Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 r, £í rrji YÍCKISAUJI? | Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 2. að borða og sofa af áhyggjum út af skátuhum. En dimt og ó- Ijóst hugboð sagði henni, að eitthvað annað væri að taka eiginmann hennar frá henni, eitthvað, sem hún hafði óttast sjðan þau settust að í Kína.. . Að styrjöldinni lokinni mun- um við taka okkur frí og fara heim í nokkra mánuði, hugsaði húr., meðan hún bylti sjer óró- lega í rúminu, kastaði ofan af sjer ábreiðunni og breiddi hana ofan á sig aftur. Orðið héim átti í huga henn- ar ætíð við Ameríku, en ekki Kína. Pearl lá við að hneyksl- ast á því. Ameríka. Henni virt- ist snöggvast, að hún þyrfti ekki nema komast til Ameríku til að öðlast aftur sjálfsálit og lífsgleði. Shanghai hafði svipt hana miklu af hvorutveggja. Þegar klukkan sló tólf á mið- nætti, kveikti hún ljósið, stóð upp úr rúminu og leitaði að svefnlyfi í lyfjaskápnum í bað- herberginu. Hún fann það, tók það inn, lagðist síðan aftur til svefns. Hugsanir hennar voru eins og hjól sem snerist æ hæg ar, uns loks hún sofnaði. Hún vaknaði við að síminn á náttborðinu hringdi; klukk- an var fjögur að morgni.. Gráa skímu dögunarinnar lagði inn um gluggann. Höfuð hennar var þungt og það suðaði fyrir eyrum hennar, er hún bar héyrnartólið að þeim. Jeg er ekki búin að sofa úr mjer svefn lyfið, hugsaði hún gröm. Það liðu tvær, þrjár mínútur, áður en hún áttaði sig á, að það var dr. Hain, sem hún talaði við. ,,Pearl“, sagði hann, „viltu leyfa mjer að tala við manninn þinn? .... Nú? Hvar er hann .... Þú veist það ekki? En við verðum að hafa upp á honum hyggjufull frá sjer. Hún hafði spurt nokkura spurninga og vissi alveg nóg. Hún hnyklaði brýrnar og strauk yfir ennið. Síðan fór hún inni í setustofuna þar sem áhaldataska hennar var og rótaði í henni. Hún kveikti á hverjum einasta lampa í íbúðinni, og það stakk dapurlega í stúf við hina grá- leitu skímu dögunarinnar. Hún gaf sjálfri sjer Kaffein-sprautu til að losna við áhrif svefnlyfs- ins, því að hún þurfti nú á því að halda að geta hugsað skýrt. Hún hafði enga hugmynd um, hvar Yutsing var á þessari fyrstu stundu dögunarinnar. Jeg verð að aka til Liu. Hann veit ef til viU eitthvað, hugsaði Pearl og var næstum sofnuð aftur. Hún fór í ískalt steypi- bað til að vekja sig til fulls. Þjónn hennar kom og hún sendi hann eftir leigubifreið, því að ekki stoðaði að treysta á símann. Bifreiðin kom, áður en hún hafði lokið við að klæða sig. Það var langur akstur til Hongkew, þar sem Liu bjó, og enda þótt síminn hefði verið í lagi, hefði hann ekki komið að neinum notum, því að Liu, fag- urfræðingurinn og hugsjóna- maðurinn hafði engan síma í sínu kínverslca húsi, og gerði hann það sumpart í mótmæla- skyni við hinar amerísku sið- venjur og sumpart af því að hann vildi fá að vera í friði. Það hafði ringt um nóttina, strætin voru vot og svöl. Pearl, með áhrif kaffeínsins í blóðinu, glaðvaknaði og varð í meira lagi taugaóstyrk á leiðinni. Hús Liu stóð í þyrpingu þröngra stræta, þar sem fjöldi kín- verskra húsa stóð við litla á. Pearl hringdi bjöllunni og eftir góða stund kom dyravörðurinn og það tafarlaust. Hvað hefir skeð? .... Pearl, tengdafaðir þinn hefir fengið botnlanga- kast......