Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 11
Fimtudagur 17. febrúar 1944. MORGUNBLAÐIÐ rr ] F 11 if rífí YÍCW MUTI? Hann átti að pakka niður í ferðatöskur, skilja við íbúðina í góðu standi, og senda tvenn föt í hreinsun. Frank hafði einnig lofað Ah Sinfu, að hann skyldi fá að bera á borð brúð- kaupsmáltíðina, sem frú B. S. ætlaði að gefa þeim. Það, sem ómögulegt var að koma Ah Sinfu í skilning um, var það, að Frank ætlaði að sofa næstu nótt á Shanghai-hóteli, því að nýja íbúðin hans losnaði ekki fyr en daginn eftir. „Húsbóndinn ekki fá hús?“ spurði hann hvað eftir annað, og' Frank svaraði með aukinni óþolinmæði: „Ekki í dag, skil- urðu, ekki í dag. Morgun fá hús, en ekki í dag“. Rjett í því að Ah Sinfu fór fram til að þvo bollana, hringdi síminn. Ruth, hugsaði Frank, og þetta var í fyrsta skiftið, sem hann hafði hugsað til henn ar síðan hann vaknaði. Brúð- kaup var athöfn, sem svo mörg formsatriði voru bundin við, að höfuðpersónurnar, brúðhjónin sjálf, hurfu í skugg anum. Hann fór hálfklæddur í simann. („Góðan daginn, Ruth litla“, kallaði hann í símann. „Hvern- ig líður Konfúsíusi? Jeg var einmitt að senda þjer sím- skeyti þess efnis, að mjer hafi snúist hugur“. Ljettúðarhjal af þessu tagi var "besta leiðin til að brúa gilið djúpa og breiða, sem opnast hafði milli háns og Ruth. „Mjer þykir það leitt“, heyrði hann kvenrödd segja, „að þetta er ekki Ruth, heldur Helený. „Ó!“ sagði Frank og reyndi að herða sig upp. „Helen — góðan daginn, Helen. Jeg hjelt, að þú færir í dag —“. „Farangurinn minn er kom- inn um borð“, sagði hún. „Skipið fer klukkan eitt. Mjer þykir leitt, Frank, að óm.aka þig, en jeg veit ekki, hvað jeg á til bragðs að taka. Þú verð- ur að koma. Þú verður að hjálpa mjer“. Frank hjelt heyrnartólinu að eyranu án þess að svara. „Jeg — þú skilur — jeg hefi mikið að gera í d£g“, sagði hann, þeg- ar hann neyddist til að rjúfa þögnina. „Jeg skil, jeg skil, Frank. ' Mjer þykir skelfing leitt að að vera að ómaka þig, en jeg he'fi engan annan að leita til. Það er viðvíkjandi Bobbie — hann er horfinn. Þú verður að hjálpa mjer“, hjelt hún áfram. „Hvað áttu við með horf- inn?“ spurði Frank ringlaður. „Hvað áttu »ið með því, Hel- en?“ ► „Komdu hingað til hótels- ins, Frank. Jeg get ekki út- skýrt það fyrir þjer símleiðis. Jeg hefi verið að reyna að ná í þig í hálftíma — það er svo erfitt að fá samband, og hver veit, hversu margir geta hlust- að. á samtal okkar“, hjelt rödd- in áfram. Satt að segja heyrð- ust sífeldar hringingar og margskonar hávaði í símanum auk radda þeirra. Frank hugs- aði sig um andartak. „Gott og vel. Jeg kem, Vertu i ekki áhyggjufull, vina“, sagði hann. „Þakka þjer fyrir, jeg vissi, að þú myndir ekki bregðast“, sagði rödd hennar. Um leið og Frank lagði frá sjer heyrnartólið, hraut blóts- yrði af vörum hans. En engu að síður hafði hjarta hans fylst sælu við að heyra rödd Helen og eiga von á að sjá hana einu sinni enn. Skilnaður þeirra við lyftuna kvöldið áður hafði skil ið honum eftir beiskju og hrygð. Jeg get rakað mig seinna, hugsaði hann, um leið og hann flýtti sjer að klæða sig. Þar sem hann bjó skamt frá hótelinu, leigði hann ekki kerru, heldur fór fótgangandi. Hann andaði tæru loftinu að sjer með áfergju og öðru hvoru flautaði hann lágt. Hann var að reyna að telja sjálfum sjer trú um, að samtalið við Helen hefði ekki haft minstu áhrif á hann. Þetta var snemma morg- uns, flestar verslanir voru enn lokaðar. Hann nam staðar fyr- ir utan verslunai’hús Eos filmu og kvikmyndafjelagsins. Petr- us, ljettadrengurinn, sem byrj- aði að vinna klukkan hálf sjö, var kominn og mátti sjá, hvar hann var að þurka af glerskáp, sem myndavjelar voru til sýn- is í. Frank