Kristján Kristjánsson einsöng. sálminn Lýs milda Ijós. Þá söng dómkirkjukórinn sálminn Mitt höfuð, guð jeg h'neigi, en að því loknu tónaði sjera Bjarni fyrir altari og lýsti blessun yfir söfnuðinum. Að lokum var sunginn Vor guð er borg á bjargi traust. Kirkjan var þjettskipuð. Nánustu aðstandendur hinna látnu sátu niðri í kirkjunni. Viðstaddir við athöfnina voru m. a. ríkisstjóri, forseti Sam- einaðs Alþingis og forsetar beggja deilda, borgarstjóri, for- seti bæjarstjórnar, forsætisráð- , herra, fjármálaráðherra og at- vinnumálaráðherra, biskup, sendiherrar Bandaríkjanna, Breta, Frakka, Norðmanna, Svía, Dana; forseti Fiskifjelags- ins og allir fulltrúar á Fiski- þinginu, formenn" og stjórnir hinna ýmsu stjettarfjelaga sjó- raanna, skólastjóri Stýrimanna- skólans. kennarar og nemend- nr, stjórn og fjelagar Fjelags ísl. botnvörpuskipaeigenda o. f.l Fulltrúar sjettafjelaga sjó- manna stóðu heiðursvörð und- ir fánum fjelaganna í kórdyr- «m, en fremst til beggja hliða var ísl. fáninn. Nemendur Stýrimannaskólans skipuðu sjer í raðir í ganginum, beggja ineginn við bekkina. , Minningarathöfnin var öll hin virðulegasta og lýsti djúpri hluttekningu og sorg viðstaddra yfir hinum mikla missi, ekki aðeins nánustu ástvina heldur einnig þjóðarinnar allrar. Rjetf áSur en Hétel ísland hrundi til grunna Þessi mynd af aðalbyggingu Hótel íslands var tekin skömmu áður cn byggingin hrundi. Myndiii er tekin frá Aðalstræíi. (Ljósm. Óskar Gíslason). Rússar segjast inni 10 þýsk herfylki Þjóðverjar hörfa frá Rovno og Lutzk Ráðist á London í gærkveldi. London í gærkveldi. Hættumerki voru gefin hjer í kvöld og allsnörp skothríð heyrðist, einkum frá svæðinu við Thamesá. Ekki stóð árásin lengi, og eru ekki enn fyrir hendi f regnir um tjón., j | | — Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Dagskipan, gefin út af Stalin í dag, skýrir frá því, að fyrir nokkru síðan hafi her Vatutins hafið sókn til suðvesturs frá Byelaya 'Tserkov, en her Konievs til norðvesturs frá Kirovograd. og hafi nú herir þessir náð saman, með þeim af- leiðingum, að alt það -þýska lið, sem. sje á svæðinu milli Dnieperfljóts og borgarinnar Shpola, þar sem herirnir náðu saman, sje nú innikróað. Segj- ast Rússar hafa tekið fjölda bæja og þorpa i sókn þessari, þar á meðal járnbrautarbæinn Smyela, en Þjóðverjar til- kynntu fyrir nokkuð löngu, að þeir hefðu hörfað þaðan. Tíu herfylki. Rússar segja að 10 þýsk her- fylki sjeu innikróuð, 9 fót- gönguliðsherfylki og eittskrið- drekafylki. .Ætti þetta að vera um 100.000 manns. Svæðið, sem liðið er sagt á, er um 80 km. á breidd, næstum hringmynd- að. • Þjóðverjar hafa ekki longi minst á bardaga á þessum slóð- um, fyrr en i dag, að þeir greina frá nokkrum orustum um þ-?ss- ar slóðir. Álitið er, að herir Rússa, er saman náðu, hafi um 24 km. breitt svæði á valdi sínu, vestast, þar sem þeir sameinuðust. Rovno yfirgefin. Þjóðverjar tilkj'nntu í dag, að þeir hefðu yfirgefið bæinn Rovno í Póllandi og einnig bæ- inn Lutzk, sem er um 64 km. vestar, eftir harða bardaga. Ekkert hafa Rússar sagt um sókn af þeirra hálfu á þessum slóðum um alllangan tíma. Með töku Lutzk eru Rússar að- eins tæpa 100 km. frá Curzon- línunni svonefndu, sem rætt hefir verið mikið um að und- anförnu. Sóknin til Narva. Rússar halda einnig áfram sókn sinni til bæjarins Narva við landamæri Eistlands, þar sem Karl 12. Sviakonungur vann forðum frægasta sigur sinn á Rússum. Herma sumar fregnir, að Rússar sjeu komnir í úthverfi borgar þessarar, pg ennfremur nálgast framsveitir þeirra nú peipuvatnið, sem er fyrir sunnan Narva. — Þá sækja Rússar fram milli Nov- gorod og Leningrad og hörfa Þjóðverjar þar jafnt og þjett undan. ÞjóSleikhúsiS rýml i snánuði SAMKVÆMT upplýsingum frá breska sendiherranum hef- ir, vegna vetrarhörku, gcngið seinna en ætlað var', að