Morgunblaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 5
ÍSunnudag'ur 13. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ Minning bræðranna frá Ánanaustum Björgvin Björnsson I FÆDDUR að Ananaustum 24. ágúst 1915, sonur hjónanna Önnu Pálsd. og Björns Jóns- sonar skipstjóra, giftist 5. okt. 1940 Ástu Þorkelsdóttir og áttu þau eina dóttur, hann fórst með Max Pemberton 11. jan. síðast- liðinn. Þá er helfregn berst um góð- an vin, setur mann hljóðan,, maður hugsar um hinn horfna, breytt viðhorf ástvina hans, missi þeirra og sorg, en ekkert þýðir að fást um það, þeir, sem í stríði standa, hljóta að falla um síðir, senn er komið að þjer. Ef við, sem í landi erum, fengj- um eins oft og sjómaðurinn á- minningar um það, hvað lífsins þráður er veikur, þá mundum við skilja þá betur og haga fram komu okkar gagnvart þeim af meiri samúð og umhyggju. Þegar sjómannskonan, er ein heima með barnahóp, þá verður hún stundum að svara tfyrirspurnum barnarma um pabba, sjerstaklega í vorak’m veðrum, já, þá veit mamma alt af um pabba, honum líður vel, hún verður stundum að harka af sjer, þétt hún sje sjálf milli vonar og ótta um afdrif hans, baráttan er einnig heima, hugs- um ’jn þetta. Björgvin sál. ólst upp í for- eldrahúsum og naut þar, sem Önnur börn þeirra hjóna, um- hyggju þeirra og fórnfýsi, á- samt fyrirmyndar góðu dag- fari, sem hann hafði sjálfur öðl ast í ríkum mæli. Hann var um tíma að hugsa til að leggja fyrir sig iðnnám, en hvarf frá því, það virtist eins og þeim bræðrum hafi flestum verið í blóð borið hneigð til sjómensku, enda hafa þeir allir verið á sjó með föðdr sínum einhverntíma árs- ins og þeir yngstu þá helst á sumrin við síldveiðar. Jeg, sem þessar línur rita að vini mínum Björgvin látnum, þekti hann svo vel, að jeg hugsa með gleði til þeirrar góðu við- kynningu, hans yfirlætislausu og prúðu framkomu samfara festu ög áreiðanleik í hvívetna. Sjómensku byrjaði Björgvin sál. með föður sínum og var með honum næstum óslitið, þar til að hann hóf nám á stýri- mannaslcólanum, lauk hann þar prófi með4. einkunn vorið 1938 og sigldi síðan sem skipstjóri og gtýrimaður á línuskipum. Eftir að stríðið hófst var hann í milli landasigiingum á sömu skipum bæði sem stýrimaður og skip- stjóri og farnaðist mjög vel, þar til að hann fór á Max Pember- ton fyrir tveim árum. Var hann þar bæði sem háseti og stýri- maður og naut þar mikils traust sem alstaðar sem hann var, því hann var framúrskarandi reglu og dugnaðarmaður. Þegar ungjr menn, eins og Björgvin með fjölþættar fram- tíðarfyrirætlanir og starfsþrek ásamt fyrirmyndar verklægni, falla frá svo skyndilega, er það skarð vandfylt fyrir þjóðina í heild og tregandi ástvinum ó- bætanlegt. Um leið og jeg kveð þig, kæri vinur og þakka þjer fyrir hug- ljúfar endurminningar liðins tíma, óska jeg þjer Drottins blessunar á nýjum leiðum. H. H. Guðjón Björnsson FÆDDUR var hann 27. febr. 1926 og var einn af þeim vösku drengjum, er fórust með Max Pemberton 11. jan. 1944. Hann var sonur sæmdarhjónanna Önnu Pálsdóttir og Björns Jóns sonar skipstjóra, er lengst af hafa búið í Ánanaustum hjer í bæ. Ólst hann upp hjá for- eldrum sínum og var næst yngsta barn þeirra hjóna af 13. Öll komust þau upp og urðu hvert öðru iromdarlegra, eins og þau áttu kyn til. Hefir nú stórt skarð verið höggvið í þann mannvænlega hóp, því 3 upp- komnir synir, hver öðrum efni- legri, hafa nú fallið í hina votu gröf á þessum vetri. Áður höfðu þau hjónin mist eina dóttur. Með Guðjóni er fallinn einn af okkar efnilegustu ungu mönnum, því þótt æfin yrði ekki lengri, en raunvarð á, var hann búinn að vinna sjer traust og aðdáun allra þeirra, er