Morgunblaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. febrúar 1944 MORÖUNBLAÐIÐ T Brjei irá Riþingi: Lögvernduðu ráni afstýrt — Óttinn við at- vinnuleysi — Kjör og valdssvið forseta EIGNA-AUKASKATTUR- INN, hið lögverndaða rán, sem verið hefir aðal-umbótamál vinstri flokkanna siðastliðin 2 ár, er í bili úr sögunni. Efri deild feldi s.l. miðvikudag frumvarp þeirra Haraldar Guð mundssonar og Brynjólfs Bjarnasonar um þessi efni. — Móti frv. greiddu atkvæði Sjálfstæðismenn allir og Jónas Jónsson, en annar þingmaður Alþýðuflokksins í deildinni, Guomundur í. • Guðmundsson, var fjarstaddur atkvæðagreiðsl una. Fjell frumvarpið því með jöfnum atkvæðum. Þáttur í herferð. ÞESSI afgreiðsla eignaauka- skattsins er merkilegri en margir gera sjer í hugarlund í fljótu bragði. Alt frá því að síðustu kosningum lauk, hafa vinstri flokkarnir þrír á þingi æst hver annan upp til áhlaupa í skattamálunum. Eignaauka- skatturinn var einn þátturinn í þeirri herferð. Það var þó í upphafi vitað að ýmsum gætn- ari Framsóknarmönnum hraus hugur við slíkum aðferðum í skattamálum.En meðan beiskja kosningabaráttunnar og kjör- dæmabreytmgarinnar heltók hugí þeirra, gátu þeir ekki neitað sjer um þá fróun, sem þeim þótti í fantatökum þessa nýja fyrirbrigðis í skattalög- gjöf. En aukin rósemí hugans sýndi þessum mönnum út í hverja ófæru var stefnt. Þrátt fyrir það greiddu þó allir Fram sóknarmenn í Ed. nema Jónas Jónsson atkv. með frv. er það nú yar felt. Það er rjett að því sje veitt athylgi, að fyrst og fremst er það afarhörð mótspyrna Sjálf- stæðismanna á þingi, sem kom ið hefir í veg fyrir samþykt eignaaukaskattsins. A síðasta þingi stóðu langar og mjög harðar deilur um málið. Fór því svo þá, sem kunnugt er, að frv. dagaði uppi í Nd. án þess þó að 1. umr. lykist um það þar. Sjálfstæðismenn hlutu að taka þessa afstöðu. Með slík- um skatti var ráðist að sjálfum hyrningarsteini sjereignaskipu lagsins, eignarjetti einstakling anna. Og um þetta voru kom- múnistar ekki myrkir í máli. Með því var byrjað á byrjun- inni, annað átti svo að fylgja á eftir. Hönd skattalöggjafans átti að fara rænandi og rupl- andi um eigur borgar- anna og í kjölfar ránsins og hrunsins, sem af því leiddi, átti síðan að fylgja þjóðnýting at- vinnufyrirtækjanna. Þessari árás hefir i bili ver- ið hrundið. Vafalaust verður hafin ný sókn að sama marki. Sjálfstæðismenn á Alþingi eru þess albúnir að mæta henni. Oítinn við atvinnuleysi. EN í sambandi við eigna- aukaskattinn er tímabært að minnast á annað atriði. -— Nú þegar eru hafnar all-miklar Lánlaust tiltæki umræður um atvinnumál fram tiðarinnar og þá hættu, sem vera kann á því, að atvinnu- leysi skapist. Lítum á það, í fljótu bragði, hvernig líklegast sje að afstýra atvinnuleysi að styrjöldinni lokinni. Það er stefna og skoðun Sjálfstæðis- manna, að öruggasta trygging- in gegn því, sje sú, að atvinnu- fyrirtækjum og einstaklingum, er atvinnurekstur stunda, gef- ist nokkurt tækifæri til þess að treysta hag sinn, meðan möguleikar eru til þess. Það er jafnframt stefna þeirra, að ríkissjóður taki verulegan skerf af hátekjum til sameig- inlegra þjóðfjelagsþarfa. — En fyrst og fremst þurfi þó skatt- heimtan að vera innan þeirra takmarka, að ekki sje komið í veg fyrir hóflega eignasöfnun borgaranna. Þessi stefna er ein föld og skýr. Hún miðast við tvent, annars vegar að vel sje sjeð fyrir hinum sameiginlegu þjóðfjelagsþörfum, og þess hinsvegar gætt, að grafa ekki undan heilbrigðri efnahags- starfsemi einstaklingsins. Stefna kommúnista og sósí- alista byggist á alt öðru. Tak- mark þeirra er niðurrif ein- staklingsrekstrarins á atvinnu- fyrirtækjunum. Ríkisrekstur- inn er þeirra meginstefnumið. Atvinnuleysi óumflýjanlegt. EN TIL HVERS myndi framkvæmd þessarar stefnu kommúnista leiða nú? Atvinnufyrirtæki þjóðarinn- ar kæmu örsnauð út úr styrj- Öldinni. Varasjóðir þeirra væru tæmdir, sjálf framleiðslutækih úrelt og ónýt, framtak einstak- lingsins lamað. Slíkur efna- hagur atvinnufyrirtækjanna hlyti að leiða til atvinnuleysis og vandræða. Endurnýjun eða aukning framleiðslutækjanna væri ókleif. Fyrir því hefði skattránsstefnan sjeð. En myndi þá ekki ríkið geta hlaupið undir bagga og rjett atvinnulífinu hjálpandi hönd og trygt öllum brauð og at- vinnu? Því má hver trúa sem vill, að viturlegt sje að treysta á slíkt allsherjarbjargráð af hálfu ríkisvaldsins, enda þótt það hefði rúið borgarana eign.