Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. febrúar 1944 AFGREIÐSLA FJARHAGSAÆTLIJIMARINNAR I BÆJARSTJÓRIVI - lUARGAR OG IVIARG- VÍSLEGAR BREVTIIMGARTILLÖGIJR Að aflokinni afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar höfðu útsvörin verið hækkuð um rúmlega tvær rniljónir króna, úr kr. 23,032,000 í kr. 25,151,000. BÆJARSTJÓRNARFUNDURINN, er settur var á yenjulegum tíma á fimtudag, klukkan 5 eftir hádegi, var Aíti klukkan að ganga fimm á föstudagsmorgun. Umræð- um um fjárhagsáætlunina var lokið klukkan að ganga þrjú, þá hófst atkvæðagreiðsla er stóð lengi yfir, því breyt'ingartillögur við fjárhagsáætlunina og ályktanir í sambandi við hana voru fleiri en nokkru sinni áður. I UPPHAFI fundarins gerði borgarstjóri grein fyrir breyt- ingartillögum þeim, er bæjar- ráð hafði samþykt að flytja við frumvarpið að fjárhagsáætlun inni, er allar voru samþyktar, og frá tillögum, er hann flutti sjálfur. En um fjárhagsáætiunina al- ment sagði hann m. a. þetta: Jeg geri ráð fyrir, að mönn- um sýnist af tillögum þeim, sem fyrir þessum fundi liggja muni útsvörin hækka allmik- ið frá því, sem þau voru á fyrra ári. Það er vitað, að tekjur al- mennings árið 1943, senT út- svörin í ár byggjast á, voru all mikið hærri, en þau voru árið 1942. Jeg tel eðlilegt, að1 út- svarsupphæðin til bæjarins fylgi hlutfallslega aulcnum tekj um bæjarbúa. En á meðan ekki er fengið yfirlit yfir tekjur bæjarbúa af framtölum þeirra, er ekki h'ægt að gera sjer grein fyrir þeim, þó vitað sje, að þær voru hærri, en árið áður. Það væri því eðlilegt, að nú væri sá háttur hafður á, eins og stundum áður, að fullnað- arákvörðun um útsvarsupphæð ina verði ekki tekin fyrr en að fengnu þessu yfirliti. Aðstaða bæjarfjelagsins er gerólík aðstöðu ríkisins, því tekjur þess vaxa beinlínis af auknum tekjum borgaranna. — En bæjarfjelagið sjálft getur því aðeins aukið tekjur sínar, að það hækki útsvarsupphæð- ina. í þessu sambandi minti borg arstjóri á það, að æskilegt þætti að greiða niður sem fyrst nokk uð af stofnkostnaði hitaveit- uiinar. En um það yrðu ekki teknar ákvarðanir að svo stöddu. Þá lýsti hann tveim tillög- um, er hann sjálfur flutti, og styðjast við nefndaráiit, sem honum hafa borist síðustu daga. Æskulýðshöllin. Önnur tillagan var um æsku lýðshöllina og er hún svohlj.: 1. Bæjarstjórn felur borgar- stjóra og bæjarráði að kom- ast að ákveðnu samkomu- « lagi við ríkisstjórn og Al- þingi um stofnun og rekst- , ur æskulýðshallar í Rvík. Jafnframt skal hið bráðasta ! leggja fyrir bæjarstjórn ákveðnar tillögur um stað fyrir æskulýðshöll og á- ætlun um stofnkostnað. — Ennfremur skal athugað, hvort fært sje að koma nú upp tómstundaheimili, er starfi til bráðabirgða þar til æskulýðshöllin verður reist. Um þetta mál komst hann m. a. þannig að orði: Er Ágúst Sigurðsson hafði skilað greinargerð sinni um málið. skipaði bæjarstjórn 3 jmanna nefnd til að athuga það jnánar. í nefnd þeirri áttu sæti: Ingimar Jóhannesson kennari, Einar Erlendsson húsasmíða- meistari og Einar B. Pálsson, verkfræðingur. Álit þessarar nefndar barst mjer þessa daga. Er það all- mikið mál. Eru þar ákveðnar tillögur um stofnun þessa. — Skilst mjer að nefndin líti svo á, að byggingarkostnaðurinn verði 3 miljónir króna, eftir lauslegri áætlun, og innan- stokksmunir kosti um 700 kr., svo stofnkostnaður verði alls um 4 miljónir. Er svo ráð fyrir gert, að bærinn stofni heim- ilið og reki það, éh frá ríkinu fáist framlag, er nemi helming stofnkostnaðar. Áður en ráðist er í bygg- ingu þessa, er nauðsynlegt að samningar takist við þing og stjórn um framlag úr ríkis- sjóði. En til bráðabirgða tel jeg rjett, að stofnað yrði tómstund arheimili í húsnæði, sem til þess fengist. Með þvi fengist nokkur reynsla um reksturinn áður en lagt yrði út í aðalfram kvæmdirnar. Með því