með honum unnu og honum kynt- ust. Þrátt fyrir fá ár að aldri, var hann búinn að vera á sjónum í 10 sumur, 7 ára fór hann með föður sínum á síldveiðar og var siðan með honum á hverju sumri til 13 ára, að hann fór á annað skip sem háseti og stóð hann þar ekki að baki þeim er eldri voru ,enda var það þann- ig, að eftir að hann varð 15 ára, þá gat þann valið um skips rúm á línu- og síldveiðarskip um. Síðastliðið haust fór hann um borð í Max Pemberton og ljet Pjetur sál. Maack skipstjóri, þau orð fala um hann þar, að ungling, óvanan togveiðum, hefði hann aldrei fengið um borð í sitt skip efnilegri, því hann hefði strax orðið sem hver annar vanur maður, nú er það vitanlegt að margur efnilegur unglingur hefir byrjað sína sjó mensku hjá Pjetri sál., því menn sóttust eftir skipsrúmi hja þeim fyrirmyndar manni, en Guðjón sál. var alveg sjer- stakur, hvað allan dugnað, hirðusemi og reglusemi snerti. Guðjón var hvers manns hugljúfi, þótt það vilji koma fyrir, að duglegir og framtaks- samir menn, sjeu öfundaðir af fjelögum sínum, þá kom slíkt aldrei fyrir með Guðjón, allir vildu með honum vera og allir virtu hann fyrir dugnað og framúrskarandi góða fram- komu. Einn af hans mörgu kosti var það, að ef hann vissi um eitthvert verk, er fram- kvæma þurfti, þá gekk hann að því ótilkvaddur og fram- kvæmdi það. Má það einstakt heita af jafn ungum manni og því miður eigum við ekki marga slíka menn, enda er jeg fullviss um það, að hann átti fáa sína líka í því sem öðru er gott var. Jeg, er þetta rita, kyntist . Guðjóni sál. vel og fylgdist með aðdáun þroska hans. Altaf var hugsun hans bundin við sjóinn, enda var hann ákveðinn í því að fara á Stýrimannaskólann strax og aldur leyfði, ef ekki hefði svo snögglega breytst og hann siglt yfir hið mikla haf, er við sem lifum verðum allir yfir að sigla fyrr eða síðar. Foreldrar hans og systkini syrgja son og bróðir, allir kunningjar hans og vinir sakna hans og eiga bágt með að átta sig á því að hann þetta ung- ur og hugþekkur skuli vera hættur að heilsa og kveðja með sínu hýra brosi og miklu festu. En guðs vegir eru órannsakan- legir. í hinni miklu sorg, eru minningarnar bjartar og fagr- ar, þar fellur enginn skuggi á. Æfin varð stutt, en eins fögur og frekast varð á kosið. Almáttugur Guð gefi foreldr- um hans og vinum styrk og trú í sinni miklu sorg. Blessuð sje minning hans. H. B. Minningarorð um Sæmund Halldórsson Fórst með b.v. Max Pemberton. MANNI finst nærri höggv- ' væri mikil, setti hann það ið, svona lítilli þjóð eins og við ekki fyrir sig. í þessari ein- erum, þegar stórir mannskað- stöku greiðvikni sinni taldi jeg ar verða, sem þessi, er Max- að hann færi altof langt, því inn fórst með 29 manna áhöfn. oft gerði hann sjer með henni Venjulega er það s.vo, þegar mikinn óleik og fyrirhöfn. þannig stór slys ber að hönd- : Sæmundur var fæddur að um, að margar verða ekkjurn- Kothrauni í Helgafellssveit 4. ar og mörg föðurlausu börnin. júH 1910 Foreldrar hans voru Og eftir því, sem föðurlausu Halldór Pjetursson og Krist- börnin eru fleiri, finst manni jana Guðmundsdóttir. Sæmund mannsk£(ðinn átakanlegri, og því miður var þetta slys eitt þeirra. Það var ónotaleg til- finning, er greip mig, og lík- lega æði margan, er það fór að kvisast, að óttast væri um Maxinn. Mjer datt strax í hug draumurinn, er Sæmund Hall- dórsson dreymdi fyrir nokkr- um árum. Því miður man jeg ekki draum þennan það greini lega, að jeg geti birt haftn. En merkilegur og greinilegur var hann, og ekki hægt að ráða hann nema á einn veg, enda gekk Sæmundur þess ekki dulinn, hvernig fara mundi. ,,Jeg veit“, sagði Sæmundur oft, ,,að Maxinn fer, en hvenær