Morgunblaðið - 19.02.1944, Qupperneq 2
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardag’ur 19. febrúar 1944
Umræður d Alþingi um
verkföll og liðssöfnun
ÁÐUR en gengið var til dag-
skrár í sameinuðu þingi í gær
beindi Jónas Jónsson þrem fyr-
Fyrsta fyrirspurnin var til
atvinnumálaráðherra (V. Þór)
um það, hvaða breyting hefði
Orðið á aðstoð við sættir við
vinnudeilur. Á árinu 1942 hefði
sá háttur verið upp tekinn, að
tiinefna menn til aðstoðar sátta
semjara og hefðu mennirnir þá
verið valdir af miðstjórnum
flokkanna. Nú væri' hinsvegar
sú breyting orðin, að fulltrúi
Framsóknarfl. væri ekki með
í sáttanefnd Dagsbrúnardeil-
unnar, en hínir mennirnir allir
hinir sömu og áður voru.
Önnur fyrirspurnin var til
dómsmálaráðherra, (Einars
Arnórss.) á þessa leið: Hvernig
ætlar ráðherrann og lögreglu-
stjórinn í Rvík að svara til-
boði því, sem fram er komið
frá fjelagi einu í bænum um
einskonar herútboð í sambandi
við yfirvofandi verkfall? —
Hjer væri boðið fram fjölment
lið, sem bersýnilega ætti að
hafa tvenskonar verkefni: 1)
að koma í veg fyrir alla vinnu
við höfnina og 2) að hindra
með valdi þá menn, sem vilja
vinna — þ. e. einskonar Gesta-
po-lið.
Þriðja fyrirspurnin var til
forsætisráðherra, (Björns Þórð
arsonar), á þessa léið: Hvernig
lítur ríkisstjórnin á vinnudeilu
þá, sem nú er framundan —
hvar telur hún að sjeu eðlileg
takmörk hennar? Kvaðst J. J.
spyrja um þetta sakir þess, að
svo virtist sem forráðamenn
Dagsbrúnar ætluðu yfirvofarldi
verkfalli ekki aðeins að ná til
framleiðslustarfa, heldur ætti
einnig að skera á lífæðar þjóð-
fjelagsins. Nefndi J. J. sem
aæmi það, að skip kæmi frá
Ameríku með efni til Sogs-
virkjunarinnar. Bersýnilegt
væri, að Dagsbrún ætlaði að
hindra með valdi, að þetta efni
yrði tekið á land. Með þessu
væri skorið á lífæð þjóðfje-
lagsins.
Svör ráðherranna.
Atvinnumálaráðherra, Vilhj.
Þór, svaraði því, að tilnefning
taanna nú í sáttanefnd, til að-
stoðar sáttasemjara, hefði far-
ið fram í samráði við óskir
eáttasemjara.
Dómsmálaráðhcrra, Einar
Arnórsson, kvaðst álíta að orða
lag fyrirspurnarinnar til hans
væri á misskilningi bygt, þar
sem hann hefði nefnt þetta her-
útboð. (Las svo ráðh. brjefið
til lögreglustjóra). Þvínæst
sagði ráðherra: Það mun vera
í fyrsta skifti sem stjórn fje-
lags, er boðað hefir verkfall,
tilkynnir lögreglustjóra að hún
hafi skipað eftirlitsmenn í
verkfallinu. En hitt er algengt
við' verkföll, að menn eru sett-
ir á vörð, til þess að híndra
vinnu, sem kemur I bág við
verkfallið. Einnig er algengt,
að eftirlit er haft með verkfalls
brjótum. Að efni til hefir hjer
ekki gerst neitt fram yfir það,
sem venja er, nema_ það eitt,
að lögreglustjóra er tilkynt
Þrjár fyrirspurnir
til ráðherranna
þetta. Eftir að hafa átt tal við
lögreglustjóra um þetta mál,
hefir ekki þótt ástæða til að
gera neitt sjerstakt í sambandi
við þetta.
