Morgunblaðið - 16.02.1944, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. febrúar 1944
Jón Guðmundsson bóndi í Ljárskógum
HINN 25. f. m. andaðist Jón
Guðmundsson bóndi í Ljár-
skógum í Laxárdal i Dalasýslu.
Verður hann jarðsunginn_ í
dag.
Gamall maður, úr öðru hjer-
aði, nefndi Guðmund sál., föð-
ur Jóns, jafnan „bændaöðling-
inn“, og mintist hans til dauða-
dags, vegna frámkomu hans við
bróður sinn sjúkan.
Eplið fjell ekki langt frá eik-
inni þar sem Jón var._Er nú
hins nýlátna bændaöðlings í
Ljárskógum með þakklæti
minst, eigi aðeins meðal sveit-
unga og samsýslunga, heldur
og meðal allra þeirra mörgu,
er notið hafa gestrisni þeirra
Ljárskógahjóna fyr og síðar.
Jón Guðmundsson fæddist í
Ljárskógum 7. maí 1870. Fað-
ir hans var Guðmundur bóndi
í Ljárskógum Guðmundsson,
bónda á Valþúfu á Fellsströnd,
Guðmundssonar Jónssonar
bónda í Hvammsdal í Saurbæ.
Móðir Jóns, kona Guðmundar
í Ljárskógum, var Sólveig
Jónsdóttir bónda i Ljárskógum
Bergþórssonar bónda í Ljár-
skógum Þórðarsonar frá Vörðu
felli á Skógarströnd.
Flutti Bergþór að Ljárskóg-
um í Móðuharðindunum 1783,
og hafa ættmenn Jóns því búið
í Ljárskógum í full 160 ár sam
fleytt.
Þeim Guðmundi og Sólveigu
Ljárskógahjónum, varð 13
barna auðið og var Jón yngstur
þeirra. Lifir nú aðeins eitt
þeirra systkina, frú Guðríður
Guðmundsdóttir, Leifsgötu 32,
i Reykjavík.
í LAXÁRDAL er ilmur úr
kvisti og góðir landkostir. En
víða þykir þar þó frekar harð-
býlt. Engjar óvíða miklar* en
vetrarríki nokkurt. Munu þar
og sjaldan hafa búið miklir
auðmenn, en jafnan farsæll
búskapur.
Var það haft eftir Riis gamla
kaupmanni á Borðeyri, að fáir
væru meiri skilamenn en Lax-
dælingar, enda lögðu þeir kapp
á að vera sjálfstæðir menn. —
Var gömlum verslunarmanni á
Borðeyri það minnisstætt, að
þegar bændur tóku aftur að
geta heyjað vel, eftir harðinda
kaflann 1882—88, bauð Riis
Laxdælingum að láta biða
greiðslu vöruúttektar, svo að
þeir gætu sett því fleira fje á
vetur og aukið bústofninn þeg-
ar aftur. En Laxdælingar þökk
uðu boð hans og sögðu: „Við
viljum ekki fóðra skuldir11.
Þótt rík væri sjálfstæðisþrá-
in voru Laxdælingar miklir
samhjálparmenn.Þá voru færri
pappirslögin og forðagæslulög
eigi til komin. En hinir betri
bændur höfðu hinsvegar sam-
tök með sjer um það, að.líta
til með þeim, er miður máttu,
að þeir kæmust ekki í hey-
þrot, eða brysti vetrarbjörg. —
Kunnu þeir og holl ráð að
þiggja, er þeir vissu af heilum
hug gefin. Tókst Laxdæling-
um þannig að styðja margan
efnalitinn sveitunga sinn til
sjálfstæðrar og góðrar afkomu.
Við þennan góða fjelagsanda
og sjálfstæðis- og sámhjálpar-
hng ólst Jón í Ljúfskógum upp.
Minningarorð eftir Þorstein Briem
Og sá hugur entist honum til
dauða. #
★
Úr ÞESSUM heimaskóla fór
Jón 16 ára gamall til náms hjá
Birni gullsmið Árnasyni í ísa-
fjarðarkaupstað. Nam hann
þar gullsmíði árin 1886—’88.
Voru þá harðæri til sjávar
sem sveita og þótti Jóni mikið
fyrir, er hann sá ísfirska fiski-
menn koma dag eftir dag feng-
^jitla úr róðri heim til bjargar-
lítillar fjölskyldu, eftir erfiðan
sjóbarning á árabátum.
Sýndist honum þá eigi glæsi
legur framtíðarvegur að setj-
ast að í kaupstað og hvarf hann
því heim til Ljárskóga aftur.
Er í söguþáttum landpóstanna
skemtilega skrifuð frásögn
Jóns um svaðilför þeirra Odds
pósts Háifdánarsonar, er Jón
var á heimieið frá Isafjarðar-
kaupstað, 18 ára gamall. Ber
þó af hve glögg er mannlýsing-
in á Oddi.