hikaði andartak, síðan gekk hann inn. Petrus leit steinhissa á hann, en hjelt síðan áfram að þurka ryk af auknum mgði. Frank fór í sím- ann og hringdi til Ruth. „Jæja, jæja, ekki nema það þó“, sagði hann, þegar honum tókst að fá samband um leið. „Ruth litla“, sagði hann, „gleymdu ekki, að það er brúðkaupsdagurinn þinn í dag. Þvoðu þjer vandlega bak við eyrun og vertu góð stúlka. Jeg þarf að vinna eitt til tvö þarfaverk, áður en jeg sest í rafmagnsstólinn. Þegar jeg er búinn að því, kem jeg og sæki þig. Þú bíður í herbergi þínu? . . . . Ágætt. Skilaðu kærri kveðju til Konfúsíusar. Sjá- umst brátt aftur“. Hann lagði heyrnartólið á, stóð stundarkorn við símann, byrjaði síðan að flauta aftur. Hann andvai'paði, er hann gekk út um dyr verslunarinn- ar. Hún var að vísu engin Paradís, en engu að síður var hún nokkurs konar heimili hans. Innan skams gekk hann inn um bakdyr Shanghai- hótelsins og fór í lyftu upp á sautjándu hæð. Honum var órótt innan- bi'jósts, er hann barði að dyr- um á herbergi nr. 1678. Þar eð enginn svaraði, opnaði hann og gekk inn í setustofu Russells- hjónanna. Þykku tjöldin voru dregin fyrir gluggana og ljós loguðu á öllum lömpum. Hon- um fanst hann því koma úr dagsbirtu til næturinnar. Hel- en kom samstundis út úr her- bergi sínu. Hún var ekki, eins og Frank hafði óljóst óttast — eða vonar, í náttslopp, heldur klædd í hvít ferðaföt, pils og jakka. „Þakka þjer, Frahk“, sagði hún og í'jetti honum hendina. „Jeg vissi, að þú myndir ekki bregðast. mjer“. Hún gekk að glugganum og dró gluggatjöld- in til hliðar. „Hvað má bjóða þjer til moi'gunverðar? Te? Kaffi? Egg?“ „Kaffi og tvö linsoðin egg“, tautaði Frank, er hún gekk að símanum til að hringja í þjón- j inn. Frank fór hjá sjer og vissi ekki, hvað hann átti að segja. Iiann hafði búist við alt öðru, hverju, vissi hann ekki gerla. Helenu grátandi, örvæntingar- fullri og hjálparvana, leitandi ráða hjá honum, kjökrandi á öxl hans. „Og ristað brauð“, j bætti hann vi§. I „Málinu er þannig varið“, Isagði Helen og settist á móti ■ honum fyrir framan arininn. ! „Skipið fer kl. eitt í dag. Jeg sendi Potter og Clarkson með farangurinn um borð í gær- kvöldi, svo að þau gætu gert káeturnar dálítið vistlegri áð- 1 ur en við kæmum. Skip eru i altaf svo leiðinleg innan, eða [hvað finst þjer? En Bobbie hefir ekki komið heim. Hann jhvarf í fyrrinótt og jeg hefi jekki grun um, hvar jeg á að i leita hans. Hann hefir ekki ver ið heima tvær nætur. Mjer er ómögulegt að blanda lögregl- I unni í málið, jeg kæri mig ekki um, að breska nýlendan hjer , hafi hneykslismál til að hælast um yfir, þegar við erum farin. Hvað á jeg að gera?“ „Hefurðu enga hugmynd um, hvar hann er?“ spurði Frank. „Jú, svo má ef til vill heita. Hann ýfirgaf drykkjustofuna í J fylgd með píanóleikaranum. I Jeg býst við, að þeir hafi báð- ir verið í ópíumsnatti. En jeg hefi enga hugmynd um, hvert þeir hafa farið“. j Frank hló gremjulega. „Það eru fjögur þúsund ópíumbæli •Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 6. það, að þjer litist vel á mig, það veit jeg, því hann rausaði þessi ósköp og varð svo reiður, að jeg hefi varla sjeð annað eins. Og svo sagði hann, að ef hann næði í þig, þá skyldi hann berja þig svo, að þú sæir eftir þeirri ferðinni. Og nú hefir hann sjálfsagt hugsað sjer að vera á varð- bergi á morgun. Og hann verður þá sjálfsagt að leita lengi, ef hann á að finna þig“, bætti Bergljót við. „Já, hvað heldur þú, á jeg að koma eða koma ekki?“ spurði Pjetur. „Ertu galinn, þú ætlar þó ekki að fara að tuskast við hann föður minn?