Forsætisráðherra, dr. Björn
Þórðarson, svaraði á þessa leið:
Stjórnin hefir ekki enn mynd-
að sjer sjerstaka skoðun um
það, sem spurt var um. Ekki
er enn komið á daginn, hversu
víðtæk deilan kann að verða.
Hitt er eðlilegt, að forsjáll
ihaður eins og fyrirspyrjandi
vilji að deilan takmarkist við
hagsmunasviðin ein, en grípi
ekki einnig inn á lífæðar þjóð-
fjelagsins. Jeg bíst við, að sjer-
hver stjórn vilji forða því, að
skorið verði á lífæðar þjóðfje-
‘lagsins. En hver úrræði kunni
að verða, til þess að hindra
það, er ekki unt að segja á
þessu stigi og ekki fyr en sjeð
er, hvaða stefnu deilan tekur.
Ef svo fer, að deilan fer inn á
slík svið — og þar sem Alþingi
situr — mun stjórninni Ijúft að
hafa samvinnu við þingið þar
um.
Umræður'.
Jónas Jónsson fór nokkrum
orðum um svör ráðherranna:
1. Hann’ kvað óheppilegt að
ganga framhjá Framsóknar-
fl. við tílnefningu manna í
sáttanefnd. Bað atvinnumála-
ráðherra að upplýsa síðar, hvort
irspurnum til ráðherranna.
fulltrúi Frams.fl. hefði nokkuð
brotið af sjer.
2. Mig furðar svar dóms-
málaráðh. Ef einn aðili í vinnu-
deilu getur tilkynt ríkisvald-
inu slíka liðssöfnun, þá verða
engin takmörk sett. Jeg fæ ekki
sjeð, að þjóðfjelagið geti þá
lengi haldist við, þegar aðilj-
arnir sem deila setja hvor sína
lögreglu. Hvað verður þá um
sjáift ríkisvaldið?
3. Jeg tel eðlilegt, að stjórn-
in vilji bíða og sjá, hvaða
stefnu verkfallið taki — hvort
atburðirnir frá 1942 endurtaki
sig.
Sigurður Guðnason: Dóms-
málaráðh. skildi rjettilega af-
stöðu Dagsbrúnar. Okkur hefir
aldrei komið til hugar, að nota
eftirlitslið til skemdarverka.
Eysteinn Jónsson: Jeg tel
ekki heppilegt, að stjórnmála-
fl. eigi að koma á sættum í
vinnudeilum. Álít því, að rík-
isstjórnin eigi að velja menn
til sáttastarfa, en ekki flokk-
arnir.
Jónas: Þetta, sem þm. Sunn-
Mýlinga sagði, er aðeins per-
sónuleg skoðun hans, en kemur
Framsóknarflokknum ekkert
við.
Þóroddur Guðm. hjelt því
fram, að atvinnurekendur gerð
ust altaf lögbrjótar við verk-
föll, en verkamenn aldrei. —
Jóhann Jósefsson svaraði þessu
þannig, að hið sanna væri, að
hvorki atvinnurekendur nje
verkamenn gerðust lögbrjótar
við verkföll, heldur menn, sem
utanvið stæðu, þeir, er teldu-
sjer hagnað af óeirðum og vand
ræðum. Og það væru undan-
tekningarlaust menn úr flokki
Þórodds.
Var svo þessum umræðum
lokið.
Ályktun
í lýðveldismálinu
Á fjölmennum fundi, sem
haldinn var í Sjálfstæðis-
kvennafjelaginu ,,Hvöt“, fimtu
daginn 17. þ. h., í Oddfellow-
húsinu, Reykjavík, var sam-
þykt svohljóðandi tíllaga um
lýðveldismálið:
, ,Sj álfstæðiskvennaf jelagið
„Hvöt“ lýsir yfir því ó fundi
sínum 17. febrúar 1944, að það
sje eindregið og afdráttarlaust
fylgjandi því, að Alþingi end-
urreisi lýðveldi íslands á kom-
andi vori og gangi endur-
reisn lýðveldisins ekki seinna
í gildi en 17. dag júnímánaðar.