Nokkrum árum síðar fór Jón
til Reykjavíkur til náms. Nam
hann þá ljósmyndagerð hjá Sig
fúsi Eymundssyni og aðstoðar-
manni hans, Daníel Daníels-
syni, síðar dyraverði í Stjórn-
arráðinu. Mun það hafa hvatt
Jón til hvorttveggja námsins,
að hann var hagvirkur að eðl-
isfari og hitt jafnframt, að
hann kendi útþrgr sem ungum
er titt.
Ramari varð þó sú taugin, er
dró hann heim aftur til föður-
túna, og fjekk hann eigi slitið
sig frá ættaróðali sínu. Guð-
mundur faðir hans andaðist
árið 1894, og tók Jón þá að sjer
forstöðu fyrir búi móður sinn-
ar í Ljárskógum.
ÁRIÐ 1900 kvæntist Jón
Önnu Hallgrímsdóttur Bjarna-
sonar bónda í Laxárdal í Hrúta
firði, hinni ágætustu konu. —
Hófu þau hjón þá búskap í
Ljárskógum og hafa þau síðan
haldið við heiðri ættaróðalsins
um greiðvikni, hjálpsemi,
rausn og vinsældir.
Þeim hjónum varð 9 barna
auðið. Eru átta þeirra á lífi, en
einn sonur þeirra, Ragnar, dó
ungur.
Hafa aðeins fjögur þeirra
.flutt að heiman:
Hallgrímur, símstöðvarstjóri
í Búðardal. Yngvi, bóndi í Lax
árdal á Skógarströnd. Jófríð-
ur, kona Þorsteins Matthías-
sonar, skólastjóra á Suðureyri
við Súgandafjörð og Jón, cand.
phil., kennari í Isafjarðarkaup
stað, hinn góðkunni söngvari,
og skáld á ljóð og lög.
Heima eru þeir bræður, Bogi
og Guðmundur, refaræktar-
ráðunautur og ungfrúrnar Sól-
veig og Ragnheiður.
Ekkert þessara mörgu syst-
kina fluttist að heiman fyrir
giftingu, nema til náms, eða
til þess að leita sjer læknis-
hjálpar, enda var Ljárskóga-
fjölskyldan samgróin og heim-
ilíð skemtilegt.
★
. EKKI stefndi hugur Jóns að
apðéöfnun. Er og í ærinn sjó.ff
fjekk heiðursverðlaun á næstu
refasýningu þar í hjeraði.
Þessarar þekkingar hafði
Jón að mestu aflað sjer með
eigin athugun og nákvæmri
eftirtekt, jafnvel í minstu smá-
atriðum.. Kom sú athugunar-
gáfa hans einnig fram á öðr-
um sviðum.
ir
MEÐAN Jón gat, heilsu sinn
ar vegna, sjálfur gætt sauðfjár
síns á vetrum var hann manna
lagnastur að koma fram fje í
góðu lagi á litlum heyjum. Kom
þar hvorttveggja til, að hann
safnað, þegar átta börnum er var manna veðurglöggastur og
komið vel til manns. — Þá
mundi og sá sjóður allgildur,
ef í einum stað væri allt það,
er Ljárskógaheimilið hefir lagt
fram með gestrisni sinni og
greiðasemi á marga lund.
Jón í Ljárskógum var aldrei
heilsusterkur. Munu vökur
hans við grenjavinslu á vorum
og við melrakkaveiðar á vetr-
um hafa snemma spillt heilsu
hans. Tók hann á síðari árum
aidrei á heilum sjer.
Eigi að síður var jafnan gott
bú í Ljárskógum og heimilið
myndarlegt og aðlaðandi, svo
að frá bar. Á dýrtíðarárunum
eftir heimsstyrjöldina fyrri íók
Jón ofan bæ sinn og reisti í
hans stað steinhús mikið og
nærgætnastur um þörf skepna
sinna og aðbúð í hvert sinn. •
Þá var Jón ekki síður glögg-
ur á menn, eigi aðeins útlit
þeirra, heldur og innra mann-
inn. Tók hann þar mark á
mörgu, og eigi síður því, sem
smátt var.
Enn kom athugunargáfa Jóns
fram í því, hve hann var glögg-
ur á mælt mál. Mun hann vart
hafa átt svo tal við ókunnan
mann, að hann gæti eigi að ó-
spurðu gert sjer ljósa grein
fyrir því, úr hvaða hjeraði
hann væri upprunninn. Sjálfur
var Jón manna málhagastur
og sjer þess og glögg merki í
fyrgreindri ritgerð hanS og þá
eigi síður í köflum þeim, sem
vandað. Hann sljettaði og tún hann á í Söguþáttum landpóst-
sitt og kom upp girðingum um
tún og beitiland.
MIKILL stólpi undir búi
Jóns var refaræktin.
Tók hann snemma þann hátt
upp, að ala yrðlinga af grenj-
um þangað til skinnin urðu góð
söluvara. Þar kom og að hann
tók að ala upp inlenda refi til
undaneldis, og gerðist hann
brautryðjandi í þeirri grein.