“ „Ja, jeg veit ekkert, nema jeg rjeði við karlinn“, sagði Pjetur og klóraði sjer á bak við eyrað, — „og gaman gæti það nú verið, að reyna kraftana svona einu sinni, — en líklega er þó best að halda sjer í burtu“, „O, vertu nú ekki alltof gleiður, Pjetur minn, hann pabbi er sterkur“. ^ „Jæja, þá reynir maður við hann“, sagði Pjetur. smeygði upp treyjuerminni og leit á handlegginn. ■— „Já, reyndu bara að koma“, sagði Bergljót hlægjandi og steytti hnefann framan í Pjetur, „jeg hjálpa þá að reka þig í burtu“. „Það gerðirðu ekki“, sagði Pjetur, tók hönd hennar og hjelt henni fastri. „Jæja, þá loka jeg þig úti“. „Þá stend jeg bara fyrir utan“. „Þá giftist jeg hringjaranum“. „Æ, nei, þá er betra fyrir mig að vera heima annað kvöld“, sagði Pjetur og sleppti hönd Bergljótar, „mjer var heldur ekki alvara“. Síðan töluðu þau um hitt og þetta, en allt í einu spratt Pjetur upp, hló hástöfum og skellti á lærið. — Ja, nú datt mjer nokkuð í hug. Bara að jeg gæti gert það, Berg- ljót, þá skyldi jeg hlægja, svo þið heyrðuð það yfir um voginn frá prestsetrinu“. „Hvað er það, sem er að þjer?“ spurði Bergljót hissa, hún varð að hlægja líka, hvort sem henni líkaði betur eða verr, svo smitandi var hlátur Pjeturs. „Ef jeg gæti nú fengið hringjarann til þess að fara á stúfana til þín annað kvöld, þá myndi hann auðvitað verða barinn.“ „Ertu orðinn alveg galinn? Hvernig ætlarðu að fara að því?“ Grímsi, gamall bragðarefur, átti orðið lítið af almennileg- um fötum. Þó voru skórnir orðnir verstir og hugsar Grímsi, að svo geti ekki geng- ið lengur. Hann leggur af stað til kaupstaðarins í þeim til- gangi að fá sjer skó. Á leið- inni mætir hann einum kunn- ingja sínum og spyr hann, hvort hann viti ekki af góðri búð, þar sem fá mætti skó að láni, „því að, líttu á“, segir Grímsi, „jeg hefi hugsað mjer að boi’ga þá í eilífðinni“. Kunningi Gríms ávítar hann harðlega og bregður honum um óvandaðan hugsunarhátt. „Já, en geturðu ekki skilið?“ sagði Grimsi þá. „Fyrst ætla jeg að pi'útta endalaust, og þá losna þeir við að tapa eins miklu“. Á efi'i árum sínum var Grím- ur „frelsaður“. Hann breytti um líferni og gekk í safnaðar- fjelag eða bræðralag. Þá lenti honum eitt sinn saman við kaupmann þeirra bræðranna, sem einnig var í söfnuðinum, og þóttist rangindum beittur. Þá varð Grími að orði: „Ef jeg væri ekki orðinn landlega hxxgsandi, þá myndi jeg lemja á þjer, en fyrir bragð ið verð jeg nú í minn stað að kaupa annan til þess, sem ekki er frelsaður". ★ Karl kom í kaupstað og sá þar nýja slökkvistöð. Eftir að hann hafði virt húsið vandlega fyrir sjer, sagði hann með mikl um spekingssvip: „Ja, mai'gan eldsvoða og mikinn þarf til þess, að svona stofnun geti borið sig“. ★ Kona Pjeturs í Holti var að búast til fei'ðar í kaupstaðinn og hafði tekið við brjefum frá manni sínum, sem hún átti að setja í póst. Eftir miklar á- minningar segir hann að síð- ustu: „Gættu þín nú að rugla ekki saman bi'jefunum; mundu, að þú hefir í hægri hendinni þau, sem eiga að fara að Felli, en í þeirri vinsti'i þau að Nesi“. Jói hafði keypt loftvog á uppboði eftir gamla prestinn. Þegar hann kom heim, vildi hann líta eftir, hvort hann stæði á regni, af því að helli- iigning var komin. En alt kom fyrir ekki. Hvernig sem Jói rýndi á loftvogina, skók hana og hristi, stóð hún altaf á fögru veðri. Þá fór að síga í Jóa, hann tók vogina og þaut með hana út og hjelt henni undir þakrennunni: „Viltu nú finna, að það rigni, djeskotans meinvættur- in þín“. Jóhann trjesmiður: „Mikið er, hvað alt er ljelegt nú á tím- um. Og sjálfur er jeg ekki vel góður heldur“. ★ Jónas skipstjóri: „í mínu ungdæmi þá var bragð að bi'ennivíninu. Þegar jeg saup á flöskunni, var eins og jarð- skjálfti færi um skútuna, en nú er það eins og vatn, sem hefir verið þynt út“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.