það verður, veit jeg ekki“. En ef maður fór að hafa orð á, að hann skyldi fara af skipinu, þá tfagði hann venjulega eitthvað á þessa leið: „Maður getur al- veg eins farið, þó maður sje í landi, ef maður á að fara á annað borð“. Og svo brosti hann sínu góðlátlega brosi, er einkendi hann mjög. Eitt sinn sagði gamall mað- ur við vist tækifæri: „ Það er óþarft að vera að bæta fyrir suma menn, þeir eru varla þess verðir, en aðrir verða aftur á móti aldrei bættir með fjár- mutium". Jeg veit, að einn af þeim mönnum, sem ekki er hægt að bæta fyrir með fjár- munum, er Sæmundur Hall- dórsson. Hann var einn af þeim fáu, sem jeg hefi þegt, er jeg dáðist að á margan hátt, og hafði djúptæk áhrif á mig. Alt- af gerði hann meiri kröfur til sín en annara. Hann gat ekki þolað, að upp á sig stæði á nokkurn hátt, og því, sem hann lofaði, stóð eins og stafur á bók Og þetta er meira en hægt er að segja með sanni um allflesta Hjálpsamur var hann, svo að fádæmi munu til vera. Hann taldi sjálfsagt að greiða fyrir öllum, jafnvel þó þeir væru honum ókunnugir, bara ef það var hægt, og þó að fyrirhöfnin Jón Guðmundur Fæddur 9. nóvember 1912. Fórst með b.v. Max Pemb- erton 11. janúar 1944. Kveðja frá systui*. Þjer flytur þökk og kveðju, hún Rúna, systir þín, hve fögur henni vinar- og bróðurminning skín, Þú reyndist henni í öllu svo öruggur og hreinn, að aldrei gleymist henni, hinn prúði, góði sveinn. ur misti föður sinn ungur, mun hafa verið tæpra 10 ára. Tvístr aðist heimili hans þá, og flutt- ist móðir hans þá að Bjarnar- höfn í sömu sveit, með hann og Kristján, er einnig fórst mectf Maxinum. Það má telja Bjarn- arhöfn bernskuheimili Sæ- mundar, þar dvaldi hann þau ár, sem menn mótast mest á og taka sínar lífsstefnur. Þegar Thor Jensen seldi. Bjarnarhöfn og Eiríkur Eiríks- son ráðsmaður flutti þaðan, fluttist Sæmundur til Stykkis- hólms, og mun hann þá hafa verið um tvítugt. I Stykkis- hólmi dvaldi hann í tvö ár og vann þar við trjesmíðar. Frá Stykkishólmi fluttist hann til Reykjavíkur og hefst þá sjó- mannslíf hans, er hann svo , stundaði upp frá því. Þegar Sæmundur fer frá Stykkishólmi, þá má segja að : hann hafi staðið á vegamóturn. Hugur hans hneigðist frekar að sveitabúskap. Hann hafði, eins og áður er sagt, mótast út í hinni íslensku náttúru, í sinni óteljandi fjölbreytni, enda bar • hann það með sjer til hinsta dags. Á þessum árum var erf- itt fyrir efnalausa menn að : byrja búskap í. sveit, og það rjeði, sem oftar, að hann gat ; ekki látið æskudrauma sína ; rætast. I rúman áratug var Sæ-.< mundur búinn að sækja sjó-4 inn, og lengst af á Maxinum. ' Hann þótti þar sem annarsstað ar hinn vaskasti maður, ósjer- hlífinn, áræðinn og flestum, mönnum afkastameiri. Sæmundur var nýlega gift- ur Elísabetu Jónsdóttur, ætt- aðri frá Stórhólmi í Leiru. Þau áttu eina dóttur á öðru ári. Móðir Sæmundar er á lífi, og hefir dvalið lengstaf hjá dætrum sínum, sem búsettar., eru vestur í Helgafellssveit. —i Það er þungbær sorg, sem á, herðar hinnar aldurhnignu móður hefir verið lagt, er hún', misti á svo sviplegan hátt tvoU syni sína í einu. ísland hefir á öllum öldumpí mist í blóma lífsiris marga ajjL sínum bestu sonum, og oft ein-Sj .nitt þá, er síst skyldi. Og þa-t hefir enn enduytekið sig á hinrtý sorglega hátt, sem að framan-!- greinir. Sæmundur var þannig mað-4 ur, að þjóðin öll mætti 1 akAr bann til fyrirmyndar. Hann eðá T. S. 3* tróð ekki á tilfinningum rjetti annara. Hann var hið skýrasta dæmi hetju og dreng-í lyndis. Hann var sannur ls- lendingur í sjón og raun. —- Blessuð sje minning hans. Stefán Valgeirsson. wm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.