Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. febrúar 1844 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigíús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefúnsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Tvö að baki — eitt íramundan ÍSLENSKA ÞJÓÐIN var um svo margar aldir bæld og kúguð, að það er e. t. v. ekki rjett að dæma of hart J)á menn, sem höfðu vantrú á eigin mætti þjóðarinnar til sjálfstæðis og fullveldis, er fyrstu fjörkippir endur- vakningarinnar fóru um þjóðarlíkamann og boðuðu það, sem koma skyldi, baráttu fyrir sjálfstæði og frelsi. í dag á vantraustið engan rjett á sjer lengur. Við höfum reynsluna að baki. Órækar sannanir. Þær staðfesta, að við eigum með- rjettu að tengja rniklar von- ir við það, sem er framundan. Tvö tímabil .undangenginna ára í sögu þjóðarinnar, bæði á þessari öld, tala sínu máli. Hið fyrra er heima- stjómartímabilið frá 1. febrúar 1904, er stjórn „sjermál- anna“ varð innlend, fyrsti íslenski ráðherrann með bú- setu í Reykjavík og ábyrgð gagnvart Alþingi tók við embætti. Hið síðara er fullveldistímabilið frá 1. desem- ber 1918, er Danir viðurkendu sjálfstæði og fullveldi landsins. Við höfum nýlega minst 40 ára afmælis innlendrar stjórnar. Dómsmálaráðherra, dr. Einar Arnórsson, flutti þá í útvarpið ræðu, er síðan birtist hjer í blaðinu. Um einkenni og áhrif heimastjórnartímabilsins komst hann m. a. þannig að orði: „Með innlendri stjórn í sjermálum landsins hefst nýtt tímabil í sögu þess. íslenskur ráð- herra skildi landsmenn og þarfir þeirra, en danskur ráð- herra gerði eðlilega hvoifugt. Nú tók stjórn og þing að snúast af alefli að framfaramálum landsins. Með stofn- un íslandsbanka kom veltufje nokkurt inn í landið. Sjávarútvegur landsmanna og verslun gerbreyttist með því. Símasambandið við útlönd markar þó dýpst spor um verslunarháttu. Dönsku selstöðuverslanirnar dragast saman og hverfa smám saman með öllu. íslenskir heild- salar, íslenskir kaupmenn og kaupfjelög taka verslun- ina í sínar hendur. Togaraútgerðin og mótorbátaútgerð- in kemur smám saman í stað ,,kútteranna“ og opnu bát- anna. Lögð er meiri rækt við vegagerð og brúa. Farið er að sinna hafnargerðum og lendingarbótum. Skógrækt og sandgræðsla er hafin. Vitar eru reistir. Innlendar vá- tryggingastofnanir rísa upp til tryggingar gegn eldsvoða og sjóslysum skipa. Innlend lagakensla kemst á og síðar háskóli settur á stofn, og lög sett um kennaramentun, barnafræðslu og búfræði“. Allt þetta og margar fleiri myndir álíka • frá heimastjórnartímabilinu, talar sínu máli.. Svo kom fullveldisviðurkenningin 1918. Gerðust þá enn snögg umskiptL Gömlu stjórnmálaflokkarnir, sem höfðu marga hildi háð í baráttunni við danska valdið, riðluðust, og ný flokkaskipting varð senn til. Mismunandi þjóðmálastefnur, mismunandi afstaða til meðferðar fjár- mála, fyrirkomulags atvinnurekstrar og innri stjórn- skipunar, skipti mörkum. Þjóðin einbeitti huganum að innri umbótum og fjelagslegri framþróun. Landið tók enn á sig annan blæ. Samgöngum á sjó og landi fleygði fram. Fræðsla og mentun varð almenningseign, senni- lega í ríkari mæli en víðast annars staðar. Iðnaður til sjós og lands varð aflgjafi bættrar efnahagsafkomu og meiri velmegunar. Síldarverksmiðjur risu upp. Nýtísku- byggingarlist hjelt innreið sína. Nýrækt huldi móa og mýrarfen. Það varð nýtt tímabil. Framundan eru enn tímamót. Þriðja tímabilið bíður, — lýðveldistímabilið. — Hillir ekki þar undir vakningu nýrra átaka, upphaf nýrra dáða? Ber ekki það tímabil í skauti sínu vonir þjóðfjelagslegra umbóta og endursköp- unar. Vísar ekki sá nýi tími kyrstöðu á bug og opnar hlið nýrra framfara, eins og fyrirrennarar hans hafa gert? Sjá menn engan árroða þjóðfjelagslegrar einingar? — Skynja menn enga eftirvæntingu í því að standa nú með tvö tímabil framfara að baki, — ög eitt, hið langþráðasta framundan,— rjett við bæjardyrnar? Erlenf yfirlit. • ÞAÐ SEM mest er nú rætt um af viðburðum í styrjöldinni, * er tvímælalaust barátta land- . gönguherja bandamanna fyrir suðvestan