Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. febrúar 1944 - INNRÁSIN — Valgerður Guðmundsdóttir Framhald af bls. 7 imeð sjer óhemju manntjón. En þetta er tæplega nauð- Isynlegt Eins og Þjóðverjar sýndu í viðureign sinni við ; Maginot-línuna frönsku, þá . beinast nútímahernaðarað- ; ferðir fremur að því, að ein- ;angra varnarvirki og setu- lið þeirra heldur en að ráð- ast beint gegn þeim. Innrásinni verður í aðaldráttum hagað þannig: SAMTÍMIS mun verða settur á land mikill her bæði á Miðjarðarhafsströnd Frakklands og strönd Bisk- ayjaflóa. Báðir munu land- gönguherir þessir senda út tvo öfluga árásarheri. — Eystri herinn frá Miðjarð- arhafi mun brjótast upp Rhone-dalinn til þess að eiríangra nasistaherliðið í Norður-Ítalíu og Langbarða landssljettunni, en vestari herinn frá Miðjarðarhafi mun ryðja sjer braut yfir Languedock inn í Garonne- dalinn þar fyrir handan til þess að sameinast svðri hernum frá Biskayjaflóa og einangra þannig þýsku her sveitimar í Pyreneafjöllum. Nyrðri herinn frá Biskavja flóa, sem mun haga sókn sínni eftir landgöngu nýrra hersveita beggja vegna Bre ; tagneskaga, mun sækja til ;j?íf5urs og koma að baki þysku vamarvirkjunum yf- ■ ir' Bretagneskagann. Eftir að herimir frá suðri hafa náð saman, munu sam. einaðir herir bandamanna ryðja sjer braut yfir Loire til Parísar og komast þann- ig að baki ,Atlantshafsvegg‘ Hitlers, sem ver Ermar- sundsströndina. — Þegar þannig er komið, munu Þjóðverjar annað hvort verða einangraðir í Atlants hafsvirkjunum eða neyðast til að vfirgefa þau. Þetta mun auðvitað að- eins verða fyrsta skrefið að endanlegum ósigri óvin- anna. Vinna yrði bug á öðr um Öflugum varnarvirkjum — einkum „vesturveg,gn- um" — áður en lokatak- markinu yrði náð. Næstu skrefin myndu að miklu leyti verða undir því kom- in, hvernig fyrstu aðgerð- irnar hefðu tekist. Einnig myndu þau byggjast á öðr- um atriðum, sem enn er of snemt að reyna að lýsa. Brjef frá Alþingi Framh. af bls. fimm. Nú er það siaðreynd að í ýmsúm greinum framleiðslunn- ar er framleiðslukostnaðurinn þegar orðinn svo hár, að hækk- un hans ennþá hlýtur að leiða til vandkvæða í rekstrinum. Það er jafnframt vitað, að enda þótt þessi staðreynd blasi við, hefir pólitísk forusta stærsta verkalýðsfjelags Iandsins, á- kveðið að krefjast hækkunar á launum verkamanna. Slík launahækkun hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða til veru- legrar hækkunar í framleiðslu- kostnaði ýmsra greina fram- leiðslunnar. Auk þess hlyti hún að leiða til aukinnar dýrtíðar í landinu vegna þess að land- búnaðarafurðir myndu hækka í samræmi þar við. Verkamenn væru því engu betur settir eft- ir slíka launahækkun. Þær væru þvert á móti verr settir. Framleiðslan hlyti að dragast saman, atvinnan að minka. Að sinni verður þetfa ekki rætt hjer itarlega. En það er rjett að gera sjer það ljóst, að með því að gefa dýrtíðinni á ný lausan tauminn með hækk- un kaupgjalds og verðlags, er ótvíræð til raun gerð til þéss að bjóða atvinnuleysinu heim. Baráttan fyrir því miðast ekki við hagsmuni verkamanna. Hún er aðeins liður í moldvörpu- starfsemi pólitískra glæfra- manna. Atvinnuleysið er þeim kærkomið. Þeir munu þess- vegna berjast fyrir sköpun þess. Öryggisleysi þess og öngþveiti