að samþykkja till. mína, er málinu þokað áfram, meðan unnið er að því, að fá samninga við ríkið um framlag þaðan, en stofnkostnað allan verður að afskrifa þegar í byrjun. Brcnslustöð og áburðarvinsla úr sorpi. Aðra tillögu bar borgarstjóri fram, í sambandi við nefndar- álit, er honum hafði borist samdægurs frá nefnd þeirri, er haft hefir til athugunar hvernig fara skuli með sorp það, sem til fellst hjer í bænum. — í nefnd þeirri eru Valgeir Björns son hafnarstjóri, Ásgeir Þor- steinsson verkfræðingur og Ágúst Jósefsson heilbrigðis- fulltrúi. Tillaga borgarstjóra var svo- hljóðandi og var hún samþ.: Bæjarstjórn ákveður að hefja skuli undirbúning að áburðarvinslu úr úrgangi frá húsum með því að rann saka ítarlega úrganginn úr tilteknu bæjarhverfi, og þá einkum hversu mikið reyn ist í honum af áburðárefni, hvert hitagildi hans er, hve mikið er af pappír o. s. frv. Bæjarstjórn heimilar, að sett sje upp mölunar- og gerjunarstöð fyrir þessar tilraunir og að útbúinn sje ofn, þar sem tilraunir sjeu gerðar með brenslu á hvers konar rirgangi. Nefndin benti á að þrjár leiðir sjeu fyrir hendi 1. Að halda áfram að fvlla sorpi í Eiðistjörn, moka hæfilega ofan á það sandi eða mold. 2. Að brenna sorpinu. 3. Að aðgreina sorpið, með áburðarvinslu fyrir augum. Borgarstjóri skýrði frá, að hann fjellist á þá leið, sem nefndin teldi heppilegasta að aðgreina sorpið og koma upp áburðarvinslu úr þeim hluta þess. er til þess væri hæfur. í framtíðinni myndi það vera hagkvæmast, að sorpið yrði aðgreint við húsin. £n erfitt myndi að fá ílát til þess á þessum tímum, og því yrði að hafa aðra aðferð í bili. Velja stað fyrir slíka stöð og koma henni upp, t. d. suður í Foss- vogi. Tvær tillögur bar borgar- stjóri fram að auki, aðra um heimild þá, sem árlega er hon- um véitt, að taka nauðsynleg bráðabirgðalán á árinu til að standa straum af gjöldum bæj- arins, samkv. fjárhagsáætlun, enda samþykki bæjarráð láns- kjörin. Framkvæmdasjóður. Ennfremur bar hann fram tillögu, er samþ. var um það, að framlag til framkvæmda- sjóðs verði það fje, sem kemur í hlut bæjarins af stríðsgróða- skatti, umfram eina miljón. Tillaga frá Alþýðuflokknum var og samþykt um það, að leggja í framkvæmdasjóð það fje, sem ónotað kann að verða af því fje, sem áætlað er til framleiðslubóta og atvinnu- aukningar. Breytingartillögur bæjarráðs. Borgarstjóri gerði grein fyr- ir breytingartillögum bæjar- ráðs, er allar voru samþyktar og voru þær þessar: Framlag til áhaldakaupa verði hækkað úr kr. 100 þús. í kr. 500 þús., samkv. tillögum bæjarverkfræðings. — Leggur hann til að keypt verði þessi áhöld: Veghefill, tvær loft- pressur gagnstjettavaltari, mokstursvjel, vatnsbíll og 2— 3 sorpbifreiðar. Styrkur til Blindravinafje- lagsins hækki í 2 þús. kr> Nýr liður bætist í áætlunina 10 þús. kr. til þingstúku Reykja víkur. Ei- fjárveiting þessi mið uð við hina nýju starfsemi, er þingstúkan hefir komið á fót, sem er leiðbeiningastöð fyrir aðstandendur drykkjumanna. Hefir starfsemi þessi þegar sýnt, að hún kemur að gagni, enda mikið til hennar leitað. Námsflokkar Reykjavíkur fái hækkað styrk sinn úr kr. 12 þús. í kr. 16 þús. Er starfsemi sú vinsæl og í örum vexti. — Bæjarráð lagði til að Kvenna- skólinn fengi 15 þús. kr. til leik fimishússbyggingar, en forstöðu menn skólans safna fje í því skyni. Á fundinum kom fram tillaga um að hækka þetta til- lag í 30 þús. kr. og var hún samþykt. Að Verslunarskólinn fái hækkað tillag sitt úr bæjar- sjóði úr 20 þús. kr. í 60 þús. kr. enda er hann nú fjölsóttasti ungmennaskóli bæjarins. Þá var og samþ. till. bæjar- ráðs um að breyta tillögum bæj arins til iþróttafjelaganna þannig, að veita 20 þús. kr. til þeirra sameiginlega og verði þeirri upphæð skift samkvæmt reglum, er bæjarráð setur. Er þessi styrkur ætlaður til rekstr ar fjelaganna, en