Morgunblaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. febrúar 1944 e Minningarorð um Valgerði hrláksdóttur Hún var fædd 15. ágúst 1854, dóttir Þorláks prests á Skútu- stöðum, Jónssonar prests í Reykjahlíð, og konu hans, Rebekku Björnsdóttur, bónda á Bakka á Tjörnesi, en and- aðist 6. þ. m. Það var fallegur hópur prests- dæturnar frá Skútustöðum: Sigríður (kona Vilhjálms Bjarnarsonar á Rauðará), Val- gerður, Hildur (kona Sigurðar Jónssonar frá Gautlöndum) og Guðrún (kona Þorbergs Þórar- inssonar áBakka): fríðar sýn- um, prúðar í framgöngu,frábær lega vel verki farnar, og hrein leiki í orðum og gjörðum. Þeg- ar móðir Valgerðar dó, 1864, fluttist hún að Hálsi í Fnjóska- dal til sjera Þorsteins Pálsson- ar og Jóhönnu seinni konu hans, en fyrri kona hans var Valgerður, systir sjera Þor- láks. Sjera Þorsteinn Pálsson var hinn mesti merkismaður og heimili hans annálað fyrir myndarskap. Dvaldi Valgerður á Hálsi uns sjera Þorsteinn andaðist, 1873. Árið 1875 fór hún til sjera Björns bróður síns, er þá var orðinn prestur á Hjaltastað,og stjórnaði heim- ili hans þar og á Dvergasteini með miklum myndarskap, uns hann kvæntist 1892 Björgu Einarsdóttur frá Stakkahlíð, og hjá þeim hjónum dvaldi hún þangað til árið 1907, er hún flutti til Reykjavíkur, en þar dvaldi hún að mestu eftir það, lengi á Rauðará hjá Sigríði systur sinni, en síðan 1925 hjá Þorláki Björnssyni, bróðursyni sínum, og Valgerði konu hans, og naut hún þar í ellinni hins Ijúfasta atlætis og umönnunar. Ættrækni hefir þótt einkenna Reykjahlíðarættina, og hjá Val gerði birtist hún í fullri feg- urð. Hún fylgdi með lifandi á- huga hverjum n-ýgræðingi á þeim greinum ættarinnar, er hún náði til, og hafði yndi af að hlúa að honum, hvar sem tækifæri bauðst. Hún var vel til þess búin. Hún var frábær- lega barngóð, hafði glögt auga fyrir eðlisfari manna og góða dómgreind til að sjá, hvað við átti, enda hópaðist æskan um hana. Hún var varfærin og athugul um sjúkdóma, og hefir dvöl hennar hjá sjera Þorsteini á Hálsi, sem mikið fjekst við lækningar, ef til vill átt sinn þátt í því. Hún var siðavönd án þröngsýnis, stjórnsöm og föst fyrir, en innilega hlý og góð í þeli, tryggðin sjálf, hugs- aði aldrei um sinn hag. Hún var skýr og glaðleg í tali, minn ug vel og gat verið smákímin. Við lasleika ellinnar barðist hún með hetjuskap og glöð í bragði, hjelt sálarkröftum sín- um óskertum til hinstu stunda og þráði hvíldina og góða heim- komu. Svo leið hún burt eins og Ijós. Guðm. Finnbogason. Minningargjafir í barnaspí- sjóð Hringsins. Frk. Soffína Daníelsson færði fjelaginu afmælisgjöf, krónur 1000.00 — til minningar um móður sína, bæjarfógetafrú Onnu Daníelsson, er var með- limur fjelagsins frá stofnun þess og lengst af í stjórn. Til minningar um Grjetu Maríu Sveinbjarnardóttur, f. 15. ágúst 1856, d. 7. jan. 1944, kr. 75.00 — Og Jón Jónsson, frá Skógarkoti, fæddur 11. okt. 1841, dáinn 11. jan. 1944, kr. 75.00. — Frá systrum. Til minningar um Árna litla, frá móður, kr. 500.00. — Áheit: Sigrún Ársælsdóttir kr. 50.00. Tepsi kr. 25.00. N. N. kr. 10.00. Gjafir: H. T. kr. 15.00. Spila- klúbbur kr. 300.00. Ódýr leikfiing $ Blöðrúr Hringlur Flugvjelar Rellur Púslespil Barnaspil Orðaspil Asnaspii Myndabækur Lúðrar Dúkkubörn^ Armbandsúr kr. 0.50 — 2.00 — 3.00 — 1.00 — 4.00 — 2.00 — 1.50 — 1.00 — 1.00 — 4.50 — 3.50 — 3.00 K. Einarsson & Björnsson AXIR Klaufhamrar Kúluhamrar Sleggjur Jarðhakar Hakasköft VERSLUN O. ELLINGSEN h.f. tmiiOtiiiiMn lOmioit. miuiitt « Málaflutnings- skrifstofa Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3602, 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Minningarorð um Steinunni Steinsdóttur Á morgun verður til moldar borin að Útskálum Steinunn Steinsdóttir, húsfreyja að Sól- bakka, Garði. Hún andaðist 31. þ. m. á Landakotsspítala. Hún var fædd að Gerðum í Garði 15. okt. 1895, dóttir hjón anna Steins Lárussonar Knud- sen og Guðrúnar Þórðardótt- ur frá Gróttu. 