Morgunblaðið - 16.02.1944, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. febrúar 1944
nttHftfrifr
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 auxa eintakið, 50 aura með Lesbók.
Ekki smátækir
HUGSANDI MÖNNUM er það að vonum áhyggjuefni,
að eins og nú standa sakir skuli blasa við verkföll og
vinnudeilur í landinu.
Verkamannafjelagið Dagsbrún hefir nú boðað verk-
fall frá og með 22. þessa mánaðar. Alþýðusambandið
hefir jafnframt látið boð út frá sjer ganga um það, að
það muni veita Dagsbrún fullan stuðning.
Undanfarið hafa farið fram orðsendingar milli stjórn-
ar Dagsbrúnar og stjórnar Vinnuveitendafjelagsins, er
birs't hafa í dagblöðunum. Hafa þar komið fram all ólík
sjónarmið og raunar ekki blásið byrlega til sátta.
Ðagsbrún hefir þó sent eitt tilboð, sem er vissulega
nokkuð sjerstakt. Eru þeir fjelagar ekki alveg af baki
dotnir. Þeir Ijúka brjefi sínu til Vinnuveitendafjelagsins,
— því síðara, — þannig: „Ef þjer hugsið yðar að standa
við það, sem haldið er fram í brjefi yðar varðandi nauð-
syn á lækkuðu kaupi, þá viljum vjer hjer með lýsa því
yfir, að vjer verkamenn og samtök vor, verkalýðssam-
tökin, eru reiðubúnir til þess að taka öll meiri háttar
atvinnutæki í vorar hendur og reka þau á þann hátt, að
allir Islendingar verði trygðir gegn atvinnuleysi og að
atvinnuvegirnir beri sig á þann hátt, að kjör alþýðu
manna geti batnað stórlega á skömmum tíma“.
Óþarft er að taka það fram, að atvinnurekendur hafa
ekki farið fram á kauplækkun hjá verkamönnum. Þeir
sögðu ekki upp samningnum og voru fúsir til að halda
kaupgjaldinu óbreyttu.
Minni háttar atvinnutækin geta legið milli hluta! Og
það er svo sem ástæðulaust að fara fleiri orðum um
þetta góða tilboð! Það væri líka annað hvort, að það
segði sig ekki sjálft, hvernig það mætti verða, að Sig-
urður Guðnason yrði „Manden for det Hele“ við
rekstur allra meiri háttar atvinnutækja landsins, — at-
vinnukóngur landsins!
En e. t. v. er þetta ekki tómt grín. Það eru fjarri því
að vera hinir faglegu hagsmunir verkamannanna, sem
stýra nú út í vinnudeilur. Innan Dagsbrúnar og Alþýðu-
sambandsins er að verki pólitísk moldvörpustarfsemi
kommúnista. Þeir herrar spyrja ekki að kostunum, þegar
aðförin skal gjörð að atvinnuvegunum og frjáls athafna-
starfsemi í landinu færð í stakk þann, sem skorinn er
við þarfir annara hagsmuna en íslensku þjóðarinnar.
Finnland
SÍÐUSTU erlendar fregnir herma, að Finnar muni nú
ætla að þreifa fyrir sjer um sjerfrið við Rússa. En ekki
verður sjeð, að byrlega blási fyrir Finnum, því að bresk
blöð eru mjög harðorð í þeirra garð; segja, að ekki sje
annað fyrir Finna að gera en að gefast upp skilyrðis-
laust. Ekki er ósennilegt, að þetta verði hlutskifti finsku
þjóðarinnar, eftir allar raunirnar, sem hún hefir orðið
að þola.
Við íslendingar höfum innilega samúð með finsku
þjóðinni. Hún hefir þráð það eitt, að fá að vei’a frjáls
og óháð öðrum ríkjum. Og hún hefir oft sýnt í verki að
hún verðskuldar fult frelsi og sjálfstæði.
En það er annað en gaman fyrir smáþjóðirnar að verja
frelsi sitt, þegar hagsmunir hinna voldugu stórvelda eru
annarsvegar. Þetta hefir finska þjóðin orðið að reyna,
eins og svo mörg önnur smáríki.