Það ætti að fara á sjúkrahús með hann tafarlaust. .... Já, það er ástæða til að óttast að hann springi, það þarf að gera uppskurð á honum, en hánn neitar að gefa samþykki sitt. Þú þekkir hann eins vel og jeg'. Hann er mjög þrjóskur, sjérlega þvermóðskufullur. .. Já, jeg hefi náð í tvo kínverska lækna, sem einkaritari hans vísaði mjer á. Við vonuðum, að hann bæri meira traust til þeirra. O-nei, hann berst eins og naut — afsakaðu stóryrðin, Pearl! Við þurfum nauðsynlega að ná tali af manni þínum, til að fá álit hans á málinu —■ og Pearl, þú verður að láta þjer skiljast það, að um líf og dauða er að tefla. Hann spyr án afláts eftir dr. Chang. Einkaritari hans segir mjer, að þeir hafi lent í þrætu í gærkveldi. Hr. Chang Bogum virðist álíta, að hann hafi veikst af því að hann hafi reiðst við mann þinn...... Nei, það er auðvitað vitleysa. ... ,Já, botnlangakast, eflaust. Sendu mann þinn hingað án tafar. Mjer þykir leitt að hafa neyðst til að ómaka þig, Pearl. Hann er mjög hraustur, þetta getur alt farið vel, ef hann er skorinn upp án tafar........... Jæja! — Sjáumst síðar“. Pearl lagði heyrnartólið á- til dyra. Enda þótt það væri hugsjón Liu að lifa fátæklegu og fábrotnu lífi, var dyravörð- ur hans feitur óg mikilúðleg- ur, og húsið var fult af þjón- um og öðrum sníkjudýrum, eins og við átti í húsi ættstórs manns. Pearl sagði honum, ó- þolinmóð ástæðuna fyrir þess- ari ótímabæru heimsókn. Dyra vörðurinn skildi Pearl eftir úti á strætinu meðan hann fór inn í húsið til að vekja húsbónda sinn. Pearl virtist nú óratími liðinn síðan hið örlagaríka sam- tal við dr. Hain, og hún fór að finna til gremju gagnvart eig- inmanni sínum, sem hafði horfið án þess að láta hana vita hvert hann fór og ljet hana þurfa að leita að honum um alla borgina í hálfrökkri dögun- arinnar. Liu kom von bráðar, hann hafði varla gefið sjer tíma til að hneppa alla hnappana á síða brúna kyrtlinum. Hann var brosandi, en þó mátti sjá, að hann var áhyggjufullur. „Liu, mjer þykir leitt að ráð- ast inn á þig á þennan hátt“, sagði Pearl um leið og þau gengu í áttina til bifreiðarinn- ar, sem beið á horninu á þröngu strætinu. „Tengdafaðir minn er veikur og vill endilega ná sam bandi við Yutsing. Það er fjar- stæðukent að. jeg þefi ekki hug- mynd um, hvar hann er niður kominn“. Hún hló stuttaralega og bætti við. „Ef til vill er það röng hug- mynd, en mjer fanst hálfvegis að þú, vinur hans, vissir ef til vill hvar hann er“. „Jeg held, að jeg geti fundið hann“, sagði Liu og steig hik- laust inn í bifreiðina. „Mjer finst rjett, að þú akir beint til Shanghai-hótelsins og annist Chang gamla. Jeg skal fara í bifreiðinni og hafa upp á Yut- sing. Shanghai hótel, hrópaði hann til ekilsins og þau óku af stað í sömu átt og Pearl hafði komið úr. „Veist þú, hvar hann er?“ spurði Pearl aftur. Hún horfði fast á hann. Liu brosti vand- ræðalega, en svaraði ekki. „Jeg get ekki farið til tengda föður míns án Yutsings, það myndi aðeins æsa hann upp um helming“, sagði Pearl. „Jeg ætla að koma með þjer að leita hans“. Liu hugsaði stundarkorn um svar hennar. Loks sagði hann. „Ágætt, eins og þú vilt, Pearl. Ef til vill er það alveg eins gott“. Pearl ýtti undir ökumanninn að aka eins hratt og hann mögu lega kæmist. Innan skams urðu þau að hægja á sjer, er þau óku fram úr hóp hermanna. Liu virti þá fyrir sjer út um glugg- ann. Þegar þeir voru komnir úr augsýn, sagði hann. „Svo það er þá að verða alvara úr þessu. Hvaða vandræði!“ „Þú trúir ekki á mátt styrj- aldarinnar, og þó hatarðu Jap- ani. Það er í mótsögn hvað við annað“. „Röksemi, Pearl, er nokkuð sem okkur er ekki eiginlegt. En fyrst þú vilt röksemi, skaltu fá hana — við höfum aldrei sigrað í styrjöld og við munum „Ætli það ekki“, sagði kona hans og færði rokkinn örlítið til, „ef hann er þá ekki búinn að eyða öllu, sem hann fjekk eftir fyrri konu sína“. „Þú heldur það þó ekki, eins skynsamur maður og hann er“, sagði Árni. „Hann sem á fimm nautgripi og tíu sauði“. Hann bjóst við að Katrín myndi svara einhverju, en hún steinþagði og hjelt áfram að spinna en rokkur- inn urraði og argaði hálfu hærra en áður. „Mjer finst hann nú vera farinn að eldast „hann Níels“, sagði hún og spann énn hraðar. — „O, ekki finst mjer það nú mikið“, sagði Árni og klóraði sjer á handarbak- inu. „Hann er stór og sterkur, hann Níels, og getur lif- að lengi ennþá“. „Urr—urr“, sagði rokkurinn, en Katrín spurði; „Hef- ir hann minst á Bergljótu við þig?