byggja skúra þá, sem ætlaðir voru fyr- ir vörur, sem geymdar voru í Þjóðleikhúsinu, en fyrir góða samvinnu amerísku herstjórn- arinnar hefir breski flotafor- inginn nú engu að síður getað byrjað á að rýma Þjóðleikhús- ið, og er rárj fyrir því gert, að ef engin óvænt óhöpp koma fyrir, verði rýmingu þess lokið og það afhent til baka i- lok febrúarmánaðar. (Samkv. til- kynningu frá utanríkismála- ráðuneytinu). London. — í ræðu sinni á fundi hins æðsta ráðs Sovjet- ríkjanna, sagði Molotoff meðal annars: „Alt kapp verður nú að. leggja á það að frelsa Eist- land, Lettland og Lithaugaland, Moldaviu og finsku Kareliu. Óvinir Sovjetríkjanna þurfá ekki að efast um það, að árang- ur slíkra aðgerða verður til þess að auka frekar veldi ríkis vors'1. Síðan vjek Molotoff að utan- ríkismálum og mælti á þessa leið: „Sá tími er nú löngu lið- inn, er þjóðir reyndu að láta sem Sovjetríkin væru ekki til. Nú eru erlend ríki áköf í það, að koma á vinsamlegu sam- bandi við ríki vort". Því næst sagði Molotoff, að sambandið við Sovjetrússland væri til hinnar mestu bless- unar fyrir allar frelsiselskandi þjóðir, blessunar, sem erfitt væri að gera nógu mikið úr. . ." m * •-------- Föstudagur 4. febrúar 1944 Magnús Siprðsson bankastjóri kominn heim Viðshiffasamning- arnir að hefjast MAGNÚS SIGURÐSSON bankastjóri, sem var fulltrúi íslands á ráðstefnu Hjálpar- og endurreisnarstofnunar hinna sameinuðu þjóða, sem haldin var í Atlantic City, er kominn heim, ásamt Sveinbirni Finns- syni, sem var aðstoðarmaðui* Magnúsar á ráðstefnunni. Þeir komu heim í gær, flug- leiðis frá Bretlandi. Með sömu ferð komu - fulltrúar stjórnar Breta og Bandaríkjanna, sem eiga að semja um kaup ís- lenskra afurða. Fulltrúar Breta eru þeir Mr. Fs. Anderson for- stjóri og G. C. Wilson; og full- trúar Bandaríkjanna þeir Rh. Fiedler og Henry H. Prentin. Munu þeir nú strax hefja samninga við fulltrúa íslands (samninganefnd utanríkisvið- skipta) um kaup íslenskra af- urða. Morgunblaðið átti í gær stutt viðtaT við Magnús Sigurðsson bankastjóra og spurði hann tíð- inda af ferðinni, en hann hefir haft langa útivist. Magnús kvaðst ekkert geta sagt að svo stöddu, en ferðin hefði verið löng og oft all-erfið. iHtgtmgs- piifar dæmdir SAKADÓMARI kvað í fyrra dag upp dóm yfir tveimur ung lingum, sem brutust fyrir nokkru inn í húsið nr. 2 við Lækjargötu. — Piltarnir voru handsamaðir áður en þeir náðu að haf a nokkuð' á burt með sjer. Annar pilturinn hlaut 6 mán- aða fangelsi, en hann hafði nokkrum - dögum áður verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir ýmsa þjófnaði. — Hinn fjekk 30 daga fangelsi skilorðsbundið. • i Leki kemur á b.v. Helgafelli í FYRRAKVÖLD kom botnvöryjunguririn ITelgafeU til Reykjavíkur, nokkuð lask- aður. Vom 5 bönd brostin í bakboi'ðssíðu skipsins, skipið var í veiðiför. Morgunblaðið hefir snúið s.jei' til skipstjórans, Þórðav lljöi'leiflssonar, og sagist hon- um svo frá: „Skipið hafði verið til at- hugunar í Slippnum, áður eu það fór í þessa ferð o» okki fundist neitt athugavert vií) það. Það var aniuin hvoru daginn 18. eða 19 jan. — Þog ar athugtm þessari var lokið yar akipinu lagt vitan á annað skip frá bryggju, on utan á. HelgáfelH lágu 9 skip. Moðau skipið lá þarna gerði vonsku1 veður Og slógust skipin sam- Nú v&r farið af staðog ekkí ert sjerstakt bar til tí'ðinda, uns veiðiförinni var að voi'ða lokið dg búið að breinia nan' öllu úr kolaboxunum. Urðum við þá varir við að 5 bönd í bakborðssíðu skipsins, v.oru bféstiu og að dáltill loki var kominn að skipinu, leki um nagla. Er hjer var komið var skipið statt undan Snarfells- nesi, sikvað jeg þá að halda skyldi til Reykjavíkur. Silgd- uin við með hægri ferð, svo að ekki skyldu floiri naglar losnn og vorum við íiærri 10 tíma ú lciðianí".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.