Jafnframt skorar fjelagið á
allar íslenskar konur sem karla,
að keppa að því, að almenn at-
kvæðagreiðsla til samþyktar
málinu verði sem allra best sótt
og þjóðinni til sæmdar". *
Samskot
Til Strandarkirkju: N. N. kr.
10.00. G. Þ.. 20.00. N.N. 10.00. Ása
7.00. Ónefndur 30.00. N. N. 60.00.
Þórarinn 20.00. M. Kjartansd., kr.
5.00. X.X.X. 15.00. H. J. B. 10.00.
O. G. 10.00. S. T. 100.00. E. B.
10.00. Gamalt og nýtt áheit, kr.
30.00. F. J. 10.00. Kona 10.00.
Steinunn 5.00. A. S. 25.00. H. J.
krónur 10.00.
Nýlega er komið út 2. hefti, III.
árg. blaðsins „Akranes". Það er í
mesta máta læsilegt að vanda,
enda er fjöldi ágætra greina og
mikinn fróðleik að finna. Þar
birtist fyrri kafli af ágætu erindi
eftir sr. Þorstein L. Jónsson sem
heitir „Leyfið börnunum að
koma til mín.. í þættinum
Heima og heiman „kennir margra
grasa“. Þar „hafa lesendurnir
orðið“. Þar er langt kvæði (á-
gætt) „Vestfjarðarminni". „Lít-
il hugleiðing“ um, hve fólk gæti
þess nú lítt að fara vel með fje
sitt o. fl. Þar er 2. kafli úr Æfi-
sögu Geirs Zoega, með mynd.
Þættir úr verslunarsögu Akra-
ness.
Stjórn kvenfjel. Hringurinn.
Íþróttaíjelag Reykjavíkur
ætlar að byggja stórhýsi
Fjelagið hefir þegar
ifengið lóð undir húsið
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, BJÖRN ÓLAFSSON, til-
kynti íþróttafjelagi Reykja.víkur um síðustu áramót, að
samkvæmt heimild Alþingis hefði hann afhent fjelaginu
leigufrýja lóð undir íþróttahússbyggingu, sem fjelagið
ætlar að byggja á næstunni. Lóðin er við Sölvhólsgötu,
næst fyrir austan byggingu Sambands ísl. Samvinnufje-
laga, og er stærð 610 fermetrar.
íþróttafjelag Reykjavíkur er
eitt af elstu íþróttafjelögum
þessa bæjar. Það sýndi fyrst
fimleika hjer opinberlega í
Barnaskólaportinu 1909, og
hefir starfað óslitið frá því að
það var stofnað árið 1907.
Fjelagið hefir fram til þessa
talið aðalmarkmið sitt fim-
leika, og hefir margoft sýnt
flokka sína, stúlkur og pilta,
bæði hjer á landi og erlendis
og jafnan haldið hátt á lofti
sóma íslensku þjóðarinnar.
íþróttafjelag Reykjavíkur
var fyrsta íþróttafjelag lands-
ins, sem rjeðst í það stórvirki,
að eignast þak yfir höfuð sjer,
og hefir húseign fjelagsins ver
Framh. á 8. síðu.
Aukakosning
vekur athygli
London í gærkveldi.
Talin hafa verið atkvæði í
aukakosningu, sem fram fór
fyrir skemstu í kjördæmi einiT'
í Dórbyshire í Bretlandi. Fór
kosning svo, að kjörinn var
frambjóðandi óháðra með
16.300 atkv. Frambjóðandi
stjórnarinnar, lávarður að
tign, hlaut 11.700 atvk., en
frambjóðandi óháðra Verka-
manna 230 atkv. Kosning þessi
vakti hina mestu athygli, að_
allega vegna þess að þingsætið
héfir verið í ætt lávarðarins
frá 1885—1918 og frá 1923 til
yfirstandandi kosninga. En
tímabijið 1918—23 var faðir
frambjóðanda þess, er nú sigr-
aði, þingmaður kjördæmisins.