allt fyrir það kemur til greina sem fyrr að bærinn styrki fjelögin til sjer- stakra framkvæmda, eða um- bóta á húsum þeirra o. þ. h. er ekki kemur árlegum rekstri þeirra við. Styrkurinn til Leikfjelagsins var hækkaður úr 10 þús. kr. 1 20 þús. kr. og til Iðnskólabygg ingar lagði bæjarráð til að lagð ar yrðu fram úr bæjarsjóði á þessu ári 300 þús. kr. Ætlast er til, að þrír aðilar standi að þeirri byggingu, ríki, bær og iðnaðarmenn. Styrkur til Foreldrablaðsins var settur sem sjerstakur liður á áætlunina kr. 3 þús., en hann hefir, eftir því sem borgarstjóri skýrði frá, verið tekinn af óviss um útgjöldum bæja'rráðs. •— Foreldrablaðið er gefið út af barnakennurum bæjarins, og fá bömin það með sjer úr skól unum. Er blaðið á þann hátt boðberi milli kennara og for- eldra. Báðhúsbygging. Loks skýrði borgarstjóri frá þeirri tillögu bæjarráðs, að lagt yrði til hliðar á þessu ári kr. 500 þús. kr. til ráðhúss- byggingar. Enginn ágreiningur getur verið, sagði hann, um þörf slíkrar byggingar. Meðan ekki er hafist handa um hana, þá er rjett að safna fje til hennar og best, að á því sje byrjað sem fyrst. Fleiri samþyktar breytingar- tillögur. * Sjálfstæðisflokkurinn bar fram tillögu um að veita 100 þús. kr. til að hjálpa og ráð- stafa vandræðaunglingum, var hún samþykt. Ennfremur voru þessar tillögur flokksins sam- þyktar: Að hækka tillag Skáta skólans við Úlfljótsvatn úr 15 þús. í 25 þús. kr., hækka styrk til Lúðrasveitar Reykjavíkur úr 10 þús. í 15 þús. kr. og leggja fram til íþróttasvæðis í Laugadalnum 300 þús. kr. Tillag til Tónlistarskólans hækkað samkv. tillögu bæjar- ráðs úr 10 þús. kr. í 25 þús. kr. og styrkur til Einars Jónsson- ar var, samkv. tillögu frá borg- arstjóra hækkaður úr kr. 3 þús. í kr. 5 þús. Tillaga frá sósíalistaflokkn- um var samþykt um að hækka styrk til Gagnfræðaskóla Reykvíkinga úr 80 þús. í 150 þús., ,,enda falli skólagjald nið ur við þann skóla“. Svohlj. tillaga frá Gunnarl Thoroddsen var samþykt: „Byggingastyrkir til skiða- skála íþróttafjelaga, samkv. úthlutun bæjarráðs, að fengn- um upplýsingum um stærS skálanna, gerð, byggingar- kostnað o. fl. verði kr. 20 þús.“ Fiskiskip. Svohlj. till. frá Sjálfstæðis- flokknum var samþykt: „Bæjarstjórn felur borgar- stjóra og bæjarráði að vinna að því, að tiltölulegur hluti þeirra fiskiskipa, sem keypt kunna að verða til landsins bráðlega, vérði gerð út frá Rvík og heimilast borgarstjóra í sam ráði við bæjarráð, að greiða fyrir kaupunum eftir því, sem þörf kann að reynast. Jafn- framt felur bæjarstjórn stjórn arvöldum bæjarins að hlynna á allan veg að nýsmíði skipa í bænum“. En till. frá Jóni A. Pjeturs- syni um að bærinn gangist fyr- ir útvegun á 2—3 veðrjettar- lánum til fiskiskipakaupa, vax’ vísað til bæjarráðs, og sömu- leiðis svohlj. till. frá sósíalista- flokknum: „Bæjarstjórnin felur bæjar- ráði að athuga möguleika á út- vegun fiskiskipa í stórum stíl í nánustu framtíð og ýta undir það, að einstaklingar afli sjei* fiskiskipa og fjelög auk þess, sem fært þykir að kaupa ti| bæjarútgerðar". Bæjarstjórnin ákveður að bærinn leitist við að eignast 10 —15 af þeim fiskjskipum, sem nú er kostur á að semja um smíði á í Svíþjóð og geri bær- inn þau út á veiðar, Borgarstjóra heimilast, að fengnu samþykki bæjarráðs að taka nuaðsynleg lán til fram- kvæmdanna. Barnaverndarstarfið. Samþykt var tillaga frá Sjálí stæðisflokknum um barnavernd arstarfið svohlj.: „Bæjarstjórn felur bæjar- ráði að hafa svo sem verið hef- ir samvínnu við Barnavinafje- lagið Sumargjöf um rekstur og stofnun dagheimila fyrir börn í bænum“. Samþ. var svohlj. till. frá frú Soffíu Ingvarsdóttur: „Bæjarstjórn Reykjavíkur á- kveður að verja megi allt að 100 þú. kr. til þess að stofna dagheimili fyrir börn í þeim Framh. á 4. síðu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.