- um sínum og þannig komist yf ir mikið fje. Alt fram til þessa tíma hefir fjármálapólitík ís- lenska ríkisins ekki borið það af fjesýslu borgaranna að hag- sýni og viturleik, að ástæða sje til þess, að treysta á allsherj- arforsjón hins opinbera í öllu atvinnulífi þjóðarinnar. — Reynslan myndi því trúlegast verða sú, að jafnhliða því, að borgararnir stæðu rúnir að eignum yfir hrynjandi atvinnu' fyrirtækjum, stæðu fjárhirslur ríkissjóðs tómar, og með öllu ófærar um aðstoð við fram- Ieiðsluna- eða aðrar fram- kvæmdir, er atvinna fólksins byggist á. Nauðsynlcgt að bregða upp slíkri mynd. ÞAÐ erekki að ófyrirsynju að slíkri mynd er brugðið upp hjer. Sprettur það fyrst og fremst af því, að um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að andstæoingar sjereignar- skipulagsins stefna rakleitt að því að gera hana að bláköld- um veruleika. Þegar svo þessi staðreynd blasir við, mun henni verða gefið nafnið, upp- gjöf auðvaldsskipulagsins. Þá er ætlunin að benda fólkinu, atvinnulausu og örvingluðu á lausnarorðið, stofnun komm- únistisks þjóðskipulags. Nauð- synlegur jarðvegur og undan- fari slíks skipulags, er at- vinnuleysi og örbirgð. Út frá því, sem hjer hefir verið sagt, verður að líta á skattránsstefnu verulegs hluta hinna svokölluðu vinstriflokka á Alþingi. Og það skiftir veru- legu máli, að ekki einungis for vígismenn sjereignarstefnunn- ar og einstaklingsframtaksins, heldur og allur almenningur í landinu, geri sjer þetta ljóst áður en hin skipulagða mold- vörpustarfsemi hefir leitt böl atvinnuleysiins yfir þjóðina. Kjör og \ aldssvið forseta, JAFNHLIÐA því, að Alþingi starfár nú að því, sníða reglur um kjör og valdssvið forseta lýðveldisins íslands, er það mál mjög oíarlega á baugi með þjóðinni. Fer það mjög að von- um. Svo virðist sem flestar raddir frá þjóðinni hnígi í þá átt að forseti skuli þjóðkjör- inn. Innan þingsins á það einn- ig vaxandi fylgi að fagna. Enda þótt jeg hafi frá upp- hafi talið eðlilegt og sjálfsagt, að forseti sje þjóðkjörinn og kosinn á sem beinasta hátt af þjóðinni, dyljast mjer þó ekki ýmsar hættur, sem í því felast. Þegar íslendingar eignast inn- lendan þjóðhöfðingja veltur mikið á því, að hann geti orð- ið þjóðinni nokkurskonar sam- einingartákn. Hann þarf því helst að vera hafinn upp yfir hið pólitiska þras um dægur- málin. Eins og hinni pílitísku víg- stöðu nú er háttað hjer á landi, má búast við því að forseta- kosning yrði harðpólitísk og leiddi til stórfeldrar kosninga- baráttu með flokkunum og þjóðinni í heild. I þeirri kosningabaráttu myndu ýms óvægin ummæli falla um forsetaefnin og hinn væntanlega forseta. Forseta- efnin yrðu þannig sett á sama bekk og frambjóðeodur í kjör- dæmum við þingkosningar. -— Þau yrðu að vera við því búin að sóðafenginn áróður gei'ði a. m. k. tilraun til þess að velkja mannorð þeirra og æru. Fram hjá því yrði trauðla komist í þessu landi fámennisins, þar sem allir þekkja alla. Því verður ekki neitað, að slík kosningabarátta væri dap urlegur inngangur að valda- töku hins fyrsta íslenska lýð- veldisforseta. En verst væri það þó, að verulegur hluti þjóð arinnar hefði e. t. v. mist auga af því sameiningartákni, sem hver þjóð verður að sjá í þjóð- höfðingja sínum. En þrátt fyrir þetta verður því þó ekki haldið fram hjer, að forseti skuli þingkjörinn. — Gallar þess fyrirkomulags eru einnig miklir þótt með því sje að mestu sneitt fram