Róm, og virðist út- litið þar sem stendur vera held ur landgönguliðinu í ohag. Svæði það, sem bandamenn hafa þarna á valdi sínu, er ekki stærra en svo, að það' er undir stöðugrí skothríð úr fallbyss- um Þjóðverja, bæði smáura og stórum. og ennfremur nota Þjóðverjar skriðdreka sína til þess að skjóta á stöðvar jand- gönguliðsins. Veður hefir að undantörnu verið þannig um þessar slóðir, að bandamenn hafa ekki getað beitt flugher sínum nema að litlu leyti, en í gær hóf hann allmiklar árásir á bakstöðvar Þjóðverja. — Roosevelt forseti sagði biaða- mönnum í dag á hinum vikii- lega viðræðufundi sínum við þá, að ástandið væri ískyggi- legt, en bandamenn hefðu þó enn yfirráðin í lofti og á sjó á þessum slóðum, en veðrið hefði gert það að verkum, að ekki hefðu orðið full not flugflotans, og bæðu nú bandamenn um betra veður. • Þjóðverjar gera stöðugt liat- röm áhlaup á stöðvar banda- manna 'þarna og segjast þeir hafa náð nokkrum stöðum á vald sitt, meðal annars járn- brautárstöðina við Aprilia, en þar virðast bardagar hafa ver- ið harðastir að undanförnu. Einnig virðast Þjóðverjar ný- lega hafá fengið liðsauka, þar sem er 65. herfylkið. Hvorir- tveggja Segjast hafa tekið marga fanga síðan átökin hóf- ust þar'ná, bandamenn yfir 2000, en Þjóðverjar um 40Ö0. — Ekki er ólíklegt, að dragu íari þarna til úrstlita á annan- bvorn veginn, en þó getur þess enn orðið alllangt að bíða. — Sunnar á Ítalíu verður ekki tai ið að aðstaðan hafi breytst, þó að bardagar sjeu stöðugt harðir ★ A austurvígstöðvunum sækja Rússar jafnt og þjett fram, þótt sóknin hafi verið nokkru liæg - ari síðari hluta þessarar viku en áður. Hafa Rússar nú hrak- ið Þjóðverja af svæði því, sem þeir hjeldu áður íyrir ausían Dnieper, við Nikopol, og virð'- ist svo, sem borg þessi sje nú í höndum Rússa. Norðar herða Rússar sóknina til hins mikil- væga þýska virkis, Luga, og nálgast það stöðugt, en hafa hinsvegar ekki sótt frekar inn í Eistland, og mun þar nú vera hlje" á bardögum að mestu. Rússar segja stöðugt frá bar- áttu við innikróað lið Þjóð- verja við Mið-Dnieper, og virð- ist mega ráða af þýskum fregn um, að þar eigi stórorustur sjer stað, þótt Þjóðverjar hafi ekki þarna, eins og þeir gerðu við Stalingrad, viðurkent neina innikróun þýskra sveita. Rúss- ar eru nú komniv langt vestur í Pólland og tekur leiðin til Curzon-línunnar mög að stytt ast fyrir þá. ★ Bandaríkjamenn hafa með mikilli innráS náð meiri hluta Marshall-eyjaklasans, á . sitt vald, og er það þeim mikjll hægðarauki í frekari sókn á hendur Japönum um þessar slóðir. ‘ i X 'i i \Jí(uetjl álripar: Ú Á «*« •*« ♦tt<t******'>**lM^<’*********«H»*^H**4^ O C> ^ i1^****^*** ^ aaÍeaci iíj^inu Skemtanalíf bæjarins. HAFT ER á orði, að skemtana- líf hjer í höfuðborginni sje svo fáskrúðugt, að til vandræða þyk- ir horfa. Hefir kveðið svo ramt að þessu, að bæjarstjórnin hefir látið málið til sín taka og skipað sjerstaka nefnd manna til að at- huga málið og gera tillögur til úrbóta. Rjett er það, að ekki eru skemt anir bæjarins fjöbreyttár um of, en einhverntíma hefir þó verið minna um dægradvöl fyrir al- menning en nú er. Það fer eftir aldaranda og tísku, hvað menn kalla skemtanir. Kirkjubrúðkauj!' in hafa ekki sama aðdráttarafl nú einsog á dögum Gests Pálsson ar, þó enn þyki mörgum gaman að vera viðstaddur slíka athö+n. Fjórir Reykvíkingar hafa sent mjer brjef um skemtanalífið. Þeir hafa sínar hugmyndir um, hvað sje góð og holl skemtun. Þeir fjelagar segja: Hjólaskautar og keilu- spil. „Við sitjum hjer fjórir reyk- vískir borgarar og ræðum um kvikmyndahúsin og aðrar skemt anir almennings. Okkur finst það sárgrætilegt að horfa upp á unga fólkið ráfa fram og aftur um Austurstræti kvöld eftir kvöld, auðsýnilega í reiðuleysi og vandræðum með tímann. Það er talað um að byggja verði skemtistað handa unga fplkinu og beinast raddir áð góðu veit- ingahúsi. Þvílík framsýni. Okk- ur öllum, eins og svo fjölda mörg um öðrum, ber saman um að nóg sje af slíkum stöðum, það viðast vera nógu mörg böll og drykkju- skapur, þótt