Við þetta óx honum æ ná-
kvæmari þekking á eðlishátt-
um dýra þessara og hafði hann
þannig aflað sjer gagnmikillar
fræðslu um allt, er að refarækt
laut, áður en farið var að flytja
inn i landið eldisrefi frá út-
löndum. Ber.um það gleggstan
vott ritgerð sú, er hann skrif-
aði um íslenska melrakka í
Búnaðarritið 1922.Þótti erlend-
um fræðimönnum í þessum
efnum svo mikið til ritgerðar
þessarar koma, að þeir ljetu
snúa henni á norska og þýska
tungu, með því að hún var tal-
in merk viðbót við vísindaþekk
ingu manna í þeirri grein.
Þegar innflutningur hófst á
erlendum refakynjum, vildi
Jón ekki láta kylfu ráða kasti
um það hverskonar dýr er-
lendir seljendur ljetu af hönd-
um. Sendi hann því Guðmunch
son sinn til Noregs til þess að
veija dýr að Ljárskógum, og
kynnast meðferð þeirra þar,
sem hún átti best. Er það til
marks um þá undirstöðuþekk-
ing, er sonurinn hafði með sjer
úr föðurgarði, að góður refa-
ræktarmaður norskur leyfði
honum eitt sinn að velja sjer
eitt dýr úr hjörð sinni, en brá
heldur, i brún,..er þetta eina dýr
anna, er fyr getpr. Jón var og
minnugur á hnyttin tilsvör og
stuttar hnitmiðaðar setningar í
íslensku máli að fornu og nýju.
★
JÓN í LJÁRSKÓGUM var
áhugamaður um landsmál. Las
hann flest, sem um þau var
ritað, með athygli. Skapaði sjer
síðan ákveðnar skoðanir og
fylgdi þeim fram með hæglátu
kappi, ef í odda skarst. — Gat
hann þá stundum eigi neitað
sjer um að króa andstæðing
sinn laglega_af í rökræðum. En
eigi ljet hann skoðanamun
spiila vinfengi við andstæð-
inga.
Jón var heimastjórnarmað-
ur og fylgdi þeim flokki fast
að málum, á sinni tíð. En pef-
sónulega voru þeir þó góðir
vinir, Bjarni frá Vogi og hann,
því að hvorugur ljet það góð-
um sáttum og samlyndi spilla,
þótt þeir stæðu á öndverðum
meiði í stjórnmálum, og voru
þó báðir kappsmenn. Svo var
og um hvern andstæðing er
Jóni þótti mannsbragð í vera.
Vinum sínum var Jón allra
manna tryggastur.
Eftir að heimastjórnarflokk-
urinn lagðist niður, fylgdi Jón
jafnan þeim landsmálaflokki
að máli, er honum þótti bera
af mestri einlægni fyri,r brjósti
mál landbúnaöarins. Ljet hann
það engin áhrif á sig hafa,
hvort sá flokkur var stór eða
lítill, ef stefnan var rjett, að
dómi hans.
EKKI var Jóni í Ljárskógum
um það gefið að sitja í sveitar-
stjórn eða opinberum nefnaum.
Síst er heilsan tók að bila. Eigi
að síður vann hann í hrepps-
nefnd og var sýslunefndarmað-
ur Laxdæla um skeið. HanrT
var einn áf stofnendum Kaup-
fjelags Hvammsfjarðar og sat
í stjórn þess meðan mestir voru
frumbýlisörðugleikar ijelags-
ins.
Hin síðari ár fjekk Jón vart
notið sín vegna vanheilsu. En
er hann mátti eigi lengur starfa
að búi sínu, iðkaði hann pví
meir lestur, bæði fornra iræða
og ritgerða um almenn efni.
Fylgdist hann manna be-s'c með
öllu, sem gerðist, fram til hins
síðasta.
LJARSKOGAHEIMIIJD var
ástúðlegt svo sem best mátti
verða, og þau hjónin og börn
þeirra öll sem einn maður. Því
fanst gestum svo sem þeir væru
heima hjá sjer í Ljárskógum.
Senda þeir nú fjölskyldu
Jóns heitins innilegar samúðar-
kveðjur með þakklæti fyrir
margar góðar stundir á heim-
ili hans, þar sem saman fór
rausn og ógleymanleg alúð.
Vinir hans munu aldrei
gleyma órofa trygð hans. En
Laxdælingar allir og aðrir hjer-
aðsmenn kveðja nú þenna
bændaöðling með söknuði og
þökk.
Þ. Br.
STIÍLKA
óskast
Kjötbúð Sólvalla
Sólvallagötu 9. ^* (
Góð jörð í Fljótshl til sölu
Góð jörð í Fljótshlíð fæst til kaups og ábúðar í
næstu fardögum. Bílvegur heim í hlað. Sljett tún
og engjar og góð skilyrði fyrir rafvirkjun. Jörðin
er vel hýst og hefir góða afkomukömuleika. Upp-
lýsingar gefur:
Ingólfur JónsSon, Hellu.