Til eru þeir menn, sem ásaka Finna fyrir það, að þeir
skyldu hafa farið í stríðið gegn Rússum að þessu sinni.
Ekki fer okkur íslendingum vel, að ásaka Finna fyrir
þetta, eftir það sem á undan var gengið, enda þótt hjer
virtist meir ráða ofdirfska af þeirra hálfu en fyrirhyggja.
Við skiljum vel frelsistilfinningar finsku þjóðarínnar og
virðum hetjudáð hennar og fórnfýsi, fyr og síðar.
Hvernig sem úr rætist fyrir finsku þjóðinni nú. þegar
hún óskar að vopnaskiftum verði hætt, er það einlæg
ósk okkar Islendinga, að Finnland verði aftur frjálst.
Stuðningur við
byggingu fiskiskipa
NÝTT STJÓRNARFRUM-
VARP er fram komið á Alþingi,
um stuðning við byggingu
fiskiskipa.
Svo sem kunnugt er, var rík-
isstjórninni veitt heimild á 22.
gr. fjárlaga, að verja úr fram-
kvæmdasjóði ríkisins alt að 5
milj. kr. til byggingar fiski-
skipa, samkv. í'eglum er Al-
þingi samþykkir.
Milliþinganefndinni í sjáv-
arútvegsmálum var falið að
gera tillögu um, hvernig þessu
fje skyldi varið. Er frumvarp
það, sem atvinnumálaráðherra
leggur nú fyrir þingið í sam-
ræmi við tillögur meiri hluta
milliþinganefndarinnar (S. Kr„
Eyst. J. og Finnur J.).
Samkv. frumvarpinu skulu
tjeðar 5 milj. kr. lagðar í sjóð,
er nefnist Styrktar og lánasjóð
ur fiskiskipa. Skal svo fje veitt
úr sjóðnum, annað hvort sem
beinum styrkjum eða vaxta-
láusum lánum. Askilið er, að
atvinnumálaráðuneytið sam-
þykki teikningu skipa þeirra,
sem hlunninda njóta úr sjóðn-
um, enda hefir Fiskifjelagið
mælt með teikningunni.
Atvinnumálaráðuneytið veit-
ir styrk eða vaxtalaust lán úr
sjóðnum, að féngnurh tillögum
Fiskifjelagsins. Skulu að öðru
jöfnu sitja fyrir útgerðarmenn,
sjömenn, fjelög sjómanna og
útgerðarmanna, er stundað hafa
útgerð eða fiskveiðar sem að-
alstarf; ennfremur bæjar- eða
sveitafjelög, sem láta smíða
skip til atvinnuaukningar.
Hámark styrks er 75 þús. kr.
á skip, og aldrei yfir 25% bygg
ingarkostnaðar. Hámark láns
er 100 þús. kr. Lánið er vaxta-
laust til 10—-15 ára og greið-
ist með jöfnum afborgunum.
Ýmsar kvaðir eru á þeim skip-
um, er þe^sara hlunninda
njóta.
Minnihluti milliþinganefnd-
arinnar (Halldór Jónsson og
Lúðvík Jósefss.) vill enga beina
styrki veita, heldur eingöngu
vaxtalaus lán. Lítur svo á, að
fjeð komi að betri notum þann
ig. Einnig vill minnihl. láta sjer
staka néfnd ráðstafa þessu fje,
en ekki hafa þetta í höndum
ráðherra.
Mál þetta kom til 1. umr. í
Nd. i gær.
Skýrði atvinnumálaráðherra
(V. Þór) þar frá því, að hann
teldi líkur til, að byggingar-
kostnaður bátanna í Svíþjóð
yrði nokkuð lægri en ráð var
fyrir gert (5000 kr. á smá-
lest). Þó væri ekki hægt að
segja með neinni vissu ennþá,
hver byggingarkostnaðurinn
yrði. Ráðherrann leit svo á, að
ekki ætti að veita beinan styrk
til smíði á þessum bátum í
Svíþjóð, enda væri engu sleg-
ið föstu í þessu frv., hvora leið-
ina skyldi fara, styrkja- eða
lána leiðina.