hjá þeim göllum, sem hjer var lýst á þjóðkjörinu. Það er hjer fyrst til að telja, að í lýðræðislandi er svo jafn- an talið að alt vald komi frá þjóðinni. Það sýnist því þegar af þeirri ástæðu rjett, að þjóð- in kjósi sjálf æðsta valdsmann sinn. En einn megingallinn á þingkjöri íorseta til frambúðar er öryggisleysi, sem í því felst. — Með því er þröngum hring flokksstjórna veitt úrslitavald um val forsetans. Með slikum hætti gæti val forseta hæglega orðið að verslunarmáli milli flokka a. m. k. á meðan eng- inn einn flokkur hefir hreinan meirihluta þingmanna. — Væri með því stefnt út í fullkomna ófæru. Gegn þessu má benda á á það, að fram til þessa tíma heíir Alþmgi kosið þann mann er fer með æðsta vald til bráða birgða, þ. e. ríkisstjóra. Hefir sá háttur þótt geíast vel. En fjarri fer því, að það verði notað, sem úrslita röksemd fyrir þingkjöri framvegis. — Hjer var um algert bráðabirgða ástand að ræða, sem ekki verður jafnað við, er fastri skipan hefir verið komið á lýð- veldi og forseti kjörinn til langs tíma. Eins og kunnugt er, er rík- isstjóri nú aðeins kjörinn til eins árs. Um valdsvið væritanlegs for seta, verður ekki fjölyrt að sinni. Sumir hafa talið nauð- syn bera til þess, að forseti hefði all-mikil völd og stór- um meiri en konungur, þar sem er þingbundin konungs- stjórn. í raun rjettri er það ekki óeðlilegt, þótt einmitt nú sje það álit margra í landinu, að forseti þurfi að hafa all- mikil völd. Til þess er ástandið á Alþingi ærin ástæða. En þeg- ar framtíðarstaða forsetans er ákvörðuð, má ekki reikna með slíku ástandi sem varanlegu. An þess að ræða hjer, hvort heppilegt sje, að forseti lýð- ingum mjög óheppilegt að fá þjóðhöfðingja sínum mikil völd og áhrif á hina pólitísku fram- kvæmdastjórn. Er þar fyrst til að telja, að slík aðstaða hins æðsta valdsmanns, hlyti óhjá- kvæmilega að draga hann inn í hina óþyrmilegu pólitísku bar áttu í landinu. í öðru lagi er það vitað, að það er í algeru ósamræmi við eðlisfar íslend- inga, að einn maður hafi mjög mikil völd, t. d. ámóta og for- seti Bandaríkjanna hefir. Að sinni verður þetta ekki rætt hjer nánar. Oleikur við ríkisstjóra. UNDANHALDSMENN í sjálf stæðismálinu hafa nú tekið upp þá stefnu að beita ríkisstjóra fyrir sig í undanhaldi sínu og sviksemi við hinn íslenska mál stað. Þessi misnotkun ríkis- stjórabrjefsins byggist í fyrsta lagi á íölskum forsendum. I brjefi sínu til forseta samein- aðs Alþingis lagði ríkisstjóri á það áherslu, að ekki yrði horfið frá því ráði að lýðveldi yrði stofnað í sumar og skilnaður færi fram. I öðru Aagi gera und anhaldsmenn ríkisstjóra tak- markaðan greiða með því að halda á lofti þjóðfundarhug- myndinni og þeirri rökrjettu af greiðslu, sem hún hefir hlotið hjá lýðveldisnefnd með hinni ítarlegu greinargerð hennar, er fyrir skömmu hefir verið birt og alþjóð hefir skilið og metið rjettilega. Er það illa farið að undan- haldsmenn hafa nú tekið það ráð, að reyna að draga persónu ríkisstjóra niður i svað niður- lægingar sinnar og rökþrota fyr ir vonlausum málstað. S. Bj. Stríðstryggingar veldisins hafi mikil völd, má benda á það, að miklar líkur eru til þess, að það væri íslend lækka London: — Stríðshættutrygg ingar hafa lækkað gríðarlega mikið, eða meiri en dæmi eru til áður frá því að aðstaða bandamanna í höfunum batnaði til muna í fyrasumar. Tilkynn- ing um þetta var gefin út af Stríðstryggingaskrifst. bresku stjórnarinnar. Fyrir vörur, sem fluttar eru til og frá Stóra-Bretlandi hafa iðgjöld á öllum vörutegundum nema þremur lækkað um 10%. Yfirleitt hafa iðgjöld fyrir tryggingar um öll nöf lækkað mjög mikið. Vilja hirða tryggingarfjeð; Frá norska blaðafulltrúanum. Frá Stokkhólmi berast þær fregnir, að samkv. áreiðanlegri fregn frá Osló hafi Þjóðverj- ar heimtað að fá útborgað líf- tryggingarfé þeirra manna, scm þýskir nazistar hafa dæmt til dauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.