Hann var skósmiður.
— Reuter.
Mánaðarkaupsmenn
Dagsbrúnar
MILLI Vinnuveitendafjelags
íslands og Verkamannafjelags-
ins Dagsbrún hjer í bænum
hafa verið í gildi þrír samn-
ingar: 1) samnjngur, dags. 22.
ágúst 1942, um tímakaup verka
manna.
Þessum samningi sagði Dags
brún upp, svo sem kunnugt er,
með brjefi, dags. 20. f. m., frá
og með 22. þ. m. að telja, og
hefir síðan með brjefi, dags,
14. þ. m., tilkynt Vinnuveit-
endafjelaginu verkfall frá því
að samningurinn rennur út, 22.
þ. m., nema samningar takist á
ný fyrir þann tíma.
2) samningur, dags. 24. sept.
1942, um mánaðarkaupsmenn
hjá Shell h.f. hjer í bænum.
, 3) samningur, dags. 29. sept.
1942, um kaup og kjör mónað-
arkaupsmanna hjá heildsölu-
firmum hjer í bænum.
Þessum tveimur mánaðar-
kaupssamningum hafði Dags-
brún heimild til þess að segja
upp samtímis tímakaupssamn-
ingnum, frá sama degi að telja.
En Dagsbrún notaði sjer ekki
þenna rjett til uppsagnar mán-
aðarkaupssamninganna og gilda
þeir því samkvæmt innihaldi
sínu a. m. k. í 6 mánuði, cða
til 22. ágúst næstkomandi.
Dagsbrún hefir heldur ekki
boðað verkfall sjerstaklega að
því er mánaðarkaupsmennina
snertir, því ofangreind verk-
fallstilkynning hlýtur að eiga
aðeins við tímakaupsmennina,
enda engar kröfur komið fram
frá Dagsbrún um breyting á
mánaðarkaupinu.
Nú hefir því verið hreyft að
Dagsbrún geti með „samúðar-
verkfalli“ komið mánaðar-
kaups-mönnunum út í verkfall
með tímakaups-mönnunum,
þvert ofan í tjeða gildandi
samninga.
Að vísu hefir Fjeíagsdómui’
dæmt löglegt að verkalýðsfje-
lag, gagnstætt samningi við
vinnuveitanda, gjöri samúðar-
verkfall til styrktar öðru
vérkalýðsfjelagi, en í því ligg-
ur ekki að fjelag megi brjóta
gegn samningi sínum til þess
að styðja sjálft sig í kaupdeilu.
Það virðist því ekki geta kom-
ið til mála að Dagsbrún verði
talið heimilt að gjöra samúð-
arverkfall með sjálfri sjer og
á þeim grundvelli losað sig
undan samningum, sem húri
hefir ekki sagt upp, þó hún
hefði fulla heimild til uppsagn-
ar.
Málið virðist því horfa svo
við, að ekki geti orðið um það
að ræða, að mánaðarkaups-
menn, sem falla undir ofan-
greinda tvo samninga, gjörí
verkfall 22. þ. m.
Við þetta bætist svo það aði
Dagsbrún hefir ekki sagt upp
samningum sem fjelagið héfir*
við aðra en þá, sem eru í Vinnu
veitendafjelaginu. Má í því efni
nefna t. d. Olíuverslun íslands
og Lýsissamlag ísl. botnvörp-
unga, og heldur ekki tilkynt
þessum aðiljum neitt verkfall.
Samningar Dagsbrúnar við þá
munu því einnig hafa fram-
lengst til 22. ágúst n. k.
Reykjavík, 18. febr. 1944, i
Eggert Claessen.