“ — „Ekki er nú al- veg laust við það“, svargði maður hennar. — „Og hverju svaraðir þú?“ „Engu sjerstöku“, sagði Árni hálf-vandræðalega. „Jeg sagðist fyrst þurfa að ráðgast um þetta við þig og síð- an spyrja stúlkuna sjálfa. Það hljóta að verða einhver ráð með þetta, held jeg, — en annars liggur nú tepunní svosem ekkert á að giftast“. „Satt var það orð, Árni“, sagði kona hans. „Þú hefir lengi verið skynsamur maður og djúphygginn. Bergljót er nú ekki nema 16 ára, hún þarf ekki að giftast í mörg ár, sjerstaklega þar sem hún er nú hálfgert tryppi“. Katrín reis á fætur, tók nokkra birkilurka, setti þá á eldinn og bljes að. Svo settist hún aftur við rokkinn. „Heldur þú að hann Níels gangi í augun á stúlkunni?“t spurði hún. „Það er nú svona upp og ofan með það“, sagði Árni og rjeri á stólnum, — „það er nú með kvenhylli eins og þýðvindið, það er í dag, en á morgun er hann kominn með frost á norðan. Meðan ekki eru neinir að snúast ut- anum stúlkurnar, nema ungir piltar, eru þær regings- legar við piparsveinana rosknu, hlægja að þeim og hafa þá að spotti. En þegar fer að grynnast á piltahópnum, og hinn roskni og reyndi maður kemur heim prúðbúinn og ber upp bónorðið, þá er stúlkan venjulega ekki sein að taka honum og meira að segja þakkar hún fyrir. Því ef stúlkan bara fær mann, sem er góður og sæmilega viti- borinn, og hefir nóg að bíta og brenna, þá skiftir hún jsjer ekki svo mikið af hinu. Ástin kemur með tíð og Þegar uppfindingamaðurinn Singer fann upp saumavjelina, færði hann mannkyninu snjalla uppfindingu. Hann hafði velt þessari uppfindingu lengi fyrir sjer, vikum saman, en komst ekki að neinni niðurstöðu, fyr en hann dreymdi eina nóttina, að riddari rjeðist að honum með spjóti. Á spjótinu var fáni, dreginn gegnum gat frammi við oddinn. Singer vaknaði, og var honum jafnsnemma ljóst, að augað á nál saumavjelarinnar átti að vera fram við oddin, en ekki aftan á eins og á venjuiegri saumanál. ★ Pjetur gamli kemur inn í verslun í 30 stiga gaddi og bið- ur um vasaklút. „Svo þú hefir fengið kvef, Pjetur minn“, sagði kaupmað- urinn, „það er svo sem von í þessum kulda“. „Ó-nei, ekki hefi jeg kvef- ast“, svaraði Pjetur, „en treyju ermin mín er stokkfrosin í þess- um heljargaddi, svo að jeg má til að fá klút“. Kaupandinn: — Hvað kosta þessi föt? Kaupmaðurinn: — 400 kr. Kaupandinn: — Þau mættu nú vera dýrari. Kaupmaðurinn: — Jæja, þá skulið þjer fá þau á 450. ★ „Hjerna er klukkan löguð og í lagi“, sagði nýi úrsmiðurinn við fyrsta viðskiptavin sinn. „En hvað er í öskjunni?" spurði þá maðurinn. „Það eru hjólin, sem gengu af. ★ Jón gamli kom til dýralæknis og bað um sterkt áfengi handa veikum kálfi. Dýralæknirinn? — Jeg veit ekki til þess, að þú eigir nokk- urn kálf. — Það er þó skrítið, sagði Jón, jeg sem hefi átt hann ár- um saman. ★ „Heyrðu mig, Óskar, þegar þú baðst hennar Önnu, fjelstu þá á knje fyrir henni. Jón í Rauðhól fór á vakninga samkomu og vitnaði þar: — Ef Drottinn hefði viljað, að menn- eskjurnar skyldu reykja, þá hefði hann, sannarlega segi jeg yður, gert gat á hnakkann á þeim til þess að hleypa reykn- um út. ★ Á bæ einum las húsbóndinn á hverju kvöldi fornsögur .fyrir heimilisfólkið. Einu sinni spurði hann eina vinnukonuna: „Nú, hvernig líst þjer á Skarphjeð- inn, Gudda mín?“ Gudda: „Skarphjeðinn, ha, er það hann Gunnar á Hlíðar- enda?“ • ★ „Hvernig líður konunni þinni, Jón?“ „Ja, læknirinn segir, að hún sje dauðvona, en eftir hag- skýrslunum um dánaraldur hjer á slóðum, getur það als ekki staðist“. ★ — í augum ungrar stúlku, sem elskar og er elskuð, er alt annað einskis virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.