Dóttir Wilsons látin.
Washington: Margaret Woo-
drow Wilson, elsta dóttir
Wilsons fyrrum Bandaríkjafor-
seta, andaðist s. 1. laugardag í
Indlandi. Hún hafði tekið ind-
versk trúarbrögð og átti heima
í Pondichgrry í Indlandi j 4 ár.
Hún var 57 ára að aldri.
\Jilwerji óhri^ar:
%J
♦ ♦ ♦ ♦ t
*
Bak við stálvegginn.
ílCj(í>(jCl (í(i
inu
GREINAR sænska blaðamanns
ins, Arvids Fredborg, sem birt-
ast hjer í blaðinu í þessari viku,
munu án efa vekja mikla athygli.
Það er ekki oft, sem íslenskir
lesendur fá tækifæri til að lesa
um ástandið innan Þýskalands
eins og það er í raun og veru.
Það vill verða svo á ófriðartím-
um, að moldviðri áróðurs er
þyrlað upp viljandi eða óvilj-
andi. En höfundur þessarar
greinar er hlutlaus áhorfandi,
sem hefir haft augu og eyru op-
in á meðan hann dvaldi í ríki
Adolfs Hitlers.
Það er ekki nema eðlilegt, að
mönnum verði á að draga í efa
frásagnir blaðamanna frá banda-
mannaþjóðum, sem skrifað hafa
um ástandið í Þýskalandi. Það
er ekki nema mannlegt að láta
persónulegar tilfinningar ráða
nokkru um afstöðu sína til óvina
þjóðar. En í þessu tilfelli er því
ekki til að dreifa. Hinn ungi
blaðamaður hefir enga sjerstaka
ástæðu til að vera illa við þýsku
þjóðina. Það kemur líka fram í
greinum hans, að hann vill láta
alla aðilja njóta sannmælis.
Jeg vil eindregið ráðleggja
þeim lesendum Morgunblaðsins,
sem hafa áhuga fyrir að kynna
sjer ástandið í Þýskalandi eins
og það cr nú og var fvrir tveim-
ur mánuðum síðan, að fylgjast
með þessum greinum hins
sænska blaðamanns.
Skíðaíþróttin.
SKÍÐAÍÞRÓTTIN er einhver
hollasta og skemtilegasta vetr-
aríþrótt, sem til er. Um það eru
allir, sem til þekkja, sammála.
Þessi íþrótt er líka vinsæl meðal
almennings, sém hefir kynst
henni. En sá er höfuðgalli á hjer
sunnan lands, að aldrei er hægt
að reiða sig á skíðaveður deg-
inum lengur. Við það bætist svo,
að Reykvíkingar þurfa að sækja
langt til að komast í skíðabrekk-
ur og ýmsir örðugleikar eru á
því að komast á skíði. Þegar
snjór er nógur í skíðabrekkum
Rej'kvíkinga, vill pft svo illa til,
að vegurinn austur á Hellisheiði
eða Mosfellsheiði er ófær, og
þegar vegurinn er orðinn fær á
ný, er snjórinn horfinn! Það er
munur fyrir Norðlendinga, sem
hafa snjó allan veturinn og geta
stigið á skíðin sín við bæjar-
dyrnar heima hjá sjer.
En þrátt fyrir þessa erfiðleika
eru hundruð ungra manna og
kvenna hjer í bæ, sem fara
reglulega allan veturinn upp í
fjölll á skíði og sækja þangað
hollustu og njóta ánægjustunda.
Hvert fjelagið á fætur öðru kem
ur sjer upp dýrum og góðum
skíðaskálum og unga fólkið í
þessum fjelögum leggur á sig
mikið erfiði til að koma skálun-
um upp.
Nú fer að líða að þeim tíma,
sem bestur er fyrir skíðaíþrótt-
ina. Langir, sólarmiklir dagar.
Draumar, sem skíðafólkið hefir
dreymt alt árið, fara að ræt-
ast.
m
Komið börnunum
á skíði.