er sá jarðvegur, sem þeir telja nauðsynlegt skilyrði til fram- kvæmda áformum sínum um byltingu og upplausn ríkjandi þjóðskipulags. Á þessu verða þeir að átta sig, sem trúaðri eru á þróun en byltingu í þjóðfje- lagslegum efnum. S. Bj. Framh. af bls. fimm. annaðist uppeldi barna þeirra. Árið 1923 varð Ebenezer fyrir slysi við setning á skipi, svo að honum varð nær ónýt önnur höndin. Gat hann því ekki sótt sjóinn lengur. Þá fluttu þau hjón suður til Reykjavíkur og áttu þar síðan heima til æfi- loka. Níu tíörn eignuðust Ebenezer og Valgerður og komust fimm til fullorðins aldurs, hvert öðru myndarlegra. Þeirra kunnastir eru togaraskipstjórarnir Guð- mundur og Ágúst. Hurfu þeir ungir til Englands án annars fararnestis en djörfungar og þreklundar sjálfra sín og góðr- ar heimanfylgju. En svo drjúg- ur varð þeim sá skamtur, að báðir ruddu sjer braut í raðir fremstu fiskiskipstjóra og reyndust frábærir aflagarpar. Munu þeir bræður báðir hafa sett aflamet innan enska togara flotans, fyrst Guðmundux og síðan Ágúst. Guðmundur Eben- ezersson andaðist í Grimsby 12. jan. 1940, en Ágúst befir stýrt togara nú í styrjöldinni. Önnur börn Ebenezers og Valgerðar eru Kristján og Salvör, bæði búsett í Reykjavík, og Kristj- ana, búsett í Chicago. Sá, sem þessar línur ritar, bar gæfu til að kynnast þeim nokkuð, Ebenezer og Valgerði. Voru þau þá fyrir löngu flutt hingað til bæjarins og orðin aldurhnigin. Þrátt fyrir mikinn aldursmun mín og þeirra, var ÖU sú kynning á þá leið, að jeg vildi ógjarnan án hennar vera. Þau hjón voru nokkuð ólík í fasi öllu og daglegri umgengni, en það leyndi sjer ekki, að bæði voru gædd töfrum sjerstæðs persónuleika, hvort á sína vísu. Ebenezer hafði til að bera marga bestu eiginleika ís- lenskra sjómanna. Fram yfir áttrætt sindraði hann af lífs- þrótti og fjöri, kvikur á fæti, spaugsamur, ljettur í lund. Þótt hann væri kominn til Reykja- víkur, fanst honum ekki taka því að leggja niður gömlu, vest firsku siðina, sem hann hafði tamið sjer frá æskuárum. Dag hvern fór hann á fætur fyrir allar aldir, skyggndist til veð- urs og spáði, rjett eins og hann væri á leið á róður úr Bolungar vík. Því var það einhverju sinni, litlu áður en Ebenezer dó, að kunningi hans kom í heimsókn snemma morguns, og mætti þá gamla manninum al- klæddum við vinnu sína, eins og hádagur væri. Hafði komu- maður orð á því, "hve árrisull hann væri. Svarið kom, hrein- skilið, en tilgerðarlaust: — Jeg er löngu hættur að fara snemma á fætur, hreyfi mig aldrei fyr en á sjötta tímanum og undir sex! Valgerður Guðmundsdóttir var alla stund ákaflega hlje- dræg, og því kynntust henni ekki margir. En það hygg jeg mála sannast, að ógleymanleg verði hún hverjum þeim, er hana þekti. I æsku hafði Valgerður verið allra kvenna fríðust, svo að naumast þótti nokkur við hana jafnast um gjörvalt ísafjarðar- djúp. Hún hjelt fríðleika sín- um ótrúlega vel fram á efri ár, þó að sjálfsögðu yrði andlitið smám saman rúnum ritað. En hún var einnig allra kvenna best og mildust. Fas hennar og framkoma mótaðist af þeirri heiðríkju hugans, sem aldrei bar á ský nje skugga. Með full- kominni rósemi og eirtstöku jafnaðargeði tók hún hverju, sem að höndum bar, enda mun sálarþrekið hafa verið dæma- fátt. Um langan aldur