ekki sje byggt nýt't gróðurhús fyrir slíkt. Það, sem vantar, er stórt skemtihús, t. d. stórir salir fyrir hjólaskauta og keiluspil („bow- ling“), þokalegir og rúmgóðir. Einn okkar hefir verið í Ameríku svo árum skiptir, og segir hann að slíkir staðir sjeu mjög fjöl- sóttir af unga fólkinu, enda góð íþrótt að dansa á hjólaskautum eftir góðri hljómlist. Ekki mega menn skilja þetta sem dansleiki svipaða þeim, sem við eigum að venjast, nei langt frá því. Þessa staði sækir unga fólkið í þúsunda tali erlendis og þar skemtir ■ það sjer á heilbrigðan hátt. „Bow- ling“ eða keiluspil, er mjög skemtilegur leikur fyrir fólk á öllum aldri, enda sótt afar mikið. Þetta er góð leið til þess að draga unga fólkið inn af götunni, kanske það fækkaði daglegum innbrotum, reiðuleysis- og fá- ráðlingsverkum unglinganna hjer í höfuðstaðnum. Kvikmyndahúsin. UM BÍÓIN viljum við segja þetta: Það virðist harla einkenni legt, að miðasala hefst kl. 1 e. h. og fólki er neitað um miða, sem kemur einni eða tveim mínútum eftir þann tíma. Um góð sæti er ekki að tala nema fyrir einhverja vini. Eiga stúlkurnar nokkuð með að halda miðum í það óend- anlega fyrir vini sína eða lofa heilum bekkjum fyrir þann tíma sem miðasala á að hefjast. Slíkt hlýtur að eiga sjer stað þar sem fólk, er bíður við dyrnar kl. 1, fær aðeins Ijeleg sæti. Vilja ekki rekstursmenn bíóanna líta a málið. það vekuf almeriná öa-: nægju fólks, sem ekki þekkja persónulega afgreiðslustúlkurnar. Hisskilningur fjór- menninganna. ÞAÐ er ástæða til að taka sjer- ' staklega til athugunar síðari hluta brjefs fjórmenninganna, þar sem þeir ræða um kvik- myndahúsin. Ummæli þeirra eru ! á misskilningi bygð og vafalaust ókunnugleika. Dómur þeirra um j afgreiðslustúlkur við aðgöngu- miðasölu ^ru sleggjudómar og tilefnislausir. En þar sem fleiri en brjefritararnir kunna að .hugsa líkt og þeir, er sjálfsagt, j að segja söguna eins og hún geng ur til. Það vill svo til að mjer er ; sjerstaklega kunnugt um þessi mál. Það hefir tíðkast hjer í bæ í fjölda mörg ár, að hægt hefir | verið að tryggja sjer aðgöngu- , miða að kvikmyndasýningu með því að hringja í síma og biðja | um að taka frá fyrir sfg. Þetta hefir þótt þægilegt. Það er svo ástatt hjá mörgum, t. d. vegna vinnu, eða fjarlægðar, að þeir geta ekki komið því við að fara um miðjan dag til að sækja miða. jVið þessa tilhögun hefir enginn haft neitt við að athuga hingað til og vonandi verður henni og haldið áfram. Afgreiðslustúlkurnar í kvik- myndahúsunum hafa ekki gert annað en það, sem þeim ber skylda til í starfi sinu og því á- stæðulaust að veitast að þeim. Það geta ekki allir kornist að sama kvÖldið í kvikmyndahús og ef heppnin er ekki með í þetta skifti, þá er ekkert við því að gera. Nokkur skemtiatriöi. EN ÞAÐ var verið að tala um skemtanir og leiki fyrir fólkið. Fjórmeningarnir tala um unga fólkið, sem ráfar eirðarlaust um Austurstræti. Hversvegna notar þetta fólk sjer ekki af þeim skemt unum, sem á boðstólum eru. Hjer í bæ eru starfandi fjöldi íþrótta- fjelaga, sem hafa ágæta æfinga- sali. Hundruð ungra manna og kvenna eyða frístundum með því að iðka hollar^íþróttir hjá fje- lögunum. Aðrir fara á skauta á Tjörninni þegar til þess viðrar. Hundruð manna fara í frístund- um' sínum á skíði á veturna. Margir sækja málfundi, safnast’ sáman til að spila á spil, eða eru í lestrarfjelögum. Fleira og fleira mætti nefna, sem heilbrigð æska eyðir frístundum sínum með. Tækifærin eru nóg, ef menn vilja koma auga á þau. En ráðið er ekki, að ráfa um Austurstræti kvöld eftir kvöld og nöldra um að „ekkert sje Hægt að gera“ vegna þess, að það vanti skemti- staði. Umræður verða um olíuleiðslur London í gærkveldi.. EDWARD R. Stettinius að- stoðarráðherra Bandaríkjanna hefir látið svo um mælt, að bráðlega muni umræður fram fara milli Bandaríkjastjórnar og Bretastjórnar, vegna olíu- málanna við Austur-Miðjarð- arhaf og mun þá einnig rætt um ; oiíuleiSslur þær, er Bandaríkjastjórn hygst að láta gera þar austur frá. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.