ÞAÐ ÞARF að veita sem flest-
um tækifæri til að komast á
skiði og njóta þeirrar hollustu,
sem þeirri íþrótt er samfara.
Fyrir fullorðna fólkið er ekki
hægt að gera annað en benda
því á, hve skíðaíþróttin er skemti
leg og holl, og síðan verður það
sjálft að ráða, hvað það gerir.
En öðru máli gegnir með börn-
in. Það verður að hafa vit fyrir
þeim. Ekki aðeins segja þeim,
að þau eigi að fara á skíði, held-
ur og gefa þeim tækifæri til
þess. Skólarnir virðast vera eðli-
legasti og sjálfsagðasti aðilinn
til þess.
Hinn mikli áhugamaður ög
brautryðjandi skíðaíþróttarinnar
hjer á landi, L. H. Múller kauþ-
maður, gaf, ef jeg man rjett,
barnaskólum bæjarins allmörg
pör af skíðum, í þeim tiigangi,
að skólabörnum yrði gefið tæki-
færi til að kynnast skíðaíþrótt-
inni. Hvað gert hefir verið við
skíði þessi, veit jeg ekki. En
ekki heyrist neitt um, að skól-
arnir hafi lagt sig sjerstaklega
fram til að fara með börnin upp
í fjöll. Þetta ætti samt að gera,
eftir því, sem því verður við
komið. Og nú fer að koma rjetti
tíminn til þess. Heilbrigð börn
myndu sjaldan gleyma því, ef
farið yrði með þau í góðu veðri
austur á Hellisheiði í skíðaferð.
Þau gætu líka mikið af því lært.
Kennarar, sem með þeim færu,
gætu kent þeim að þekkja fjalía
hringinn hjer í nágrenninu á
leiðunum.
Þessari hugmynd er slegið
i hjer fram lauslega til að byrja
i með. Vonandi að skólamir sjái
i sjer fært að taka þessa hugmynd
til athúgúnar að minsta kosti.
Minjagripir.
ÞAÐ ER siður flestra ferða-
manna, sem ferðast um í erlend-
um löndum, að kaupa einhvern
hlut, eða hluti til minningar um
þá staði, sem þeir hafa ferðast
á. Þegar heim kemur sýna þeír
vinum ‘og kunningjum minja-
gripina og er þeir eru teknir
fram, minna þeir ferðamanninn
á landið, sem hann ferðaðist í.
Víða um lönd hafa menn sjeð,
að það er þarflegt að hafa til
sölu einfalda og ódýra, en um
leið smekklega minjagripi til
að selja ferðamönnum. Oft eru
slíkir minjagripir smá eftirlík-
ingar af því, sem viðkomandi
land eða borg telur merkilegast
eða einkennandi fyrir sig. Er
þetta svo kunnugt, að óþarfi er
að nefna dæmi.
Hjer á landi hefir hinsvegar
verið erfitt fyrir ferðamenn að
fá fallega og ódýra minjagripi.
Hafa margir útlendingar, sem
hingað hafa komið, kvartað yfir
þessu, en ekki hefir verið ráðin
bót á.
Nefnd listamanna
ÞETTA er mál, sem er hreint
ekki ómerkilegt. Það er ekki
hægt í stuttri blaðagi’ein að gera
þessu máli skil sem þyrfti. En
aðeins vil jeg vara fram þeirri
surningu, hvort ekki væri á-
stæða til fyrir hið opinbera" að
láta þetta mál til sín taka. Því
ekki að skipa nefnd listamanna
til að gera tillögur í málinu?
Ennfremur gæti hugsast, að
t. d. Reykjavíkurborg sæi á-
stæðu til að láta gera einhverja
smekklega gripi með það fyrir
augum að selja þá ferðamönn-
um sem minjagripi um Reykja-
vík. Jeg hefi ekki eingöngu í
huga hinn mikla erlenda „ferða-
mannastraum“, sem nú kemur
og er í landinu, heldur hugsa jeg
til áranna eftir stríð, því að það
er ekki nokkur Vafi á, að mikill
ferðamannastraumur verður
hingað til lands að ófriðnum
loknum.