átti hún við sívaxandi heyrnarleysi að 'jtríða, en bar svo Ijettilega þá þungu byrði, að aðdáanlegt var. Altaf var Valgerður glöð og brosandi og sátt við tilver- una. I návist hennar var jafn- an mildur friður, sem lægt gat allar öldur. Maður fann sig standa andspænis konu, sem á langri æfi hafði tamið skapgerð ina, þroskað umburðarlyndið og glætt skilninginn. Vanhugsuð orð heyrðust ekki af vörum hennar. Hvatvíslegar ályktan- ir voru henni fjarlægar. Hvert það mál, sem hún ljet sig varða, vildi hún kanna eftir föngum, og kvað síðan upp mildan dóm og skilningsríkan, af auðlegð hjarta síns. Það hygg jeg sannast mála, að allir þeir, sem kynntust Val- gerði, urðu snortnir af per- sónuleika hennar, heilsteypt- um og brestalausum. Sjaldan hefi jeg vitað innri og ytri göfgi sameinaða í ríkara mælí en hjá henni. Yfirbragðið alt, svipmótið og -fasið, voru gædd einhverjum mjúkum, hlýjurti töfrum. Hvarvetna sást bjarmi af eldi bjartrar sálar, og þó skærastur í brosinu, — þessu ljúfa brosi, sem yljaði manni inn að hjartarótum. I návist Valgerðar skildi jeg fyrst til hlítar þau orð Bjarna skálds Thorarensen, sem svo hljóða: Ei þó upp hún fæddist í öðlinga höllum, látasnild lipur var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. Valgerður var slík kona, að hún hefði skipað hverja stöðu með prýði. Mannkostirnir voru tign hennar og aðall. Valgerður andaðist 2. febr. s. 1. Hún verður til moldar bor- in í dag. Gils Guðmundsson. Fávílahællð að Kleppjámsreykjum tekfiS til starfa FÁVITAHÆLIÐ að Klepp- járnsreykjum tekur til starfa í dag, samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá landlækni. Fyrstu vistmennirnir, 12 að tölu, verða fluttir þangað í dag. Eru það 3 stúlkup og 9 dreng- ír, sem öll eru flutt frá fávita- hælinu á Sólbakka í Grímsnesi, sem nú á að leggja niður. Á Sólbakka eru enn eftir 8 fá- vitar, 6 stúlkur og 2 drengir, en þeir verða fluttir að Klepp- járnsreykjum mjög bráðlega. Vafasamt er, að hælið geti tek- ið við fleiri fávitum fyrst um sinn, en mikið kapp verður lagt á að auka rúmið í hælinú. Upplýsingar um vist á Klepp járnsreykjum eru gefnar í skrifstofu ríkisframfærslu sjúkra og örkumla, Fríkirkju- vegi 11. Er umsóknum veitt þar móttaka. Forstöðukona heimilisins er Ólafía Jónsdóttir, hjúkrunar- kona, frá Bústöðum. Eftir Robert Storm /OOOObOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOObl MEANWHlL B.nABOA RP THE j mfiilF THE- DRNE.R ■ ESiBSl* dce5n't kn°w A MAN FELL DOWN THia SHAFT A FEW/MNUTES ASO... HE'S AN ESCAPED CONVICT — A B!E>! HUSKV FELLOW ' what? BUstjórinn: — Hvað gengur á hjer. Að hverju eruð þið að Jeita, piltar? X—9: — Það datt fnaður niður um þetta lyftuop fyrir nokkrum mínútum. Það var strcdcufangi. Stór og hraustlegur náungii i 1 ,1 , ■ ' t Bílstjórinn: — Ha! Jeg tók náunga, sem var eins og þjer lýsið honum í vinnu á einum af vörubílun- um okkar. X*—9: — Segið mjer strax hvert bíllinn ■ í- .j'tí'i r í. • . * 'ii- ' \ i j | i j . ;: •. \ .i (:;* \ r • j-; • fór! í vörubílnum situr Alexander og hugsar: — Bílstjórinn veit ekki hver jeg er,,æn lögreglan bíð- ur eftir mjer, þar sem við nemum staðar mest. ; i f'í . (’fatP.: : t.i ‘a •• i ! .* -- I í ’i \ , i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.