25. des. 1915 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Gísla Sighvatssyni út- gerðarmanni. Af fjórum börnum þeirra hjóna eru þrjú á lífi: Guðrún, gift Erling Eyland, Sighvatur, giftur Ingveldi Guðmundsd. og Ingibjörg, ógift. Þorsteinn son- ur þeirra hjóna ljest af slys- förum árið 1939. Það mun svo hafa farið fyrir fleirum en mjer, að þeim mun hafa hnykt við, er þeir frjettu lát þessarar merku konu. Einn vel metinn Garðbúi komst svo að orði fyrir nokkrum dögum, aðeinskis manns þar í hjeraði, hvorki karls nje konu, mundi eins saknað og Steinunnar á Sólbakka. Þetta skilja þeir, sem kunnugir eru. Jeg veit, að þetta mun rjett vera. Jeg átti því láni að fagna að kynnast Steinunni mikið og um langt skeið. Mjer fanst í hvert skifti, er fundum okkar bar sam an, að minn betri maður fengi nokurt veganesti. Jeg veit ekki hvort jeg hefi þekt nokkurn, sem að mínum dómi hefir kom- ist nær því að „ganga Guðs vegi“. Henni var þó ekki gefið að prjedika fyrir öðrum og hún tók ákaflega ljett á yfirsjón- um annara,var altaf tilbúin að bera fram vörn fyrir aðra, ef með þurfti, en hvað hana sjálfa snerti, var framkoma hennar og háttsemi öll, til þeirrar fyr- irmyndar, að hver sem kynt- ist henni og hafði opin augun, hlaut að verða fyrir bætandi áhrifum. Það lætur að líkum, að svo vel gefin kona, sem Steinunn var, og með hennar áhuga fyr- ir velferðarmálum almennings, komst hún ekki hjá því að hafa * nokkur afskifti af fjelags- og menningarmálum. Þó heimilið væri henni kært og það hefði altaf fyrsta rjett á starfskröft- um hennar, var það ótrúlegt, hve hún gat fórnað mörgum stundum fyrir sín hugðarmál, vandalausum til heilla. Frá fjórtán ára aldri hefir hún starfað fyrir Góðtemplara- regluna og síðustu 10 árin æðsti templar stúkunnar í Garðin- um. Hún var mjög söngelsk. Ljek ágætlega á orgel. Hún æfði söngkóra fyrir Góðtempl- araregluna o. fl. Hún tók mjög virkan þátt í kvenfjelagi sveit- arinnar, ennfremur í slysa- varnadeild kvenná í Garðinum, ásamt öðrum fjelögum, er unnu að líknar og menningarmál- um. Það er ofmælt að segja, að heimili hennar væri sjúkra- skýli, en margur kom þangað til að fá aðstoð, ef minniháttar slys bar að, sem ekki kröfðust beint læknisaðgerðar. Þó harmur við fráfall þess- arar ágætu sje sárast að kveð- inn eftirlifapdi eiginmanni, aldraðri móður, börnum, ten ia börnum og barnabörnum, þá erum við auk þess mörg vanda- laus sem vandabundin, er sökn um hennar með trega. Við, vinir hinnar látnu, biðj- um henni góðrar heimkomu til húsa föður síns, handan við hafið mikla. Mættum við eiga því láni að fagna, að kynnast mörgum hennar líkum. Eyjólfur Jóliannsson. V OtXXX^OOOtW^OOCK^O^XXXX^OOtXXX^OiXiOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCKXKKKKXXXXXKlOOÖOOOOO 1 X - 9 Eftir Robert Storm OeXXVOXXXXX>OOOOOOOOOOÍXXXXXX>» you 5AV ALEX' THE SREAT, WENT OFP- /15 /1 HELPER ON ONE OF VOUR DELIVERV TRUCKO? WHAT'S THE ■--ROUTE ? MEA N WHlLE ■ • ■ NEA R SREEN AND ELM X-9: Þjer segið að Alexander mikli hafi farið sem aðstoðarmaður á vörubíl? Hvert átti hann að fara? Bílstjórinn: Þei'r áttu að skila vörum hjerna milli Grænugötu og Elmugötu. Það er betra að hraða sjer. Lögregluþjónninn: — Við getum komist það á 10 mínútum. X-9: — Við skulum reyna að fara það á fimm. Alexander: — Nú erum við að hægja á okkur. Það eru eintóm stór hús, það var nú verra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.